Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 139. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28  síður
w&mMdbib
B2. árgangur.
139. tbl. — Fimmtudagur 24. júní 1965
Prentsmíoja MorgunblaSsins.
Rússar vísa á bug sátta
nefnd samveldislanda
Á sunnudag ræddust þeir viðl
í Algeirsborg Houari Boumedi
enne, hinn fertugi leiðtogi
byltingarmanna, sem kvöldið
áður steypti af stóli Ben
Bella forseta, og Abdel
Hakim Amer, varaforseti
Egyptalanðs. Sagði Boumedi-
cnnr )<á, að hið nýstofnaða
byltíngarráð myndi standa
við allar skuldbindingar fyrri
stjórnar landsins og stjórnar-
skiptin myndu engu breyta
um hinn fyrirhugaða fund
leiðtoga Asíu- og Afríku-
ríkja í Algeirsborg 29. júní
nk.
London, 23. júní — NTB, AP.
SOVÉTRÍKIN hafa formlega
vísað á bug tilmælum um að
sáttanefnd samveldisríkjaráð-
stefnunnar í London fái að koma
til Moskvu til viðræðna við
ráðamenn þar, að því er Tasa-
fréttastofan tilkynnti í kvöld.
Bru Sovétríkin fyrst kommún
ístaríkjanna til þess að neita
formlega að veita nefndinni mót
töku, en bæði Peking-stjórnin og
stjórn N-Vietnam hafa lýst því
yfir, að nefndin muni ekki fá
að koma til Peking eða Hanoi.
Ber Sovétstjórnin því við í neit-
un sinni, að mál Vietnam sé í
ölluim höfuðatriðum mál Norð-
ur-Vietnam,   „frelsishreyfingar"
David Selznik
látinn
Holiywood, 23. júní. NTB.
Bandaríski  kvikmyndaframleið-
andinn David Selznik lézt í gær
63  ára gamall. Banamein hans
var hjartabilun.
Frægust kvikmynda þeirra sem
(Selzmik lét gera er án efa „Gone
with the wind" með Vivien
Leigh, en á hans vegum voru
lika margar nafntogaðar stór-
amyndir m.a.: „David Copper-
fieid" „Intermezzo", „Vopnin
ikvödd", „Tvær borgir", „Anna
Karenina", „Rebecca" og „Duel
in the Sun".
Fyrri kona Selzniks var Irene
Mayer, dóttir Louis H. Mayer
(Metro-Goldwyn-Mayer),     en
hann skildi við hana og gekk að
«iga kvikmyndaleikkonuna Jenni
íer Jones árið 1949, og lifir hún
mann sinn.
AHt með kyrrum kjörum
í Algeirsborg
en civíst hversu fari um
ráðstef nu Asíu- og
Afríkuríkja
Algeirsborg 23. júní NTB AP
ALLT virðist með kyrrum kjör
um í Algeirsborg ©g öðrum
stærri borgum í Alsír í dag, en
vopnaðir hermenn voru þó á
verði við allar helztu byggingar
í höfuöborginni. Enn er allt í
óvissu um hversu fari um ráð-
stefnu leiðtoga Asíu- og Afríku-
rikja, sem hefjast átti 29. þ.m.
Alsírska     utanríki&ráðuneytið
birti í gærkvoldi skrá yfir 28
ríki, sem tilkynnt höfðu þátttöku
sína, en mörg riki önnur hafa
heykzt á því, m.a. flest samveld-
islandanna. Eru allar líkur tald-
ar á að utanrikisráðherrar Asiu-
og Afrikurikja, sem koma eiga
saman í Algeirsborg í morgun
til undirbúnings fundi leiðtog-
anna, mæli með því að fundinum
verði frestað um sinn.
Til uppþota kom í Algeiirsborg
í 'geerkvöldi og stó'ðu stúdentar að
baiki óeirðuinum. Snemma kvölds
lögðu möng hiundruð þeirra und
ir sig helztu verzlunarigötuir
borgarininar hvolfdu þar úr rusla
tunnuim og höfðu fyrir trommur
og tóku á þær undir vígorð sín,
„Látið Ben Bella lausan" og
„Bournedienne er morðín,gi".
Meðan á þessu gekk mátti einnig
heyra skotið af vélbyssuim ein-
hvers staðar í nánd við forseta-
ihöliina. Síðar í nótt heyiJðust
tvennar sprengingar í miðborg-
ínni en ekki fer söguim af tjóni
af þeirra völdium. Sagt er að
siðari uppþot stúdentanna séu
miun betur skipulögð en hin fyrri
og eig-i upptök sín í gamla borgar
hl'utanu'm, Kasfoah, og hafi stúd-
entarinir la,gt mjög fast að lög-
regluliðinu að bregða trúnaði við
Boumedienne og ganga í hð
irie'ð sér.
Byltingarráðið kiumngerði í
gær að síðan á liaugardag hefðu
verið l'átnir lausir 1.318 pólitísk-.
ir fangar. í óstaðfestuim fregnum
segir að byltingarráðið hafi tek-
ið hönduim marga stuöningsmenn
Ben Bella og ekkert hafi til
hans spurzt síðan hann var hand
fcekinn. Amer, varaforseti Egypta
lands, sam kom til Alsír á sunnu
dag til viðræðna við Bouimedi-
enne, v&r tjáð að vel færi um
Framh. á bls. 27
Suður-Vietnam og Bandaríkja-
stjórnar og að réttu lagi eigi
þau ein um það að fjalla; Sovét-
stjórnin hafi ekkert umboð til
sliks.
í gær var sagt, að mjög væri
lagt að Kina að taka á móti
friðarnefnd samveldislandanna
og ynnu að því fjölmargir leið-
togar Asíu- og .Afríkulanda á
ráðstefnunni. Kína og N-Viet-
nam höfðu áður átalið haiðlega
stofnun nefndarinnar og þó
hvorugt landanna hafi formlega
neitað að taka við henhi enn,
þykir fáum líklegt að. friðar-
nefnd undir forystu Wilsons fái
að koma til Feking eða Hanoi.
Bandaríkin hafa aftur á móti
lýst sig fús til viðræðna við
nefndina einhvern tíman í næsta
mánuði og kvaðst Johnson
Bandaríkjaforseti fagna þessari
tilraun samveldislandanna til að
koma á sáttum í Vietnam. —
Akveðinn hefur verið fundur
sáttanefndarinnar og U Thants
í Genf 7. júli nk.
Robert Kennedy:
Frumvnrp gegn
útbreiðslu
kjarnorkuvopna
Washington, 23. júní: NTB.
BOBERT Kennedy, öldungadeild
arþingmaður, lagði í ðag fram
frumvarp í fimm liðum um varn
ir gegn útbreiðslu kjarnorku-
vopna og kvað það eitt mikil-
vægastu atriða í utanríkismála-
stefnu Bandarikjanna að koma
í veg fyrir frekari útbreiðslu
slikra vopna.
Framh. á bls. 27
íugþusundir manna
missa heimili sín
Vín, 23. júní — NT13.
£ K K I réna f lóðin í Dóná og
hafa tugþúsundir manna, sem á
bökkum árinnar bjuggu, misst
heimili sín, a.m.k. í bráð. — í
Tékkóslóvakíu einni hafa 45.000
manns flúið heimili sin og svip-
aða sögu er að segja um mikinn
hluta Júgóslavíu, Ungverjalanus
og Austurríkis.
í Tékkóslóvakíu vinna á sjö-
i»nda þúsund henmanna að björg
unarstörfum og hleðslu varnar-
garða, en margir slíkir hafa
faroslAð vtndan þunga vatns-
flauimsins og mörg hundruð fer-
kííómetra akurlendis og 48 þorp^
eru á kafi í vatni.
1  Júgóslavíu  hækkaði  yfir-
borð Dónár um einn sentimeter
á klukkustund í gaar og úrhellis
rigning og hvassviðri bættu
ekki um.
í Ungverjalandi eru 35.000
marvna önnum kafnir við fyrir-
hleðslur. Þar hefur orðið verst
úti héraðið sem liggur milli
landamæranna að Júgóslavíu og
bæjarins Mohucs. og þar hefur
fólk flúið mörg þorp.
1 Austurríki komst hráðlestin
milli Basel og Vínarborgar ekki
leiðar sinnar, því vatn flæddi
yfir brautarteinana milli Ziri og
Voels í Tirólafylki og var þá
farþegum i lestinni skotið upp
í langferðabifreiðir og ekið til
Innsbruck, en þaðan voru aftux
lestarférðir til Vínár.
Atökin í Víetnam hafa ekki dregið
úr styrk Atlantshafsflota NATO
segir Thomas H. Moorer, ahrrúráll
sem er hér / heimsókn
THOMAS H. Moorer, aðmíráll,
yfirmaður       Atlantshafsflota
NATO, kom í heimsókn til fa-
lands í fyrrakvöld og hélt vest-
ur um haf í gærkvöldi. Hér
ræddi aðmírállinn m.a. við for-
seta Islands, forsætisráðherra,
utanríkisráðherra og hitti að
máli Manlio Brosio, aðalfram-
kvæmdastjóra NATO, sem hér
hefur verið í heimsókn.
Moorer aðmíráll átti í gær
stuttan fund með blaðamönnum.
Hann kvaðst hafa tekið við hinu
nýja starfi sínu sem yfirmaður
Atlantshafsflota NATO 1. maí sl.
o,g hafa komið hingað eftir ráð-
stefnuna í París, en haft viðdvöl
í Hollandi og Bretlandi. Hann
hefði ekki enn heimsótt nema
nokkur NATO-landanna í krafti
síns nýja embættis, en myndi
heimsækja þau síðar öll, t.d.
myndi hann fara til Portúgal í
septemiber n.k.
Aðmirállinn  kvaðst  oft  hafa
komið til íslands áður, m.a. á
styrjaldarárunum. Hafði hann
orð á því, að sér fyndist hafa
orðið miklar framfarir á íslandi,
mikið byggt og hér viftist vera
l»ið líflegasta efnahagslíf.
Kvað hann það skoðun sína,
að lega Islands hefði mikla hern-
aðarlega þýðingu. Landið væri
mikilvægt vegna siglinga, enda
byggi hér þjóð sjófarenda.
Kvaðst aðmírállinn hafa m.a. seð
hér styttu Leifs Eiríkssonar á
ferð sinni um Reykjavík fyrr
um daginn.
— Ég hitti hér Manlío Brosio að
alframkvæmdastjóra NATO, og
snæddi með honum hádegisverð
og mun líklega snæða með hon-
um kvöldverð. Það er hrein til-
viljun að við hittumst hér. Ég
hitti hann i fyrsta skipti á ráð-
stefnunni fyrir nokkru. Brosio
hefur unnið mjög gott starf sem
framkvæmdastóóri NATO.
Þá hef ég hitt hér að máli for-
seta íslands, forsætisráðherra og
utanrikisráðherra.   Það  er  mér
ánægja að kynnast þeim og ræða
Framh. á bls. 27
Thomas H. Moorer
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28