Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐID Þriðjudagur 3. aprH 1963 Luna 10 komin á braut umhverfis tunglið — fylgihnöttur þess um ófyrirsjáanlega framtíÖ IVIetsala Víkings í Þýzkalandi ' * ■ Agætar sölur annarra togara erlendis Moskvu, 4. apríl, NTB. S E I N T á sunnudagskvöld stýrðu sovézkir geimvísinda- menn á braut umhverfis tunglið gervihnettinum Lunu 10, sem skotið var á loft sl. fimmtudag. Tókst allt sem til stóð og mun Luna 10 ganga sporöskjulaga braut sína um- hverfis þennan næsta ná- granna jarðarinnar um ófyrir sjáanlega framtíð. Hringferð sína umhverfis tunglið fer Luna 10 á þremur klukku- stundum og er minnsta fjar- lægð frá tungli 350 km en mest 1.000 km. „Við erum stoltir af því að fyrsti fylgi'hnöttur tungls, sem gerður er af mannahöndum sé, eins og fyrsta gervitungl jarðar, á sinn stað kominn fyrir tilstilli Sovétríkjanna“, sagði i tilkynn- ingu þeirri um þetta, sem lesin Jakarta, 4. apríl. — NTB: ADAM MALIK, utanríkisráð- herra Indónesíu, sagði í dag að Indónesía myndi endurskoða ut- anríkismálastefnu sína og yfir- vega hvort landið skyldi aftur gerast aðili að Sameinuðu þjóð- unum. Hann sagði og á blaða- mannafundi í dag að deilurnar við Malasiu myndu halda áfram, en Malik kvað Indónesa hafa áhuga á að vinna að friðsam- legri lausn í því sambandi. Indónesía sagði sig úr Sam- einuðu þjóðunum fyrir liðlega ári til þess að mótmæla aðild Malasíu að Öryggisráðinu. Nær 400 indónesískir lögreglu- menn hafa verið handteknir, sak aðir um að hafa verið flæktir í hina misheppnuðu byltingartil- raun í október sl., að því er opin berlega var tilkynnt í Jakarta í dag. Þá hafa 49 borgarar og verið handteknir fyrir sömu sakir. BRIDCE: * Asmundur og Hjalti Islandsmeistarar TVÍMENNINGSKEPPNI íslands- mótsins í bridge fór fram um sl. helgi og sigruðu þeir Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Röð efstu paranna varð þessi: 1. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 1671 st. 2. Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðmundsson 1636 st. 3. Eggert Benónýsson og Stefán Guðjohnsen 1622 st. 4. Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson 1513 st. 5. Margrét Jónsdóttir og Kristjana Steingrímsd. 1500 st. í 1. flokki sigruðu Kristmann Guðmundsson og Sigfús Þórðar- son frá Selfossi, hlutu 1677 stig. í öðru sæti urðu Gísli Hafliðason og Gylfi Baldursson með 1577 stig og nr.'3 Bernharður Guð- mundusson og Torfi Ásgeirsson með 1551 stig. Sveitaképpnin hófst í gær- kvöldi og heldur áfram í kvöld og verður spilað að Hótel Sögu. var upp á 23. flokksþingi sov- ézka kommúnistaflokksins í Moskvu í morgun. Fimm þúsund þingfulltrúa, erlendra og inn- lendra, og aðrir gestir, fögnuðu tilkynningunni ákaft og klöpp- uðu mikið er Luna 10 lét til sín heyra óravegu utan úr geimnum og gamalkunnir tónar Inter- nasjónalsins hljómuðu um há- talarakerfi þingsalarins — segul- bandsupptaka sem Luna 10 hafði haft meðferðis í tunglreisuna. Luna 10 er 245 kg. að þyngd og er ætlað að veita ýmisskonar upp lýsingar um þyngdarafl tungls- ins, geislun frá þvi ef einhver er og hitastig á því, sem á eru sagðar miklar sveiflur. Ekki er talið að neinn ljósmyndaútbún- aður sé með í förinni að þessu sinni, en fyrirrennari þessa fyrsta fylgihnattar tunglsins, Luna 9, sem lenti á því hægri lendingu í janúarmánuði sl., sendi margt mynda af ferðalagi sínu. Sovétríkin hafa ekki skotið á Þá hafa 18 ráðherrar úr fyrrv. stjórn Sukarnos verið handtekn- ir, að því er innanríkisráðherra Indónesíu, Rachmat, hefur sagt. Meðal þeirra er dr. Subandrio, fyrrum utanríkisráðherra. Segir innanríkisráðherrann að hinir fyrrum ráðherrar hafi verið hand teknir vegna þess að grunur leiki á að þeir hafi á einn eða annan hátt verið flæktir í bylt- ingartilraunina. Malik, utanríkisráðherra, sagði í dag að hin nýja stjórn í Indó- nesíu myndi reyna að afla auk- innar efnahagsaðstoðar, bæði í austri og vestri. Er hann var spurður um af- stöðu stjórnarinnar til Kína, svaraði Malik: „Stefna okkar gagnvart Peking er óbreytt. Við viljum vera vinir allra, einnig Peking. Ef Peking gerir sig ekki ánægða með þetta, getum við ekki að því gert“. AÐFARANÓTT sunmudags k»m upp eldur í mb. Rán SU-58, sem lá hér í höfninni. Eldurinn kom upp afta.st í bátnum, og mun hafa liðið talsverður tími frá að eld- ur k«m upp, og þar til hans varð vart. Þegar slökkviliðið í Keflavík kom á vettvang um kl. 2.30 var eldur orðinn mjög magnaður, í káetunni. Einnig logaði mikill eldur í stjórnklefa bátsins. Mjög erfitt er að eiga við eld í bátuim, Akureyri, 4. apríl. SNJÓÞYNGSLI í Grenivík og Höfðahverfi eru nú orðin geysi- langvinn og mikil, og til mikilla erfiðleika fólki þar. Mjólk hefur verið flutt til Akureyrar tvisvar í viku á trukk, sem ýta hefur dregið. Ferðalagið þessa 47 km. leið hcjur venjulega tekið 12 klukkustundir. Mikill skortur var að verða á ýmsum nauðsynjum í Grenivík, sérstaklega á fóðurvörum, og fór loft mönnuðu geimfari síðan 18. marz í fyrra, er Alexei Leonav varð til þess fyrstur manna að fá sér gönguferð um himingeiminn og var það hald margra, að nú mætti eiga von á tilþrifamikilli geimferð er sett yrði 23. flokks- þ.ng kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Svo er að sjá sem Luna 10 muni eiga að koma í stað þess, enda telja sovézkir vísindamenn það hálfu meira afrek að koma henni á braut umhverfis tunglið en að koma á stefnumóti tveggja geimfara, eins og Bandaríkja- menn hafa gert. Almennt er talið að Rússar standi nú töluvert bet- ur að vígi í kapphlaupinu um að koma mönnuðu geimfari til tunglsins og allar líkur sagðar á að næsta skrefið verði að skjóta á loft systurhnetti Lunu 10 með flóknari tæknibúnað, ljósmynda- vélar o. fl. meðferðis. Lunu 10 og eldflaugarútbúnaði hennar — samtals 1.600 kíló — var skotið á loft á fimmtudag — eins og áður sagði og „lagt“ á braut umhverfis jörðu áður en hafin var sjálf ferðin til tungls- ins. Þá var eftir þrautin þyngri, er á leið ferðina, að hefta svo mátulega skrið Lunu 10, að að- dráttarafl tunglsins, sem er % af aðdráttarafli jarðar, næði að festa þennan óvænta fylgi'hnött þess á braut. Hefði þetta ekki tekizt væri Luna 10 nú á leið til sólarinnar. En á sunnudagskvöld fékk hún skipanir sínar af jörðu — 400.000 km. fjarri —• hemlaflaugunum var beitt eins og til stóð, hrað- inn minnkaður á 20 sekúndum niður í 1.25 km. á sekúndu og gervihnötturinn og áföst mæli- tæki losuð frá eldflauginni. Og nú gengur Luna 10 tilskilda braut umhverfis tunglið með senditæki sín og loftnet og ann- an tækjabúnað, sem ætlað er eins og áður sagði, að koma til skila ýmsum upplýsingum um tunglið. Einnig eru innanborðs litlir þotuhreyflar, sem eiga að varna veltingi ef einhver verður og sömuleiðis hefur Luna 10 eig- ið hitakerfi og orkuframleiðslu til eigin þarfa. 1 maí almennur frídagur f GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um almennan frídag 1. maí. Segir í greinargerð frumvarpsins, að í tilefni af 50 ára afmæli Alþýðusambands ís- lands hafi ríkisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir setningu laga um að gera 1. maí að almennum frídegi. því allt er þar mjög þröngt og innilokað, þó tókst fljótlega að hefta útbreiðslu eldsins, en ekki var lokið að slökkva fyrr en um sex leytið um morguninn. Báturinn er talsvert mikið skemimdur og er nú kominn í dráttarbraut Keflavíkur til við- gerðar. Ekki er örugglega vitað hvað olli eldsupptökum, en lík- legast er að kviknað hafi út frá rafmagni. Rán er 60 tonna bátur úr tré, og var á netaveiðum. — h.j.s. Drangur þangað í kvöld, auka- ferð með nauðsynjavarning. Menn eru enn sæmilega birgir af olíu, sem flutt hefur verið heim á sveitabæi að undanförnu í tunnum. Símalínur í Höfða- hverfi ery á kafi í snjó á löng- um svæðum. Línur voru hækk- aðar fyrir nokkru um rúman metra með því að negla fram- lengingu ofan á staurana, en nú eru þær aftur komnar á kaf í fönn. — Sv. P. B.v. VÍKINGUR seldi í Brem- erhaven í Þýzkalandi s.l. laug- ardag 221 tonn fyrir 222.500 mörk, og er það hæsta sala í Þýzkalandi til þessa á eigin afla. Aflinn var mest megnis karfi eða um 140 tonn, auk um 50 tonn af ýsu, 20 tonn af ufsa, og auk þess lítilsháttar af öðrum teg- undum. Karfinn var mest megn- is stórkarfi. Var mesti hluti afl- ans fenginn hér á heimamiðum, en einnig nokkuð við Grænland. Eigandi b.v. Víkings er Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi, en skipstjóri á togar- anum er Hans Sigurjónsson. London, 4. apríl, NTB. Wilson forsætisráðherra hvíldi sig um 'helgina eftir kosninga- sigurinn en hófst handa þegar í dag um verkefni þau sem mest kalla að, breytingar á ríkisstjórn inni og viðræður um Ródesíu- málið og um efnaihagsástandið í Bretlandi. Hlutur Verkamannaflokksins af greiddum atkvæðum var 47.9% en var 44,1% í kosningunum 1964 íhaldsiflokkurinn fékk 41.9% Blönduósi, 4. apríl. f VETUR hafa snjóalög verið með óvenjulegum hætti hér í Austur- Húnavatnssýslu. Sumsstaðar er mjög mikill snjór, en annars staðar hefur aldrei komið snjór að verulegu ráði. T.d. hefur ver- ið mjög snjólétt í öllum Vatns- dal, og sama er að segja um Laxárdal og Blöndudal, vestan- verða, en i austurhlíðum þeirra er stórfenni. Siðan um miðjan vetur hafa samgöngur oft teppzt um stund- arsakir, og talsverðar truflanir orðið á mjólkurflutningum. Flest Djúpavogi, 4. apríl. ELDUR kom upp í gamla íbúðar- húsinu á Bragðavöllum í Ham- arsfirði si. föstudagskvöld, og brann það til kaldra kola á skömmum tíma, án þess að nokkru yrði bjargað úr því. í gamla íbúðarhúsinu bjó einn maður, Sigfús Jónsson, en hann var hins vegar í fæði hjá bóndanum sem býr í nýja íbúð- arhúsinu. Var kl. um 7 að kvöldi, þegar eldsins var fyrst vart, en þá var Nokkrir aðrir togarar hafa selt undanfarna daga erlendis og fengið ágætt verð fyrir aflann. T.d. seldi Sigurður í Cuxhaven 189.2 tonn fyrir 184.980 nr/irk, Þorkell máni seldi í Bretlandi 164.500 tonn fyrir 17.259 sterl- ingspund, og Hvalfellið seldi s.L sunnudag í Bremerhaven 102 tonn fyrir 114.800 mörk. Næstu sölur íslenzkra togara erlendis verða sem hér segir: Úranus selur í dag í Bretlandi, Kaldbakur á morgun og Röðull á skírdag, en Þormóður goði sel- ur í Þýzkalandi í dag. Á laugardagskvöld voru kunn- gerð í London endanleg úrslit kosninganna, en nokkru áður var vitað, að meirihluti Verkamanna flokksins á þingi yrði 97 þing- sæti. Hluhföllin milli flokkanna verður því þessi: (43.4% áður) og frjálslyndir 8.5% en höfðu 11.2%. Fylgisaukning Verkamanna- flokksins var 2.6%. ir vegir hafa þó verið hreinsað- ir, a. m. k. tvisvar í viku, ef þess hefur þurft með. Erfiðast hefur verið að fást við Langadalsveg, og bændur þar flestir orðið að flytja mjólkina á dráttarvélum vestur yfir Blöndu, og koma henni á mjólkurbílana, sem fara Svínvetningabraut. Leiðin frá Blönduósi um Ása, Þing og Vatns dal hefur oftast verið fær ölluin bílum. Á stöðuvötnum er um 80 cm þykkur ís. Er þá miðað við ís, sem vatn eða krap hefur aldrei frosið ofan á. — Björn. Sigfús úti við gegningar. Norð- austan hvassviðri var þá, og brann húsið, sem er járnklætt timburhús, til kaldra kola á um tveimur tímum, og var engu hægt að bjarga út úr húsinu af eigum Sigfúsar. Ekki er með vissu hægt að segja um út frá hverju kviknaði í húsinu, en þó logaði í eldavél, er Sigfús yfirgaf húsið, og eru taldar mestar líkur á að kvikn- að hafi út frá henni. — Dagmar. Sækir Indónesía um inntöku í 8Þ? Bátur skemmist af eldi Símolínur fennir í kuf Lokatölur í brezku kosningunum Verkamannaflokkurinn 363 þingsæti unnu 49 töpuðu 1 íhaldsiflokkurinn 253 þingsæti unnu 0 töpuðu 51 Frjálslyndir 12 þingsæti unnu 4 töupðu 2 írski lýðv-fl. 1 þingsæti unnu 1 töpuðu 0 Atkvæðj féllu sem hér segir (a tkvæðatölur frá 1964 í svigum). Verkamannaflokkur 13.057.941 atkv. (12,205.800) íhaldsfl. 11.418.433 atkv. (12.002.642) Frjálslyndir 2.327.533 atkv. ( 3.099.283) Aðrir fl. 452.689 atkv. Óvenjuleg snjóalög í A-Húnavatnssýslu íbúðorhús í Hamorsfirði brennur til knldrn kcta Maður missti aleigu sína í eldinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.