Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SiÐUR
54. árg. —118. tbl.
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Framsókn staðin að atvinnukúgu n;
KAUPFELAGSSTJORIHOTAR ÆSKU-
ÚLKI BROTTREKSTRI 1ÍR VINNU
SÁ fáheyrði atburður gerðist
6.1. föstudag, að kaupfélags-
stjórinn á Fáskrúðsfirði, Guð-
jón Friðgeirsson, hótaði æsku
fólki á staðnum brottrekstri
úr starfi hjá kaupfélaginu, ef
það tæki þátt í stofnun félags
ungra Sjálfstæðismanna á Fá-
skrúðsfirði en stofnfundur
þess átti að vera s.l. föstu-
dagskvöld og hafði verið aug-
lýstur í útvarpinu fyrr um
daginn. Vegna hótana kaup-
félagsstjórans var stofnfund-
ínum frestað.
' Um helgina hitti frétta
maður Mbl. að máli sumt
af þvi æskufólki, sem
hótað var brottrekstri úr
starfi ef það gengi í fyrir-
hugað félag ungra Sjálf-
stæðismanna. Þetta unga
fólk staðfesti í öllum
atriðum þá frétt, sem
hér er birt og skýrði
einnig frá, hvar og hve-
nær viðræður við einstök
ungmenni og aðstand-
endur þeirra hefðu  átt
sér stað. Þetta unga fólk
bað Morgunblaðið, að
nöfn þess væru ekki birt,
þar sem því þótti þá sem
atvinnuöryggi sínu væri
stefnt í hættu. Hefur
Mbl. að sjálfsögðu orðið
við þessari ósk unga
fólksins.
Nökkrir ungir menn á Fá-
skrúðsfirði bofðu að eigin
fruimkvæði tekið sig saman
um að stofna félag ungra
Sjálfstæðismanna á staðnum
og höfðu þeir safnað 24 stofn-
félögum á félagaskrá sem er
nægilega margt til þess að
félagið yrði lögflega stofnað.
Átti stofnfundurinn að vera á
föstudagskvöld. Kaupfélags-
stjórinn   á   Fáskrúðsfirði
skýrði þá nokkrum stofnfélög
um og aðstandendum þeirra
frá því, að þeim sem tækju
þátt í félagsstofnun ungra
Sjálfstæðismanna yrði vikið
úr sitarfi hjá kaupfélaginu.
Kaupfélagið á Fáskrúðs-
firði er langstærsti atvinnu-
rekandi staðarins, rekur
verzlun, sláturhús, frystihús,
pS':':;fíi?f:ÍM:ÍÍSSí:«í
Eysteinn var á Fáskrúðsfirði
daginn áður en Framsóknarmenn
beittu atvinnukúgun.
síldarbræðslu og síldarsölit-
unarstöð. Eiga því Fáskrúðs-
firðingar afkomu sína að
verulegu leyti undir kaupfé-
laginu og sú aðstaða hefur
nú verið notuð með ósvífnum
hæfcti.
Á fimmtudag voru Eysteinn
Jónsson og fylgdarmenn hans
á ferð á Fáskrúðsfirði og er
astæða til að ætla að þá hafi
verið tekin ákvörðun um það
ofbeldi, sem kaupfélagsstjór-
inn á staðnuim var síðan lát-
inn framkvæma, enda hafði
stofnfundurinn verið auglýst-
ur á sltaðnum og undirskrift-
arlisti gengið milli unga
fólksins.
Þessi offbeldisverifcnaður
sýnir glögglega starfsaðferð-
ir Framisoknarmanna, þar
sem áhriif þeirra eru mest og
þar sem þeir í skjóli peninga
valds drottna yfir folkinu og
það verður að sitja og standa
eins og Framsóknarforingj-
unum þóknast. Þessi atburð-
ur sýnir einnig herfilega og
ósvífna misnotkun Framsókn
arflokksins á samvinnuhreyf-
ingunni og er því miður efeki
einsdæmi. Með þessu athæfi
hefur gamla Framsoknaraft-
unhaldið sýnt sitt rétta and-
liit en sá tími er vonandi runn
inn upp á íslandi, að ekki sé
lengur hægt að beita fólk at-
vdnnukúgun.
Ólafur Bergþórsson, kenn-
ari, sem var einn þeirra, er
stóðu að stofnun „ Félags
ungra Sjálfstæðismanna á
Fáskrúðsfirði" komst m. a.
þannig að orði, er blaðam.
Mbl. spurði hann um mál
þetta:
Kaupfélagsstjóri Framsóknar á Fáskruðsfirði í samtali við IVffbl.r
...þá er mér að mæta... þá rek ég þá...
FRÉTTAMAÐUR Mbl. fór tU
Fáskrúðsfjarðar um helgina
til að kanna af eigin Taun,
hvað lægi að baki þeirri
frétt, að kaupfélagsstjórinn á
staðnum hefði hótað nokkr-
um starfsmönnum uppsögn,
ef þeir gengju í félag ungra
Sjálfstæðismanna, sem fyrir-
hugað var að stofna.
Skömmn fyrir hádegi á
sunnudagsmorguninn knúð-
um við dyra hjá kaupfélags-
stjóranum á staðnum, Guð-
jóni Friðgeirssyni, ©g þegar
við höfðu skipzt á kurteisis-
kveðjum, hófst viðtalið:
lílm.: Ég er kominn hing-
að frá Morgunblaðinu til að
spyrja þig um þær sögur, er
hér ganga f jöllum hærra, að
þú bafir hótað starfsfólki
upsðgn, ef það gengi, í félag
ungra Sjálfstæðismanna.
Kaupfélagstj.: Mér þyk
Ir vænt um að þú kem-
nr til mín til að spyrja um
þetta og ég hef ekkert á móti
því að skýra frá því. Ég veit,
að ég er umdeildur fyrir þá
afstöðu, sem ég tók. ]£n m{n
skoðun er sú, að það sé
ekki hægt að vera
starfsmaður í kaup-
félagi og agitator fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta vil ég að komi skýrt
fram.
Blm: Þér er óhætt að
treysta því, að ég mun
hafa þetta rétt eftir.
Kaupfélagstj.:  Ég víi
ennfremur  taka  það  fram,
að ef á að nota kaupfé-
lagið sem áróðursstöð
fyrir íhaldið, þá er mér
að mæta. Ef á að fara
að reka áróður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í
kaupfélaginu og ala
þar upp eitthvert póli-
tískt hreiður, hvað á ég
þá að gera við fólkið?
Ef á að rækta upp Sjálf
staíðisf lokkinn af starfs
liðinu hjá mér, þá rek
ég það eða fer sjálfur.
Andspænis     kaupfélags-
stjórahúsinu, hinu megin við
götuna býr sveitarstjórinn á
Fáskrúðsfirði, Jón Erlingur
Guðmundsson sem er einn
helzti forsvarsmaður Fram-
sóknarflokksins á staðnum.
Okkur langaði einnig til að
heyra hans álit og hann tók
beiðni um viðtal við Morgun-
blaðið vel og bauð okkur til
stofu. Við spurðum hvað
hann vildi segja um þessa at-
burði. Hann sagði:
— Ég er ekki vanur að taka
afstöðu til slíkra hluta, en ég
sé engin skynsamleg rök fyrir
þvi, að fólkið hætti við að
siofna félagið. Það er áróð-
ur, að Guðjón kaupfélags-
stjóri hafi komið í veg fyrir
að fundurinn væri haldinn.
Það er til fleira fólk en starfs-
fólk  kaupfélagsins.  Q»  ;jf
hverju segir þetta fólk
ekki upp úr því að það
vill ganga í félagið. Mér
finnst aumingjaskapur í Sjálf
stæðismönnum að mæta ekki
á fundinum, en barma sér í
þess stað yfir þvi að það sé
vondur maður þarna niðri í
kaupféiagi. við skulum
segja, að kaupfélags-
stjórinn hafi þrúgað
tvær til þrjár mann-
eskjur,  en  é«  ¦•  viss
um að hann hefði ekki
sagt einum einasta manni
upp. Hefði Guðjón ætlað sér
að reka einhverja Sjálfstæðis-
menn, þá gat hann verið bú-
inn að því. Veikleiki Sjálf-
stæðismanna liggur í þvi, að
þeir hafa ekki nógu dug-
mikla forustu til að berjast,
en gugna í þess stað á því að
halda fundinn. Heiðarlega
baráttu hef ur enginn neitt við
að athnga.
—  Við séuxn okkur ekki
annað fært en afboða fundinn
þegar     kaupfélagssitjórinn
hafði hótað unga fólkinu að
segja því upp starfi, ef það
gengi í félagið. Við vildum
ekki stuðla að því að þetta
unga fólk stæði uppi atvinnu-
laust allt í einu, en hér á Fá-
skrúðsfirði á allur þorri
manna afkomu sína að ein-
hverju leyti undir kaupfé-
laginu.
En hitt er mér óskiljan-
legt, hvernig þessir menn
geta talið sig lýðræðissinna,
menn, sem misnota aðstöðu
sína svo herfilega í pólitísk-
um tilgangi. Þessi framkoma
kaupfélagsins gagnvart unga
fólkinu, sem ætlaði að ganga
í félag ungra Sjálfstæðis-
manna hér á staðnum, mælisit
mjög illa fyrir hér.
Margeir Þórormsson, sím-
stöðvarstjóri á Fáskrúðsfirði,
er einn helzti fyrirsvarsmað-
ur Sjálfstæðisimanna á staðn-
uma og hreppsnefndanfulltrúi
SjaLfstæðisfíokksins.      Við
spurðum hann um hans álit
á þessum atburðum. Margeir
sagði:
— Mér virðist, að nú hafi
Framsóknarmenn sýnt sitt
rétta andiiit. Þetta andlit haifa
þeir ekki þunft að sýna opin-
berlega hér fyrr, þeir hafa
verið hér svo til allsráðandi.
Þegar unga fólkið var að
stofna sitt eigið félag, þá ruku
þeir til og þá kom rétta and-
litið í ljós. En þeir hafa hald-
ið fólkinu svo hræddu við at-
vinnukúgun að það hefur yf-
irleitt ekki þorað að láta
skoðanir sínar uppi. Það
gengur mörgum illa að trúa
því þegar gamlir Sjálfstæð-
ismenn eru að tala um það,
að Sjálfstæðismenn hafi ver-
ið svo kugaðir hér um slóðir,
að þeir hafi ekki þorað að
flíka skoðunum sínum. En nú
er það komið fram, að þessir
menn hafa ekki verið að tala
út í bláinn. Raunverulega
hygg ég, að þetta mál brjóti
þá fjötra, sem hér hafa legið
á um árabil, því að ahnenn-
ingsálitið hlýtur að snúast
gegn Framsókn í þessu máli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32