Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						'6M sioui
tfgawiteM^
¦2. &rgangur.
161.  tbl. — Þriðjudagur 20. Júlí 1965.
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Frakkar saka
um n jósnaf lug -
segja bandaríska njósnaflugvél
hafa rof ið lofthelgi yfir kjarn-
orkustöð í Pierrelatte,
í S-Frakklancli
París, 19. júlí. —
AP — NTB.
VARNARMÁLARÁÐUNEYT
1Ð franska lýsti í dag sök á
hendur Bandaríkjunum fyrir
ri'ósnaflug. Segir í yfirlýsingu
ráðuneytisins, að bandarísk
herflugvél hafi s.l. föstudag
flogið yfir bannsvæði í Frakk
landi, þar sem unnið sé að
kiarnorkuvopnum. Hafi flug-
¦vélin tekið 175 njósnamyndir
í þessari för sinni.
Segir ráðuneytið, að mót-
mæli hafi verið afhent sendi
herra Bandaríkjanna í París.
•  Að sögn Frakka, var hér um
eð ræða herflugvél af gerðinni
RF-101. Hafi hún í annað sinn
verið á leið yfir bannsvæðið við
kjarnorkurannsóknarstöðina Pi-
erreiatte, í S-Frakklandi, er
frönsk henþota hafi komið á
vettvang. I>á hafi bandaríska vél-
in gripið til aukahreyfla, og kom-
izt undan.
Jafnframt er því haldið fram,
•ð njósnavélin hafi komið inn
yfir stöðina í aðeins 610 m hæð.
Hafi hún komið frá Ramstein í
V-Þýzkalandi.
#  í írönsku yfirlýsingunni seg-
ir, að bandarísk yfirvöld hafi af-
hent myndir þær, sem teknar
voru, og hafi komið í ljós, að allt
•væðið við Pierrelatte hafi verið
nákvæmlega Ijósmyndað.
Frá aðalstöðvum bandaríska
hersins í Evrópu var tilkynnt í
dag, að flugvél af umræddri
gerð, frá flugvelli við Ramstein
hafi verið á flugi yfir Frakklandi
á föstudag. Hins vegar sé ekki
kunnugt um, að umrædd vél hafi
á neinn hátt rofið lofthelgina yf-
ir Pierrelatte. Flugvélin hafi orð-
ið að breyta stefnu, vegna þrumu
veðurs, en hafi alls ekki verið
vísað burt af franskri herþotu.
Herþota, frönsk, hafi að visu
flogið upp að bandarísku vélinni,
en horfið á braut, án þess að
aðhafast nokkuð, er í Ijós hafi
komið, að hér var um bandaríska
flugvél að ræða.
Af opinberri hálfu í Washing-
ton hefur ekki verið annað sagt
um þennan atburð en það, sem
fram kom af ummælum tals-
manns varnarmálaráðuneytisins.
Hann sagði, að það væri ekki
óvenji^egt, að bandarískar flug-
vélar a^ gerðinni RF-101 væru á
æfingaflugi yfir Evrópu.
Hins vegar hefur verið á það
minnt í Washington, að Frakkar
fóru þess á leit við bandarísku
stjórnina, fyrr á þessu ári, að
lokað yrði nýopnuðu sendiráði
Bandaríkjanna á Tahiti. Það var
þá álitið, að Frakkar óttuðust, að
sendiráðið yrði notað til njósna,
en Frakkar hafa nú í undirbún-
ingi kjarnorkutilraunir þar um
slöðir.
Myndin er tekin við vígslu Mont Blanc jarðganganna. Giuseppi Saragat, forseti Italiu, klippir á
fánaborða. T.v. við hann er ítalski  utanríkisráðherrann,  Fanfani. DeGaulle, Frakklandsforsti t.h,
"Á Konstantín að stjórna
eða fólkið í landinu?"
200.000 viðstaddir fjöldafund
Papandreou í Aþenu í gærkvöldi
— Athanassiades gengur illa að
fá menn til starfa í stjórninni
Aþena, 19. júlí
PAPANDREOU,
-, AP-NTB.
fyrrverandi
"Land og Folk" segir unnið að
framboöi Laxness í for-
setakosningunum 1968
— hann sé líklegastur til að
vinna gegn bandarískum
áhrifum á íslenzku þjóðina
Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins, JCaupmannahöfn,
19. júlí — Rytgaard.
Kommúnistablaðið „Land
og Folk" skýrir frá því í
dag, að á íslandi sé í gangi
orðrómur um, að reynt sé
nú að fá Halldór Kiljan
Laxness, rithöfund, til að
vera í framboði við for-
setakosningarnar á íslandi
1968.
Greinin, sem rituð er af
aðalritstjóra blaðsins, Poul
Thomsen, segir, að stórir
hópar manna á íslandi hafi
áhuga á því, að Laxness
gefi kost á sér, því að von-
ir standi til, að hann legg-
ist gegn auknum áhrifum
Bandaríkjamanna á ís-
landi.
Ritstjóri blaðsins segir, að
ríkisstjórn íslands og forseti
geri ekkert til að vinna gegn
þessum bandarísku áhrifum.
Þau streymi ekki aðeins frá
bandarísku herstöðinni og
sjónvarpinu, heldur leggi
Bandaríkjamenn sig fram um
að seilast til áhrifa á menn-
ingarsviðinu.
Segir Thomsen, að Banda-
ríkjamenn sendi daglega
bandarískt efni til skóla
landsins, og veiti styrki til
menntunar ungs fólks í
Bandaríkjunum.
Ritstjórinn heldur því fram,
að Laxness hafi allt það til
að bera, sem nauðsynlegt sé
þeim manni, sem taka vill
upp baráttuna fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar.
Ekki telur Thomsen, að ald-
ur Laxness geti orðið honum
til erfiðleika, því að nú á
tímum séu margir helztu
stjórnmálamanna heims á átt-
ræðisaldri.
Að lokum segir ritstjóri
„Land og Folk", að Laxness
hafi mikla möguleika á því
að öðlast hylli, þar sem nú
andi köldu milli hans og
Sovétríkjanna.
forsætisráðherra Grikklands,
efndi í dag til fjöldafundar
í Aþenu, til að mótmæla þvi,
að Konstantín, Grikkjakon-
ungur, vék honum frá störf-
um í fyrri viku, og beitti sér
fyrir því, að ný ríkisstjórn
yrði mynduð, undir forystu
Athanassiades. — Fyrr í dag
tilkynnti Papandreou, að
hann myndi aka um götur
Aþenu, og hvetja fólk til að
fjölmenna.
Um 200.000 manns urðu við
tilmælum forsætisráðherrans
fyrrverandi, og tóku sér stöðu
meðfram  þeim  götum,  sem
Papandreou ók um, frá heím
ili sínu, að aðalstöðvum
flokks síns, Einingarflokks-
ins. Athanassiades, forsætis-
ráðherrann nýi, er einni^
meðlimur þess flokks.
Er Papandreou kom á leið-
arenda,  var  honum  lyft  úr
bifreið sinni, og borinn á gull
stól af hrópandi aðdáendum.
í>að vakti athygli,. að lögreglu-
liði Aþenu hafði ekki verið skip-
að að rjúfa  fylkingu stuðnings-
manna  forsætisráðherrans  fyrr-
verandi.
• f  ræðu,  sem  Papandreon
flutti, við aðalstöðvarnar, sagði
hann, «ð sú spurning, sem al-
þjóð yrði nú að svara, væri sú,
hvort   Konstantín   konungur
ætti  að stjórna  Grikklandi —
eða fólkið í landinu. Kröfðust
viðstaddir, að fram yrði  látin
fara þjóðaratkvæðagreiðsla uik*
framtið    konungdæmisins    i
Grikklandi.
Papandreou sagði, að baráttan
fyrir  lýðræði  í  landinu  myndi
Framhald. á bls. 23.
DALIR OG rjCLL,
EN EKKI SKURÐIR
— fleiri myndir berast frá IVIars
frá „IVIariner 4" — bið á birtingu
Pasadena, Kaliforníu,
19. júlí. — AP — NTB: —
BIRTAR hafa verið önnur og
þriðja myndin, sem ..'Mariner 4"
tók af Mars. Kngir skurðir sjást
á myndunum, en hins vegar hafa
komið fram athygliverðar gig-
myndanir, hæðadrög og dalir.
Er myndirnar voru birtar á
laugardag, stóð yfir sending
sjöttu myndarinnar frá „Marin-
er 4" til jarðar.
Önnur myndin sýnir landslag,
sem  líkist fjallaskarði.  Þar  gat
að líta bratta tinda og dali. __
Þriðja myndín sýnir gíg, sem
mun vera um 19 km í þvermál.
Dr. Bruce Murray, við rann-
sóknarstöðina í Pasadena, segir,
að þessar tvær myndir sýni
fyrstu greinilegu andstæðurnar
i landsiagi reikistjörnunnar, sem
fram hafi komið á myndunum
Fraunhald á ble. 23.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24