Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 23
Þ 0TCju<Iagtfr 26. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Nýi Reykjafoss kominn Ymis nýmæli í rekstri Eimskips SÍÐASTL.IÐINN laugardag kom hingað hið nýja skip Eim skipafélags íslands, Reykja- foss. Við það tækifæri var blaðamönnum boðið að skoða skipið og Óttarr Möller fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags Ottarr Möller forstjóri. ins flutti ræðu, skýrði frá nýj ungum í sambandi við starf- semi félagsins og lýsti hinu uýja skipi. Viðstaddir voru ennfremur stjórn Eimskipa- félagsins, skrifstofustjóri og deildarstjórar þess. Svo og komu fleiri gestir og velunn- arar félagsins að bjóða hið »ýja skip velkomið. Óttarr Möller sagði meðal annars í ræðu sinni, að með komu þessa skips væri lokið þriggja ára áætlun, sem gerð hafi verið um smíði nýrra skipa til endurnýjunar á skipastól fé- lagsins og til þess að bæta sér- staklega ú.r flutningaþörf byggð- arlaga úti á landi. Hefði sú áætl- un staðist að öllu leyti. Jafn- framt hafi verið komið á föst- um og örum áætlunarferðum frá helztu viðskiptahöfnum er- lendis. Ýmsa nýbreytni sagði hann Eimskipafélagið hafa á döf- inni, sem ýmist væri að komast í framkvæmd eða kæmi svo fljótt, sem aðstæður leyfðu. Komið hefði verið upp fjórum aðaluppskipunarhöfnum á land- inu og gætu móttakendur vör- unnar þá mun víðar fengið hana aðeins 12 daga gamla frá því hún lá á hafnarbakkanum í er- lendri höfn. Þá þyrfti að endur- bæta alla aðstöðu til losunar og lestunar hér í höfnum og það mætti ekki og gæti ekki dregizt öllu lengur. Með því mætti bæta mjög þjónustu skip- anna og flýta fyrir lestun þeirra og losun. Þá væri í athugun smíði nýs farþegaskips og smíði vöruflutningaskipa fyrir sérflutn inga til að mæta breyttum að- stæðum og flutningaþörf. Tekin hefir verið upp nýskip- ari á ráðningu hafnarverkamanna og atvinnuöryggi þeirra þar með aukið. Stöðugt yrði haldið áfram að endurnýja skipastólinn, fá ný skip fyrir hin gömlu og bæta við skipum. Meginsjónarmið félagsins yrði hér eftir sem hingað til að veita landinu sem fullkomnasta og ódýrasta þjónustu. Hér fer á eftir iýsing á hinu nýja skipi. Samið var um smiði skipsins í ágúst 1963 við skipasmíðastöð- ina Álborg í Danmörku, en kjölur skipsins var lagður hinn 15. febrúar 1965. Skipinu var hleypt af stokkunum hinn 25. maí s.l. og var afhent Eimskipa- félaginu hinn 3. október að lok- inni réynsluferð. M.s. „Reykjafoss" er smíðaður samkvæmt ströngustu kröfum Jónas Böðvarsson skipstjóri á Reykjafossi og Ágúst Jónsson, 1. stýrimaður. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) KVA rafli, sem framleiðir 3 x 380 volta riðstraum. Skipshöfnin er 26 manns, og búa allir skipverjar í rúmgóðum og vel búnum eins manns her- bergjum. Á brúarþilfari eru stjórnpallur, kortaherbergi, loft- skeytastöð og íbúð loftskeyta- manns. Á næsta þilfari fyrir neðan eru íbúðir skipstjóra, stýrimanna, yfirvélstjóra og bryta. Þar er einnig stustofa yfir- manna, sjúkraklefi með baði svo og eitt tveggja manna farþega- -Sveitastj.ráðstefna Framhald af bls. 32. Benediktsson, forsætisráðherra og Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli. Ráðstefnan hélt áfram kl. 10 f.h. á sunnudag og var þá lagt fram álit nefndar um sveitar- etjórnarmál. í nefnd þessari voru Birgir ísl. Gunnarsson, Reykja- vík; Alfreð Gíslason, Keflavík; Axel Jónsson, Kópavogi; Haf- •teinn Baldvinsson, Hafnarfirði; Jón M. Guðmundsson, Reykjum; Árni Jónsson, Akureyri; Ásmund «r Olsen, Patreksfirði; Óli Þ. Guðbjartsson, Selfossi; Sigurður Sigmundsson, Syðra Langholti og Guðrún Helgadóttir, Reykjavík. Birgir Isl. Gunnarsson hafði framsögu fyrir nefridinni, en að lokinni ræðu hans tóku til máls Einar Halldórsson, bóndi Set- bergi; Guðrún Helgadóttir, Rvík; Jón M. Guðmundsson, Reykjum; Ásgrímur Hartmannsson, Ólafs- firði; Bjarni Benediktsson; Sig- urður Sigmundsson, Syðra Lang- holti; Guðmundur Gíslason, Kópa vogi; Bjarni Halldórsson, Uppsöl um og Guðmundur Ólafsson, Ytra Felili. Eftir hádegi á sunnudag var timræðum haldið áfram og tóku |þá til máls, Pétur Ottesen; Lárus Jónsson, Ólafsfirði; Bjarni Bene- diktsson; Benedikt Jónsson, Dala sýslu; Oddur Andrésson, Hálsi; Guðlaúgur Gíslason, Vestmanna- eyjum; PáM Pálsson, Þúfum; — Stefán Jónsson, Hafnarfírði; Jón Pálmason; SnæbjÖrn J. Thorodd- een, Kvígindisdal; Halldór Finns- eon, Grundarfirði; Guðjón Sig- urðsson, Sauðárkróki og Stefán Ásgrímsson, Stóru Þúfu. Að umræðum loknum var ályktun ráðstefnunnar afgreidd en síðan sleit Bjarni Benedikts- eon ráðstefnunni með stuttri ræðu. Skömmu síðar hófst flokksráðs fundur Sjálfstæðisflokksins og var samþykkt þar ti/llaga sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Fulltrúar og konur þeirra voru svo við móttöku í Sjálfstæðishús inu milli 5 og 7 en þar skemmti Savannatríóið. — Geimfarið Framhald af bls. 1. inni, en þó hafa sennilega verið vonsviknastir geimfararnir sjálf- ir, Schirra og Stafford. „Pabbi hlýtur að vera alveg æfur“ sagði dóttir Schirra er hún frétti að ferðinni hefði verið aflýst. Og ekki bætir það úr skák, að sennilega verður a.m.k. tveggja mánaða bið á því að þeir komist á loft úr þessu en félagar þeirra geimfararnir James Liovell og Frank Borman fá sennilega að leggja upp í sína fyrirhuguðu geimferð eftir um það bil þrjár vikur. Þeir fá að vísu ekki að fara á stefnumót úti í geimnum en aftur á móti mega þeir hringsóla um jörðina í heiiar tvær vikur, að því er fyrirhugað er. Á fundi með fréttamönnum síðdegis í dag sögðu starfs- menn geimferðastofnunarinnar (NASA) að alvarleg bilun hefði orðið í tæknibúnaði Agena eldflaugarínnar sex mínútum og tuttugu sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Ratsjárrann- sókn hefur leitt í ljós að eld- flaugin sprakk í sundur í fimm hluta og féllu þeir í sjó niður. — Norðurlandaráð Framhald af bls. 32. urlanda, þeir Bjarni Benedikts- son, Per Borten, Tage Erlander, Jens Otto Kragh og Johannes Virolainen, munu sækja fundinn í Imatra. — í fylgd með Bjarna Benediktssyni verð- ur Guðmundur Benedikts- son, deildarstjóri í forsætisráðu- neytiriu. Sigurður Bjarnason, Hinn nýi Reykjafoss Lloyds Register of Shipping. Allur styrkleiki skipsins er mið- aður við, að nota megi það hvort heldur sem opið eða lokað hlífð- arþilfarsskip (shelterdecker) og er styrkt til siglinga í ís sam- kvæmt finnskum íssiglingaregl- um I.B. Sömuleiðis er skipið smíðað samkvæmt itrustu kröf- um alþjóðareglna frá 1960 um öryggi mannslífa á sjó og um hæfni til siglinga hvar sem er á úthöfum. Skipið er byggt eftir sömu teikningu og m.s. Skóga- foss, sem kom til landsins 17. júní s.l. Aðalvél' skipsins er 5 strokka Dieselhreyfill, 2500 hestöfl, smíðuð af Burmeister Sc Wain, og má gera ráð fyrir 14 sjómílna ganghraða, þegar skipið er full- hlaðið, en í reynsluferð varð hraði skipsins mestur 15 sjó- mílur. Hjálparvélar eru 3, einnig af Burmeister & Wain gerð og smíðaðar þar. Þær eru hver 285 hestöfl, tengdar 225 forseti Norðurlandaráðs, formað- ur íslandsdeildar ráðsins, mun sitja fundinn ásamt Friðjóni Sig- urðssyni, skrifstofustjóra Al- þingis, sem er ritari íslandsdeild- arinnar. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra fer utan í dag og er væntanlegur heim aftur 2. nóv. — Leiðtogar Afriku Framhald af bls. 1 ráðstefnuna og séu 21 þeirra Afrikuríki. Fjöldi ríkja er því fylgjandi að ráðstefnunni verði frestað en úr því verður skorið á fimmtu- dag, er utanríkisráðherrar Af- ríku- og Asíulanda koma saman í Algeirsborg til skrafs og ráða- gerða. Enn er allt í óvissu um þátttöku Kína og telja margir ólíklegt að nokkuð verði af ráð- stefnunni ef Kínverjar skerist úr leik. herbergi, einnig með sérstöku baði, en samtals e_ru 4 baðklefar á þessu þilfari. Á þilfari næst fyrir neðan eru íbúðir vélstjóra og aðstoðarvélstjóra. , matsveins, bátsmanns og 2ja þerna. Þar er auk þess 1 manns klefi, sem nota má fyrir hafnsögumann, eða til annarra þarfa. Ennfrem- ur er þar eldhús og borðstofur undirmanna og yfirmanna. Upphitun og loftræsting í skip- inu er framkvæmd með svo- nefndu GW-kerfi, en það er þannig, að lofti er veitt inn á rafmagnshitunarkerfi í íbúðum skipverja og er lofthitinn þá um 19 gráður, en skipverjar geta síð- an temprað hitann að vild. Loft- leiðslur eru allar einangraðar svo auðvelt verði, sé þess þörf, að tengja þær við kælikerfi. Loftskeytastöðin er af nýjustu gerð og uppfyllir allar ströngustu kröfur, sem gerðar eru til stöðva í skipum í dag. Stöðin er smíðuð af verkfræðifélaginu M. P. Ped- ersen 1 Kaupmannahöfn. SigMngatæki eru öll af full- komnustu gerð, og má þar nefna Gyro-áttavita, sjálfstýritæki, rat sjá, bergmálsdýptarmæli, sem 1 senn getur ritað dýpið og sýnt það með neista, mnNmarstöð o. fl. Af öðrum tækjum má nefna tæki, sem gefur til kynna hvort nokkurs staðar hefur kviknað éldur í lestum, og fullkomið slökkvikerfi, sem leitt er um allar lestar og vélarúm, með til- heyrandi viðvörunarkerfi, tal- síma o. fl. Tveir bjögunarbátar, sem hvor um sig rúmar 38 manns, eru á skipinu, og er annar þeirra vél- knúinn. Báðir eru þessir bátar gerðir úr plasti. Auk þess er skip ið búið tveim 20 manna gúmmí- bátum. Undirbúning að smíði skipsins svo og eftirlit með smíðinni af hálfu Eimskipafélagsins hefur Viggó E. Maack skipaverkfræð- ingur annast. Honum til aðstoðar hafa verið Jónas Böðvarsson skipstjóri og Geir J. Geirsson yfirvélstjóri. Skipstjóri á skipinu er Jónas Böðvarsson, yfirvélstjóri er Geir J. Geirsson, 1. stýrimaður Ágúst Jónsson, 2. vélstjóri Guðfinnur Pétursson, loftskeytamaður Sig- urður Finnsson og bryti Helgi Gíslason. BflRNflROLUR með sæti sem nota má einnig sem bílasæti. Göngugrindur B&rnastólar í bíla. j^^lnaust h.t Nælonsioppai ic Valið sloppaefni Á Straufriir ic Einlitir it 5 mismunandi snið ic 3 ermalengdir BERIÐ SAMAN GÆ£>IN c^fella Bankastræti J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.