Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 130. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 stáur
vtgxmMdfoito
02. árgangur.
130. tbl. — Laugardagur 12. júní 1965
Prentsmiðja MorgunblaSsin*.
„EVA var afskap-
lega skemmtileg,,
Frá  blaðamannafundi
geimfaranna  í  Houston
Houston, Texas, 11. júmí, AP.
GEIMFARARNIR bandarísku,
James McDivitt og Edward
White héldu fund með frétta-
mönnum í Houston í dag og
sýndu myndir úr geimferð-
inni með Gemini IV. McDivitt
sagði að í Gemini væri hægt
að ferðast um geiminn a.m.k.
I James  McDvitt  og  Edward \
White  taka  brosandi  kveðjui
' McCormick    sjóliðsforingjaJ
(sem ekki sézt á myndinni)'
I er þeir koma um borð í flug-
vélamóðurskipið „Wasp" eftirj
velheppnaða  lendingu  Gem-
1 ini IV. á hafinu.
Wilhelm Svía-
prins lútimt
Stokkhólmi,  11. júní, NTB.
WILHELM   Sviaprins,   bróðir
Gústafs Adolfs, konungs, er lézt
á. hvítasunmu, var til moldar bor-
inn í dag.
Ekki voru þar aðrir viðstaddir
en  sænska  konungsfjölskyldan
Framhald á bls. 25.
Skæruliðar hörfa frá Dong Xoai
Búizt  v/ð  hörðum  bardögum  næstu  tvo  mánuði
Saigon, 11. júní. — AP-NTB.
í DAG hörfuðu skæruliðar Víet
Cong frá bænum Dong Xoai,
sem l>eir höfðu haft á valdi sinu
í rúman sólarhring og skildu
eftir sig mörg hundruð fallinna
og hús í rústum, en fallnir skæru
liðar vörðuðu veginn, sem Viet
Cong hörfuðu eftir til skógar.
— Flugvélar og hermenn Suð-
ur-Vietnam-stjórnar og Banda-
rikjanna reka flóttann og hafa
gert mikinn usla í liði Viet
Cong. Talið er að í bardogunum
Jg held ekki fólkið
þoli þetta öllu lengur"
segir  Juanita  Castro  um
stjórn  bródur  síns  á  Kúbu
Washington, 11. júní. AP.
JUANITA Castro, systir
Fidels forsætisráðherra Kúbu,
sem fór úr landi fyrir ári og
til Bandaríkjanna, segir oft
hafa komið til óeirða á eynni
síðan, og uppþota gegn stjórn
inni, en tekið hafi verið fyrir
allar fréttir um slíkt. Juanita
kvað ýmsa háttsetta menn
vinna að því að steypa
Castro af stóli og ættu sumir
þeirra sæti í stjórninni .
Juanita kom fyrir óame-
rísku nefndina í dag og
skýrði frá byltingunni á
Kúbu og því hversu bróðir
hennar brauzt til valda, með
stuðningi vina sinna o>g
vandamanna, þar á meðal
sjálfrar hennar; og frá því
hversu henni hefði síðar þótt
málstaður     byltingarinnar
setja ofan er Fidel var orð-
inn fastur í sessi. „Mikill
meirihluti kúbönsku þjóðar-
ininar er á móti stjórn
Castros", sagði Juanita, „ég
hekl að menn muni ekki þola
öllu  lengur  þessa  martröð
ógnarstjórnar, sem þeir hafa
nú átt við að búa í fimm ár".
Einnig sagði Juanita ýmsa
háttsetta Kúbani undirbúa
samsæri gegn stjórninni og
vera um kyrrt á eynni til
þess eins að vinda að því
bráðan bug.
Er Juanita kom fyrir nefnd
ina flutti hún henni yfirlýs-
ingu, þar sem sagði í upp-
hafi, að kommúnistar hygðu
á yfirráð yfir gjörvöllum
Vesturheimi, syðri og nyrðri,
og teldu sér vísa bandamenn
í hópi frjálslyndra manna og
ístöðulítilla og friðarsinna.
Juanita hvatti til öflugrar
andstöðu gegn kommúnistum
og sagði að þeir sem fylgdu
dæmi strútsins, þeir sem
hræddust þá eða héldu að
öllu væri óhætt meðan ekki
væri andæft starfsemi fá-
mennra kommúnistaflokka í
löndum þeirra, færu villir
vegar og myndu verða komm
únismanum að bráð fyrr eða
síðar.
um Dong Xoai í gær hafl fallið
300 manns og allt að helmingi
fleiri hafi fallið af skæruliðum
í árásinni í dag ,en mannfall
stjórnarliða hafi einnig verið
töluvert.
Herroenn S-Vietnam-stjórnar
unnu Dong Xoai með skyndi-
áhlaupi og var liðið flutt til
bæjarins með þyrlum, og sett
niður örskammt undan fram-
línu norðanmanna. Sögðu banda
rískir hermálaráðunautar að á-
hlaupið stríddi gegn öllum regl-
um um hernaðaraðgerðir, en hafi
gefið mjög góða raun. Þrjátíu
og þrír féllu af sunnanmönnum
í áhlaupinu og 15 særðust. Um
300 manna lið fór landveg til
Dong Xoai en komust fæstir á
leiðarenda, því Viet Cong skæru
liðar gerðu þeim fyrirsát og
sluppu  fáir þaðan.
í orrustunni við Dong Xoai
hafa Bandaríkjamenn misst
fleiri menn en nokkru sinni áð-
ur síðan stríðið hófst í Vietnam,
eða tvo tugi manna, eftir því
sem næst verður komizt. Þá
týndu átta bandarískir hermenn
lífi eí flugvél af gerðinni C-123
hrapaði til jarðar skammt frá
Pleiku.
Ástralskir hermenn, sem
komu til Vietnam fyrir viku,
fengu boð um að vera við öllu
búnir í gærkvöldi ,er fregnir
bárust af miklum liðssafnaði
Viet Cong nálægt herstöðinni í
Bien Hoa, en ekki hefur frétzt
af átökum þar enn sem komið
er.
Johnson forseti hefur kallað
Öryggisráðið til fundar til að
ræða ástand og horfur í Viet-
nam og mun sendiherra Banda-
ríkjanna í Saigon Maxwell
Taylor, sem kom til Washing-
ton á mánudag ,flytja þar
skýrslu sína. í kjölfar fyrri heim
sókna Taylors hafa yfirleitt
siglt yfirlýsingar um auknar
hernaðaraðgerðir Bandaríkja-
manna í landinu og nú hefur
það m.a. verið kunngert, að her
mönnum Bandaríkjastjórnar sé
heimil þátttaka í bardögum í S-
Vietnam. Stefna Bandaríkja-
stjórnar í S-Vietnam hefur sætt
mikilli gagnrýni undanfarið og
hafa stórblöð vestra skorað á
forsetann að skýra þjóðinni og
þinginu rétt og satt frá því hvað
hún hyggist fyrir í SA-Asíu.
Blaðamenn náðu tali af Max-
well Taylor rétt sem snöggvast
áður en hann hélt á fund Ör-
yggisráðsins og spurðu margs.
Taylor sagði að búazt mætti við
hörðum bardögum eystra næstu
tvo mánuði og sagði að fram-
sókn skæruliðanna, sem hófst
um leið og regntíminn í land-
inu, væri áköf, en Bandaríkja-
menn yrðu að sjá til þess að
hún yrði stöðvuð. Taylor kvað
loftárásir Bandaríkjamanna í
N-Vietnam hafi náð tilætluðum
árangri.
f jóra daga og White sagðí áS
engin vandkvæði væru á því
að menn færu í gönguferðir
út úr geimfarinu, þeir þyrftu
bara meira eldsneyti, svo þeir
gætu farið lengra burt frá
því og leikið lausum hala
lengur.
Um sjálfam sig sagði White
og brosti við, að sér hefði þótt
Eva (Extra Vehicular Acti-
vity, þ.e. gönguferðin ujfi
himingeiminn)     afskaplega
skemmtileg og sig hefði hreint
ekki langáð inn í geimfarið
aftur. Hann sagðist hafa orð-
ið umdrandi á því, hve(rsu Ijós-
lega hann hefði séð ýmis
kennileiti á jörðu ndð'ri —
miklu betur en úr flugvél 'í
40.000 feta hæð (Gordon Coop
er sagði eitthvað á þá leið
líka eftir geimferð sína fyrir
tveimuir árum) — t.d. flug-
braiutir, stöðuvötn þó lítil
væru, jafnvel kjölfair skipa á
sjónum.
McDivitt lét illa af rafeinda
heila geimfarsins, sem hamn
Framhald á bls. 25.
Svarti
dauði í
Kongó
Leopoldville,  Kongó,
11. júní, AP.
500 MANNS hafa farizt úr bólu-
sótt og svarta dauða í Norð-
Austur-Kongó, að því er skýrt
var frá í Leopoldville í dag. Far
sóttir þessar og taugaveiki að
auki hafa verið landlægar í
fjallahéraðinu Bunia og hafa yfir
leitt kostað um 300 mannslíf ár-
lega. I Bunia er einna þétt-býl-
ast í Kongó og þar búa 850.000
manns — en þar er enginn lækn-
ir.
Iðja staöfesti samningana
45  stunda  vinnuvika  4%  grunnkaupshækkun
f gær staðfestu almennir fund-
ir í Félagi ísl. iðnrekenda og
Iðju, félagi verksmiðjufólks í
Reykjavík, samkomulag það,
sem undirritað var af fulltrúum
þessara aðila að morgni finuntu
dags sl.
Helztu alriiVi samkomulagsins
eru þessi:
•   Vinnuvikan verður 45 stund-
ir, en var áður 48 stundir,
Styttist því um 3 stundir.
•   Grunnkaup hækkar um 4%.
•   Samningurinn gildir til eins
árs.
SaTnkomiu'laigi'ð var staðfest á
almennum fundi í Iðju, sem
hófst kl. 18:00 í samkomiuihúsinu
Iðnó og á fumdi Félags ísl. iðm-
rekenda í fundiarsal rðnaðar-
bankams. Aðrir aðilar að þessu
samkomuilagi eru Iðja í Hafnar-
firði og á Akureyri.
Auk þeirra meginbreytiriiga á
sammimgumum, sem getið er hér
að framam voru gerðar ýmsair
aðrar breytingar á samningum-
um, svo sem að tekin skuJi upp
sérstök slysatrygging á sitarfs-
íólki, ókieypis virmuíaitna'ð<uir við
óhreinleg störf o.fl.
Mbl. sneri sér í gærkvöldi til
Gu'ðjóns Sigurðssonair, forrrkanms
Iðju og Gurnnars J. Friðrikssom-
ar, forrrianms FÍI. og leitaði á-
lits þeioira á þessum samningum.
Guðjón Sigurðsson, formaður
Iðju sagði:
Við höfum ekki viljað spen^na
þetta of hábt upp sökuim þess að
hætta væci á, að miklar hækk-
andx  færu  út  í  ver'ðlagið   og
Framhald á bls. 25.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32