Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 288. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 slður
Jffifflfltttfc&ifr
52. árgangur.
288. ibl. — Fimmtudagur 16. desember 1965
Frentsmiðja Morgunblaðsins.
HEIMSSÖGULEGUR   VIÐBURÐUR
Tvö bandarísk geimför mættust í gær
í 300 kilómetra f iarlægö frá jðrðu
Houston, Texas, 15. desember — AP-NTB
BANDARÍKIN náðu í dag stórum áfanga í því skyni að
senda mannað geimfar til tunglsins, er geimförin tvö, Gem-
ini VI. og Gemini VII. framkvæmdu vel heppnað „stefnu-
mót" úti í himingeimnum. Geimförin svifu hlið við hlið í
tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru og sýndu þannig í
fyrsta skipti tækni, sem er nauðsynleg vegna mannaðs tungl-
fars. Gemini VI. var svo nærri systurgeimfari sínu, að geim-
fararnir Walter Schirra og Thomas Stafford fullyrtu, að þeir
hefðu getað séð 11 daga gamalt skeggið á félögum sínum,
sem í því voru, þeim Frank Bormann og James Lovell. —
Þannig svifu geimförin áfram með um 28.000 km hraða á
klukkustund. Stefnumótið átti sér stað kl. 18.28 að íslenzkum
tima í dag, er geimförin voru í um 300 km hæð yfir Mariana-
cyjum á miðju Kyrrahafi, en þá var þar bjartur dagur.
Bétt fyrir kl. 18 að ísl. tíma
byrjaði Gemini VI, sem skotið
hafði verið upp frá Kennedy-
Ihöfða kl. rúmlega 12.30 fyrr um
claginn á síðasta undirbúningn-
wm fyrir „srtefnumótið". Þá gat
áhöfn þess greinilega séð ljós-
imerkin frá Gemini VII. Yfir
Tanarive á Madagaskar minnk-
eði Gemini VI. fjarlægðina á
miili geimfaranna niður í 45 km.
Gemini VI. var þá aðeins ofar en
Gemini VII. og nálgaðist síðar-
íiefnda geimfarið óðfluga. Kl.
18.17 var aðeins 14 km fjarlægð
á milli geimfaranna. Kl. 18.35 til-
kynntí. stjórnunarstöð geimferð-
erinnar, að bæði geimförin væru
rcú á sömu braut og flygju hvort
við hlið annars. Hefðu þau kom-
izt svo nálægt hvort öðru, að
að lokum hefðu ekki verið nema
2 m é miili þeirra.
Geimfararnir Schirra og Staf-
ford höfðu farið að öllu án nokk-
urs taugaæsings. Eftir því sem
yfirstjórn geimferðarinnar niðri
á jörðu sagði, höfðu þeir skotið
7 þrýstiloftsskotum til þess að
draga úr ferðinni. Þetta varð að
gera með feiknamikilli ná-
kvæmni. Er geimförin höfðu
nálgazt hvort annað sagði
Schirra: „Það er orðin mikil um-
ferð hérna uppi". „Já", svaraði
Bormann, „við þyrftum á um-
ferðarlögreglu að halda". Út-
varpssamband var á miM geim-
faranna.
Bormann og Lowell höfðu í
dag verið 11 daga á lofti í Gem-
ini VII. en geimfari félaga þeirra,
Schirra og Staffords, var skotið
upp í dag samkvæmt framan-
sögðu. Var það þriðja tilraunin
til þess að skjóta geimfari þeirra,
Gemini VI., á loft, en báðar fyrpi
tilraunirnar   höfðu   mistekizt
vegna tæknilegra galla. Er Gem-
ini VI. var skotið á loft kl. 12.37
að ísl. tíma var Gemini VII. í
162. hring sínum umhverfis jörðu.
Gert hafði verið ráð fyrir, að
Gemini VI. myndi lenda á morg-
un, fimmtudag á Atlantshafi, ef
tilraunin tækist vel, en Gemini
VII, yrði lengur á lofti.
Vísindamenn utan Bandaríkj -
anna hafa látið í ljós aðdáun
sína vegna hins vel heppnaða
„stefnumóts" Bandaríkjamanna í
geimnum, og segja að það tákni
stórt skref við að kanna geiminn.
Sir Bernard Lovell, forstöðu-
maður Jod're>lll Bank stjörnu-
rannsóknarstöðvarinnar í Bret-
landi sagði þa.nnig m.a., að afrek
Bandarikjamanna n>ú þýddi, að
la-iisnin á því að senda mannað
geiamfar til tuniglsins væri nú
irnnan sjónvíddar.
Sjá  skýringarmynd
á  bls  31
Myndin er tekin, þegar eldflauginni með Gemini VI. var skolið
upp frá Kennedyhöfða í grærdag, en geimfarið flutti þá Walter
Schirra og Theomas Stafford á hringbraut umhverfis jörðu AP. -
Innan 5 ára mun Kína
ógna ríkjum Vestur-Evrópu
París, 15. des. — AP-NTB
SOBERT McNamara, varnar-
málaráðherra    Bandarikjanna,
sagði á fundi ráðherranefndar
Atlantshafsbandalagsins, er varn-
armál voru þar til umræðu í da„',
ramsóknarflokkurinn andvíg-
ur stdriöjuframkvæmdum
Eysfeinn Jónsson gaf yfirlýsingu þess efnis á alþingi í gærkvöldi
A FHNDI í »Jþingi í gærkvöldi
flutti Jóhann Hafstein, iðnaðar-
málaráðherra, skýrslu ríkissijórn
•urinnar um alúmiinmálið, og er
liún birt í heild á öðrum stað í
tthtðinu.
Við umræðurnar um málið
fferðist það, að Eysteinn Jónssoni,
formaður Fnamsóknarflokksins,
iýsti andstöðu flokks sins við
málið, er hann í lok ræðu sinnar
eagði: „Niðurstaðan er sú, að
F'ramsóknarf lokkurinn g e t u r
ekki samþykkt þessa samninga
um byggingu alúmínvers á ts-
landi og raforkusölu til þess og
muu beita sér gegn þehn. Þetta
telur flokkurinn rétt og tíma-
bært að komi nú fram." Ræðu-
meim kommúnista ítrekuðu and-
etöðu flokks sins gegn stóriðju-
framkvæmdunum.
Jóhann Hafstein, iðnaðarmála
ráðherra, kvaðst furða sig á því,
að formaður Framsóknarflokks-
ins  teldi  nauðsynlegt  að  gefa
þessa yfirlýsingu núna, þar sem
nú væri unnið að skýrslugerðum,
sem þingmenn fengju á næstu
dögum, og málið væri enn til um-
ræðu í þingmannanefndinni.
Meginefni ræðu Eysteins Jóns-
sonar er rakið hér á eftir, en um-
ræðnanna verður að öðru leyti
getið síðar. í upphafi máls síns
sagði formaður Framsóknar-
flokksins:
„Framsóknarflokkurinn hefur
jafnan fylgt fram þeirri megin-
stefnu, að atvinnurekstur í land-
inu sé rekinn af landsmönnum
sjálfum. >ó hefur flokkurinn tal-
ið og telur enn, að komið geti
til mála að gera undantekningu
frá þessu með sérstökum samn-
ingi og löggjöf hverju sinni, ef
til þess þætti eðlilegt að grípa
til þess að leysa veigamikil verk-
efni í þjóðarþágu, sem að öðrum
kosti væri ekki mögulegt að
leysa á viðunandi hátt. í þessa
stefnu  hafa  flokksþin,g  Fram-
sóknarmanna ályktað um langt
árabil." Þá gat ræðumaður um
samþykktir flokksins í þessu efni
og sagði síðan m. a. :
„Það liggur óvefengjanlega fyr
ir, að hægt er að virkja myndar-
lega við Búrfell í Þjórsá án þess
að alúmínver komi til. . . Það
hefur engar undirtektir fengið að
staðsetja alúmínverið þannig, að
það gæti stuðlað að jafnvægi í
byggð landsins, en haldið fast
við þá staðsetningu, sem hlyti að
auka byggðavandamálið mjög frá
því, sem nú er, og er það þó
þegar eitt alvarlegasta vandamál
þjóðarinnar.
Meðal höfuðeinkenna efnahags-
lífsins um þessar mundir eru óða-
verðbólga, dýrtíðarflóð, ofþensla
og vinnuaflsskortur. Er það vax
andi vandamál að sinna atvinnu
rekstri íslendinga sjálfra og
aukningu han*- í mörgum grein-
um og koma í framkvæmd nauð-
synlegustu þjónustuframkvæind-
um svo sem skólum, sjúkrahús-
um, samgönguframkvæmdum, —
svo dæmi séu nefnd. Enginn
vottur er stefnubreytingar til a'ð
ráða fram úr þessum vanda, enda
er það óhugsandi nema með því
að taka upp nýja stefnu í efna-
hagsmálum, atvinnu- og fjár-
festingarmálum".
Þá sagði Eysteinn Jónsson að
uppi væru ráðagerðir um inn-
flutning erlends vinnuafls og
lauk ræðu sinni þannig:
„Me'ð innflutningi erlends
verkafólks til þess að byggja
upp stóriðju erlendra aðila í land
inu, yrði skapað nýtt vandamál,
stórfelldara og fjölþættara en
svo, að afleiðingarnar verði séð-
ax fyrir í fljótu bragði og mundi
það bætast við ærinn vanda hlið
stæðrar tegundar, sem fyrir er.
Einstök atriði samninganna
mun ég ræða síðar, ef eða þegar
/         Framh.  á  bls.  3
að lönd bandalagsins í Evrópu
yrðu innan fimm ára að gera ráð
fyrir, að öryggi þeirra stafaði
hætta af Kínverska alþýðulýð-
veldinu.
McNamara sagði, að eftír
fimm ár gæti ríkjum Vestur-
Evrópu stafað jafn mikil hætta
og Bandaríkjunum af Kína. Það
sem gera þyrfti, væri að gera nú
áætlun um að mæta þessari
hættu. Kínverskir kommúnistar
myndu ráða yfir birgðum öflugra
kjarnorkuvopna innan tveggja
ára og eldflaugum af meðalstærð
til þess að flytja þau. Árið 1975
mætti gera ráð fyrir, að kínversk
ir kommúnistar hefðu ekki að-
eins smíðað eldflaugar, sem
skjóta mætti milli heimsálfa held
ur myndu þeir þá þegar hafa
komið slíkum eldflaugum fyrir á
stóru svæði. Slíkar eldflaugar
gætu hitt skotmörk allt frá San
Francisco til Berlinar og staði
þar á milli.
Frá 1962 hefði Kína varið 10%
allra þjóðartekna sinna til hern-
aðarþarfa, borið saman við, að
lönd sem Indland, Pakistan og
Brasilía hefðu varið aðeins um
2% þjóðartekna sinna í þessu
skyni, en þetta væru lönd á svip-
uðu efnahagslegu stigi og Kína.
Enn væri Kína ekki það stór-
veldi, að það gæti ógnað ríkjum
Atlantshafsbandalagsins. Herafli
þess var nú um 2.3 millj. manna
og hinn stærsti í heimi. Flugher
þess væri talsverður en hernaðar
máttur hans væri ekki að sama
skapi, vegna þess að flugvélarnar
væru úreltar. — í flughernum
væru m.a. um 1500 Mig-flugvél-
ar, byggðar í Sovétríkjunum.
McNamara sagði ennfremur, að
fastanefnd Atlantshafsbandalags-
ins ætti að fara að taka til athug-
Framhald á bls. 31.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32