Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 147. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 síður
tn^gmibUátib
92. Argangur.
147. tbl. — Laugardagur 3. julí 1965
Prentsmiðja Morgunblaðsina.
Oiíustöö sprengd í loft upp
Marðnanandi loftárásir Barida-
ríkjamanna á Morður-Vietnam
Saigon, 2. júlí (NTB-AP)
EKKERT lát er á loftárásum
Bandaríkjamanna á herstöðv-
ar í Norður-Vietnam. Gerðu
J»eir í dag m.a. loftárás á Dien
Bien Phu, þar sem Frakkar
töpuðu lokaorustunni í Indó-
kína-styrjöldinni 1954. Einnig
réðust þeir á oKumiðstöðina
Nam Dinh, sem er aðeins um
70 km frá höfuðborginni
Hanoi. Mikið tjón varð af loft
árásunum, og sást reyksúlan
frá olíustöðinni í 300 kíló-
ntetra íjarlægð.*
Páfa bodið
til SÞ
Páfagarði, 2. júlí  (AP)
Tilkynnl var í Páfagarði í
dag a» V Thant, fram-
kvæmdastjóri, hafi boðið
páfa að heimsækja Samein-
uðu þjóðirnar. Ekki hefur
verið látið uppi hvort páfi
biggi boðið, en Johnson
Bandarikjaforseti hefur lýst
því ylir að bandaríska þjóð-
in muni innilega fagna heim-
fcokninni, eí ur henni verður.
Skæruliðar Viet Cong hafa
ekki heldur setið auðum hönd
um, og réðust þeir seint í gær-
kvöldi á þyrlubækistöð Banda
ríkjamanna við bæinn Soc
Trang, 130 km sunnan Saigon.
Urðu Bandaríkjamenn að
flytja þyrlurnar á brott með-
an á árásinni stóð. Þó tókst
skæruliðum að eyðileggja
eina þyrluna og laska sex
aðrar.
En Viet Cong sveitirnar
hafa beðið enn einn ósigur-
inn í viðureign við stjórnar-
herinn í Suðúr-Vietnam,
skammt frá bænum Hue. Þar
hafa skæruliðar misst á
þriðja hundrað hermenn und-
anfarna tvo daga eftir mjög
harða bardaga.
Það voru ellefu flugvéiar, sém
gerðu árásina á Dien Bien Phu,
og stóð árásin í hálfa klukku-
stund. Segja talsmenn banda-
riska hersins að ekki hafi verið
um teljandi loftvarnir að ræða í
Dien Bien Phu, og að engin ó-
vinaflugvél hafi komið á vett-
vang. Allar bandarisku vélarnar
komust heilu og höldnu heim.
Höfðu þær þá eyðilagt fjölda
bygginga og valdið mikliím
skemmdum á flugvellinum.
I oh'ubænum Nam Dinh
sprengdu bandarísku flugvélarn-
ar í lot upp átta stóra 'olíugeyma.
Friðmælast við
Ben-Gurion
Sendinef nd IHapai fer á hans fund
D-----------------------------?
SJ*  clnnlg  grein  i  »1«.  13.
D—-------------------------?
Tel Aviv, ísrael, 2. júlí (AP)
ETJÓRN Mapai-flokksins í lsra-
el, undir forustu Levi Eshkols
forsætisráðherra, hefur ákveðið
sð senda sérstaka nefnd á fund
Davids Ben-Gurions, fyrrum for-
sætisráðherra, til að reyna að fá
hann til að endurvekja einingu
flokksins með því að hætta við
að mynda nýjan flokk.
Á fundi framkvæmdaráðs Map-
ei-flokksins í gær, sa,gði Pinhas
Bapir, fjármálaráðherra: „Að
minu áliti er Mapai-flokkurinn
endanlega klofinn. En ef aðrir
telja ástæðu til að senda nefnd
á fund Ben-Gurions, mun ég ekki
Standa í vegi fyrir því".
Sendinefndinni var einnig fal-
Ið að tilkynna Ben-Gurion og
fylgismönnum hans, að þeir gætu
ekki talið sig til Mapai-flokksins
©g jafnframt boðið fram eigin
fulltrúa til væntanlegra þing-
W  sveitastjórnakosniniga.
Talsmaður Ben-Gurions skýrði
frá því í dag að fylgismenn hans
mundu bjóða fram við kosning-
•rnar í nafni „óháðra Mapai".
TtaJið er að efstu menn á fram-
boðslista þeirra verði Ben-Gur-
ioo,  Stoimon Peres,  fyrrum  að-
stoðar varnarmálaráðherra, og
Yoseph Almogi, er áður stjórnaði
opinberum      framkvæmdum
stjórnar  Ben-Gurions.
Kviknaði í oh'unni, og teygðu eld
tungurnar sig um 70 metra í loft
upp, en reyksúlan náði upp í
3.500 metra hæð. Frá því loftárás
ir Bandaríkjamanna á Norður-
Vietnam hófust fyrir fimm mán-
uðum, hafa flugvélar þeirra
aldrei ráðizt svo nálægt höfuð-
borginni Hanoi, sem er tæplega
70 km frá Nam Dinh. Talið er að
gífurlegt tjón hafi orðið í olíu-
bænum, því þarna er ein mesta
olíubirgðastöð landsins. Vélarn-
ar, sem árásina gerðu, komu frá
flugvélamóðurskipum. — Fleiri
árásir voru gerðar í dag, en ekk-
ert tjón varð á bandarísku flug-
vélunum.
Yfirstjórn hersins í Norður-
Vittnam hefur sent frá sér harð-
orð mótmæli vegna árása Banda-
rikjamanna. Segir þar, að því er
hermir í frétt frá kínVersku
fréttastofunni „Nýja-Kína", að
bandarisku flugvélarnar hafi
gert árásir á fjölda íbúðarhverfa
og þéttbýl svæði, varpað þar nið-
ur sprengjum sínum, en siðan ráð
izt með vélbyssuskothríð á ibú-
ana. Og sl. miðvikudag hafi þeir
beint skotum sínum á sjúkrahús
nokkurt í Quang Binh héraði.
Með árásum sínum í dag í-
treka Bandaríkjamenn aðvaranir
sínar frá í gær. J>á vörpuðu
bandarískar flugvélar niður rúm-
lega þrjú hundruð þúsund flug-
ritum, þar sem sagt var að haldið
yrði áfram loftárásunum, og hert
á þeim, þar til ríkisstjórnir Kina
og Norður-Vietnam hættu að
senda heriið til Suður-Vietnam.
Segir í flugritunum að loftárás-
um bandarískra flugvéia og flug-
véla frá Suður-Vietnam sé beint
gegn vegum, brúm og járnbraut-
um, vegna þess að um þessar
leiðir fari herflutningar til Suð-
ur-Vietnam. Einnig eru íbúar N-
Vietnam varaðir við að vera of
nálægt herstöðvum, flugvöllum,
radarstöðvum og hafnarsvæðum.
Þá segir að á tímabilinu frá 7.
febrúar til 3. apríl í ár hafi verið
gerðar alls 89 loftárásir á stöðvar
í Norður-Vietnam. 2.788 flugvélar
tóku þátt í þessum árásum og
vörpuðu niður 1.388 lestum af
sprengjum. Ráðizt var á 30 her-
stöðvar, 127 loftvarnarstöðvar. 34
brýr, 17 járnbrautarlestir, sem
fluttu hergögn, 17 bílalestir, flug
völl, flotastöðvar, ferjur, 20 radar
stöðvar, 33 flotaflugvélar og elds-
neytisgeyma. — Á sama tíma
misstu árásaraðilar 35 flugvélar
og 20 flugmenn.
Stjórnin í Suður Kóreu hefur n ú ákveðið að senda herlið til
Suður Vietnam. Mynd þessi er tekin í höfuðborginni Seoul þeg-
ar fyrsta herdeildin, sem send v erður, fór þar fylktu liði uin
göturnar.
Tveir  nýir
gerf ihneff ir
Ostabfestar fregnir um manhað
rússneskf geimfar
Kennedyhöfða og Moskvu,
2. júlí (AP-NTB)
BANDARÍKJAMENN og Rússar
skutu báðir á loft nýjum gervi-
hnöttum í dag. Báðum er ætlað
að senda vísindalegar upplýsing-
ar til jarðar.
Bandaríski hnötturinn, „Tiros
X", er búinn sjónvarpsvélum, og
mun senda myndir til jarðar af
skýjamyndunum og veðurlagi. —
Er það bandaríska veðurstofan,
sem ber allan kostnað af geim-
skotinu.
Rússneski hnötturinn, „Kosmos
70" á að gera ýmsar mælingar í
geimnum og senda niðurstöðurn-
ar til jarðar.
Aður en tilkynnt var i Moskvu
um Kosmos 70, hafði forstöðu-
maður Bochum-rannsóknarstöðv-
arinnar í Vestur-Þýzkalandi
skýrt frá því að þar hefðu heyrzt
sendingar utan úr geimnum, sem
hann taldi vera frá mönnuðu,
rússnesku  geimfari.  Sagði  for-
Særður hermaður fluttur frá víg völlunuin í Suður Vietnain.
stöðumaðurinn, Heinz Kaminski,
að sendingarnar, sem þar heyrð-
ust, hafi verið frá tveimur geim-
hnöttum. Frá öðrum þeirra heyrð
ust merki og mannsrödd, en frá
hinum aðeins merkjasendingar,
og þær á allt annari bylgjulengd.
En fyrrgreindu sendingarnar
þögnuðu seinna skyndilega.
Kaminski taldi þrjár ástæður
til að ætla að mannað, rússneskt
geimfar hafi verið á ferð úti 1
geimnum:
1)  Bylgjulendin, sem notuð var,
er venjulega eingöngu notuð
þegar mönnuð rússnesk geim-
för eru á ferð.
2)  Merkjasendingarnar voru eins
og í fyrri mönnuðum geim-
ferðum Rússa.
3)  Raddirnar, sem heyrðust, voru
með svipuðum keim og þær,
er heyrzt hafa frá öðrum geim
förum.
Framhald á bls. 27
Féí! Om
Bar.gkok, Thaiiandi, 2. ,iulí
(AP)
Krnnari einn í -fallhlíf*
stukki hjá flugher Thailands
liggur nú í sjúkrahúsi í
Bangkok. Hann hafði stokkiS
út úr flugvél í 450 metra
hæð, en fallhlífin opnaðist
ekki. Kerinarinn, Suwan On-
gart liðþjálfi, segir að hann
eigi líf sitt að launa Búdda-
likneski, sem hann jafnan ber
á sér. „Mér finnst ég vera
endurborinn," segir hann.
Báðir fótleggir hans eru
brotnir og hann hlaut sár á
höfði er hann féll niðnr í
bambusrjóður. Læknar segja
að hann muni ekki geta geng
ið ia-..lu mánuðina, og ráð-
leggja honum að hætta fall-
biifastbkki fyrir fullt og allt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28