Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 114. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						í
Föstudagur 21. maí 1965
MORCUNBLAÐIÐ
Skógafoss á siglingu á L iinaf íröi. Myndín var tekin í rey nsluferðinni í gær.
STAKSTEINAR
Skógafoss afhentur Eimskip í gær
Reyndist mjög vel í reynzluferðinni á Limafírði
Alaborg, 20. maí. — Frá Atla
Steinarssyni, blaðamanni.
KLUKKAN 13.05 í dag að ís-
lenzkum tíma var íslenzki fán
ínn dreginn að húni á brúar-
þaki hins nýja og glæsilega
farkosti Eimskips, Skóga-
fossi. Skipið var þá statt á
Limafirði, rösklega klukku-
tíma siglingu frá Álaborg. —
Samtímis var danski fáninn
dreginn niður nema á stefni
6kipsins, þar sem hann mun
blakta til mánudagskvölds, en
fram til þess tíma liggur
Skógafoss í Álaborg á ábyrgð
skipasmíðastöðvarinnar, því
enn er allmargt óunnið við
ýmsan finni frágang, t.d.
teppalagningu og fleira.
Það var Hjörnee, varafram-
kvæmdastjóri frá Álborg Værft,
sem afhenti skipið, en Viggó
E. Maack, skipaverkfræðingur,
veitti því viðtöku fyrir hönd
Eimskipafélagsins. Reynsluferðin
hófst kl. 7 í morgun eftir dönsk-
vim tíma, 6 eftir íslenzkum tíma.
Var þá farið með skipið frá skipa
emíðastöðinni og út á Limafjörð.
Um borð voru þá varafram-
kvæmdastjóri Álborg Værft,
Viggó E. Maack, skipstjóri hins
nýja skips, Jónas Böðvarsson, og
allir yfirmenn er á skipinu verða,
svo og fjöldi verkfræðinga og
tæknifræðinga, er sett hafa upp
ýmis tæki í skipið og áttu nú að
reyna þau í reynsluferðinni. Kl. 8
eftir dönskum tíma fóru nokkrir
gestir á dráttarbát frá Álborg
Værft út í skipið, og reynsluförin
hófst. Voru í reynsluförinni auk
fyrrgreindra, Sven Pedersen, for-
stjóri skrifstofu Eimskipafélags-
ins í Kaupmannahöfn, en hann
hefur starfað hjá Eimskip í 38 ár.
Frá Álborg Værft fór hópur
verkfræðinga, m.a. yfirverkfræð-
ingarnir J. Jörgensen og H. Han-
sen. Þá var 5 manna hópur frá
Burmeister & Wain, sem sjá um
vél skipsins, þeirra á meðal Grum
Schwensen, yfirverkfræðinguí.
Þá var og aðalfulltrúi Lloyds, W.
Lydersen og H. Dyhr, skipaeftir-
litsmaður. Reynsluförin hófsí
með því að skipið sigldi alllangt
út á Limafjörðinn og var fyrst
framkvæmd hraðaprufa. Öslaði
hinn glæsilegi farkostur fram og
aftur um fjörðinn. Mesti hraði í
reynsluförinni reyndist 15 sjómíl
ur, en meðalhraði 14,65 sjómílur.
Síðan fór fram stýrisprófun og
hinn glæsilegi farkostur fór í
sveigum um fjörðinn. Stafnstýrið
var reynt svo og sjálfvirkt vökva
stýri. Hrópað var á víxl: „Hart í
þar allur hinin snyrtilegasti og
prófunin gekk mjög vel og Jónas,
skipstjóri, var svo ánægður, að
hann sagði: „Þetta er eitthvað,
sem talandi er um, svona á þetta
að vera. Það tekur 8 sekúndur að
¦Mgafoss við bryggju í Alaborg.
stýra frá hart í bak eða í stjórn.
Lloyds gerir helmingi slakari
kröfur".
Viggó E. Maack bætti við til
skýringar, að Eimskip gerði
strangari kröfur um öryggistæki
sín en nokkrir aðrir, t.d. með
stýrisútbúnað, akkerisfestar og
fleira. „Þegar við vorum að
panta þetta skip", sagði Viggó,
„sögðu þeir í Álaborg, að svona
tækja væri ekki einu sinni kraf-
izt í danska flotanum".
Afhending skipsins fór fram kl.
1 eftir islenzkum tíma. Vara-
framkvæmdastjórinn, Hjörne,
gekk ásamt viðstöddum gestum
fram á efsta dekk skipsins, og
mælti nokkur orð. Hann þakkaði
samstarfið við Eimskipafélagið og
velvilja Eimskips við allar samn-
ingsgerðir. Hann afhenti síðan
Viggó E. Maack og Jónasi skip-
stjóra Böðvarssyni skipið og árn-
aði Skógafossi heilla og Eimskip
með farkostinn. Hann þakkaði
öllum öðrum, sem unnið hafa að
gerð skipsins. Síðan fóru fram
fánaskipti. íslenzki fáninn var
dreginn að húni á þaki brúarinn-
ar en hinn danski dreginn niður,
og síðan var afhendingarathöfnin
innsigluð með handtökum. Viggó
E. Maack gekk síðan fram og
mælti nokkur orð. Hann þakkaði
samstarfið við Álborg Værft fyrr
og síðar og góða þjónustu, sem
Eimskip hefði ævinlega notið þar.
Eimskip ætti nú tvö önnur skip
í förum, sem smíðuð hefðu verið
þar og reynzt hið bezta í alla
staði, það er Selfoss og Brúarfoss.
Viggó þakkaði einnig Jónasi
Böðvarssyni og Geir Geirssyni
eftirlitsstörf við smíði skipsins,
en Geir hefur verið við eftirlits-
störf í 6 mánuði og Jónas í fjóra.
Viggó óskaði áhönf allra heilla
og kvaðst vona, að Skógafoss
reyndist Eimskipafélaginu hið
happasælasta skip. Hann bað alla
viðstadda fslendinga að hrópa fer
fallt húrra fyrír Álborg Værft og
öllum sem að smíði skipsins hafa
unnið.
Ég átti stutt samtal við Viggó
Maack um skipið, og fórust hon-
um þannig orð.
— Þetta er afskaplega hagnýtt
skip til lestunar og losunar, og
ekkert til sparað í þeim efnum.
Botn og millidyrnar eru alveg
slétt og er ekkert skip í íslenzka
flotanum þannig byggt. Gaffal-
lyftum má því aka bæði um botn
og millidyrnar án hindrunar.
Engar stoðir eru í lestum og lúg-
urnar ákaflega stórar og fljót-
virkar. Stærð skipsis er 3.860
tonn dw. og eftir danskri mæl-
ingu verður skipið 2.614 brúttó-
lestir. Skógafoss hefur þannig
mesta burðarmagn af skipum
Eimskips. Skipið er byggt bæði
sem opið og lokað hliðarþilfars-
skip og er nú siglt með lokuðu.
Og þar með verður burðarmagn-
ið þetta mikið. Skipið er búið
öllum nýjustu siglingartækjum
og af fullkomnustu gerð. Ég gekk
einnig um vistarverur yfirmanna
og undirmanna og er frágangur
þar allur hinn snyrtilegasti og
•bezti, svo sem virðist vera um
alla_ smíði á skipinu. Vistarver-
uroár eru allar innréttaðar með
harðviðarinnréttingu og harð-
plasti á veggjum. Eitt herbergi
er fyrir tvo farþega og auk þess
er sjúkraklefi með tveimur
kojum. Jónas skipsstjóri Böðvars
son kvaðst vera mjög ánægður
með skipið. Eftir reynsluferðina
sagði hann, að hraðinn hefði
reynzt einni mílu meiri en búizt
var við, — „og það er alltaf á-
nægjulegt, þegar menn gera bet-
ur en ráðgert er". sagði hann.
Björne, varaframkvæmdastjóri,
sagði, að þetta væri sjöunda
skiptið, sem Alborg Værft byggði
fyrir Islendinga. Hið fyrsta var
Laxfoss. Skipasmiðastöðin hefur
'byggt þrjú skip fyrir Eimskip,
Selfoss, Brúarfoss og nú Skóga-
foss, og lýsti Hjörne, fram-
kvæmdastjóri, ánægju sinni yfir
öllum viðskiptum við Islendinga
og ekki sizt Eimskip, og einnig
lýsti hann ánægju sinni með það,
hversu vel skipið hafði reynzt í
reynsluförinnL
Varðandi fyrirætlanir með
Skógafoss, sagði Viggó, að hann
mundi fara á mánudagskvöldið
eða þriðjudagsmorgun af stað
frá Álaborg. Ætlunin væri að
fara til Kotka, Ventspijs, Gdynja,
Gdansk, Kaupmannahafnar, —
Gautaborgar, Kristianssands og
Reykjavíkur. Áætlað er að skip-
ið komi heim 14. til 16. júní.
Skipstjóri á Skógafossi verður
sem fyrr segir Jónas Böðvarsson,
yfirvélastjóri er Geir Geirsson,
1. stýrimaður er Haraldur Jens-
son, 2. stýrimaður er Garðar
Bjarnason, 3. stýrimaður, Friðrik
Jónsson, annar vélstjóri Kristján
Hafliðason, 3. vélstjóri, Halldór
Ágústsson og 4. vélstjóri, Ingólf-
ur Ragnarsson. Loftskeytamaður
er Jón Bogason og bryti Tryggvi
Steingrímsson, bátsmaður Berg-
þór Jónsson. Alls verður 26
manna áhöfn á skipinu, og koma
þeir, sem ekki eru þegar komnir,
á mánudaginn til að 'taka við
skipinu. Reynsluför skipsins hef-
ur vakið mikla athygli hér í Ála-
borg. Fimm dálka forsíðu stærsta
blaðsins hér, og þar rætt um
skipin tvö, sem Eimskipafélag
íslands er að láta smíða. Þegar
við gengum frá borði að reynslu-
förinni lokinni, gengum við fram
hjá skrokki hins fossins, sem í
smíðum er. Hann verður sjósett-
ur 10. júní. Þar er annar glæsi-
legur farkostur á leiðinni. Skipin
hvort um sig kosta 54 milljónir
íslenzkra króna. Það er því mik-
ið og dýrt verk sem verið er að
vinna fyrir íslendinga á vegum
Eimskips í Álaborg þessa mán-
uðina.
Eni þeir 'á móti
íslenzku sjónvarpi?
Alþýðublaðið birtir í sær íop-
ustugrein undir þessari fyrír-
sögn. Telur blaðið að fundur 60-
menninganna, sem nýlega var
haldinn, hafi sýnt, að ýmsir
þeirra séu á móti islenzku sjón-
varpi. Beinir Alþýðublaðið
nokkrnm spurningum til 60-
menninganna. Er þar komizt að
orði á þessa leið:
„1) Er þessum samtökum ætl-
að að vinna einnig gegn íslenzku
sjónvarpi?
2)  Vita 60-menningarnir ekki
að f jár til íslenzks sjónvarps er
aflað eingöngu frá sjónvarpsnot-
endum og auglýsendum, en verð-
ur ekki tekið af almannafé frá
öðrum stofnunum í landinu?
3)    Eru 60-menningarnir ekkt
sammála formanni norska ut-
varpsráðsins, sem sagði í tyrir-
lestri í Reykjavik, að sjónvarpið
hefði ekki dregið frá öðrum
menning irstofnunum, öllu frek-
ar örvað þær? Hafa 60-menning-
arnir reynslu í sjónvarpsmálum
til jafns við þennan Norðmann?
4)  Hvaða menningarstofnanir á
fslandi „svelta"? Er það HáskóU
fslands, sem er nybúinn að reisa
bíó fyrir 20—30 milljónir? Er
þessi fullyrðing, að menntastofn-
anir „svelti", mat 60-menning-
anna á starfi Gylfa Þ. Gislasonar
sem menntamálaráðherra ttf
kveðja til hans?"
Tíminn ræðir
Hermóosmálið
Timinn ræðir í gær Hæstarétt-
ardóminn í Hermóðsmálinu svo-
kallaða, og kemst þá að orði i
þessa leið:
„Dómur Hæstaréttar er fallinn
um lagagildi launaskattsins á
bændastéttina. Hann féll á þá
lund, að skattlagningin teldist
ekki stjórnarskrárbrot, þvi að lög
gjafinn hefði hefðhelgan rétt til
þess að leggja á skatta eftir mál-
efnum og reglubundnum sjónar-
miðum. Um dóminn tjáir ekki að
deila, og vafalaust var það rétt að
láta Hæstarétt skera úr um þetta.
Það ætti miklu oftar að gera, þeg
ar vafi þykir leika á um stjórn-
lagagildi almennra laga.
Bændur munu að sjálfsögðu
taka dómnum og segja likt og
Hárekur forðum, er dómur Ólafs
helga konungs gekk gegn honum,
að engin smán sé að lúta hæsta-
réttardómi, sem hafi lög að mæla,
hversu sem sé farið réttlæti máls
ins."
Fuglasöngur
og hlutleysi!
Skúli bóndi á Ljótunarstöðum
ritar í gær grein i kommúnista-
blaðið, þar sem hann fagnar
fuglasöngi í ríkisútvarpi. Kemst
hann m.a. að orði á þessa leið:
„Annars ber þessi fuglasöngur
i útvarpinu forráðamönnum þess
fagurt vitni. Þeir eru alls ekki
eins formfastir og hugmynda-
snauðir og við freistumst ef til
vill stundum til að halda. Það
þarf miklu meira en meðalgreind
og meðalhugmyndaflug til að
koma með svona nokkuð í út-
varpið. Þetta útvarpsefni er bæði
fróðlegt og skemmtilegt, og hef-
ur auk þess einn stóran kost enn:
það er hlutlaust, hátt bafið yfir
allt dægurþras og allan áróður.
Þeir á fréttastofunni gætu
margt af blessuðum fuglunum
lært".
Já, það er vissulega hægt að
læra margt af blessuðum fuglun-
um!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32