Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 134. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28  sieVitr

92. Srgangur.
134. tbl. — Fimmtudagur 17. júní 1965
Prentsmíðja Morgunblaðsina.
íolf ár liðin frá upp-
reisninni í Austur-
Þýzkalandi
f ÐAG, 17. júní, eru liðin tólf
ár frá því er rússneskum skrið-
drekum og hermönnum var beitt
til að bæla niður kröfur hundruð
þúsunda íbúa Austur Þýzkalands
uim aukið frelsi, frjálsar kosn-
ingar og brottrekstur kommún-
istastjórnarinnar. Þennan dag
fyrir tólf árum, klukkan fjögur
cúðdegis hófu sovézkir hermenn
fskpthríð í Austur Berlín á hópa
ferkamanna, sem upphaflega ætl
nðu sér aðeins að andmæla kröf
nm yfirvaldanna um aukin af-
höst á vinnustað fyrir óbreytt
kaup.
Það var í lok maí 1953 sem
Walter Ulbrioht, leiðtogi austur
þýzkra kommúnista, lét birta á-
ikvarðanir stjórnar sinnar um
eukin afköst verkamanna. Lét
Ulbricht sig engu skipta mót-
anæli, sem bárust bæði frá sam-
etarfsmönnum hans og frá stjórn
endunum í Moskvu. Og hinn 16.
júní birti blaðið „Tribune", mál-
gagn verkalýðshreyfingarinnar,
erein þar sem aðgerðir Ulbriohts
voru taldar „algjörlega rétt-
mætar".
En verkamenn voru ekki á
eama máli. Þennan þriðjudag
Jögðu uin tvö þúsund húsasmið-
ir við „Stalin Allee" eða Stalin
stræti niður vinnu og efndu til
hópgöngu að stjórnarskrifstofun-
lira. Ætluðu þeir sér í fyrstu að-
eins að mótmæla þessari vinnu-
hörku, sem þeir voru beittir.
En á leiðinni að stjórnarráðinu,
bættust þúsundir manna og
ivenna í hópinn og fékk lög-
reglan ekki við neitt ráðið. Marg
ir lögreglumannanna gengu
meira að segja í lið með verka-
mönnunum.
>egar mannfjöldinn sá að
hann hafði öll ráð í sínum hönd-
um óx áræðið og innibælt hat-
ur á kúgun kommúnista brauzt
ut.  Nú  var  ekki  eingöngu  um
það að ræða að krefjast breyttra
vinnuskilyrða, heldur hrópaði
mannfjöldinn hástöfum kröfur
um að Ulbricht segði af sér, nýj-
ar kosningar yrðu látnar fara
fram og lífskjörin bætt.
Walter Ulbrioht lét ekki sjá
sig við stjórnarráðið. Hinsvegar
boðaði hann helztu ráðgjafa sína
til skyndifundar, og þar var á-
kveðið að nema ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um aukin vinnuaf-
köst úr gildi. En það var of
seint. Verkamenn um allt Aust-
ur Þýzkaland höfðu frétt um að-
gerðir stéttarbræðra sinna í Aust
ur Berlín og fylgt fordæmi
þeirra.             .  .
Á miðvikudagsmorguninn 17.
júní var komið á allsherjarverk-
fall í Austur Berlín, og allur mið
hluti borgarinnar eitt iðandi
mannhaf. Kröfugöngur voru farn
ar og mannfjöldinn hrópaði:
„Við heimtum frelsi", ,við erum
verkamenn, en ekki þrælar", og
„niður með ríkisstjórnina". Tveir
menn klifruðu um hádegið upp
á Brandenborgarhliðið og tóku
þar niður rauðan fána sem þeir
vörpuðu niður til mannfjöldans.
Var fáninn rifinn í tætlur og
brenndur á bálkesti hlöðnum úr
áróðursspjöldum kommúnista.
En meðan verkamenn voru að
láta andstöðu sína í ljós, stóðu
yfir liðflutningar Rússa til borg-
arinnar. Og síðdegis var látið
til skarar skríða. Skutu rúss-
nesku hermennirnir af vélbyss-
um á hópa verkamanna og skrið-
drekar ösluðu um götur borgar-
innar. Sama gerðist í öðrum
borgum Austur Þýzkalands, og
munu um fimm hundruð Aust-
ur Þjóðverjar hafa beðið bana,
en nærri 2.OO0 særzt. Og vopn-
lausir verkamenn gátu ekkert að
gert. Rússar höfðu tryggt áfram-
haldandi kúgunarstjórn Ul-
briöhts í Austur Þýzkalandi.
Með þessari mynd, sem sýnir góða fulltrúa íslenzkrar æsku og þeirrar nýju kynslóðar,
sem tekur við landinu, sendir Morgunblaðið lesendum sínum og þjóðinni allri árnaðar-
óskir á þjóðhátíðardaginn.                                    (Ljósm. MbL: Ól. K. M.)
Berlín:
Arús qustur-þýzkra
varða harðlega mótmælt
í DAG halda fsiendingar þjóð-
hátíð. 17. júní er einnig frelsis
dagur Berlínarbúa og Austur-
Þjóðverja. Myndin hér til
vinstri er táknræn um það
frelsi, sem rikir undir oki
kommúnista. Hún sýnir svart-
an sorgarfána ásamt blóm-
sveig, sem hópur ungamenna
sýndi þá dirfsku að koma fyr-
ir rétt hjá þeim stað, þar sem
þau Hermann Döbler og Elke
Mártens voru stödd, er skotið
var á þau úr skotturni austur-
þýzkra landamæravarða, sem
stendur hrollvekjandi í bak-
grunni myndarinnar.
Vestur-Berlín, 16. júní —
NTB: —
BANDARÍSKI sendiherra'nn í
V-Þýzkalandi, George Mc
Ghee afnenti í dag rússneska
sendiherranum í Austur-
Berlin einhverja harðorðustu
mótmælaorðsendingu, sem um
getur, og var orsök hennar
atbnrðir þeir, sem urðu sl.
þriðjudag, er austur-þýzkur
landaniæravörður skaut til
bana 43 ára gamlah kaup-
mann frá Vestur-Berlín, Her-
mann Döbler að nafni og
særði tífshættulega unnustu
hans, Elke Mártens.
George McGhee, sem um
þessar mundir er staddur í
V-Berlín krafðist þess i orð-
sendingunni, að hinum seku
yrði refsað. Skotárásin hefði
verið fuilkomlega tilefnislaus
og hún og kúgunaraðgerðir a-
þýzkra yfirvalda myndu ekki
geta át.t sér stað, nema þær
væru studdar af rússneskum
yfirvöldum.
Sendiherrann sagði enn-
¦ fremur, að enginn vafi léki á
því, að hér hefði verið um
morð að ræða. Þessi atburð-
ur hefði gert hinum siðmennt
aða heimi ljóst einu sinni enn,
Framh. á bls. 27
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28