Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1007. 21 Kristinn Halldórsson Siglufirði — Minning n GAMALL vinur minn og eigi ovandabundinn fluttist til borg- arinnar í haust. Við þefcktumst ivel á yngri árum, en fundum þickar fækkaði skjótt því að hann bjó norður í landi. Nú hugð uim við gott til að rifja upp og endurnýja fyrri kynni. En svo Bbeður það „á snöggu auga- bragði“ rétt fyrir jólin að hann *r burtkallaður af þessum heimi, iNæstsíðasta dag ársins var hann horfinn til moldar í ættarbyggð íinni, Siglufirði. Sögu þeirrar byggðar'var hann að skrá fyrir endlát sitt, og hafði um margra ára skeið viðað að sér fróðleik til þess. Nú er hann sjálfur geng inn inn í þá sögu, sem hann var •ð færa í letur. Allir Siglfirðingar þekktu Kristin Halldórsson, hann setti *vip á sinn bæ og þótti öðrum fremur vænt um þessa byggð. Hann tók í orðsins fyllstu merk- ingu ástfóstari við hana. Þar kom fágæt tryggð hans og ræktar- *emi skýrt fram. Tryggðina í ifari hans og vinfestuna ber e.t.v. hæst í minningunni. Raunar var ftllur persónuleiki hans um margt ■érstæður. Hann var of dulur og etoltur til að bera tilfinningar eínar á torg, og verzlunarbros eetti hann aldrei upp um dag- ana, það þori ég að fullyrða. iÞótt hann væri verzlúnarmaður. iÞessi tryggi vinur fyrirleit alla falska gyllingu, uppgerðar vina- hót, leikræna stimamýkt og tví- foenta tungulipurð. Ef nokkuð var hætti honum til að sýnast á hinn bóginn, öfugt við það sem fiestum er farið, sýnast kald- rænni en hann var. Slíkum mönnum þarf að kynnast til að meta þá rétt, og engum er betra að kynnast og eiga að vinum en þeim, sem ávallt reynast betri en þeir iáta og efna ætíð meira, en þeir lofa. Slikir eru alltof fágæt- ir hinir alltof margir. Vissulega var Kristinn Halldórsson góður drengur, réttlátur og raungóður, framúrskarandi heiðarlegur og skemmtilegur í hópi góðra vina, sem hljóta að sakna hans því meir sem hann var sérstakari vinur. Kímnigáfa var honum í blóð borið, létt og leikandi, og studdist við örugga eðlisgreind. Þessi örfáu minningarorð áttu aðeins að vera látlaus vina kveðja olfotf var honum allra sízt að skapi. En mannlýsingu nokkra mættu þau gjarnan geyma, mynd af manni, sem stóð upp úr hin- um gráa hversdagslega grúa, þótt hann reyndi að dyljast og stend- ur lifandi fyrir hugsbotssjónum þegar margar aðrar myndir hafa máðst út. Við vinir þínir, Kristinn Hall- dórsson, gleymum þér ekki, skap ari þinn sá fyrir því. Ekki mun heldur neinn koma í þinn stað, Slíkir menn lifa þótt þeir deyi. Kristinn Halldórsson fæddist í Siglufirði fyrir 51 étri, sonur merkishjónanna Halldórs Jónas- sonar, kaupmanns þar, og Krist- ínar Hafliðadóttur hreppstjóra í Siglufirði Guðmundssonar, sem var héraðskunnur höfðingi um sína daga. Kristinn var heilsu- veill alla ævi, en bar það mót- lœti með karlmennsku. Hann stundiaði nám í Verzlunarskóla Islands og var dux á burtfarar- prófi. Að loknu námi tók hann við verzlun föður síns í Siglu- firði rak hana lengi og stundaði jatfnframt útgerð og síldiarsöltun. Fróður um marga hluti og víðles inn og fenginn til þess af bæjar- stjórn Siglufjarðar að skrá sögu Siglufjarðar fyrir 50 ára afmæli kaupstaðarins, en hann lézt frá því verki sem honum var að lík indum allra verka hugleiknast. Kvæntur var Kristinn Halldórs son Ingibjörgu Karlsdóttur. af- bragðskonu, sem lifir mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, Dóru, sem er að ljúka háskóla- Lovísa Guðmundsdóttir Kveðja til móður minnar Fædd: 8. apríl 1809. Dáin; 25. des .1906. Hamma, ég er særð og þrái að sofa. I Svefnsins engill leiðir mig við hönd. Sýnir mér í sælublíðum draumi söngsins björtu æsku dýrðarlönd. Þar varst þú mín blíða bernskudrottning foentir mér á gullin vonablóm, evo ég hneigði höfði djúpt í lotning blýddi bljúg á orðs þíns milda hljóm. Knn ég finn þau unaðslönd I huga fesku minnar grænu vonaströnd. Oft þótt reiki ég ein um hrjósturbrautir. Ein ég fer um skuggans hljóðu lönd. Týnd er "ú bernskuströndin I breiðft brim og _____. ólga í minnl sál, Tárin brenna beizk á sollnum hvörmum. Bernskudraumar reyndust svik og tál. Heim ég kem, ó, hjartans mamma að kveðja, hinzta sinni þig, sem dáði ég bezt. Grátin lít ég lága rekkju þína. Látin hvílir þú, sem ann ég mest. Fölvar kinnar, fögru augun lokin, fannhvít hönd þin bærist aldrei meir. Elsku mamma, allt ég þakka og blessa. Allt ég fel þeim Guði, er aldrei deyr. Hljóð ég geng að lágu leiði þínu legg þar tárvot, heilög muna- blóm. Hljóð ég stari í harðan kaldan bláinn. Hljóð ég stama grátnum trega- róm: Mamma, sendu sólargeisla þína. sunnarbros þín inn í huga minn. Láttu hendur létt um hár mitt strjúka leyf mér finna hlýja faðminn þinn . Drottinn, signdu sætum jóla- ljósum, signdu, þennan fölva móður- hvarm. Drottinn, láttu ljúfa jólafriðinn. létta hjartans sára, djúpa harm. Drottinn, láttu helgar engla- hendur hjúkra og líkna, veita nýjan þrótt. Elsku mamma, bljúg ég kem að kveðja. Hvísla: Hjartans móðir, góða nótt. Þin dóttir Helga G. Jónsdóttir. námi og Halldóri, nemanda í Verzlunarskóla íslnds. Fyrir mína hönd og minna votta ég þeim og systkingum Kristins einlæga samúð. „Gug huggi þá, sem hryggðin slær“. Emil Björnsson. Hinn 30. des. sl. var til mold- ar borinn á Siglufirði Kristinn Halldórsson kaupmaður. Hann var fæddur á Siglufirði 7. des. 1915, dáinn 16. des. 1966. For- eldrar hans voru Halldór Jónas- son kaupmaður á Siglufirði og Kristín Hafliðadóttir Guðmunds sonar hreppsstjóra á Siglufirði. Systkini hans voru: Hafliði, for stjóri Gamla bíósi, giftur Þór- unni Sveinbjarnardóttur. Pet- rína, búsett og gift í Banda- ríkjunum. Matthea, búsett í Reykjavík, og Hulda, sem býr á heimili Kafliða Kristinn útskrifaðist frá Verzl unarskóla fslands 1938 og var hann hæstur prófsveina það ár. Hann giftist eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Karlsdóttur 1043. Þa.u eignuðust tvö börn, Guðnýju Dóru, nú við nám í Háskóla íslands og Halldór, sem stundar nám í Verzlunarskóla íslands. Kristinn tók við verzlun föð- ur síns á Siglufirði 1940, þeg- ar bróðir hans Hafliði fluttist til Reykjavíkur. Jafnframt var hann við síldarsöltun, meðan hægt var að stúnda þá atvinnu- grein á Siglufirði, og komu þar vel 1 ljós mannkostir Kristins í samskiptum við aðra, að sama fólkið kom til hans um árabil og tengdist vináttubönd- um við hann og fjölskyldu hans. Kristinn átti við vanheilsu að stríða allt frá bernsku, svo að hann gekk aldrei fullkomlega heill til skógar. Mikið bætti það um, að hann átti indælt heimili, enda var hann með afbrigðum heimakær, þótt Kristinn gæti ekki heitið gleðimaður, komst maður samt að þvi í þröngum hóp, að hann var húmanisti, vel lesinn og gerði sér glögga grein fyrir því sem var að gerast í þjóðlífi okkar, enda fannst öll- um gott að koma á heimili þeirra hjóna. Hlédrægni hans var það mikil, að það voru ekki aðrir en þeir sem höfðu þekkt hann lengi, sem skildu hvaða mannkostum hann var bú inn. Kristinn tók það mikla tryggð við Siglufjörð, þar sem hann var fæddur og hafði starf- að allt sitt líf, að hann taldi að hann gæti ekki unað sér lang- dvölum annars staðar. Dodge Chevrolet, flestar tegundir Bedford, disel Ford, enskur. Ford Taunus GMC Bedford, dis«“l Thames Trader BMC — Austin Gipsy De Soto Chrysler Buick Mercedes Benz, flestar teg. Gaz '59. Pobeda Opel, flestar gerðir Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6 Simi 15362 og 19215. Hverfisgötu 42. Kristinn var ágætlega ritfæft maður og skrifaði margar grein- ar í blöð og tímarit. Álit Sigt- firðinga á hæfni hans og þekk- ingu á sögu Siglufjarðar lýsir sér bezt í því, að Bæjarstjórn Siglufjarðar hafði falið honum að skrifa sögu bæj arf élagsins frá 1918-1968 í sambandi við fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar, og vann hann að því verki jafnhliða sínu starfi, því þau hjónin ætluðu að dvelja hér í Reykjavík veturlangt. Þegar ég hitti Kristinn, 14. des. sl. á skrifstofu hans hjá Ríkisendurskoðun, þar sem hann ætlaði að vinna í vetur, lét hann í ljós gleði sína yfir starfi sínu og veru sinni hér. Ekki kom mér þá í hug, að aðeins rúmum sól- arhring síðar væri hann lagður af stað til sólarlandanna. Kristni þakka ég tuttugu ára góð kynni og fimmtán ára sam- starf. Eftir er minningin um góðan dreng. Ættingjum hans öllum og þó sérstaklega konu hans og börn- um votta ég innilega samúð og bið Guð að veita þeim hand- leiðslu. Andrés Finnbogason. Nemandi í húsgagnasmíði getur komist að nú þegar á Húsgagnavinnustofu í Austurbænum. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 15. þ.m. merkt: „Nemi — 8196“. HEILSOLUFYRIRTÆKl Atvinna óskast Ungur maður, sem lokið hefur Gagnfræðaprófi, ásamt prófi frá Verzlunarskóla íslands í hagnýtum skrif- stofu- og verzlunarstörfum, óskar eftir starfa hjá heild- sölufyrirtæki, sem hefur með að gera fjölbreyttan innflutning. Tilboð áskast sent afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „1. febrúar — 8804‘. Notið frístundirnar Vélritunar- og hrað- ritunarskóli I Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. SMURSTÖÐIN Kópavogshálsi Sími 41991 er opin frá kL ð—18. Á föstudögum frá kl. 8—20. Hefur allar algengustu smurolíutegundir fyrir ' benzín og dieselvélar. IJTSALA - ITSALA Þriðjudaginn 10. janúar hefst mik il og góð útsala á mörgum gerðum. KARLA KVEIMNA SKÓFATIMAÐI BARNA LITLA SKÓBIJÐIIM LAIJGAVEGI 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.