Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 165. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 síður
MVlMdfoÍb
12. áTgangm.
165. tbl. — LaiiKardagur 24. júli 1965
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
gerðir í
Hyggjast skæruliðar draqa sig í hlé?
Saigon, 22. júlí (AP-NTB).
HBN opinbera fréttastofa í Saig-
«n skýrði frá því sl. fimmtudag,
•ð fundizt hefði skjal í fötum á
líki af Viet Cong liðsforingja þar
eem skæruliðasveitum Viet Cong
•var sagt að draga sig í hlé til
Norður Viet Nam. Var ennfrem-
vi sagt frá því, að skjalið væri
eent af Ho Chi Minh og væri stíl-
s,ð ttl hinnar svonefndu frelsis-
hreyfingar Suður Viet Nam, þar
eða Viet Cong kommúnasta.
Engin staðfesting fékkst hins
vegar á þessari tilkynningu
fréttastofunnar,   og   talsmaður
rooke hlaut fimm ar
bandariska hersins skýrði fráþv
að honum hefði engin vitneskja
borizt um þetta skjal og að eng-
iron hefði séð það úr bandaríska
hernum.
Bandarískar þotur gerðu í dag
árásir á skotmórk bæði í Norður
og Suður Viet Nam, en á sama
tíma undirbjuggu sveitir Banda-
ríkjamanna og stjórnarinnar í
S-Viet Nam sig til þess að mæta
árásum Viet Cong við Da Nang
og Bien Hoa. Flugvélarnar réðust
á brýr og önnur mannvirki, sem
hafa  hernaðarlega  þýðingu,  á
svæðinu
Kína.
Liðsforingi í ameriskri öryggis
sveit, Jack Ryan að nafni, var
skotinn til bana á heimili sínu
í Saigon í kv'öld. Þá var einnig
kona frá Suður Viet Nam skotin
til bana fyrir framan innganginn
að húsinu, þar sem Ryan var
myrtur.
Johnson Bandaríkjaforseti hélt
í dag áfram viðræðum sínum við
nánustu samstarfsmenn sína á
sviði utanríkismála og hernaðar
um fyrirhugaðar auknar aðgerðir
af hálfu Bandarikjanna í Viet
Nam. Ákvörðunar forsetans í
'þessu efni má vænta í byrjun
næstu viku að öllum líkindum,
þegar forsetinn hefur ráðfært sig
við leiðandi menn úr flokkum
demokrata og republikana í
bandaríska þinginu.
Moskvu, 23. júlí — NTB-Ar^
B R £ Z KI  kennarinn   Geralð
þús. maniis
vio uftorina
í Aþenu
Aþenu, 23. júlá NTB.
UM 100 þúsund manns voru
viðstaddir útför 25 ára gamals
stúdents, Sotirious Petroulas,
sem lét lífið í binum miklu
mótmæilaaðgerðum í Aþenu
s.l. miðvikudag, sem fram fóru
Ijl stuðnings fyrrverandi for-
sætisráðherra landsins, Pap-
andreou. Kkki urðu neinar ó-
eirðir við útförina, enda þótt
viðstaddir hrópuðu slagorð
eins og „niður með ríkisstjórn
ina", við viljum fá vopn",
„lifí lýðræðið" og „lifi Papan
dreou."
tfrooke var í dag dæmur til fimm
ára fangelsisvistar fyrir njósnir
og áróðursstarfsemi gegn sovézk-
um yfirvöldum. Af þessum fimm
árum á hann að dveljast eitt ár
í fangelsi en fjögur :'.r í vinnu-
búðum.
Saksóknari rikisins hafði kraf-
izt sjö ára frelsissviptingar. Hann
hélt því fram, að taka yrði hart
á broti Brookes og skapa þannig
víti til varnaðar öllum þeim, sem
hefðu í huga að skípta sér af inn-
anlandsmálum Sovétríkjanna.
Brooke hafði áður viðurkennt
sekt sína. Hann er 27 ára að
aldri og hafði verið rússnesku-
kennari í London, áður en hann
var handtekinn i Moskvu hinn 25.
april sl., en hann var þá á ferða-
lagi þar ásamt hópi brezkra kenn
ara.
Mynðin sýnir Robert McNamara varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna á tali við fréttamenn í Hon ululu á Hawai, er hann kom þar
við fyiir skemmstu á leið sinni til Washington frá Saigon. Til
vinstri er Henry Cabot Loðge, sem verða mun sendiherra
Bandaríkjanna í Saigon.
Val nýs foringja íhalds-
flokksins undirbúið
London, 23. júlí (AP).
BRE2KI íhaldsflokkurinn hóf í
dag undirbúning að því að velja
sér nýjan flokksieiðtoga í stað
Sir Alec Douglas-Home, sem
sagði af sér flokksforystunni í
gær. Þeir sem einkum þykja
koma til greina sem eftirmenn
hans eru þeir Edward Heath og
Reginald Mauðling. Er talið að
íhaldsmenn hafi fullan hug á að
velja sér harðskeyttan flokksfor-
ingja, sem geti ekki hvað sízt
mætt af hörku Wilson forsætis-
Stimþykkt  •itvmnumálítriefnri'ar  á  Siglufirði:
iíldveiöiskipin fá kr. 60 á hverja
yppsaltaöa tunnu af Austursv.
ráðherra  í  umræðum  í  Neðri ¦
málstofu brezka þingsins.       i
Þetta er í fyrsta sinn i sögu
Íhaldsflokksins, sem leiðtogi
hans verður valinn með kosning-
um. Fyrri foringjar flokksins
komu fram, eftir að umræður
höfðu farið fram að tjaldabaki
meðal helztu ráðamanna flokks-
ins og samkomulag náðst þar.
Fyrirhugað er, að fulltrúar
flokksins í Neðri málstofunni
kjósí hinn nýja leiðtoga á þriðju-
daginn kemur. Til þess að sigra
i fyrstu atkvæðagreiðsu, verður
viðkomandi að hljóta meira en
heiming allra greiddra atkvæða
og að minnsta kosti 15% fleiri
atkvæði  en  næsti  keppinautur
hans. Ef enginn nær kosniiyju
með þessum hætti, mun önnur
atkvæðagreiðsla fara fram nk.
fimmtudag.
Sir Alec Douglas-Home lýsti
'því yfir sl. fimmtudag, að hann
segði af sér forystu flokksins.
Gerði hann það að kvöldi dags á
fundi með þingmönnum flokks-
ins, þar sem hann skoraði á þá
að kjósa sér eftirmann í stað
hans fljótt og ákveðið en þó ró-
lega og með virðingu. Hann sagði
þar ennfremur, að það sem hann
hefði haft fyrst og fremst í huga,
er hann segði af sér, væri, að
hann myndi ekki leyfa óeiningu
að komast að í flokknum og það
allra sízt vegna sín.
S.l. fimmtudag var haldinn á
Siglufirði fyrsti fundur at-
vinnumálanefndar þeirrar, sem
ríkisstjórnin hefur skipað til
þess að hafa forustu um bráða-
birgðaaðgerðir til úrlausnar á al
¦variegu atvinnuástandi á Norð-
mrlandi. Xók nefndin á þessum
fundi ýmsar ákvarðanir varðandi
flutninga söltunar- og frysting-
arhæfrar sílðar til vinnslustöðva
á Norðurlandi, en nefndin hefur
heímild ríkisstjórnarinnar til
þess að verja 3—4 milljónum
hr. til slíkra flutninga.
Nefndin ákvað að veita fyrst
xtm sinn styrk til veiðiskipa, sem
íiytja eigin afla fré veiðisvæð-
um sunnan Bakkaflóadýpis til
söltunarstö'ðva vestan Tjörness
og nemur styrkuirinn kx. 40.00 á
uppsaltaða tunnu að því tilskildu
að söltunarstöðvar greiði sjálfar
kr. 20.00 þeim styrk til við'bót-
ar. Sé flutt til Húsavíkur er
styrkurinn þó 10 kr. lægri á
tunnu. í>á ákvað nefndin bráða-
birgðaskiptingu styrkhæfs síld-
armagns miili einstakra staða,
en saltendur ákveða sjiálfir
skiptingu sín í milli á hverjum
stað.
Þá mun nefndin annast til-
raunaflutninga í sérstöku fiutn-
ingaskipi og hefur b/v Þorsteinn
Þorskabítur verið útbúinn í því
skyni. Sér nefndin um útgerö
skipsins, en sildarsaitendur eiga
trúnaðarmann un borð í skip-
inu og annast hann um kaup
síldar af veiðiskipum fyrir hönd
síldarsaúterída. Mun skipið heíja
flutninga í næstu viku.
Atvinnumálanefndina skipa
Vésteinn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri ag er hann for-
maður nefndarinnar, Jón Þor-
steinsson alþm., Stefán Friðbjarn
arson bæjarritari, Óskar Gari-
baldason formaður Verkamf.
Þróttar og Björn Jónsson alþm.,
en tveir hinna síðast töldu eru
skipaðir í nefndina eftir tilnefn-
ingu Alþýðusambands fslands
og Aliþýðusambands Norður-
iands.
Skipun þessarar nefndar og
fjárveiting til starfsemi hennar
er einn þáttur a'ðgerða i atvinnu-
málum, sem samkomulag var
•gert um milli rikisstjórnarirjnar
og verkalýðs-félaganna á Norð-
urlandi 7. júní sl.
Ben Gurion vísað
úr flokki sínum
Tel Aviv, 23. júlí (NTB).
DAVID Ben Gurion, fyrrverandi
forsætisráðherra ísraels, var í
dag visað formlega úr verka-
mannaflokki landsins,-Mapai, en
Ben Gurion var foringi flokksins
í 35 ár. Ákvörðunin um að vísa
Sáttafundir  í
farmanna-
deilunni
FUNDUR deiluaðilja og sátta-
semjara ríkisins í farmannadeil-
unni bófst kl. 8 í gærkvöldi.
Fundurinn stóð enn yfir, er
blaðií iór í prentun.
Ben Gurion úr flokknum var tek
in af flokksráðinu, en ástæðan
til hennar var sú, að þeir þing-
menn. sem fylgja Ben Gurion að
málum, hafa ákevðið að bjóða
fram eigin lista í þmgkosningum,
sem fram eiga að fara í nóv-
ember nk. Sex aðrir þingmenn,
sem styðja Ben Gurion, vom
einnig reknir úr Mapaiflokknum.
Akranesi, 23. júlí.
HÆSTUR Akranesbáta á sumar-
síldveiðunum norðanlands- og
austan er Höfrungur III með
tæpar 13000 mál og tunnur. Hafa
iþeir nú flutt sig á Suðvestur-
landsmiðin. Einu sinni hafa þeir
landað í síldarflutningaskip.
Skipstjóri er Garðar Finnssoh.
— Oddur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24