Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 144. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNSLABIÐ
Miðvikudagur 29. júní 1966
Síðastliðinn langardag 25. þ.m. kom rússneska tankskipið SAMARKAND til Seyðisfjarðar með
11004 tonn af gasoliu til Olíuverzlunar íslands h.f. í hinn nýja 15000 rúmmetra oliugeymi, sem
Olíuverzlunin hefir haft í  byggingu þar. — í forgrunni er síldarsöltunarstöð  Valtýs  Þorsteinss.
Skattskráin lögð
f ram hér á morgun
Aðalskattskrá Reykjavíkur
árið 1966 liggur frammi í Iðnað-
armannahúsinu við Vonarstræti
og í Skattstofu Reykjavíkur frá
30. þ.m., til 13. júlí n.k., að báðum
dögum meðtöldum, alla virka
daga, nema laugardaga, frá kl.
9:00—16:00.
í skránni eru eftirtalin gjöld:
1. Tekjuskattur
2. Eignarskattur
3. Námsbókagjald
4. Kirkjugjald
5. Kirkjugarðsgjald
6. Almannatryggingargjald
7. Slysatryggingargjald     at-
vinnurekenda
»    8. Lífeyristryggingargjald
atvinnurekenda
9. Gjald til atvinnuleysistrygg
ingarsjóðs
10. Tekjuútsvar
11. Eignarútsvar
12. Aðstöðugjald
13. Iðnlánasjóðsgjald
14. Launaskattur
15. Sjúkrasamlagsgjald.
Jafnhliða aðalskattskrá  liggja
frammi á Skattstofunni yfir sama
tíma  þessar skrár:
Skrá um skatta útlendinga,
sem heimilisfastir eru í Reykja-
vík, Aðalskrá um söluskatt í
Reykjavík, fyrir árið 1965.
Skrá um landsútsvör fyrir ár-
ið 1966.
Innifalið í tekjuskatti og eign-
^. arskatti er 1% álag til Bygging-
arsjóðs ríkisins. Eignarskattur
er miðaður við gildandi fast-
eignamat sexfaldað, og eignar-
útsvar miðað við matið þrefald-
að.
Þeir, sem vilja kæra yfir gjöld
um samkvæmt ofangreindri aðal-
skattskrá útlendinga, verða að
hafa komið skriflegum kærum í
vörzlu skattstofunnar eða í bréfa
kassa hennar í síðasta iagi kl.
24:00 hinn  13. júlí  1966.
(Frá  skattstjórninni  í  Rvík).
U THANT TIL MOSKVU
New York, 28. júní  (NTB)
Skýrt var frá því í dag í
aðalstöðvum Sþ og í Moskvu
að  U  Thant  framkvæmda-
stjóri    Sameinuðu    þjóð-
anna, kæmi í opinbera
heimsókn til Moskvu dagana
25.-28. júlí n.k. Verður þetta
fyrsti fundur U Thants með
sovézkum leiðtogum frá því
er Krúsjeff var leystur frá
embætti.
Framkvæmdanefnd
byggingaráætlunar
— býour út fyrstu verkin i sumar
FRAMKVÆMDANEFND bygg-
ingaráætlunar vinnur af því að
teikna og skipuleggja íbúðir
fyrir meðlimi verkalýðsfélag-
anna. Vinna við það 6 verkfræð-
ingar og arkitektar á teiknistofu
nefndarinnar í íþróttahúsinu í
Laugadal. Er sem kunnugt er
viðfangsefnið að byrja á að
byggja tæpar 300 íbúðir í 6
blokkhúsum í Breiðholtinu, og
síðar nokkur einbýlishús og
koma við sem mestri hagræð-
ingu.
Mbl. leitaði frétta af þessu
verki hjá framkvæmdastjóran-
um, Gunnari Torfasyni, verk-
fræðingi. Hann sagði að ætlunin
væri að reyna að bjóða út fyrstu
fraihkvæmdir í sumar, en það er
jarðvinna og undirstöðurnar
undir blokkirnar sex i Breið-
holti. Var í vor haft forval á
úbboðum, þ.e. auglýst eftir fyrir-
tækjum, sem mundu vilja bjóða
í verkið. Kom talsvert af svör-
um, sem valið var úr og verður
verkið boðið út meðal þeirra að-
ila einna. Þetta eru allt inn-
lendir verktakar. Má búast við
að það verk verði unnið í haust.
Framkvæmdanefndin átti að
reyna að koma við sem mestri
hagræðingu í byggingu og sagði
Gunnar að unnið væri að því,
eftir því sem hægt væri. Eru
íbúðirnar í blokkunum sex 2ja,
3ja og 4ra herbergja íbúðir en
flestar  þó  3ja  herbergja.
Framkvæmdanefndin fékk út-
hlutað nokkrum lóðum undir
einbýlishús. Kemur ekki að
byggingum þeim fyrr en vorið
1967 og er ætlunin að flytja
megnið af þeim inn tilbúin.
Færeysk skip landa
síld á Hjalteyri
TVÖ færeysk síldveiðiskip hafa
iandað á Hjalteyri, Grímur
Kamban landaði 20. júní 213
tonnum og Boðanes 26. júní 285
tonnum. Rýmkað var í vetur
með lagabreytingu um leyfi er-
lendra síldveiKskipa til lönd-
unar hér. Getur ráðuneytið nú
veitt leyfi til löndunar. Hafa
Eyjafjarðarhafnirnar og Ólafs-
fjörður fengið leyfi til að taka
við síld í bræðslu og söltun af
10 erlendum skipum og voru
þetta þau fyrstu, sem lönduðu
þar.
Mbl. átti tal við Véstein Guð-
mundsson,  verksmiðjustjóra  á
Hjalteyri. Sagði hann að faer-
eysku skipin virtust hafa áhuga
á að nota þetta leyfi a.m.k. að
einhverju leyti. Þau binda sig
þó ekki til að ieggja allan afla
sinn á land hér, sigla stundum
heim með hann. Það fer eftir því
hvar veiðin er og hve löng sigl-
ingin er til hafnar.
Hjalteyrarverksmiðjan hefur
tekið á móti 900 tonnum af síld
og búin að bræða þau. Síldar-
flutningaskipið Askita, er þó
ekki komið. Verður tekið á móti
því í Noregi í ring, en síðan kem
ur bað í flutningana.
Arsþing s/curð-
lækna í Reykjavík
ALÞJÓÐLEG samtök nokkurra
þekktra skurðlækna Internatio-
nal Surgical Group halda um
þessar mundir ársþing sitt í
Reykjavík. Forseti samtakanna
er nú próf. Snorri Hallgrímsson,
en hann er eini íslendingurinn
í samtökunum. Meðlimir eru allt
kunnir skurðlæknar víðs  vegat
um heim.
19 erlendir læknar sækja árs-
þingið að þessu sinni. Á þinginu
verða flutt 20 erindi um skurð-
lækningar. Meðal fyrirlesara eru
9 íslenzkir læknar. Þinginu lýk-
ur á fimmtudag.
Urslit kosninga í 4
hreppum í Skagafirði
Bæ, 28. júní. —
ÚRSLIT  í  sveitarstjórnarkosn-
ingunum urðu sem hér segir í 4
hreppum:
1 Holtshreppi voru 78 á kjör-
skrá Kusu 31 Kosning var óhlut
bundin Þessir hlutu koningu:
Sveinn Þorsteinsson, Berglandi,
Ríkharður Jónsson, Brúnastöð-
um, Benedikt Stefánsson, Stein-
grímur Þorsteinsson Stórholti
og Pétur Guðmundsson Hraun-
um. . Sýslunefndarmaður er
Sveinn Þorsteinsson.
1 Haganeshreppi var óhlut-
bundin kosning. Kusu 55%.
Kosnir voru: Svavar Jónsson,
Sólgörðum, Haraldur Hermanns
son Yzta Mói, Þórarinn Guð-
vafðarson, Sigmundur Jónsson
og Eiríkur Ásmundsson, Stóru-
Reykjum. Sýslunefndarmaður
er Hermann Jónsson.
1 Fellahreppi var einnig óhlut
bundin kosning. Kusu 60,5%.
Kjornir voru: Pétur Jóhannes-
son, Glæsibæ, Tryggvi Guðlaugs
son, Kjartan Magnússon, Tjörn-
um, Konráð Þorsteinsson, Skál-
á og Stefán Gestsson, Arnastöð
um Sýslunefndarmaður er Pét-
ur Jóhannsson.
lílutbundin kosning var' i
Hofshreppi, kosið um Framsókn
armenn og Sjálfstæðismenn. A
kjörskrá voru 135 og kusu 112
eða rúm 83% Komust að 3 Fram
sóknarmenn, í stað fjögurra
áður, og 2 Sjálfstæðismenn.
Kosnir voru Kristján Jónsson,
Óslandi, Sigfús ólafsson, Gröf,
Páll Pálmason, Kambi, Halldór
Jónsson, Mannskaðahóli og Hall
dór Jónsson, Þykkvabæ. Sýslu-
nefndarmaður er Kristján Jóns-
son. — Björn.
-«-
SI.  laugardas  átti  blaða-
| maður Mbl. leið' um Fjarðar-
heiði, á leið til Seyðisfjarðar.
Vegurinn er nú að verða all-
sæmilega fær hvaða bifreið-
1 um sem er, en enn eru  þó
I töluverðar   ef tirstöo var   af
I snjó, eins oir sjá má af mynd
inni hér fyrir ofan. — Snjó-
skaflinn mun vera eitthvað á
sjötta metra, þar sem  hana
i er hæstur.
í GÆR var norðanattin hæga  veður var komið víðast á N-
frá í fyrradag horfin óg farið  og Austurlandi, en sólarlaust
að anda af suðaustri á suð-  frá  Suðvesturlandi  til  Vest-
vestanverðu  landinu.  Bjart  fjarða. — Þó þurrt.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28