Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
w&mM$Stí!b
54. árg. — 112. tbl.
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAI1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Egypzk skriðdrekahersveit á Austureyðimörkinni á leið til herbækistöðvanna við landamæri ísraels og Egyptalands á Sinai-
skaganum. Myndin er tekin á laugardag sl. — (AF).
Egyptar f jölga enn herliði
sínu í Sinai
Flest Arabaríkin kalla út varalið
— IJ Thant á leið til Kairo
New York, Jerúsalem, Kairó,
22. maí. — (AP-NTB) —
U THANT, aðalritari SÞ, fer
frá New York til Kairó í
kvöld til að ræða við egypzka
ráðamenn um möguleikana
á því, að gæzlusveitir SÞ fái
á ný herstöðvar sínar á
landamærum Egyptalands og
ísraels, en samkvæmt kröfu
Egypta voru gæzlusveitirnar
fluttar frá Sinai-skaðanum í
fyrri viku. U Thant mun hitta
að máli Nasser forseta ara-
bíska Sambandslýðveldisins
og Mahmoud Riad utanrikis-
ráðherra. U Thant tjáði frétta
mönnum í New York í dag,
að hann mundi ekki heim-
sækja fsrael né neitt annað
Arabaríki utan Egyptaland í
þcssari ferð. Hann vildi ekki
ræða ástandið fyrir botni
Miðjarðarhafs,  en  sendi  á
laugardag      öryggisráðinu
skýrslu þar sem sagði, að
ástandið þar væri alvarlegra
en nokkru sinni síðan Súez-
stríðinu lauk. Við þessa
skýrslu kvaðst hann engu
hafa að bæta.
fsrael hefur farið þess á leit
við Bandaríkjastjórn, að hún
endurtaki fyrri yfirlýsingu sínar
þess efnis, að hún muni ekki
láta yfirgang Araba á landa-
mærum ísraels viðgangast.
Bandaríkin hafa neitað að verða
við þessari beiðni, a.m.k. fyrst
um sinn. Heimildarmenn segja,
að þetta þýði ekki, að Bandarík-
in hafi hætt stuðningi sínum við
ísrael, heldur þýði neitunin, að
Bandaríkin vilji ekki hindra til-
raunir alþjóðlegra aðila til að
reyna að koma á friði fyrir
botni  Miðjarðarhafs.
I ræðu, sem forsætisráðherra
fsraels, Levi Eshkol, hélt á þingi
í Jerúsalem í dag, sagði hann, að
ef Egyptar fækkuðu í herliði
sínu við landamæri ísraels
mundu ísraelsstjórn gera slíkt
hið sama. Eshkol fordæmdi
harðlega hermdarverk, sem
framin eru gegn sérhverju landi,
sem er meðlimur í Sameinuðu
þjóðunum. Sagði hann, að ísraei
hefði sýnt mikla sjálfsstjórn og
rósemi gagnvart hermdarverk-
um Sýrlendinga í ísrael, en er
gripið hefði verið til allra stjórn-
málalegra ráðstafana án árang-
urs, væri ísraelsríki til þess
neytt, að grípa til áhrifaríkari
aðgerða. Hermdarverkin verða
æ tíðari og umfangsmeiri, sagði
forsætisráðherrann, og mér
finnst nauðsynlegt að gera Sýr-
landi það Ijóst, að við munum
Framh. á bls. 31
Ötgöngubann í Hong Kong
— eftir óciröir II. daginn í röð. Sendi-
manni brezku stjórnarinnar í Shanghai
vísað frá Kína
Hong Kong, 22. maí AP-NTB
YFIRVÖLDIN í Hong Kong
hafa fyrirskipað útgöngubann í
borginni frá sólsetri til sólar-
uppkomu.  Var  gripið til þessa
ráðs eftir að komið hafði til al-
varlegra átaka í borgnni, ellefta
daginn í röð. Skotvopni var
beitt í átökunum i dag, í fyrsta
sinn.   —   Leynilögreglumaður
Vopnahlé hafið í Vietnam
IM-Vietnam rauf það á fyrstu mínútunum
Saigon, 22. maí. AP—NTB
GENGIÐ er í gildi sólarhrings-
vopnahléð, sem Bandaríkjamenn
gera í Vietnam í tilefni fæð-
íngardags Buddha 23. maí, en
Viet Cong lýsti því yfir fyrir
nokkru, að hreyfingta mundi fyr
ir sitt leyti giera 48 stunda vopna
hlé í sama tilf. Einungis tveim-
ur minútum eftir að vopnattiléff
var gengíð í gildi í S-Vietnam
rufu hermenn N-Vietnamstjórn-
ar það og réðust á herd. Banda-
rikjamanna á miðhálendinu suð
ur aí hlutlausa beltinu. En sam-
éímis hættu bardagar í hlutlausa
Ueltinu, og bandarísikar hersveit
ir sem þar eru staddar haifa til-
kynnit, að engin vopnaviðskipti
Jhefðu orffiff síðan vopnahléið
gekk í gildi. í árás N-Vietnama
á miðhálendi S-Vietnam féllu
15 Baaidarík.iamenn og 50 her-
nvenn Hanoi-stjórnarimiar. Hinir
rsdðarnefndu réðust á bandarisku
heldeildina með eldflaugum og heimsins,  að  endir  yrði bund-
sprengjuvorpum.
í bardögunum í hlutlausa belt
ónu hafa, síðan Bandaríkjamenn
igerðu þar inrás í fyrri viku, f all
ið 648 skæruliðar Viet Cong en
ð6 voru teknir höndum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá aðal-
bækistöðvum Bandaríkjamanna
tt Saigon féllu þar 83 Bandaríkja
imenn og 500 særðust.
Hanoi-útvarpið tikynnti í dag,
að flugvélar N-Vietnam hetfðu
skotið niður 6 bandarísfcar or-
ustuvélar þann daginn.
Johnson     Bandaríkjaforseti
hvatti í dag leiðtoga N-Vietnam
•til að fallast á friðarumleitanir.
í yfirlýsingu, sem forsetinn gaf
iút í tilefni minningardags fall-
dnna hermanna, sem er 30. maí
nk. Sagði hann, að það væri ósk
ibandarísku þjóðarinnar og alls
inn á hin blóðugu átök í Viet-
nam.
skaut á hóp manna, seon varpaði
sýru og plastpokum með benzíni
í á lögreglumenn. Einn Kín-
verji særðist og var fluttur í
sjúkrahús. Fyrir hádegi í dag
höfðu 54 menn verið handtekn-
ir. Þá hefur verið tilkynnt, að
opinberar samkomur megi ekki
halda nema með leyfi stjórnar-
valdanna.
Átökin breiddust í dag frá
iðriiaðarsvæðinu Kowloon til
borgarhlutans á Hong Kong
eyju sjálfri og beittu lögreglu-
menn bæði táragasi og kylfum
til að haida óeirðarseggjum i
skefjum. Alvarlegastax urðu
óeirðirnar við Hilton-hótelið en
í opinberri yfirlýsingu segir, að
þær hafi verið vandiega undir-
búnar og margir þátttakenda,
þar á meðal margar konur, hafi
Framhald á bls. 3.
- segir „Ðagblað
Alþýðunnar"
Peking, 22. maí — AP-NTB
MÁLGAGN kínverska kommún
istaflokksins, „Dagblað Alþýð-
unnar" hefur staðfest í forystu-
grein að viða um landið hafl
komið til blóðugra átaka, sem
jafnt hermenn sem óbreyttir
borgarar hafi átt aðild að. Bla'ff
ið skorar á íbúa landsins að
binda enda á þessi átök, sem
farið hafi vaxandi að undan-
förnu, eJIa verffi ríkisstjórnin aS
grípa til harðra ráðstafana.
Áður hafði komið fram í AP-
fréttum frá Tokíó, að blóðug
átök hefðu orðið í Szechwan^
héraði, um hundirað manns beð-
ið bana og sjö hundruð særzt.
f héraði þessu hefur andstaðan
gegn stuðningsmönnum Maos
verið hvað hörðust og hefur áð-
ur komið fram á veggspjöldum
í Peking, að um tíu þúsund
manns hafi fallið í átokum I
tveimur stærstu borgunum þar,
Chengtu og Ipin.
Þá hafði Moskvuútvarpið sagt
eftir japönskum heimildum, að
andstæðingar varðliðanna og
Maos í Heiiunkiang ættu rtú i
fulikomnu stríði. I>ar hefðu
nökkur hundruð þúsund verka-
menn tekið mikilvæga borg úr
höndum sextíuþúsund stuðnings
manna Maos. Væru atburðir
þessir hinir alvarlegustu í Kíiva
frá þvi menningarbyltinigin
hófst.
Að sögn NTB-fréttastofunnai
kemur fram í fyrrgreindri grein
Dagblaðs Alþýðunnar, að átökin
í landinu séu ýmist milli and-
stæðinga og stuðningsmanna
Maos eða innbyrðis átök hinna
ýmsu hópa stuðningsmanna
hans. Að sögn blaðsins hafa
bæði Mao og Lin Piao, land-
Framhald á bls. 3.
Bruni í
Brussel
Brussel, 22, maí , AP.
STÓRBRUNI varð í verzlun
í hjarta höfuðborgar Belgiu
í dag. Um 10 manns fórust í
brunanum en milli 40—50
voru fluttir á sjúkrahús, marg
ir með alvarleg brunasár.
AHmargra er enn saknað úr
brunanum. Eldsupptökin eru
ókunn.
Pasternaks minnst í Kreml
Moskvu, 22. maí — NTB
BORIS Fasternak og Anna
Achmatova voru heiðruð
með einnar mímítu þögn á
fyrsta sovézka rithöfunda-
þinginu á þessu ári. Þingið
hófst í Moskvu í dag.
Rósemi og varfærni ein-
kenndi ræður rithöfundanna
í dag og sérstök áherzla var
lögð á hlutverfk flokksin® i
bókmenntunum. Um 500 sov-
ézkir rithöfundar komu til
þingsins, m.a. Michael Sjolo-
kov og Leonid Leonov. Ráð-
stefnan fer fram í þinghöll-
inni í Kreml. Við opnun
þingsins voru viðstaddir
Kosygin forsætisráðherra,
Bresnjev, aðalritari sovézka
kommúnistaflokksins, Pod-
goxny, forseti Sovétríkjanna
og margir aðrir framámenn
í   sovézkum   stjórnmálum.
Alis 27 þjóðlönd sendu sendi-
nefndir á þingið, m.a. Finn-
land og Svíþjóð.
Varfærni og íhugun ein-
kenndi einnig kosningar á
forsetum þingsins, sem urðu
Alexander Tvardovskij og
Andrei Vosnesenskij.
í Mosikvu er álitið að þetta
þing verði friðsa'mara en aðr
ar ráðstefnur Sovétrithrf-
unda fram til þessa.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32