Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 110. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						1 -*
32  SiöUR  OG LESBOK
#tgimiM$tití!b
54. árg. — 110. tbl.
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forseti  ísraels,  Zalman  Shaza r  (til vinstri). Myndin var tek in  á  flugvellinum  í  London  í
gær og sýnir, er sendiherra fsraels  í  Bretlandi.  H.  E. Ahron Remez tók á móti forsetanum.
Forseti ísraels:
Alvarleg hæíta á styrjöld
Forsetinn kemur til íslands 4. júní
Jerúsalem, 19. maí, AP
Einkaskeyti til Mbl.
„ÉG vona, að heimurinn
komi í veg fyrir, að nokkuð
gerist", sagði Zalman Shaz-
ar, forseti ísraels á Lundúna
flugvelli í gær. Sagði hann,
að Israel hefði engin áform
um að „gera neina árásar-
tilraun" vegna hættuástands
þess, sem ríkti fyrir botni
Miðjarðarhafsins, en varaði
við „að stríð á okkar svæði
myndi ekki aðeins þýða
stríð á svæðinu umhverfis
okkur heldur stríð í heimin-
um öllum". Shazar kvaðst
vona, „að heimurinn myndi
ekki leyfa, að nokkur rask-
aði friði á okkar svæði"
Forsetinn sagði, að hætt-
an á styrjöld nú væri alvar-
legri en nokkru sinni und-
anfarna mánuði, en sagði
enn fremur: „Við erum mjög
öruggir og vongóðir og gæt-
um þess vandlega af okkar
hálfu, að ekkert gerist á
þessu stigi málsins. Það þýð-
ir hins vegar ekki, að við
séum ekki áhyggjufullir
vegna ástandsins".
Forseti fsraels, lagði af
stað í morgun í opinbera
heimsókn _ til íslands og
Kanada. Öll ríkisstjórn lands-
ins, með Levi Eshkol, forsætis-
og varnarmálaráðherra, í broddi
fylkingar var á flugvellinum til
að kveðja forsetann, þrátt fyrir
miklar annir vegna hættu-
ástandsins  í  Miðausturlöndun-
fslandsför  Shazars er  til  að
endurgjalda héimsókn herra Ás
geirs  Ásgeirssonar  forseta,  til
ísraels á síðasta ári.
Morgunblaðið fékk þær upp-
lýsingar hjá utanríkisráðuneyt-
inu, að Shazar forseti væri
væntanlegur til íslands að
kvöldi 4. júní nk. og myndi
hann halda héðan að morgni
7. júní.
Hér mun Shazar meðal ann-
ars sitja veizlu fbrseta íslands,
hitta ráðherra að máli og skoða
sig um í Reykjavdk og fyrir
austan Fjall.
Þar sem Shazar kemur ekki
fyrr en 4. júní mun hann vænt-
anlega fara fyrst vestur um
haf.
Nýjar hernaðarað-
gerðir í Vietnam
SAIGON, 19. maí, NTB. —
Bandarískar sprengjuþotur vörp
uðu sprengjum á skotmörk inn-
an borgarmarka Hanoi í dag og
samtimis héldu bandariskar og
suðurvíetnamiskar hersveitir inn
á vopnlausa beltið milli Norður-
og Suður-Víetnams.
Báðar þessar aðgerðir tákna
nýtt mikilvægt skref í styrjöld-
inni í Víetnam. Af bandarískri
hálfu er samt sem áður lögð á-
herzla á það, að innrásin inn í
vopnlausa beltið þýði ekki á
neinn hátt innrás í Norður-
Víetnam.
Fyrr í dag var skýrt frá því,
að bandarískar og suðurvíetnam-
ískar hersveitir hefðu hafið
fyrstu umfangsmestu árás sína
inn í vopnlausa beltið miili
Suður- og Norður-Víetnam. Her-
sveitirnar héldu inn í hinn sér-
sfeaka hluta hins  10 km  breiða
Átök Indverja
og Pakistana
Nýju Dehli, 19. mai, AP.
TTL átaka kom milli hersveita
frá Indlandi og Pakistan á landa
mærum Kashmir og Pakistan í
dag. Notuðu Pakistanar sprengju
vörpur og Indverjar svöruðu í
sömu mynt.
Indversfca utanríkisráðuneytið
sagði í kvöld, að ástæðan til bar
dagana hafi verið sú, að Pak-
istanar hefðu skotið á indverska
gæzlumenn á indversku lands-
svæðL
beltis á fimmtudagskvöld, en
beltið nær fimm km á hvora
vegu frá 17. breiddargráðunnL
f Hanoi var það raforkuver,
1,7 km frá miðbiki borgarinnar,
sem loftárás var gerð á. Tals-
maður bandaríska hersins skýrði
svo frá, að fllugvélar bandaríska
flotans hefðu skotið niður þrjár
MIG-orrustuþotur frá Norður-
Víetnam, á meðan árásinni stóð.
Raforkuverið fnamleiðir rafmagn
fyrir miðhluta Hanoi og til hern-
aðarlegra stöðva í höfuðborginnL
Bankarán
í Portúgal
LISSABON,  18.  maí,  AP.  —
Fimm bankaræningjar rændu
um 43 milljónum ísl. króna í úti-
búi Portúgalsbanka í strand-
bænum Figueira da Foz á mið-
vikudag. Er þetta mesta banka-
rán, sem framið hefur verið í
Portúgal. Ræningjarnir voru
vopnaðir og einn þeirra sagði við
bankastarfsmann skömmu áður
en þeir hurfu með þýfið, að
hann ætti eftir að heyra meira
frá þeim áður en lyki, þar sem
stjórnmálalegar ástæður lægju á
bak við ránið.
Portúgalska lögreglan hefur
sett upp vegatálmanir á öllum
þjóðvegum landsins og gætix
flugvalla og járnbrautarstöðva.
Hefur hún beðið um aðstoð
Interpol til að hafa upp á þjóf-
unum.
Egyptar undirbúa 99heil-
agt stríð" gegn Gyðingum
Hvatt til flutninga gæzlusveita SÞ til ísraels
Tel  Aviv,   Kairo,   New
York,  19. maí, AP-NTB.
EGYPZKAR hersveitir stóðu í
dag augliti til auglitis yið her-
flokka ísraelsmanna á Sinai-
eyðimörkinni á sama tíma og
prestar MúhammeK;trúarmanna
um gjörvallt Egyptaland hvöttu
hina trúuðu til að undirbúa
„heilagt stríð" (Jihad) gegn
Gyðingum. Fregnir um þetta bár
ust skömmu eftir að U Thant,
aðalritari SÞ varð við þeirri
kröfu Egypta að gæzlusveitir
SÞ, sem telja 3.400 her-
menn, yrðu fluttar frá Egypta-
landi og Gaza-svæðinu, sem lýt-
ur yfirráðum Egypta. Fáni Sam-
einuðu þjóðanna var dreginn
niður í bækistöðvum SÞ á Gaza
svæðinu kl. 16 að staðartíma.
Athöfnin var einföld og hátíð-
leg. Hermennirnir yfirgáfu síð-
an stöðvarnar, sem nú standa
auðar i fyrsta sinn í áratug.
Egypzkar fótgönguliðssveitir og
skriðdrekasveitir hafa tekið sér
stöðu á hinni 183 km. löngu
landamæralínu, sem skilur að
fsrael og Arabíska sambandslýð-
veldið,  og  eru  reiðubúnar,  að
sögn yfirhershöfðingjans Abdel
Mortagi, til „heilagra árása á
ísrael".
Mortagi sagði á blaðamanna-
fundi í  Sinai í dag:  „Þetta er
dagurinn, sem við höfum beðið
eftir. . . . sérhver hermaður í
hersveitum mínum brennur í
skinninu eftir að taka þátt í
þessu heilaga stríði".
IMýr yfirmaður sovézku
leynilögreglunnar
Moskvu, 19. maí. NTB.
HINN 52 ára gamli Jurij Andr-
opov, sem talinn er vera í hópi
hinna nýrri æðstu valdamanna
í Sovétrikjunum hefur verið
skipaður yfirmaður leynilög-
reglu Sovétríkjanna. Var skýrt
frá þessu í Moskvu í dag og var
það Pravda, aðalmálgagn komm
únistaflokksins, sem birti frétt-
ina.
Skýrði blaðið frá þvi, að
Andropov muni taka við af
Vladimir Semisjastnij, sem for-
maður „þeirrar nefndar, sem
fari með öryggismál ríkisins".
Talið er líklegt, að Semisj-
astnij kunni að hafa verið lat-
inn víkja úr starfi sínu, vegna
þess að Svetlana, dóttir Jóseps
Stalíns, fyrrum einræðisherra,
gerðist pólitískur flóttamaður,
eftir að hafa fengið fararleyfi til
Indlands. Hún dvelur nú í
Bandaríkjunum.
Það er öryggisnefndin, sem
ábyrgð ber á því, að slíkt far-
arleyfi er veitt. Franska frétta-
stofan AFP er þeirrar skoðunar
að þessi yfirmannaskipti í
leynilögreglunni, muni leiða til
frekari breytinga í helzta valda-
stöðum innan leynilögreglunnar
og muni ef til vill hafa í för með
sér breytingar á flokksstjórn-
inni og ríkisstjórninnL
Vesturveldin hafa verið vör-
uð við af hálfu israelskra stjórn-
valda, að þau muni leggja til
bardaga, ef Egyptar reyna á ein-
hvern hátt að loka Akaba-flóan-
um og hindra þannig siglingar
til ísraelsku hafnarborgarinnar
Eilath, en til þess hafa Egyptar
aðstöðu nú, og ýmislegt bendir
til að þeir muni notfæra sér
hana. Þessi afstaða ísraels hef-
ur vakið miklar áhyggjur vest-
rænna diplómata, sem hafa í dag
ráðfært sig hverjir við aðra um
ástandið við ósa Akaba-flóans.
Ef Egyptar loka flóanum þýðir
það, að siglingar Ísraelsmanna
til Afríku og Asíu stöðvast.
Herstyrkur Egypta og Gyðinga
Þróun atburða bendir til að
Egyptar hafi náð fyrsta takmarki
sínu, sem er að sýna, að þeir séu
þess albúnir að ráðast á ísrael
hvenær sem er. Enginn vafi
er á því, að Egyptar eru betur
vopnum búnir og betur þjálfað-
ir en í Suez-deilunni. í her
þeirra eru rúmlega 160.000
manns, ssrn hafa yfir að ráða
1200 skrlSdrekum og nýtizku
Framhald á bls. 31
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32