Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 si&ui
Plnir0iiiftnMaWlif
•2. argangur.
151. tbl. — Fimmtudagur 8. júlí 1965
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Liðsauki til
S-Vietnam
sjóliðar á land nærri Da
— er meiri háftar árás
Viet Cong fyrir dyrum?
Da Nang, S-Vietnam, 7. júlí
— AP —
UM 8000 bandarískir sjóliðar
gengu á land í dag við Dr
Nang í S-Vietnam. Er hér um
að ræða enn einn liðsauka til
þessa' þýðingarmikla staðar í
S-Vietnam.
Það voru skip úr sjöunda
flotanum bandaríska, sem
ejóliðana fluttu. Fyrir í Da
Nang munu hafa verið um
S500 sjóliðar.
Opinber talsmaður banda-
ríska hersins skýrði frá þess-
um liðsflutningum í morgun,
en ekki vildi hann segja neitt
um, hvers vegna þessir liðs-
fiutningar ættu sér stað nú,
eða, hver verkefni biðu sjó-
Jiðanna. Gert er þó ráð fyrir,
að þeir eigi að gæta flugvall-
arins við Da Nang.
I vikunni, sem leið, réðust
ákæruliða^ Viet Cong inn á fiug-
völhnn, þrátt iyrir, að banda-
riskir hermenn stæðu á verði
ellt umhverfis hann. Skærulið-
unum tókst þá að eyðileggja
þrjár herflugvélar.
•  Þessir siðustu liðsflutning-
ar eru óvenju miklir, en alls
munu hafa verið fyrir í S-Viet-
nam um 15.500 bandarískir sjó-
liðar. Eru þeír m.a. staðsettir við
Hue-Phu Bai, Chu Lai og Qui
Nhon.
# Ekki er enn ljóst, hvaða
herflokkar það voru, sem gengu
á land í dag, en haft er eftir á-
reiðanlegum heimildum, að
bandarískar og s-víetnamskir
herstjórnarmenn óttist, að fyrir
dyrum standi meiri háttar árásir
Viet Cong. Kunni markmiðið
jafnvel að vera gjöreyðing sjálfs
flugvallarins við Da Nang.
Vart hefur orðið við mikla
liðsflutninga hermanna komm-
únista á þessu svæði undanfarna
daga. Á mánudag réðust þeir á
borgina Ba Gia, um 120 km frá
þeim stað, þar sem bandarísku
sjóliðarnir stigu á land í morg-
un. í bardögunum á mánudag
létu um 30 stjórnarhermenn líf-
ið, 42 særðust og saknað er enn
um 110. Árásina gerðu hermenn
kommúnista með bandarískum
105 mm fallbyssum, sem þeir
náðu á sitt vald óskemmdum (sjá
mynd). Hafa þeir einnig u»dir
höndum mikið magn skotfæra.
Slik vopn eru skæð, og gætu
valdið miklu tjóni, ef þeim yrði
beitt gegn flugvellinum við Da
Nang.
Bandarískar fallbyssur við Da Nang, en hluti þeirra er nú í höndum Viet Cong (sjá frétt).
Áfall, er stjórn Wilson
bíður ósigur á þingi
Ekkert miöar í
komulagsátt innan E6E
andstaðan þrívegis í meirihhita við
atkvæðagreiðslu um fjárlög — Wilson
segir hana hafa beitt brögðum, og um
vantraust sé því ekki að ræða
þrisvar sinnum  ósigur í at-
kvæðagreiðslu um fjárlög rík-
isins í umræðum í neðri mál-
stofunni sl. nótt. Þetta er í
fyrsta skipti, sem til slíks kem
ur í umræðum um f járlögin
V  ^J ¦ 1 1             I  a^ þessu sinni, og er  meiri-
^^^§1  1 I —¦           I  hluti    stjórnaranclsíoounnar
\Jvf I II             li (13, 13 og 14 atkvæði) talinn
London, 7. júlí — AP
STJÓRN Harold Wilsons, for-
sætisráðherra   Breta,   beið
1
1
— Frakkar gera einhliða
ráðsfafanir í eígin
landbúnaðarmálum
París, Brússel, 7. júlí
— AP — NTB —
ÞAÐ var tilkynnt af opin-
berri hálfu í París í dag,
að Frakkar myndu ekki að
sinni taka þátt í neinum
umræðum um tolla á land-
búnaðarvörum innan Efna
hagsbandalagsins.
Alain Peyrefitte, upplýs-
ingamálaráðherra frönsku
stjórnarinnar, skýrði frá
því i blaðamannafundi,
sem haldinn var að loknum
ráðuneytisfundi í dag, að
afstaða franskra ráða-
manna til bandalagsins
væri óbreytt.
I>að var sL fimmtudag,
að íranska stjórnin til-
kynnti, að hún myndi ekki
taka þátt i neinum nýjum
umræðum  bandalagsríkj-
anna.
• Fréttamenn beindu mörg-
um spurningum að Peyrefitte
í dag. Ein þeirra var á þann
veg, gegn hvaða skilyrðum
Frakkar myndu á ný taka upp
viðræður. Ráðherrann vildi
ekki svara. Hann hrást á svip-
aðan hátt við fleiri spurning-
um. „Tilkynningin, sem gefin
var út í sl. viku, var mjög ná-
kvsem", sagði hann. „Þar er
engu við að bæta. Ekkert nýtt
hefur komið fram".
I>ó vék Peyrefitte lítillega
að óskum Austurrikismanna
um nánara samstarf við lönd
bandalagsins, og sagði, að inn-
taka nýs ríkis myndi ekki
verða til þess að auðvelda
lausn þeirra vandamála, sem
nú væri glímt við.
# Á fundinum í Briissel í sl.
viku, þar sem allar viðræður
fóru út um þúfur, var árang-
ursiaust reynt að komast að
samkomuiági um fjármál land
búnaðar     aðildarríkjanna,
grundvöll þess, að hægt sé að
koma á sams konar tollakerfi
fyrir landbúnaðarvörur, og
giit hefur innan bandalagsins
um iðnaðarvörur.
# Peyrefitte upplýsti í dag,
að franska stjórnin hefði hins
vegar tekið ákvarðanir um
ýmsa nýskipan landbúnaðar-
mála í Frakklandi. Það væri
ætlun stjórnarinnar, að sjá til
þess, að mistök í skipulagn-
ingu landbúnaðarmála ann-
arra bandalagsríkja bitnuðu
ekki á frönskum bændam.
Fulltrúar bandalagsríkja
EBE í Briissel voru heldur
vondaufir í dag, þótt fæstir
fáist til að trúa því, að Frakk-
ar hafi í hyggju að ganga úr
bandalaginu. >eir hafa kvatt
fulltrúa sinn hjá EBE í Brús-
sel heim, og tilkynntu strax,
að þeir myndu ekki taka þátt
í fundi fastaráðsins í dag, sem
kvatt var til í gær. Fundurinn
var þó haldinn i dag, en án
þátttöku Frakka. Þeir, sem til
fundarins mættu, munu hafa
forðazt að taka neinar ákvarð-
anir, sem orðið gætu til þess
að gera erfiðara fyrir um sam
komulag. Lítillega mun hafa
verið rætt þar ura f jarlog ráð-
herranefndar bandalagsins.
I
mikill    álitshnekkir    fyrir
stjórn Wilsons.
íhaldsmenn í neðri málstof-
unni kröfðust þess í nótt, að
Wilson segði af sér, en í dag
lýstu talsmenn Verkamanna-
flokksins og stjórnarinnar yf-
ir því, að slíkt kæmi ekki til
greina. Hefðu íhaldsmenn
beitt brögðum við atkvæða-
greiðsluna, falið þingmenn
sína meðan á umræðum stóð,
en látið kalla þá að í skyndi,
er að þeim kom. Hefðu margir
Framh. á bls. 10
30 ffarast í flug-
slysi nærri Suez
Kairó, 7. júlí — AP
EGYPZK herflugvél, byggð í
Sovétríkjunum  og  með sov-
ézkri áhöfn, hrapaði til jarð-
ar nærri Suez í morgun.
30 menn, sem í flugvélinni
voru, létu lífið. Sovézk vél-
byssuskytta, sem með vélinni
var, náði þó að stökkva í fall-
hlíf. Var hann sá eini, sem af
komst.
Flugvélin, sem fórst, var þung
herflutningaflugvél, og var á leið
frá flugvelli nærri Suez til Yem-
en. Flak vélarinnar dreifðist yfir
stórt svæði. Var það allt sundur-
tætt, og brunnið.
Skyttan, sem af komst, gat
gengið til næstu bústaða, og til-
kynnt um slysið. Er aka átti hon-
um til sjúkrahúss, beiddist hann
þess hins vegar, að sér væri ekið
til sovézka sendiráðsins, svo að
hann gæti gefið þar skýrslu um
málið.
Flak vélarinnar liggur nærri
alfaraleið milli Kairó og Suez.
Var svæðið þegar umgirt her-
mönnum. Fréttamenn segja, að
egypzkir og sovézkir sérfræðing-
ar séu önnum kafnir við rann-
sóknir, en fátt heillegt mun vera
eftir af flugvélinni, ef frá eru
taldir tveir hreyflar. — Engin
myndataka hefur verið leyfð, og
af egypzkri hálfu hefur þvi verið
lýst yfir, að engar frekari fréttir
verði birtar um slysið, eða til-
drög þess.
Langir samningafundir
SAMNINGAFUNDUR
verkalýðsfélaganna í Rvík
og Hafnarfirði og atvinnu-
rekenda hófst kl. 14.00 í
gær og stóð sá fundur fram
eftir degi, þar til matarhlé
var gefið. Fundurinn hófst
aftur kl. 21.00 í gærkvöldi
og stóð enn er blaðið fór í
prentun laust eftir mið-
tiætti. Var þá gert ráð fyr-
ír, að fundurinn stæði fram
eftir nóttu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24