Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 1
32 súð)U? 52. árgangmr. 247. tbl. — Föstudagur 29. oFtóbcr 1965 Frentsmiðja MorgunWaðsins. Wilson reynir enn aó miðla málum — en ágreáningur rikir um stjórnarskrá llhódesíu Hér eru Bítlarnir með nýja orðu, sem Elízabet drottning veitti þeim í BuckinghamhöH sl. Jjriðjudag. Þeir teljast nú „Members of the Order of the British Empire“. Xalið frá vinstri: Paul McCartncy, George Harrison, John Lennon og Ringo Starr. — (AP) — Salistoury, 28. oktöber — NTB FORSÆTISRÁÐHERRA Róde- síu, Ian Smith, lýsti því yfir í dag, að hann muni ekki setjast að samningaborði með leiðtogum þjóðernissinna í landinu. Sagði hann þá ekki bera virð- ingu fyrir stjórnarskrá landsins, og vinni þeir gegn henni, bæði í orði og verki. „Við höfum skýrt frá því margsinnis“, sagði Smith, „að við munum ekki ræða A-ið þessa ménn“. Þá bætti foi’sætisráðherr- ann því við að afstaða stjórnar Deilt um útflutningsuppbætur og tolla á EFTA-fundi — norski viðskiptamáEaráðherrarirt, Willoch, telur afstöðu Breta hindra eðlilega þróun innan EFTA ! Kaupmannahöfn, 28. okt. — (NTB) — F'TDLLTKÚAK Noregs og Bret lanuls voru á öndverðum meiSi á ráðherrafundi Frí- verzJunarbandalagsins, EFTA í dag, er rædd var brezk til- laga um skipulag útflutnings- uppbóta, frá og með 1. janúar 1967. Samkvæmt áætlun eiga allir tollar á fríverzlunar- svæðinu þá að hafa verið Hernaiarástand á Mið-Jövu her Indónesíu segir kommúnista sfanda fyrir fjöfdaniorðum, niannránum otj íkveikjum felldir niður. Lýsti norski fulltrúinn, Káre Willock, viðskiptamála- ráðherra, eindregið andstöðu sinni við brezku tillöguna, og má segja, að mótmæli hans hafi verið það hörð, að jafn- gildi neitunarvaldi. Er ekki Ijóst, hver úrslit málsins verða, fyrr en á morg un. Fulltrúar annara landa munu ekki hafa tekið afstöðu með Noregi. Brezka tillagan byggir á þeirri ákvörðun Stjórnar brezka Verkamannaflokksins, sem tek- in var í fyrrahaust, að greiddar skuli útflutningsuppbætur á brezkar útflutningsvörur til að draga úr óhagstæðum verzlunar jöfnuði. Hefur þessi ráðstöfun áður mælzt mjög illa fyrir inn- an EFTA, á sama hátt, og 15% innflutningstollur sá, sem brezka stjórnin setti á í fyrra. Hann hefur nú verið lækkaður í 10%. Tillaga brezka fulltrúans í dag var á þá leið, að eftir 1. janúar 1967 skuli EFTA-löndin annað hvort halda áfram toll- greiðslum, þegar um er að ræða útflutning frá einu landinu til annars, eða koma á útflutnings- uppbótum. Sagði Willoch tillöguna sp>or í rétta átt, að því leyti, að skv. henni gætu brezkir útflytjend- ur ekki lengur notið góðs bæði af innflutningstollum og útflutn Frainhald á bls. 31. hans til sjálfstæóismálsins væri óhreytt. Yfirlýsing Smith var birt í þann mund, er Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, kom sam an á fund með leiðtogum þjóð- ernissinna, í þeirri von, að tak- ast megi að finna lausn á því vandamáli, sem leitt hefur af af- stöðu stjórnar Smith til sjálf- stæðismálsins. í þeim tilgangi mun Wilson lenggja á það áherzlu, að þjóð- ernissinnar sameinist í afstöðu sinni til nýrrar stjórnarskrár, sem hann telur geta orðið grund- völl skynsamlegrar lausnar máls ins. Tveir helztu talsmenn þjóð- Framhald á bls. 31 ' „Time“ leiðrétt í NÝÚTKOMNU hefti banda- ríska vikuritsins ,,Time“ er birt bréf frá Indriða G. I>or- steinssyni, ritstjóra Tímans, vegna skrifa „Time“ um Vín- landskortið, fyrir skemmstu. í grein ritsins var sagt, að Leifur Eiríksson væri norskur. í bréfi sínu segir Indriði m.a., að bandaríska stjórnin hafi fært íslendingum að gjöf styttu af Leifi Eiríkssyni 1930, allþingishátíðarárið, og hljóti því afstaða stjórnarinnar að vera kunn í þessu máli. Sé það leitt til að vita, að skipt hafi nú verið um þjóðerni Leifs, og hann sagður norskur. Ritstjórar „Time“ hafa því einu við að bæta, að Leifur sé fæddur af norsku foreldri — en á íslandi. Djakarta, 28. október — NTB. BARDAGAR fara nú harðnandi Miilli kommúnista og andstæð- inga þeirra á Jövu. Hefur her Indónesíu orðið að lýsa yfir hern aðarástandi á eyjunni. Hafa tals menn hersins skýrt frá því, að um 2000 manns hafi týnt lífi í átö'kum þessum. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Djakarta, að komm- únistar verjist nú í nokkrum etérum hópum. Útvarpið í Djakarta sagði í dag, að yfirmaður hersins á Jövu, Surjo Sumpeno, hershöfðingi, hafi lýst yfir útgöngubanni um nætur í héruðunum Surakarta og Semarang, en hernaðará- standi hafi verið lýst yfir á báð- um svœðunum. Sama ástand hefur ríkt í höf- uðborginni, Djakarta, frá því, að íkommúnistar gerðu þar bylting- artilraun 1. október. Hafa marg- ir kommúnistar, að sögn, flúið frá höfuðborginni til Mið-Jövu, af ótta við hefndarráðstafanir. Talsmenn hersins halda því fram, að kommúnistar á Jövu hafi hafið hermdarverkaaðgerð- ir gegn álmenningi í sveitum landsins. Sé hér um hryllilega verknaði að ræða, morð, mann- rán og íkveikjur. í einni til- kynningu hersins segir, að komm únistar hafi tekið af lífi í einu lagi 178 óbreytta borgara á Mið- og Austur-Jövu. Herinn segist jafnframt hafa fundið skjöl á Mið-Jövu, sem staðfesti, að kommúnistar hafi haft í hyggju að steypa Sukarno, forseta, og stjórn landsins með ofbeldi, og myrða síðan alla á- hrifaríka talsmenn andspyrnu- flokks múhamedstrúarmanna. Blaðið „Pelopor“, sem styður herinn, segir, að fundizt hafi listar yfir 120 liðsforingja í lög- reglu landsins, og hafi átt að myrða þá alla, o.g fjölskyldur þeirra. ,Gemini 6' og ,Gemini 7' skotið á loft í janúar — breyfingar gerðar á geim- ferðaáætluninni vestan hafs Johnson City, 28. okt. -v- (AP-NTB) — JOHNSON, Bandaríkjafor- seti, skýrði frá því í dag, að skotið verði á loft í Banda- ríkjunum tveimur mönn- uðum geimförum í janúar næsta ár. Mun ætlunin, að geimförin verði látin mæt- ast, er þau fara umhverfis jörðu. Hér mun verða um sam- eiginlega „Gemini“-tilraun að ræða, þ.e. skotið verður á loft „Gemini-6“ og „Gem- ini-7“ samtímis. Skjóta átti á loft „Gemini- 6“ í þessari viku, með tvo menn, Walter Schiri'a og Thomas Stafford, innanborðs, en tilraunin mistókst með öllu. Greinilegt er, að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á „Gemini“-áætluninni, því að „Gemini-7“ átti að vera á lofti í 14 daga, með James Lovell og Frank Bormann inn anborðs. Tilraun sú, sem nú hefur verið boðuð, mun að öllum líkindum taka mun skemmri tíma. í tilkynningu þeirri, sem Bandaríkjaforseti gaf út í dag, á ferðalagi sínu um Texas, segir, að geimförin tvö muni fylgja nær sömu braut, og verði þeim stýrt mjög nærri hvort öðru. Hvorki „Gemini-6“ né „Gem ini-7“ munu þannig úr garði gerð, að hægt sé að tengja þau sartian. Það, sem brást, er gera skyldi tilraunina með „Gem- ini-6“ nú í vikunni, var eld- flaug af Age>ta-gei'ð, sem skjóta átti á loft á undan geimfarinu sjálfu. Var ætlun- in, að Schirra og Stafford stýi'ðu sínú eigin geimfari að eldflauginhi, er á braut væri komið, en Agena-flaugin hélt ekki stefnu, eftir að henni var skotið á loft. Var því enginn grundvöllur fyrir megistil- raun þeirri, sem gera átti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.