Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. 21 „ Bílar mega ryðga en skáld ekki “ Viðtal við Eggert Guðmundsson VINNUSTOFA listamannsins. Stór salur með hvolfþaki líku því ea- tíðkast í kirkjum; litir á litaspjaldi, trönur á gólfinu, veggirnir þaktir málverkum, sumum gömlum, öðrum það nýj um að litirnir eru varla þorn aðir. Á einum veggnum hangir stór sexhymt stjarna. Listamað urinn Eggert Guðmundsson geng ttr um gólf og reykir. Hann seg ist ætlað að halda málverkasýn- ingu í vor og þá fyrst í Njarð- víkunum, en þar fæddist hann fyrir rúmum 60 árum. Annars ætlaði Eggert vestur á Snæfellsnes morguninn eftir að ég leit inn til hans, og hann var að búa sig undir ferðina. Ætlaði hann að fljúga þangað með þyrlu landhelgisgæzlunnar, sem átti leið vestur þangað. Ég horfði á málverk af Snæfells- jökli á einum veggnum og spyr hvort jökullinn seiði listamann- inn til sín til þess að mála. — Þess vegna fer ég þangað & morgun, segir Eggert. Snæ- fellsjökull er fegurstur jökla á íslandi og hann hefur hrifið sálu listmálara Eggert Guðmundsson listmálari filmu í huga sínum, þegar hann kemur heim aftur. Núna ætla ég að horfa á brimið við Snæ- fellsnes. — Og ætlar listamaðurinn svo að mála brimið. — Ég ætla að vita hvað það er í raun og veru. Mig langar til að sjá umrót hafsins þar sem það brýtur að hraunbjörg- um Snæfellsness. í djúpi öldunn- ar er fegurðin, krafturinn, ótt- inn og mikilfengleikurinn. Mað- ur veit ekki hvað aldan er, vegna þess að hún er bara upp- runi. Þegar hún brýtur við sjáv arströnd, þá veit maður að hún hefur ekki dáið. Hún byggir sig upp til að verða að nýrri öldu. Þetta er skylt mannlífinu. „Ég sekk mér í brimhljóðsins sogandi öldu og sál mína að óminnisdjúpinu kný. Ég tel mig í ætt við unnina köldu, sem einn af dropunum mældu og töldu. Sem hljómbrot í eilífðar hafsins gný. Þetta erindi eftir Einar Bene- diktsson verður til þess að við förum að ræða um skáldið og síðan um aðra listamenn, en Eggert hefur haft persónuleg kynni af mörgum innlendum og erlendum listamönnum. — Ég þekkti Einar Benedikts- Sjódraugurinn (Ljósm. Mbl ÓI. K. M.). hvers einasta Reykvíkings þeg- «r hann er umlukinn rauðri •likju aftansólarinnar á vorin. Listamaðurinn verður dreyminn á svipinn. Gengur að málverk- inu á veggnum og strýkur fing- urgómunum laust um það. — Sækir þú mótív í margar myndir þegar þú ferð slikar ferð ir? — Það er ekki gott um að segja. Svo við notum líkingu, þá getum við nefnt kvikmynda- vélina sem tekur svo og svo margar myndir á sekúndu. Lista- maðurinn fer út i náttúruna, tek ur myndir á sína „kvikmynda- vél“, og sá sem ætlaður er til »8 þjóna tilgangi lífsins í list- inni getur rúllað upp þessari Laus staða Staða forstöðukonu við Vöggustofu Thor- valdsensfélagsins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykja víkurborgar. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til fræðsluskrifstofu Reykjavíkur eigi síðar en 21. marz n.k. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. son, segir Eggert. Minning mín um hann er sú, að aldrei hafi slíkt hafskip sézt á úthafinu. Hann var stærsti málari allra islenzkra skálda. Tökum t.d. kvæðið „Norðurljós'V— er nokk uð fegurra til í litaskraúti. Þeg- ar ég er orðinn fátækur, þá ferð ast ég til Einars Benediktssonar og þar er af nógu að taka. Ann- að get ég sagt þér. Þegar ég kom með danska konu heim til fs- lands, þá gaf ég- henni öll verk Einars Benediktssonar. Og veiztu af hverju? Það var af því að það er ekki til frjórri náma íslenzkrar tungu en verk hans. Eggert sagði mér frá öðru skáldi, minna þekktu, hann hét Jochum Eggertsson og kallaði sig Skugga. Eggert segir um hann: Hann kom til mín einu sinni og settist við borðið hjá mér og sagði: o,,Heyrðu frændi, þú getur leyst það sem aðrir geta ekki gert". „Hvað er það, spurði ég. „Ég er húsnæðislaus", sagði hann. „Jæja ", sagði ég þá, —„þú sem átt að eiga alheiminn fyrir heimili. Ég á engan bíl, en ég á bílskúr. Geturðu gert þér hann að góðu"? Það gat skáldið og í skúrnum hjá mér bjó það tíl æviloka, eða í 11 ár. Síðar eignaðist ég bíl og þeg- ar menn komu til mín og spurðu hvers vegna ég hefði bílinn ekki í skúrnum svaraði ég því til, að bílar mættu ryðga en skáld ekki. Eggert segir mér af kynnum sínum af Guðmundi Thorsteins- syni og fer með mig inn í aðra stofu og sýnir mér litla vatns- litamynd. Mynd af lítilli stúlku með þumalfingurinn upp í sér. Ég kannast strax við myndina. Þetta er Dimmalimm Muggs. Eggert segir að þetta sé fyrsta Dimmalimm myndin er Guð- mundur málaði og hafi ekki komið í bókinni. — Guðmund- ur var einn af mínum fyrstu kennurum, segir Eggert. Hann var einhver fegursta persóna sem ég hef séð á velli. Hann hafði líka guðdóminn í sér og var fæddur til þess að vera það sem hann var. Listamaður af Guðs náð — ekkert annað. — Hjá Þárarni B. Þorláks- syni keypti ég mína fyrstu liti, heldur Eggert áfram. Bendir síð an á málverk á veggnum: Þessi mynd er máluð á tekkspjald sem ég keypti hjá Þórarni og er elzta myndin sem til er eftir mig. Eg skoða myndina. Hún er af Jesú á krossinum. Svartur grunnur, — listilega málaður mannslík- ami á krossinum, þjáning í and- litinu. Sér Friðrik Friðriksson, vinur minn og ungdómsfræðari lagði mér margt inn í þessa mynd. segir Eggert. — Hvað ertu búinn að halda margar málverkasýningar? — Þær munu vera 36 talsins, þar af 26 erlendis, enda hef ég víða flækst. Ég hef t.d. sýnt i Danmörku, Ástralíu og Bret- landi og verið með í sýningum á ítalíu og Þýzkalandi. Eggert kemur með þrjú stór myndaal- búm. Blaðaúrklippur er geyma umsagnir um listamanninn. Þeg- ar ég byrja að fletta verður fyrst fyrir mér mynd af Eggert sem ungling. — Þetta er það fyrsta sem sagt er um mig á prenti, segir Eggert. Þetta er úr tímariti er nefndist Perlur. Þarna er ég ungur strákur sem átti allan heiminn og lífið fram- undan. Samt var ég búinn að skynja köllun mína sem lista- maður. Og tímaritið spáir hin- um unga listamanni frama. Eg held áfram að fletta. Gagnrýn- endur blaðanna, íslenzkir og er- lendir, lofa list Eggerts. Skrifa um einlægni þeirra og tærleika. Ég staðnæmist við ljósmynd af málverki Eggerts af Guðmundi Kamban. — Þetta er einasta málverkið sem mun vera til af Kamban segir Eggert. Ég var sá síðasti af Petsamo förunum sem hitti hann og sennilega eini íslenzki listmálarinn sem þekkti hann. Ég kem að blaðagrein sem Egg ert hefur skrifað um Einar Jóns son, myndhöggvara, en Einar var einn af hans fyrstu kenn- urum. Með greininni er ljós- mynd af verki Einars er nefn- ist „Dögun". Risi sem teigir út sterkan handlegginn. — Þetta er ímynd hins íslenzka lista- manns, segir Eggert; Nátttröllið glottir. Það eru komnir gestir til lista mannsins. Ungir kollegar hans, komnir til að tala og hugsa um list. Um leið og ég er að fara spyr ég Eggert um hvernig sé að vera listmálari á íslandi. Egg ert bendir á málverk sín. — Þessar myndir eru ævisaga mín. Allir eiga sína erfiðleika, en allt sem þú ert er gott, ef maðu-r er hreinn í hjarta sínu og reynir ekki að vera annað en maður. stjl. Skrifstofustúlka óskast til vélritunar og símavörzlu. Ensku- kunnátta nauðsynleg. Laun skv. launa- samningi opinberra starfsmanna. RANNSÓKNASTOFNUN IÐNAÐARINS, sími: 21320.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.