Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 11
Liaugardagur 27. ágúst 1966 MORGU NBLAÐIÐ 11 FRÁ SIGLUFIRÐI - FRÁ SIGLUFIRDI Lifandi og fjölþætt félagslíf Rætt við Ragnar F. Lárusson SIGLUFJORÐUR hefur vegna samgönguerfiðleika oft mátt búa við einangrun mik- inn hluta ársins. Enginn skyldi þó halda, að þar sé leiðinlegt og vistin daufleg. Hér á eftir skýrir séra Ragnar Fjalar Lárusson frá félagslíf- inu á staðnum. Frásögn hans leiðir í ljós, að fjöldi félaga starfar í kaupstaðnum og að ungir sem gamlir eiga kost á skemmtilegum og hollum við- fangsefnum í frístundum sín- um. Félagsmál seskulýðsins Svo að ég byrji á félags- inálum æskulýðsins, held ég, að óhætt sé að segja, að æsku- lýðsstarfsemi sé allveruleg i Siglufii'ði og um leið nokkuð margþætt. Á sl. vetri var stofn að hér ungtemplarafélag og var Júlíus Júlíusson, fram- kvæmdastjóri æskulýðsheimil isins, aðalhvatamaður þess. í sambandi við það má geta þess, að nokkuð stór hópur þessara ungtemplara sótti mót norrænna ungtemplara, sem haldið var í Reykjavík í sl. mánuði. Þá eru hér starfandi tvö skátafélög, drengja og stúlkna. Skátafélögin hafa haft ágæta aðstöðu, þar sem seskulýðsheimilið er. Þá hef- ur lika verið starfandi æsku- lýðsfélag í kirkjunni, og má geta þess, að frá þessu félagi fóru tvær stúlkur til ársdval- ar í Bandaríkjunum í ár sem skiptinemar á vegum þjóð- kirkjunnar. Hér eru að sjálfsögðu starf andi íþróttafélög, Knattspyrnu félag Siglufjarðar, KS, og hef- ur starfsemi þess verið mikil að undanförnu. f>á má nefna Skíðafélag Siglufjarðar, en að staða til iðkunar skíðaíþrótta er hér yfirleitt góð og þess má geta, að ýmsir beztu skíða- menn landsins eru upprunnir frá Siglufirði. Miðstöð allra þessara félaga er æskulýðsheimilið. Það er í húsi, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa lánað okkur og sem þær létu innrétta með tilliti til æskulýðsstarfsemx. Þetta húsnæði var opnað til afnota í febrúar 1963. Húsið er opið daglega frá kl. 4—11 frá októberbyrjun fram í apríllok. Þarna er sérstaklega góð aðstaða til Ijósmyndagerð ar. Þarna er rúmgóð og vist- legur salur, þar sem ungling- arnir dvelja aðallega. Þar eru ýmiss konar leiktæki á boð- stólum svo sem töfl, spil, plötuspilari o. fl., sem gaman er að stytta sér stundir við. Kvikmyndasýning fer þarna fram einu sinni í viku fyrir yngri og eldri aldursflokka. Þá má geta þess, að þarna eru oft kvöldvökur og þá venju- lega með einhverri skemmti- dagskrá, sem unglingarnir sjá að verulegu leytj um sjálfir. Þá eru þarna einstöku sinnum dansskemmtanir fyrir ungl- inga. Á vegum æskulý’ðsheimilis- ins starfa ýmsir klúbbar. Fyrstan má þar nefna ljós- myndaklúbbinn, en á þeirri tómstundaiðju ríkir mikill á- hugi hér. Þess má geta, að unglingarnir héldu ljósmynda sýningu í vetur og rann ágóð- inn af henni til æskulýðsheim ilisins. Var sýningin ungling- unum vafalaust til sóma, pví að þar komu fram margar góðar myndir. Þá er frímerkjaklúbbur. í honum eru vikulega fundir, en áhugi er hér talsvert mikill á frímerkjasöfnun. Þá hefur þar einnig starfað eins konar föndurklúbbur og má geta þess, að hann hélt sýningu í fyrra. Þá er leiklistarklúbbur starfandi og hefur Júlíus Júlíusson veitt unglingunum aðstoð varðandi framsögn og æft með þeim smáleikþætti og leikrit. Einu sinni á vetri hefur ver ið haldin almenn skemmtun með fjölbreyttri dagskrá á vegum æskulýðsráðs. Hefur hún venjulega farið fram í kvikmyndahúsinu bg hlotið mjög gó’ðar undirtektir bæjar- búa. Hafa unglingarnir sjálfir að langmestu leyti verið skemmtikraftarnir á þessari skemmtun. Æskulýðsráð Siglufjarðar hefur verið skipað á talsvert annan hátt en í öðrum bæjar- félögum. Tíu félög í bænum eiga hvert sinn fulltrúa í æsku lýðsráði. Þessi félög eru: Séra Ragnar Fjalar Lárusson sóknarprestur á Siglufirði. Æskulýðsfélag Siglufjarðai- kirkju, skátafélögin tvö, stúk- an Framsókn, Skiðafélag Siglufjarðar, Knattspyrnufé- lag Siglufjarðar, kvenfélagið Von, Rotary-klúbbur Siglu- fjarðar og Lions-klúbburinn. Bæjarsjóðui styrkir starf- semi æskulýðsheimilisins með verulegum fjárframlögum og hefur því verið fært að haía sérstakan umsjónarmann með heimilinu og hefur Júlíus Júlíusson gegnt því starfi um nokkurt skeið við ágætan orð stír. ^ Mörg félóg starfandi. Hvað félagsstarfsemi hér í bænum snertir almennt þá mun hún vera allmikil að minnsta kosti yfir vetrarmán uðina. Ef til vill veldur ein- angrunin mikiu þar um. Eins og áður var getið, þá er hér starfandi Rotaryklúbbur og Lionsklúbbur, hvor með um 30—40 meðlimi. Þá hefur starf semi Slysavarnadeildar kvenna verið mjög öflug. Þær hafa látið reisa skipbrots mannaskýli í Héðinsfirði og afdrep í Siglufjarðarskarði. Þá má geta starfsemi Kven- félagsins. Það heldur m.a. ár- lega skemmtun fyrir eldra fólk skömmu eftir nýár og er óhætt að segja að skemmtun þessi er fjölsótt og veitir gamla fólkinu mikla ánægju, enda er ekkert tilsparað til þess að gleðja það sem mest. Þá er leikfélag starfandi, enda þótt starfsemi þess hafi ekki verið mikil á s.l. vetri vegna húsnæðisleysis, þar sem Gesta- og sjómannahetm- ili Siglufjarðar var ónothæft þá, en þar hefur leikfélagið haft starfsemi sína. Á undan- förnum árum hefur leikfélag ið hins vegar sýnt að minnsta kosti eitt leikrit á vetri og glatt marga með góðum leik. Hvað komur leikflokka ann- ars staðar frá snertir, má geta þess, að leikfélag Ménntaskól ans á Akureyri hefur komið hingað á hverjum vetri í fjöl- mörg ár og sumir þeirra leik flokka, - sem farið hafa um landið, hafa einnig komið hér við. Stúkan hér, Framsókn nr. 187, er með elztu félögum hér í bænum og starfar enn yfir vetrarmánuðina. Nú stendur fyrir dyrum að end- urbyggja húsnæði hennar, Framhald á bls. 12. Sigurður Þorsteinsson skipstjóri uin borð i Haferninum. Haförninn búinn fljóf- virkustu löndunartœkj- um sem nú þekkjast Rætt við Sigurð Þorsteinsson skipstjóra Siglfirffingar binda miklar vonir við Haförninn hið nýja síldarflutningaskip Síldarverk smiðja rikisins. Ef vel tekst til við síldarflutninga þess, mun að sjálfsögðu leiða af því verulega atvinnuaukningu fyr ir bæjarbúa. llaförninn er hið glæsilegasta skip og hefur þegar komið að miklum not- um. Tíðindamaður blaðsins hitti fyrir skömmu Sigurð Þorsteinsson skipstjóra á Haf- erninum að máli í því skyni að fræðast um skipið og fá álit Sigurðar á þvi. Afkastageta S.R. 18000 mál Vilhjálmur Guðmundsson skýrir írá rekstri SR á Siglufirði Síldarverksmiffjur ríkisins á Siglufirði eru stórvirk og verffmæt framleiðslutæki, ef síldin lætur ekki standa á sér. Tíffindamaffur blaðsins hitti Vilhjálm Guðmundsson tækniiegan framkvæmda- stjóra S.R. nýlega aff máli og spurðist fyrir um, hvernig rekstri S.R. á Siglufirði væri nú háttað. Hver er afkastageta síldar- bræðslanna hér á Siglufirði nú? Afkastageta hinna þriggja verksmiðja S.R. er um 18000 mál á sólarhring, en ef reikn- að er í tonnum um 2500 tonn, Afkastageta Rauðkuverk- smiðjunnar mun vera um 5000 tonn á sólarhring. Síldarverksmiðjur ríkisins hófu starfsemi sína hér með byggingu S.R. 30 verksmiðj- unnar árið 1930, sem afkast- aði á sínum tíma um 2500 málum á sólarhring. Síðan bættust við S.R.P. og S.R.N. verksmiðj ur nar á áratugun- um 1930-1940 og loks varð verksmiðjuaukningin mest árið 1946, er S.R. 46 verk- smiðjan var reist. Af þessum verksmiðjum eru allar starf- hæfar nú nema S.R.N. verk- smiðjan, en hluti af vélum þeirrar verksmiðju hefur ver ið fluttur til Austfjarða þ.e. í verksmiðju S.R. við Reyðar fjörð. Flest árin frá 1930-1944 var síldveiði góð fyrir Norður- landi og stóð þá rekstur verk smiðjunnar á Siglufirði með miklum blóma, en frá styrj- Framhald á bls. 17. Vilhjálmur Guffmundsson framkvæmdastjóri — Hvar og hvenær er skip- ið smíðað? — Skipið er byggt í Hauga- sundi 1957 og þá sérstaklega sem olíuflutningaskip en einn- ig sérstaklega útbúið fyrir flutninga á asfalti, sýrurrt og ýmsum matarolíum. Það er 2460 tonn brúttó og 3700 dead weight, 101 metri á lengd og 13 á breidd. — Hve mikið getur það tek- ið? — Með fullfermi tekur það 3200 tonn af síld og með þennan farm myndi skipið vera léttlestað. — Hvernig er með móttöku síldarinnar úti á hafi? — Skipið er með þrjár dæl- ur, tvær amerískar vacuum- dælur og eina norska hydro- stal-dælu. Hver vacuum-dæla afkastar um 60 tonnum á klukkust., en hydrostaldæluna hefur ekki gefizt tækifæri til þess að reyna enn þá, en hún á að geta afkastað feiknarlega miklu sennilega um 200 tonn- um á klukkustund. — Hvernig hefur skipið reynzt í síldarflutningum til þessa? — Skipið hefur reynzt mjög vel og einnig þau tæki, sem við höfum notað til þessa. Skipið er frekar erfitt til að halda því við í sjó, en ef fiskibátarnir hjálpa til og ein- hver báturinn, sem bíður eftir löndun, andæfir upp í með okkar skipi í slefi, þá höfum við fengið þá reynslu, að það er hægt að halda áfram að minnsta kosti svo lengi, sem fiskibátarnir geta verið að veðurs vegna. — Mér þykir rétt að taka það fram, að við höfum að- stoðað bátana með vistir og Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.