Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 26
du\J .utuuu^ UA W. jUU it/UU Knattspyrnudagur Víkings í dag Tvö dönsk unglingalið i heimsókn hjá íélaginu A FIMMTUDAGINN komu tvð dönsk unglingalið í heimsókn á vegum knattspyrnufélagsins Vík- ings. Lið þessi eru frá Avarta í Rödovre og Svinninge, en bæði þessi félög eru í S.B.U. Eru dönsku piltarnir að endurgjalda heimsókn Víkinganna, en þeir dvöldu i boði þeirra í Danmörku S.l. sumar. Fyrstu leikir dönsku liðanna voru í gær á Meiaveilinum og kepptu þeir þá við 3. fl. KR. og 2. fi. Vikings. í dag sunnudag, taka dönsku piltarnir þátt í knattspyrnudegi Víkings á félagssvæ'ðinu við Rétt- arholtsveg. Á mánudag fara Danirnir norð ur í iand og leika á Akureyri að kvöldi þriðjudagsins 12. júlí, en á Akureyri verða þeir í boði knattspyrnufélaganna þar. Þá munu þeir einnig væntanlega keppa tvo leiki á Húsavík í boði íþróttafélagsins þar og er ráð- gert að þeir leikir fari fram að kvöldi miðvikudagsins 13. júlí. Sunnudaginn 17. júlí keppa svo dönsku piltarnir aftur hér i Reykjavík og munu þá keppa við Reykjavíkurmeistara 3. fl. Víkings og við Reykjavíkurúrval. 2. flokks. Fara leikirnir fram á Melavellinum og hefst fyrri leik- urinn kl. 20:00. Síðustu leikir í þessari heimsókn verða svo vænt anlega á Selfossi þriðjudagskvöld 19. júlí, en þá leika dönsku pilt- arnir við 2. og 3. flokk UMF. Selfoss. Þess ber að geta í sambandi við þessa heimsókn, að aðstand- endur Víkinganna, sem fóru til Danmerkur í fyrra, taka að sér einn danskan pilt, hvert heimili, og er sú aðstoð, sem fólkið veit- ir félaginu, ómetanleg. ( Frá móttökunefnd). 2 snjöllustu sundkon- ur Dana koma ekki POLITIKEN greinir frá því sl. föstudag, að tvær snjöllustu sundkonur Dana, Krisen Strange og Ellis Baastrup, munu ekki geta tekið þátt í landskeppninni í sundi við íslendinga, sem fara á fram hér 20. og 21. Ástæðan íyrir því, er að Kristen Strange er ennþá í Bandaríkjunum, þar sem hún æfir undir leiðsögn hins heimsfræga þjálfara George Hain es, og er hún ekki væntanleg heim til Danmerkur í ágústmán- uði, og Eiiis Baastrup byrjar í menntaskóia innan skamms eftir sumarleyfið ög hefur því ekki "tíma til æfinga. Blaðið segir að afboð þessi veiki danka landsliðið talsvert, en gefi Sundsambandinu danska um leið tækifæri til þess að reyna mestu efnin. Landsliðið danska verður skipað þessu fólki: Dömur: Bente Dunker, Vi'beke Slot, Britta Petersen, og svo ann- að hvort Anne-Grete Nielsen eða Lone Mortensen, en það fæst úr því skorið hvor fari, á unglinga- meistaramóti í Svíþjóð, sem verð ur innan skamms. Herrar: Lars Kraus, John Berthelsen, Finn Rönnow, Ey- vind Petersen og Jörgen Juul, sem er nýliði í landsliðinu. Frá leik KR og fjónska úrvalsl iðsins í fyrrakvöld: Helge Jörgensen jafnar fyrir danska úrvalið 1:1 með góðu skoti utan af vítateig. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu: England og Uruguay hefja dansinn á morgun Leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum LOKAKEPPNI um heims- jneistaratitil í knattspyrnu hefst í London á morgun og lýkur með úrslitaleik 30. júlí. Upphafsleikur lokakeppninn- ar annað kvöld verður á hin- um sögufræga Wembleyleik- vangi og mætast þar Englend- ingar og Uruguaymenn. Loka leikur um hina frægu Jules Rimet styttu verður einnig á Wembley. Þetta er í 8. sinn sem keppt er um heimsmeistaratitil í Úsvikið „tilraunaiandslið" mætir Dönum annað kvöld „Stjörnurnar" setja á bekkjum varamanna ÞRIÐJI og síðasti leikur danska úrvalsliðsins frá Fjóni verður leikinn í Laugardal annað kvöld. Úrvalslið mætir Dönurium í þessum kveðjuleik og hefur landsliðsnefnd KSÍ valið liðið og reynir nú ýmsa nýja menn í „tilraunaliði“. Er ánægjulegt til þess að vita að nefndin hafi kjark til að breyta svolítið til — lofa fleirum að komasi að til reynslu en þeim sem er h^mpað. Leikir sem þessir eiga líka að gegna þvi hlutverki að vera „tilraunaleikir" en fram að þessu hefur lítt á þvi örlað að tækifærin sem leikirnir skapa séu nýtt. Lið lándsiiðsnefndar nú er þannig skipað: Markvörður: Einar Guð- leifsson, Akranesi. Bakverðir: Þorsteinn Frið- þjófsson Val og Bjarni Felix- son KR. Framverðir: Sigurður Al- bertsson Keflavík, Anton Bjarnason Fram og Ellert Schram KR. Framherjar: Hörðúr Mark- an KR, Björn Lárusson Akra- nesi, Jón Jóhannsson Kefla- vík, Helgi Númason Fram og Axel Axelsson Þrótti. Varamenn eru valdir þeir Guttormur Ólafsson, Árni Njálsson, Magnús Torfason, Eyleifur Hafsteinsson og Her- mann Gunnarsson. Þetta lið er sem sagt ósvik- ið tilraunalið. Verður ekki um gengi þess spáð, en hver einstakur leikmaður á það skilið að fá tækifæri í „til- raunalandsliði' hvernig sem samstaðan verður. Danirnir hafa unnið báða sina leiki, Reykjavíkurúrvai með 8—1 og KR með 4—2. Hefur það sýnt sig að þeir hafa úthald, sem leikmenn- ina, er þeim hafa mætt hefur skort að miklu leyti, en nú er að sjá hvað hinir minna reyndu spámenn megna. knattspyrnu, en keppnin fer fram fjórða hvert ár. Sextán lið sem borið hafa sigur úr býtum í langri og oft strangri undankeppni, taka þátt í loka keppninni og eiga öll eitt og sama takmarkið: að verða heimsmeistarar. Síðan ákvéðið var 1928 að stofna til heimsmeistaraekppni í knattspyrnu hafa aðeins fjögur lönd unnið hinn eftirsótta heims- meistaratitil. í fyrstu keppninni sem farm fór í Szabelen 1930 urðu gest- gjafar keppninnar Uruguay sig- urvegarar; unnu nágranna sína Argentínu í úrslitaleik 4—2. Uruguay vann einnig 1950, en þá fór keppnin fram í Brasilíu. Árin 1934 og 1938 hrepptu ítalir titilinn. í úrslitaleik 1934 unnu ítalir Tékka með 2—1 og fjórum árum síðar unnu þeir Ungverja í úrsiitaleik í París með 4 gegn 2. Styrjöldin gerði hlé á keppni um heimsmeistaratitil fram til 1950 og eins og fyrr segir var það Uruguay sem sigraði þá. Keppnin 1950 fór fram eftir eins konar deildarfyrirkomulagi. Uru- gauy vann 5 leiki en tapaði 1 í Leikir í dag TALSVERT verður um að vera í knattspyrnunm hér í dag, og leikið í öllum þremur deildunum. f fyrstu deild mætast Akureyringar og Keflvíkingar á Akureyri kl. 4, og er Guðjón Finnbogason dómari. í 2. deild leika Breiðablik og Siglfirðing- ar í Kópavogi, og hefst sá leik- ur kl. 2. í Hafnarfirði eigast svo við í sömu deild Haukar og Suð- urnesjamenn, og hefst sá leikur kl. 8. Loks erú svo tveir leikir í þriðju dei’d: í Borgarnesi leika saman Skailagrimur og Ölfising ar kl. 4 og á Selfossi eigast við Selfoss og U. M. S. S., og hefst sá leikur kl. 2. undankeppni en Brasilía kom§t I úrslit með 4 leiki unna 2 tapaða. í lokakeppnina komust þá einnig Spánn og Svíþjóð. Þetta fyrir- kpmulag var aldrei viðhaft aftur. Fimmta heimsmeistarakeppnin hafði lokabækistöð í Sviss 1954. Öllum á óvart sigruðu Þjóðverj- ar, sem í úrslitaleik sigruðu þá sem vissir voru taldir um sigur — Ungverja. í Stokkhólmi 1958 voru það Brasilíumenn sem „slógu í gegn“ og sýndu hvað knattspyrnulist er. Og með leikmenn eins og Pele, Garrincha, Didi, Zito og Vava unnu þeir Svía örugglega með 5—2 í úrslitaleik. Brasilíumenn endurtóku sigurgöngu sína í Santiago de Chile 1962, en þá voru það Tékkar sem komust í úrslitaleik móti þeim og lokatöl- ur urðu 3—1. Framhald á bls. 3 Alræmdir vasoþjófor í London FIMM skæðustu vasaþjófar Brasiliu hafa komizt yfir vega bréf og farseðla til Lundúna i sambandi við Iokakeppnina um heimstitil í knattspyrnu. Lögreglan í Brasilíu komst á snoðir um þetta í gær og sendi þegar aðvörun til Interpol — alþjóðalögreglunnar i Lund- Lögreglan komst á snoðir um ferðir vasaþjófanna er 27 ára gömul kona, Vanda Per- eira don Santos „drottning vasaþjófanna" fannst myrt í garði sínum fyrr i vikunni. H fórum hennar fannst vega- bréf ,sem gefið var út á falskt nafn. Tók þá lögreglan að rannsaka önnur vegabréf er út hafa verið gefin og er hún fullvissaði sig um að hinir al- ræmdu vasaþjófar hefðu kom- izt úr landi var Interpol þegar tilkynnt um hverra væri von til Lundúna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.