Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 157. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 síður

ititMiifrÍjfr

02. árgangur.

157. tbl. — Fimnvtudagur 15. júlí 1965

Prentsmiðja Morgunfolaðsins.

Adlai E. Stevenson

lézt í London í gær

— aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá S.Þ.

London, 14. júlí — AP.

ADLAI E. Stevenson, aðal-

fulltrúi Bandaríkjanna hjá

Sameinuðu þjóounum, lézt í

dag í [iondon, af hjartabilun,

að þvi er talið er. Stevenson

var 65 ára.

Ilafði hann dvalizt í L.ond-

on undanfarna daga, í opin-

berum erindum, en átti að

halda heim til Bandaríkjanna

í vikulok.

Dauða Stevenson har að um

4-leytið, siðdegis í dag, nokkr

um augnarblikum eftir að

hann hafði yfirgefið handa-

rnska sendiráðið. Var hann á

gangi á Grosvenor Square, er

hann féll skyndilega á gang-

stéttina. Stevenson var þegar

fluttur í St. Georges sjúkra-

húsið, við Hyde Park Corner,

í hjarta borgarinnar. Var

hann látinn, er þangað kom.

Stevenson hefur um langt

skeið verið einn af áhrifarík

ustu og mest metnu stjórn-

málarr.önnum Bandaríkjanna.

Kennedy, forseti, skipaði

hann aðalfulltrúa hjá S.þ. ár

ið 1961. 1952 og 1956 var

Stevenson í franiboði fyrir

demokrataflokkinn í forseta-

kosningum í Bandaríkjimum.

(Nánar er greint frá æviferli

Adlai E. Stevenson á næst-

öftustu siðu blaðuins i dag).

Davies kominn ór

árangurslausri för

— ¦ neitaði að ræða við blaðamenn, etí

hélt rakleiðs til íundor við Wilson

McNamara ræ&ír útkall

varaliis og nýliða —

London, 14. Júlí — AP

HAROLD Davies, sérstakur

sendimaður Wilsons, forsætis

ráðherra Breta, flutti í dag

forsætisráðherranum skýrslu

um för sína til Hanoi, höfuð-

borgar N-Vietnam. Förin var

án árangurs.

Þá fimm daga, sem Davies

dvaldist í Hanoi, fékk hann

ekki áheyrn hjá neinum ráða-

manna, og varð að takmarka

viðræður sínar við lágt setta

fulltrúa kommúnistaflokks

landsins.

Davies neitaði í dag að

segja nokkuð um för sína við

fréttamenn, er hann kom til

Bretlands, og sagðist fyrst

muhdu hitta Wilson að máli.

Samtímis gaf forsætisráð-

herrann yfirlýsingu, þar sem

segir, að brezka stjórnin

muni  halda  áfram  viðleitni

varnarmálaráðherrann og yíirmaður her-

ioringjaráðsins til Saígon - eru stórátök

íyrir dyrum í S-Vietnam og SA-Asíu?

Washington, 14. júlí — AP

ROBERT S. McNamara, varn-

armálaráðherra Bandaríkj-

anna, lýsti því yfir í Washing-

ton í dag, að frekari f jölgun í

herliði Bandaríkjanna í S-

Vietnam myndi að öllum lík-

indum hafa í för með sér, að

kallað yrði út varalið, her-

skyldustörf aukin og fleiri

nýliðar kvaddir til þjónustu.

McNamara, sendiherraefni

Bandaríkjanna í Saigon,

Henry Cabot Lodge, og Earle

G. Wheeler, yfirmaður her-

foringjaráðs Bandaríkjanna,

Jeggja af stað í kvöld til S-

Vietnam. Gert er ráð fyrir, að

í för þeirra verði tekin ákvörð

un um fjölgun bandarískra

hermanna í landinu.

1 kvöld var frá því skýrt í

Washington, að yfirmenn

landhers, flughers og flota

hefðu birt bráðabirgðatölur

yfir hugsanlegan fjölda vara-

Hðsmanna og þjóðvaraliða,

. sem til greina kæmi að kalla

út. Samanlagður fjöldi þeirra

er rúmlega 200.000.

• McNamara efndi til

blaðamannafundar í Washing-

ton árdegis í dag. Þar sagði

hann, að kommúnistar í Viet-

nam hefðu nú reiðubúið her-

]ið, sem enn hefði ekki tekið

þátt í bardögum. Kvað hann

því miklar líkur til þess, að

vopnaviðskipti kynnu að taka

á sig nýjan og alvarlegri blæ.

„Fjöldi hermanna Viet Cong

í S-Vietnam fer vaxandi".

sagði varnarmálaráðherrann.

Þar er nú lið, sem enn heíur

ekki fengið skipun um að

leggja tií atlögu".

# Johnson, Bandaríkjafor-

seti, skýrði frá þvi í gær, að

til athugunar væri nú að kalla

varaliðsmenn til þjónustu,

svo og auknar kvaðningar ný-

liða. Nú væri beðið eftir

skýrslu varnarmálaráðherr-

ans, er hann kæmi aftur úr

för sinni til S-Vietnam.

„Við munum grípa til aljra

nauðsynlegra    ráðstafana",

sagði forsetinn. Hann spáði

því, að fyrir dyrum væru

„nýjar og alvarlegar" ákvarð-

anir.

McNamara sagði við frétta-

menn í dag, að tilgangur farar-

innar nú væri að endurskoða her-

styrk Bandaríkjanna í S-Viet-

nam, svo og endurskipun birgða-

flutninga.

0 „Verði gripið til þess að

senda frekari liðsauka", sagði

hann, „verður að íhuga útkall

varaliða, aukin herskyldstörf og

kvaðningu nýliða til herþjón-

ustu". Þá skýrði ráðherrann frá

því, að ætlunin~ væri að auka

notkun þyrla í landhernum um

sextíu af hundraði. Þyrlur hafa

mikið komið við sögu í bardög-

um í Vietnam. Jafnframt sagði

McNamara, að birgðir Banda-

ríkjahers af nýtizku stórsprengj-

um — ekki kjarnorkusprengjum

— væru nú 5 sinnum meiri en

1961, og yrðu 10 sinnum meiri í

lok næsta árs.

Blaðamenn  inntu  McNamara

I eftir því, á hverju stjórnin byggði

ákvarðanir sínar um liðsauka til

Framh. á bls. 11

sinni til að koma á friði í Viet-

nam.

í hádegisverðarboði í dag, sem

haldið var í London til heiðurs

forseta 'Chile, Eduardo Frei,

skýrði Wilson frá því, að næsta

skreifið myndi verða viðræður

við sovézka ráðamenn um hugs-

anleg skref til að fá komið á

vopnahlésumræðum.

Sovézkir ráðamenn hafa hins

vegar skýrt frá því, hvað eftir

annað, að þeir telji sig á engasf*

hátt hafa umboð til að semja um

frið í Vietnam, né beita sér fýrir

neinum umræðum um frið. Það

er skoðun þeirra, að það sé deilu

aðila einna að ræða þau mál.

Þegar, eftir komu sína til

London, hélt Davies til ibúðar

forsætisráðherra í Dowhing

stræti nr. 10. Viðstaddur umræð-

ur Davies og Wilson var einnig

brezki utanríkisráðherrann, Mic-

hael Stewart.

Á því þykir enginn vafi leika,

að Wilson ætli sér að gefa

skýrslu um för Davies i þinginu

Framh. á bls.  11.

USSR viðurkennir

stjórn Boumedienne

Moskvu, 14. júlí — AP

KOSYGIN, forsætisráðherra

Sovétríkjanna, sendi í dag

Houari Boumedienne, sem ný-

lega velti Ben Bella, forseta,

af stóli, árnaðaróskir. Er þar

með rofin sú þögn sovézkra

ráðamanna, sem ríkt hefur

frá því, að stjórnarbyltingin í

Alsír var gerð.

Sovézka fréttastofan Tass

skýrði frá árnaðaróskum Kosy-

gins í dag. Þar óskar forsætísráð-

herrann byltingarforsprakkanum

til hamingju, og óskaði honum

gæfu og gengis í starfi „og við

uppbyggingu sósíalismans í

Alsír".

Jafnframt er því lýst yfir, að

vinsamleg samskipti Sovétríkj-

anna og Alsír munu halda áfram.

Ummæli Kosygins jafngildá að

öllu leyti viðurkenningu sov-

ézkra ráðamanna á stjórn Boume

diennes, sem þó er greinilega

ekki talin þörf á, því að Boume-

dienne sé löglegur eftirmaður

Ben Bella.

Kína var fyrsta ríkið til að við-

urkenna stjórh Boumediennes, og

gaf Pekingstjórnin út sérstaka

yfirlýsingu, nokkrum dögum eft-

ir byltinguna.

Tilkynning Tass kemur degi

eftir, að alsírska stjórnin lýsti

því yfir, að hún héldi fast við

eíningarstefnu Arabaríkjanna, og

mundi halda nánum tengslum við

sósíalistaríkin.               *

„Mariner 4" svaraði eftir 5 mánuði

Myndataka af Mars átti að hefjast kl. 8 í gærkvcld, og í gær

virtist allt ganga að óskum

Pasadena, Kaliforníu,

14. júlí — AP

I D A G var haft samband

við bandaríska geimfariö

„Mariner 4", sem nú er í

næsta nágrenni reikistjörn

unnar Mars. Fimm mánuð-

ir eru liðnir frá því, að haft

var samband við „Mariner

4".

Laust fyrir kl. hálf þrjú

síðdegis í dag (ísl. tími)

voru send merki til ge i \-

farsins, og 24 mínútuiu ¦> i-

ar kom svarmerki frá tæAJ

¦MMMíMHMHMUI

um þess. Það var þá í 420.-

000.000 km fjarlægð frá

jorðu. Táknar það, að tæk-

in virðast í lagi, og allt

bendír því til þess, að til-

gangi geimskotsins verði

náð.

„Mariner 4" á að taka

um tvo tugi mynda af yfir-

borði Mars, og senda þær

til jarðar. Við sendingu

myndanna er þó notuð ný

tækni, svo að rúmar 8

stundir tekur að senda

hverja mynd.

Ætlunin er að sjálf mynda

lakan liefjist kl. 8 í kvöld

(ísl. tm«i), er geimfarið er að

eins i 10.000 km, fjarlægð frá

stjörnunni. Það fer þá með um

16.000 koi. hraða.

Síðast voru tæki „Mariner

4" reynd 12. febrúar. Er merki

var gcfið í dag frá athugun

arstöð við Jóhannesborg í S-

Afriku, tók til starfa í geim

farinu sérstök ratsjá, sem

beina á því í fyrirframá-

kveðinnj fjarlægð fram hjá

rcikislj.il nuniii.

l'm hálf þrjú le^tið i dag,

var „Mariner 4" í um 16.000

km fjarlægS "frá Marz, og

hafði þá verið 228 daga á leið

inni,    um    órafjarlægð,

Vegna tækni þeirrar,

sem notuð er við móttöku

mynda frá Mariner 4, mun

það taka um 3 vikur að

framkalla þær allar. Verð

ur því nokkur bið á þvi,

að myndir fáist til birting-

ar, þótt allt gangi að ósk-

um.

420.000.000 km.

Lítið eitt er vitað um Marz,

og hafa margar getgátur ver

ið uppi Ýmsu hefur þó tekizt

að slá iöstu — að menn halda

— með lannsóknum af jörðu.

Skal hér tekið saman það

helzta:

Marz er um helmingi minni

Framhald á  bls. 2,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24