Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLADIO Sunnudagur 25. júlí 1965 MATTHIAS JOHAMNESSEM: SVOL FJOLL OG TÆR 3. Skuggar á þili Þegar við ókum framhjá Seljabrekku, stóð Guðmundur bóndi á túninu, enda harða- aláttur. Að Seljabrekku hafði ég farið frá Stardal í gamla daga með mjólkina á hestvagni. Nú er öll slík rómantík úr sög- unni. Þegar við vorum komnir upp á hæðina austan við Selja- brekku, blasti Stardalur við, hvít húsin með grænu þaki og stórar túnspiídur, sem eitt sinn voru holt og mýrar; vestan við 'bæinn Stardalshnjúkur með fallegu stuðlabergi, sem er engin venjuleg húsagerðarlist og álfaborgir við efstu brúnir; þar krúnkuðu í gamla daga hrafnar, sem við þekktum, þeir voru vinir okkar; að austan Múlinn með lyngbrekkum og grænum grjótlautum; sunnan hans Leirvogsvatn og samnefnd á, sem hvítnar á Tröllafossberg inu; við Hrafnhólana hef ég heyrt tröllkonur kallast á, þá var Oddur gamli í Þverárkoti enn á lífi; norður af bænum og nær himninum síljós Móskarðs- hnjúkur austan Esju, en þar enn austar Skálafell, og milli þess og Móskarðshnjúks, Svína skarð; sagt er að milli Skála- fells og Akureyrar séu engin fjöll á hálendinu, þaðan er því víðsýn mikil til allra átta. Jónas renndi auga heim að bænum. Nú hefur hann flutzt til Reykjavíkur og Magnús son ur hans tekinn við. Ég hugsaði um þá löngu liðnu tíma, þegar ég smalaði Skálafellið. Síðan var liðið heilt jarðsögutímabil. Jónas segir mér að minnzt sé á Stardal í Landnámu. Þar nam land Hallur goðlausi. Ég spyr auðvitað um þjóðleiðina" milli Kjósar og Mosfellsdals. Hann svarar því til, að Svína- skarð hafi fyrr meir verið ill- ræmt mjög, og komizt í þjóð- sögur fyrir bragðið. Þar eru brött hengigljúfur og þótti hættulegt að fara leið þessa í hálku og vetrarhríðum, sneiða þvergil og einstig með tann- hvössum gljúfurgarði. Þó var þetta alfaraleið, enda miklu styttra en fara vestur fyrir Esju. Einnig voru póstferðir fastur liður í sögu Svínaskarðs. Sunnar í Móskarðshnjúk er tröllkarl, sem þar dagaði uppi og enn sést vel. Hann er með miklum svip eins og vera ber; andlitið úr basalti eins og sjá má á ljósgulu yfirbragði þess. Jónas sagði mér að móðir sín hefði stundum kallað Móskarðs hnjúk, Kerlinguna. „Nú- er sól á Kerlingu“, sagði hún, þegar hún leit til fjalla. Ljós litur líparítkeilunnar verkar á mann eins og eilíft sólskin. Ekki tók ég sérstaklega eftir því þegar ég var drengur. Þá beindist hugurinn að smærri og viðráð- anlegri hlutum, lömbum og svörtu lyngi. Og þó! Þegar mað ur fékk að smala Skálafellið. Þá var hlaupið við fót; þá kom jarmið eins og bergmál úr jörð- inni; þá talaði landið tungum. Og heilagur andi kom yfir bændurna. Um þetta var ég að hugsa þegar Jónas sagði: — Voveiflegir atburðir áttu sér stað á Svínaskarði í gamla daga. í minni tíð urðu þar tveir menn úti, um 1930 Kjósverji Eyjólfur frá Þorláksstöðum, er aldamótaárið varð þar úti ungur latínuskólapiltur, Elen- tínus Þorleifsson frá Hækings- stað í Kjós. Það gerðist á að- fangadag jóla. Pilturinn var að fara í jólafríið heim til for- eldra sinna. Hann kom við í Fitjakoti, lagðist til hvíldar í fjárhúsinu, en þá kom bónd- inn að honum og bauð honum í bæinn. Hann þá það og svaf nóttina. Ég var tíu ára þegar þetta gerðist en man atburð- inn nákvæmlega. Um morgun- inn skall hann saman með blind hríð, og mikil ófærð fyrir. Elentínus hefur gefizt upp á leiðinni, enda óvanur göngu- ferðum sitjandi á skólabekk flesta daga.. Hann fannst ekki fyrr en í þorrabyrjun, þegar hlánaði. Þá sást á göngustaf hans eftir mikla leit, og líkið var grafið úr gaddinum. Ekki var vitað um ferðir hans heima í Kjósinni fyrr en alllöngu eftir að hann lézt á skarðinu. Elen- tínus var innan við tvítugt, efnispiltur. Hann hafði verið á réttri leið og kominn norður fyrir skarðið. Þar varð hann til. Ég virti Móskarðshnjúk fyrir mér litla stund. Einhvern veg- inn þótti mér hann ekki eins fallegur og fyrr. Sólargeislarn- ir voru horfnir í líparítið, og föl aftanmóðan á fjallinu flökti eins og skuggar á þili. En Jónas í Stardal er öllu vanur. Hann hélt áfram eins og ekkert væri og sagði mér nú frá æsku sinni. —Magnús faðir minn fluttist að Stardal með foreldrum sín- um frá Breiðavaði í Langadal. Faðir minn hóf búskap í Út- hlíð í Biskupstungum, og þar er ég fæddur. Hann var heljar- menni að burðum, og skemmti- legur þótti öllum. Hann dó ung ur, náði rétt fertugsaldri. Hann þoldi illa fjallaloftið í Stardal. Það greri varla á honum skeina, þegar hann var þar. En þeim mun betur þoldi hann sjávarloftið. Hann var oft á ver tíð, enda góður sjómaður. Ég fór einnig á eina vertíð frá Þor lákshöfn. Það var ördeyðuver- tíðin svokallaða 1916. Þá fisk- aðist lítið, fékkst varla bein úr sjó. En mér leið vel á sjónum, sjóveiki er ekki til í minni ætt. Þá gengu 33 skip frá Þorláks- höfn. Verbúðirnar þóttu mér þrifalegar og vistgóðar. Ég get sagt þér dæmi um, hve vel ég þoldi sjóinn. Einn daginn var vestan ylgja, en gott veður að öðru leyti. Þá íófu mörg skip í land vegna þess að haugasjór var úti fyrir. Skipshafnirnar voru svo veik- ar að þær þoldu ekki við. Eins var um okkur. Við vorum 14 á og urðu allir sjó- veikir nema ég. Einnig formað urinn, Sigurður ísleifsson af Eyrarbakka. Þeir spúðu fram- an á mig. Það þykir ekki heilsu samlegt, en ég fann aldrei til. Ég hefði getað ’orðið sjómaður þess vegna. Sigurður afi mfnn brá búi 1687 eða ’88, og tók þá við jörðinni Guðmundur Kolbeins- son úr Kollafirði. Hann fluttist síðar að Esjubergi, en faðir minn á eignarjörð afa míns, Stardal. Það var árið 1894. Frá þeim tíma og þangað til ég fluttist til Reykjavíkur, var ég í Stardal óslitið. Um þriggja ára skeið var ég í Viðey hjá Eggert Briem, eða frá 1905 til 1908. Þar var ómetanlegt að vera. Viðey var eins og bezti búnaðarskóli á þeim árum. Ég hef lýst dvöl min-ni í Viðey í Lesbók Morgunblaðsins, eins og þú manst. Þegar ég tók við Stardal, var þar þriggja til fjögurra kúa tún, en nú hefur Magnús sonur minn um 2000 hesta tún, eða hey fyrir 40 kýr er óhætt að segja. Hann tók við jörðinni 1962, og þótti mér vænt um að hún skyldi haldast í ættinni. Mér hefði fundizt lítið til koma, ef ég hefði þurft að selja jörð- ina óviðkomandi. Faðir minn var sjálfstæðis- maður, en ég gerðist heima- stjórnarmaður eins og Kristó- fer, föðurbróðir minn, járn- smiður og slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Hann bjó í Spír unni á Skólavörðustíg, hún var kölluð „Litla stjórnarráðið.** Kristófer var feiknarlega póli- tískur. Ég borðaði hjá honum 1908 til ’09, þegar ég var við trésmíðanám í Reykjavík. Þá voru kosningar. Þá var aðal- sellan í jársmiðjunni hjá hon- um, og hann sendi út menn til að njósna um andstæðingana og halda uppi hörðum áróðri gegn þeim. Allir politískir þræðir lágu þá um smiðju Kristófers. Þetta hafði allt sín áhrif á mig. En ég er lóngu hættur að vera heimastjórnar- maður. Samt hnikar enginn til þeirri hellu í brjósti mínu, Kristján Albertsson befur séð fyrir því. Ekki vildi Jóoas tala frekar um æskuheimili sitt. Sagði mér þó, að hann hefði haft gaman af flökkukonu einni frá Háisi í Kjós, sem oft kom í heim- sókn í Stardal, meðan hann var ungur drengur Hún kom með þjóðsögulegt hálfrökkur inn á heimilið, vakti stundum hroll í börnunum. — Margt hafði hún farið, að mér fannst. Þegar h-ún talaði um Þingvallavatn, sagði hún: „O, hvað ætli þið þekkið sjó- ina á Þingvallavatni?“ Það þótti mér mikil lífsreynsla að þekkja svo frægt og mikið vatn. Einhverju sinni þurfti að sækja út vatn að kvöldlagi. Myrkur lá yfir bænum og þegar Sigurður, bróðir minn, var beðinn um að fara eftir vatninu, settist að honum kvíði, að þurfa að ganga kolsvört framgöngin, svo ekki sá handa skil. Ekki mundi það fýsi- legt, meðan kerling væri þar stödd á bænum. Það varð því úr að hún fór sjálf eftir vatninu. Föður mínum þótti yfirtak skemmtilegt að tala við hana, og ekki sízt að láta hana segja draugasögur. Þegar hún kom aftur inn með vatnið, sagði hann: „Sástu aú ekk- ert?“. „Jú, víst sá ég“, svaraði hún. „Ég sá Jónas bónda eins og stóra hvíta vofu uppi í göngunum.“ Jónas hafði búið í Stardal og verið merkur mað- ur og mikill fyrir sér, og pví ekki úr vegi að afturganga hans væri í stærra lagi. „Hva3 gerðirðu, þegar þú sást hann?“ spurði faðir minn. Þá segir kerling: „Ég sagði: Guð blessi þig og varðveiti big. Og þá hvarf hann úr göngunum.“ 4. Ekið austujr Ekki ókum við heim í Star- dal þessu sinni, því við áttum langa leið fyrir höndum. Við keyrðum yfir brúna hjá Leir- vogsvatni, þar sem áður voru Svanastaðir, heldur reisulegt veitingahús í gamla daga undir stjórn Valgerðar Gísladóttur, Ingólfur ísdal sagði Jónasi frá því, að hann hefði séð 7 svani á vatninu vorið sem veitinga- hús þeirra hjóna var byggt. Af því dró það nafn sitt. Jónas í Stardal minntist nú aftur á vegavinnuna. Hann sagðist ávallt bafa haft á- nægju af verkstjórastarfmu — og aldrei leið mér betur er» þegar ég hafði mesta umsjón, það var á árunum 1928—1'30. Þá var vegurinn frá Laxnesi a3 vegamótum gamla Þingvalla- vegarins lagður, en hann er 18 kílómetrar. Þá eru eftir 11 kíló metrar að Þingvöllum. Vega- lagningin gekk fyrir sig eins og í styrjöld, svo mikill var flýt- irinn og peningarnir ekki skornir við nögl. Það tókst líka að koma veginum austur fyrir Alþingishátíðina. Hann var góð samgöngubót vegna þess aS hann lá um snjóléttara land en gamli vegurinn, sem var sunnar á heiðinni og lá upp frá Miðdal og upp Borgarhóla. Hann var byggður á árunura 1889—’96. Þá var gerður veg- urinn niður gjána og gamia trébrúin yfir DrekkingarhyL Vegurinn sem nú liggur um gjána er sá sami og þá var lagður. Auðvitað voru þessir elztu vegir einungis ætlaðir hestvögnum, en þeir voru þó ágætir, og má geta þess að gamli Þingvallavegurinn var 6 álna breiður. Fyrstu bílarnir óku hann ekki fyrr en 1914. Gamli Þingvallavegurinn gat ekki fullnægt umferðinni á Al- þingishátíðina 1930. En skiptar skoðanir voru um hvað gera skyldi, hvort fremur ætti að breikka gamla veginn og lag- færa, en gera nýjan veg um Mosfellsdal. Geir Zoega sagði mér að Jóhannes bæjarfógeti, formaður Alþingisíhátíðarnefnd ar, hefði sagt í nefndinni, að hann mundi segja sig úr henni, ef nýr vegur yrði ekki lagður um Mosfellsdal, þannig að unnt væri að mynda einskonar hringbraut milli Reykjavíkur og Þingvalla. Geir Zoega var sömu skoðunar, og áleit að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.