Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 144. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. júfti 1965
írtTTMiniB nmmm*
Ein stærsta íþrötta - og útihátíð UMFÍ
undirbúin að Laugarvatni um helgina
Nýr íþróttaleikvangur vígður að
Laugarvatni og kepþt í plastsuncllaug
LANDSMÓT  UMFÍ,  hið  12.  1
ruðinni verður að Laugarvatni
um næstu helgi, veröur að öll-
nm likindum ein fjölmennasta
©g mesta íþróttahátíð, sem hér á
landi hefur farið fram. Héraðs
sambandið Skarphéðinn, stærsta
sambandið innan UMFl, hefur
undirbúið mótið nú á þrið.ja ár,
oR að þvi er séð verður af frá-
sögn forráðamanna mótsins, er
allur undirbúningur og skipu-
Jag mjög vel af hendi leyst.
Á annað þúsund manns keppa,
sýna eða starfa að mótinu og
njóti mótið hylli veðurguðanna
er ekki ósennilegt að álíta að
10—20 þús. manna komi tii
Laugarvatns um þessa helgi.
Stórar aveitir lögreglumanna
úr Reykjavík, hjálparsveitir
skáta og aðstoðarmanna — svo-
kallaSs heimavarnaliðs — greiða
fyrir fólki á allan hátt varðandi
umferð, bílastæði, tjaldstæði og
fleira. Xugir eða hundruð manna
annast um matsölu í mötuneyt-
um skólanna eystra og í tjöldum,
fengin hafa verið heilu túnin til
bílastæða og skipulagðra tjald-
stæða og yfirleitt gífurleg undir-
búningsvinna verið lögð fram
vegna mótshaldsins.
if  TJndirbúningur
Fyrir tveimur árum rúmum
var skipuð framkvæmdanefnd
mótsins og sitja í henni: Stefán
Jasonarson Vorsabæ form., Her-
mann Guðmundsson, Hermann
Sigurjónsson, Björn Sigurðsson
og Ármann Pétursson. ' Réði
nefndin Hafstein Þorvaldsson,
Selfossi, framkvæmdastj., og hef-
ur hann haft skrifstofu opna
undanfarnar vikur og haft aerið
að gera. Porráðamenn þessir
ræddu við blaðamenn á mánu-
dag um mótið og gáfu þær upp-
lýsingar sem hér er byggt á.
Stefán Jasonarson sagði að
undifbúninguir mótsins hefði ver-
ið þríþættur: 1. Mannvirkja-
gerð og umfangsmikið skipulag
á mótsstað. 2. Vinna í héraði til
undirbúnings hópsýningum o.fl.
3. Samstarf við einstök héruð og
| Pressuleikur-
inn lellur niður
EINS og um mörg undanfarin
ár hafði verið ákveðið nú að
hafa svokallaðan „pressuleik"
fyrir knattspyrnulandsleikinn
við Dani, þ.e. að landsliðið
fengi síðustu „alvöru"-æfing-
una fyrir landsleikinn og
landsliðsnefndin hefði tæki-
færi til siðustu breytinga, ef
henni hefði skjátlazt í vali
sínu.
Nú hefur verið ákveðið að
láta þennan „pressuleik" falla
niður en hann var ákveðinn
annað kvöld. Ekki er getið um
ástæðu í tilkynningu frá
„mótanefnd KSÍ", og gera má
ráð fyrir að ráðamenn larids-
liðsins telji „keppnisæfingu"
óþarfa og ekki þurfi frekar að
reyna menn í stöður liðsins.
sambönd varðandi fyríngreiðslu
er fólk hvaða^i æfa af landinu
kemur til mótsins.
it  Margir hjálpast að
Keppendur í einstaklings-
greinum eru 311 auk boðhlaups-
og boðsundssveita, knattspyrnu-
liða og annarra hópa. Þá taka
um 180 manns þátt í fimleika-
sýningum, um 120 manns sýna
vikivaka — auk þess sem yfir
300 manns starfa að mótinu, ým-
ist við íþróttakeppni, löggæzlu
(en sérstakt lið ungra manna hef-
ur fengið tilsögn í umferðastjórn
og skipulagi á bíla- og tjald-
stæðum) veitinigasölu ,hlið-
vörzlu o.fl. Allt starfið er unnið
í sjálfboðavinnu utan 25 manna
sveitar lögreglumanna frá Reykja
vík, sem stjórnar umferð o. fl.
á mótinu.
Þá hleypur Hjálparsveit skáta
í Reykjavík undir bagga með
Skarphéðin&mönnum og verða
30—40 þeirra til aðstoðar og hafa
m.a. sjúkrabíl frá FÍB til taks
ef slys ber að höndum. Þá verða
4—5 bílar frá vegaþjónustu FÍH
á vegunum að og frá mótinu.
jt  Dagskrá mótsins
Aðaldagskrárliðir mótsins
eru þessir:
Á laugardagsmongun verður
hópganga til íþróttavallar. Þar
flytur Árni Guðmundsson skóla-
stjóri ávarp, en dr. Gylfi Þ.
Gíslason ráðherra flytur vígslu-
ræðu. Fánar verða dregnir að
hiin og fjöldasöngur og síðan
flytur sambandsstjóri UMFÍ, sr.
Eiríkur Eiriksson setningarræðu.
Kl. 9.45 hefst keppni í sundi,
frjálsum íþróttum og starfs-
íþróttum og kl. 11,30 knatt-
spyrnukeppni. Eftir hádegi verð-
ur iþróttakeppni haldið áfram í
sömu greinum og auk þess í
handknattleik.  Kl.  18,30  verður
Yfirlýsing
frá  IBV
Vegna gtreinar sem birtist á
iþróttasíðu Morgunihlaðsins 23.
6. 1965 sem bar yfirskriftina
„Vestmannaeyinigar satu heima"
vill stjóm I.B.V. koma á fram-
færi eftirfarandi. Stjóm f.B.V.
sótti um irestun á uimraeddum
leik til K.S.Í. vegna:
1.  Laks átti flugveMinum í
Eyjum sökum viðgerðar frá há-
degi þriðjud. 22. júnd til kl. 20.00
fimBmtudaginn 24. júní. Hefðu
piltarnir flogið til Reykjavíkur
að morgni 22 júní áttu þeir enga
ferð vísa til Eyja fyrr en fimmtu
daginn 24. júní.
2. Af fyrrgreindum ástæðum
hefði reynzt óigerlegt að fá niarga
leikmenn lausa úr sinni vinnu.
3.  A'ð ofan.greindum ástæðum
frestaði mótanefnd K.S.f. um-
ræddum leik. Þá vill stjórn f.B.V.
taka það fram að aldrei áður
hefur þurft að fresta l'eik þeirra
vegna, en t.d. á síðastliðnu sumri
þuirfti að fresta átta leikjum í
landsmóti hér í Vestmannaeyj-
um vegna þess að liðin, sem
keppa áttu komust ekki samdæg
urs rrveð fluigvél til Eyja.
verðlaunaafhending   og   siðan
kvöldverður.
Kl. 8 um kvöldið hefst kvöld-
vaka við pallinn milli íþrótta-
vallanna. Sýndur verður körfu-
knattleikur og nemar í íþrótta-
kennaraskólanum sýna leikfimi
og dans. Þarna syngja og 3 kórar.
Loks verður dansað — nýju
dansarnir á tveim útipöllum en
gömlu  dansarnir  innanhúss.
Árdegis á sunnudag verður
íþróttakeppni í öllum greinum
haldið áfram, en að loknum há-
degisverði hefst sérstök hátíð.
Sr. Eiríkur J. Eiríksson mess-
ar, Stefán Jasonarson flytur
ávarp og forseti íslands Áageir
Ásgeirsspn flytur ávarp.
Þarna verða vikivakar sýndir
og flutt sérstök „Sögusýning":
Áshildarstaðasamþykktin, eftir
sr. Sigurð í Holti. Taka 28 manns
þátt í þeirri sýningu. Ávörp
flytja og Bjarni Bjarnason fyrr-
um skólastj. og Sigurður Greips-
son form.  Skarphéðins.
Þessari útihátíð á að vera lokið
kl. 15,35 og hefst þá hópsýning
karla úr Skarphéðni (leikfimi)
og síðan hópsýning kvenna.
Kl. 16.00 verður glímukeppni
síðan úrslit í knattspyrnu og
handknattleik.
Að afloknum kvöldverði á
sunnudag verður einnig dansað
úti og inni.
fþróttakeppnin er nyög um-
fangsmikil. í sundi er keppt í 10
greinum, 14 greinum frjáls-
íþrótta, knattspyrnu (undan-
keppni hefur farið fram), hand-
knattleik, glímu að ógleymdum
starfsíþróttunum, sem fá vegleg-
an sess á dagskránni. Af keppn-
isgreinum þar má nefna, dráttar-
vélaakstur, að leggja á borð,
nautgripadómar, sauðfjárdómar,
hestadómar, gróðursetning trjá-
plantna, jurtagreining, blóma-
skreyting o. fl. — í sambandi
við starfsíþróttakeppnina fer
fram mikil vélasýning,  sem sjö
innflutningsfyrirtæki  standa  að
og sýna söluvöru sína.
•k  Góð  aðstaða  til  íþrótta-
keppni.
Forráðamenn landsmótsins
fóru hlýjum þakkarorðum um
aðstoð þá, er íþróttakennaraskól-
inn hefði látið í té og rómuðu
skólastjórann Árna Guðmunds-
son mjög fyrir margháttaða að-
stoð. Hefur hann staðið í hópi
þeirra sjálfboðaliða er undirbúið
hafa mótið hörðum höndum, auk
þess sem skólinn lánar velli sína
og ýmislegt annað til mótsins.
Aðstaðan til íþróttanna er
mjög góð. Á laugardaginn hefst
mótið á nýjum íþróttavelli
íþróttakennaraskólans, grasvelli
með 400 m hlaupabraut, kast-
geirum, stökkgryfjum og öllu til-
heyrandi byggt eftir ströngustu
kröfum þar um. Verður %mót
þetta vígsluhátíð vallarins sem
íþróttakennaraskólinn hefur þráð
mjög. Auk þess verður notaður
níalarvöllur skólans, svo og hand-
bolta- og körfuboltavöllur hans.
Framh. á bls. 27
JÓHANN ÞORKELSSON, I
héraðslæknir — að sigri unnum.
Hann er 62 ára og hellur tryggS
við golfíþróttina — nýtur henn-
ar og skemmtir sér. Golfið er —
ems og af þessu má sjá — jafnt
fyrir unga sem gamla.
Vann bikarinn 62 ára
Skemmtileg golfkeppni á Akureyri
NÝLEGA er loki» hjá Golfklúbb
Akureyrar keppni um „Mikes
Cup". Þetta er 18 holu höggleik
ur me» % forgjöf. Sigurvegari
varð Jóhann Þorkelsson héraðs-
læknir, og þykir þetta mjög at-
hyglisverður árangur hjá Jó-
hanni, þvi hann er orðinn 62 ára
gamall — en heldur þó fyllilega
i við þá sem yngri eru að árum.
En einmitt þetta sýnir hinn sér-
stæða eiginleika golfíþróttarinn-
ar, að jafnt ungir sem gamlir
geta stundað hann til árangurs
og gamans.
Jóhann tók þegar í upphafi
forystu í keppninni, en er 9 hol-
ur voru eftir var staðan nokkuð
jöfn, Jóhann 41 högg; Hörður
Steinbergsson 41; Sigtryggur
Júlíusson 41. Sigtryggur er einn
ig með eldri félögum í klúbbn-
um, var i úrslitum um Islands-
meistaratitilinn 1942 og íslands-
meistari 1946 og margfaldur
Akureyrarmeistari. Enn í dag er
hann með betri kylfingvun í GA<
Jóhann og Tryggvi háðu
skemmtilegt einvígi um bikarinn,
en á 16. holu hlekktist Sigtryggi
á. Kostaði „slysið" hann 3 högg
og Jóhann sigraði örugglega.
Hinir yngri kylfingar eins og
Gunnar Sólnes og Hörður Stein-
bergsson lögðu sig alla fram, en
tókst aðeins að jafna metin við
Sigtrygg.
I!
Úrslit urðu: Jóhann Þorkelsson
79 högg; 2. Sigtryggur Júlíusson
80; Gunnar Sólnes 80 Hörðux
Steinbergsson 80; Hafliði Guð-
mundsson 82 og Arni Ingimundax
son 84.
Í.B.V. EFST I B RIÐLI
Hata hlotið 8 stig - Unnu Breiðablik 5:1
VESTMANNAEYINGAR unnu
stóran sigur í gærkvöldi, er þeir
sigruðu Breiðablik í Kópavogi
5 : 1, í skemmtilegum og fjörug-
um leik, sem þó á köflum var
nokkuð gróft leikinn. Rok og
rigningarskÚTÍr settu sinn svip
á leikinn, en leikmönnum tókst
samt furðanlega að halda knett-
inum niðri.
Vestmannaeyingar voru mun
ágengari við mark Bxeiðabliks,
og byggðu upp hverja sóknarlot
una á fætur annarri, en þeim tekst
ekki að skora fyrr en á 30. mín.
Vörn Breiðabliks var illa leikinn
og hinir hröðu sóknarmenn Í.B.V.
voru ekki seinir að notfæra sér
mistökin og skoruðu auðveldlega.
Skömmu seinna fá Breiðabliks
menn víti, en það mega þeir
þakka línuverðinum; dómarinn
var ekki í þeirri aðstöðu að geta
séð  þegar  varnarmaður  Í.B.V.
varði knöttinn með báðum hönd
um. Jón Ingi framkvæmdi spyrn-
una og skoraði örugglega.
Á síðustu 5 mín. hálfleiksins
skora svo Vestmannaeyingar 2
mörk og staðan í leikhléi var
3 : 1 fyrir Í.B.V.
í síðari hálfleiknum léku eyjá-
menn undan vindinum og var
búizt við að þeir myndu skora
fjöldann allan af mörkum, en
reyndin varð önnur. Þeim tókst
aðeins að skora 2 mörk, og bæði
snemma í hálfleiknum.
Breiðabliksmenn voru nú mun
lakari en í leiknum við ísafjörð
•á dögunum. Það vantaði alla
snerpu í liðið og varnarmenn
yoru sér í lagi eitthvað miður
sin. Eg held að það sé rangt að
láta Guðmund leika í stöðu út-
herja, hann nýtist áreiðanlega
betur sem innherjL
Lið Í.B.V. er harðskeytt og á
köflum Of harðskeytt. Þeir eru
ákveðnir og ófeimnir við að
skjóta á mark.
Dómari var Steinn Guðmunds-
son og kom hann vel frá þessum
leik.
— R.M.
Sambandsþing
UMFÍ
24. samibandsþing Unigmenna-
félags íslands verðux faaldið i
samtoanidi við landsmótið á
Lauigarvatni dagana 1. og 2. júlí.
Þingið verður sett í samkomusal
menntaiSkólans á fimimtudag kL
4 e.h. Þingslit fara fram á föstu-
dag.
Rétt til þinigsetu eiga 74 fuili-
trúar og samíbandsstjóm,
Nokkrir gestir eru boðnir.
A'ðaliniatl bingsins eru: félags-
máil, ilþróttamiái og stainfsíiþrótUt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28