Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. apríl 196t Ferbaleikhúsið: Tónaspil og Hjónaspil Höftindur: Peter Shaffer Leikstjóri: Kristín Magnús Leikmyndir: Þorgrímur Einarsson FERÐALEIKHÚSIÐ, nýstofnað fyrirtæki Kristínar Magnús og eiginmanns hennar, Halldórs Snorrasonar, frumsýndi í Lind- arbæ sl. sunnudagskvöld tvo þríhyrningsgamanleiki eftir brezka höfundinn Peter Shaffer, Xónaspil og Hjónaspil, sem sýnd- ir hafa verið nokkrum sinnum utan Reykjavíkur að undan- fömu. Ekki er ég kunnugur verkum Shaffers, en sá þó eftir hann mjög snoturt melódrama, ,Five Finger Exercise', fyrir 7 árum í Ijondon, þar sem það var sýnt við góða aðsókn árum saman. Höfuðkostur Shaffers er sá, að hann skrifar hlutverk af góðri kunnáttu og gefur leikurum mjög rúm tækifæri til að brill- éra. Hins vegar gera hlutverk þessi samtímis ákveðnar lág- markskröfur til tæknilegrar hæfni leikenda og eru mjög óheppileg fyrir byrjendur, eink- um vegna snöggra og tíðra sveifla milli andstæðna og svo samanþjappaðs texta, að víða keyrir úr hófi fram. Tónaspil og Hjónaspil eru skemmtileg og lifandi leikhús- verk og ætti engum að leiðast þau, enda þótt inntak þeirra eða flutningur séu kannski ekki stórmerkileg. Hvort þeirra sem er hlýtur að vera vel til þess fallið að ferðast með um landið, en tæplega bæði saman. Leik- endur eru aðeins þrír, þeir sömu í báðum leikritunum, og hlutverkin alls ekki ósvipuð. Skortir og talsvert á, að leik- endum takist að hafa hamskipti í hélfleik. Jafnvel með reyndari ileikurum hefði verið heppilegra að hafa verkin sem óskyldust. Kristín Magnús hefur á hendi Skrifstofustúlka GÚSTAF A. SVEINSSON, hæstaréttarlögmaður, Laufásvegi 8, Reykjavík. Simi 1-11-71. Fiskbúð Fiskbúð til leigu. — Öll áhöld fylgja. Upplýsingar á kvöldin í síma 17810. Sendisveinn Óskum eftir pilti til sendiferða nú þegar eða síðar. Þyrfti helzt að hafa skellinöðru. Upplýsingar á skrifstofu okkar að Suð- urlandsbraut 4. H. Benediktsson hf 4 herbergja íbúð til sölu Til sölu 4ra herb. íbúð við Skipasund. íbúðin er 100 ferm., sér inngangur, aðeins tvær íbúðir í hús- inu, bílskúr, stór lóð. íbúðin er í forsköluðu timb- urhúsi, og er í góðu standi. — Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 3-56-99 eftir kl. 7 á kvöldin. Afgreiðslustúlka Okkur vantar stúlku, helzt vana uppvigtun. Grensáskjör Grensásvegi 46. Maðurinn minn STEFÁN JÓN ÁRNASON fulltrúi, Bólstaðarhlíð 64, andaðist 26. apríl. Helga Stephensen. leikstjórn og leikur auk þess kvenhlutverkin, Doreen í Tóna- spili og Belindu Sidley í Hjóna- spili. Flestum hæfustu leikurum og leikstjórum hefur verið þetta ofraun, enda er einnig svo um Kristínu. Kemur það ekki að- eins niður á samleikurum henn- ar, Leifi ívarssyni (Ted í Tóna- spili og Charles Sidley í Hjóna- spili) og Sverri Guðmundssyni (Bob í Tónaspili og Julian Cristoforou í Hjónaspili), held- ur og hennar eigin leik. Eimkum ríkir augljóst leikstjórnleysi í fyrra verkinu, Tónaspili, sem er mun vandasamara í flutningi. 1 Tónaspili setjast tvær gamal- kunnar manngerðarklissjur að kvöldverði með fulltrúa veika kynsins. Draumóramaðurinn Bob, sem er í fyrsta sinn að bjóða heim til sín stúlku, hefur fengið skrifstofufélaga- sinn, kvennamanninn og þjóðfélagsstreðarann, Ted, til að hjálpa sér að halda uppi samræðum við hana. Þáttur þessi er mjög fyndinn á köfl- um og gefur tækifæri til ýmissa leiklbragða. Höfundurinn dregur þó úr því, sem annars liggur beint við, að færa leikritið upp sem alveg hreinrœktaðan farsa, með því að sýna einni persón- unni talsverða samúð og leggja henni £ munn nokkrar vænar gusur af fimmaurafílósófíu, án þess að verða þó beinlínis ósmekklegur. Sverrir Guðmundsson leikur draumóramanninn. Hann sýnir ótvíræða leikhæfileika og á ágæta spretti í samleik við Kristínu Magnús, en yfirleikur hans, einkum í byrjun, er mjög Úr Tónaspili Sverrir Guðmun dsson og Kristín Magnúsdóttir. til lýta. Verður hann þó að skrif- ast að mestu á reikning leik- stjórans. Sama er að segja um kunnáttusamlegan ofleik Krist- ínar Magnús. Hann verður einn- ig að skrifast á reikning lei'k- stjórans. Annars bregður Krist- ín upp mjög skemmtilegum myndum í leik sínum, og útlit hennar er með ágætum. Útlit Leifs ívarssonar hæfir hlutverki hans einnig, en framsögn hans er afar slæm og verst, þegar mest ríður á, að setningar hans komist til skila. Að búningi hans verður vikið síðar. Síðara verkið fjallar á nokk- uð óvenjulegan hátt um venju- legt efni. Eiginmaðurinn, sem er í verkinu prótótypa Breta af efri millistétt, hefur fengið mjög sérkennilegan einkaspæj- ara (ekki leynilögreglumann, eins og segir í þýðingunni, þótt „detective" geti einnig þýtt það á ensku) til að njósna um eigin- konu aína. Þetta leikrit er miklu IMorræn kvöldvaka í Tjarnarbúð niðri fimmtudaginn 28. apríl kl. 20,30. Prófessor dr. phil. Hakon Stangerup flytur erindi: Menningarsamvinna Norðurlanda. Litkvikmynd frá Færeyjum verður sýnd að erindinu loknu. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Dansk-íslenzka félagið Norræna félagið. Getiun bætt við pökkunarstúlkum og verkamönnum í fiskiðjuverið. — Mikil vinna framundan. Hafið samband við verkstjórann í símum 50107 og á kvöldin í 50678. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Vélvirkjar, aðstoðarmenn Landssmiðjan óskar eftir að ráða nú þegar vélvirkja eða aðstoðarmenn í vélvirkjun. — Upplýsingar gefur yfirverkstjórinn. Landssmiðjan AfgreiÖslustúlka óskast Mýrarbúðin Mánagötu 18. einfaldara að öllu formi en hið fyrra, heilsteyptara og betur skrifað. Hins vegar verður minna úr því á sýningu þessari. Meginástæðan er sú, að Leifur ívarsson, sem leikur Mr. Sidley, veldux því hlutverki engan veginn. Hjálpast þar allt að til að gera hann sem verst úr garði. Er undarlegt, að leikstjóranum, sem dvalizt hef- ur langdvölum í Engiandi, skuli ekki hafa tekizt að útskýra fyrir leikaranum þessa tiltölulega auðleiknu persónu og hafa að öðru leyti hemil á honum. Þá er furðulegt, að henni skuli ekki hafa þótt taka því, að færa hann í þau föt, sem eru öruggara ein- kenni manns af hans tagi en bowler hatturinn og regnhlífin, sem hann ber aðeins úti á götu. Búningur Leifs í Tónaspili var ekki síður fáránlegur, þar sem rækilega er fram tekið, að Ted sé skrifstofumaður á uppleið, en ekki trumbuleikari á unglinga- knæpu. Leikur Sverris Guðmundsson- ar og Kristínar Magnús var hins vegar miklu öruggari í síðara verkinu. Sverrir hefur mjög skemmtilegt andlit, sem hann beitir að vísu enn á heldur óbeizlaðan hátt. Margt kemst þó eftirminnilega vel til skila, ekki sízt kankvísi hans. Rétt er að geta þess, að leik- stjórn Kristínar Magnús er að mörgu leyti mjög nýstárleg og i sumum tæknilegum atriðum sjálfri sér samkvæm, þótt heild- arsvipur sýningarinnar ruglist víða í meðförum hennar. Hún virðist vinna hvert viðbragð eftir ákveðinni formúlu, einkum svipbrigði þess, sem talað er við. T.d. svipur A: galopinn munnur og starandi augu, sem tákni undrun o. s. frv. Þennan ákveðna svip og tilsvarandi stellingar lætur hún leikarann taka á sig strax við hverja skipt- ingu, og virðist svo eiga að halda honum nákvæmlega, þar til algjör umskipti verða næst og svipur B á við. Þetta hefur stundum talsvert skemmtileg áhrif, en tekst miður, þegar replikkur eru langar. Heppi- legra væri í slíkum tilfellum að láta umskipti ganga hægar held- ur en að hefjast á hámarki. Nokkur tæknibrögð notar Krist- ín einnig heldur ósparlega, t.d. fellur það í hlut allra leikenda einhverntíma, sumra oft, að depla augunum í sífellu tals- verða hríð. Það leynir sér ekki að Kristín kann mörg slík brögð, og lífga þau víða sýninguna, en væru henni til meiri framdrátt- ar, ef þeim hefði verið beitt af meiri smekkvísi. Þýðinguna gerðu Kristín Magnús og Oddur Björnsson. Virðist hún á lipru og sæmilega góðu máli. Þorgrímur Einars- son hefur gert leifcmyndirnar, sem eru sennilega heppilegar til flutninga, en ekki tiltakanlega stílmiklar eða enskar. Þær há þó ekki beinlínis sýningunni. ■ Lýsingu hefur Kristinn Daníels- son stjórnað ágætlega. Undirtektir áhorfenda á þess- ari fyrstu sýningu í Reykjavík voru prýðilegar. Örnólfur Árnason. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.