Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SBÐUGt
ox^iuiXilaíxií)
54. árg. — 119. tbl.
MIÖVIKUDAGUR 31. MAÍ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Öryggislögreglan metur
bókmenntaverk Sovéthöfunda
— segir Svetlana í grein um
Zhivago lækni eftir Pasternak
jafnframt upp myndium vors og
endurfæðingar, sem alls staðar
sé að finna í verkum Pasternaks.
Rithöfundur í fang-elsi
Svipmiyndir af Zhivago lækni
a heiimleið úr stríðinu eftir bylt-
inguna, þar sem húsvörður hans
'fyrrverandi auðmýkir hann,
'minnir Svetlönu á rithöfundinn
Andrei Sinyavsky og híbýli
Sinyavskys í Moskvu á herfoengi
húsvarðarins í skáldsögu Past-
ernaks.
„Þú hafðir aldrei mikið til
Framhald á bls. 31.
Boris PasAornak
Svetlana Alliluyeva
„Ó, ÞIÐ píslarvottar rúss-
neskra bokmennta! Ekkert
hefur breytzt .... nú sem
fyrr er það hhrtverk öryggis-
iögreglu og annarra laganna
varða að leggja fyrstir mat á
verk rithöfunda og skálda".
Þessi orð eru höfð eftir Svet-
lönu, dóttur Staílíns, sem nú
er landflótta í Bandaríkjun-
um.
í brezka stórblaðinu
„Times" segir frá því si.
fimmtudag í frétt frá frétta-
ritara blaðsins í Washington,
að Svetlana Alililuyeva, dótt-
iir Stalíns, hafi í grein sem
birtast mun í júníhefti tíma-
ritsins „Atlantic Montbly",
sagt frá áhrifum þeim er lest-
ur bókar Boris Pasternaks,
„Zhivago læknir", hafði á
hana, en þeim lýsir hún svo,
að þau hafi verið: „eins og
lost, eins og ósfcaplega sterk-
uir rafstraumur".
„Sérhvert orð í þessari
undraverðu bók", segir Svet-
lana, var mér sem uppljóstr-
an leyndardóma míns eigin
liífs og iífs rússnesku þjóðar-
innar þann tíma sem ég til
þekkti. Ég hetf séð þetta allt
og heyrt. Ég þekki angan og
bragð þessa tunglbjarta snæv
ar, þessa gaddfreðna reyni-
trés, flóðanna í fljótum Síb-
eríu, óupphitaðra herbergj-
anna í sameignaríbúðunum í
Mosikvu, þar sem allt var allt
af á tvist og bast".
¦ í formála að grein Svetlönu
skrifar Max Hayward, fræði-
maður við Oxford University og
sá er þýddi „Zhivago lækni" á
enska tungu, að ummæli hennar
Varpi ljósi á hina réttu merk-
'ingu ritverka Pasternaks framar
nokkrum ummælum öðrum. —
Hanti bendir á að þótt Svetlana
Alliluyeva harmi ðrlög landa
sinna og aðskilnaðinn frá ætt-
ingjum  og  vinum bregði hún
Engin ákvörðun
um aÖild Breta
Leiðtogafundi EBE lokið í Kóm
Algjör samstaða
Araba gegn ísrael
Sögulegur samningur Jórdamu og Egypfa-
lands um sameiginlegar varnir ríkjanna
Róm, 30. maí (AP-NTB)
TVEGGJA daga ráðstefnu leið-
toga ríkja Efnahagsbandalags
Evrópu lauk í Róm í dag án þess
að tekin væri ákvörðun um um-
sókn Breta um aðild að samtök-
unum. Verður brezka umsóknin
tekin til umræðu á fundi utan-
ríkisráðherra bandalagsríkjanna
í Briissel á þriðjudag í næstu
viku. Ákveðið var á ráðstefn-
unni í dag, að leiðtogar aðildar-
ríkjanna kæmu saman til við-
ræðna, og verður sá fundur
væntanlega haldinn á þessu
ári.
Sex ár eru liðin frá því að
leiðtogar Efnahagsbandalags-
ríkjanna sex komu síðast
til fundar, en samtökin eru rúm-
lega tíu ára. Ýms mál voru tek-
in til umræðu á ráðstefnunni að
þessu sinni, en ekkert þeirra
hlaut endanlega afgreiðslu. Auk
umsóknar Breta voru aðalmálin
stofnun framkvæmdaráðs Bfna-
hags'bandalagsins og frekari
stjórnmálaeining ríkjanna sex.
Varðandi brezku umsóknina
telja áreiðanlegar heimildir að
de Gaulle, Frakklandsforseti,
vilji ekkert um málið ræða að
sinni, eða ekki fyrr en hann hef-
ur átt fund með Harold Wilson
forsætisráðherra Bretlands, sem
kemur í heimsókn til Parísar
hinn 19. júní n.k. Þótt málinu
hafi nú verið vísað til utanríkis-
ráðlherrafundarins í Briissel á
þriðjudag, er ekki talið að nein
ákvörðun verði tekin þar af
þessum sökum.
Karíó, 30. maí (AP-NTB)
ÖLiLiUM að óvörum lenti Huss-
ein Jórdaníukonungur flugvél
sinni á flugvellinum við Kaíró í
dag. Þangað var hann kominn
iil viðræðna við Nasser forseta,
og lauk þeim viðræðum með
samningi um sameiginlegar
varnir Jórdanía og Egypta-
lands. Samningurinn er til fimm
ára og þar tekið fram að árás á
annað ríkið jafngildi árás á þau
bæði.
Fregnin um komu Husseins til
Kairó vakti mikla furðu víða
um heim, enda ekki nema f jórar
vikur siðan Nasser lýsti því
opinberlega yfir að Hussein
starfaði á vegum bandarísku
leyniþjónustunnar CIA.
Langvarandi     fjandskapur
Jórdaníu og Kgyptalands guf-
aði upp eins og dögg fyrir sólu
við komu Husseins, og var kon-
ungi ákaft fagnað í Kaíró. Sam-
kvæmt egypzkum heimiidum
átti Hussein sjálfur frumkvæð-
ið að Kaíróferðinni, og stýrði
sjáifur flugvélinni, sem flutti
hann þangað. Hann gekk rakleið
is til fundar við Nasser', og
tókst leiðtogunum fljótlega að
komast að samkomulagi. Sam-
kvæmt samningnum skipa ríkin
sameiginlega varnarmálanefnd
og herstjórn, en komi til styrj-
aldar verður her Jórdaníu undir
stjórn Egypta.
Eftir að leiðtogarnir höfðu
undirritað sáttmálann, ræddu
þeir við fréttainenn. Brostu
hinir fornu fjandmenn hvor til
annars og fóru hlýjum orðum
um samstöðu Araba. „Fregnin
um þennan samning mun vekja
furðu í heiminuim", sagði Nasser,
og var það ekki ofsagt. „En þetta
er sönnun þess, að Arabar
gleyma innbyrðis deilum á al-
vörutímum. fsrael, Bandarfkin
og Bretland verða að skilja að
við eram staðráðnir í að verja
rétt okkar í Palestinu", bætti
Nasser við.
Egyptar og Jórdanar féllust I
faðma frammi fyrir fréttamönn-
um, og sumum vöknaði um
augu á þessari alvörustund þeg-
ar fornar deilur hurfu sjónum.
,,Ég þakka bróður minum Nasser
árangur þann, sem náðzt hefur",
sagði Hussein. „Við erum »ið
upphaf vegarins, og ég er sann-
færður um að við komumst brátt
á leiðarenda".
Nasser svaraði og horfSi beint
framan í manninn, sem hann i
ræðu hinn 2. maí sL kallaði
„handbendi heimsvaldasinna":
„Kæri bróðir, í nafni Araba-
þjóðarinnar gríp ég þetta tæki-
færi til að lýsa yfir þakklæti
mínu fyrir það skref, sem þú hef
ur stigið með heimsókninni til
okkar. Nokkur ágreiningur
ríkti okkar í milli, en hættan,
sem steðjar að Aröbum í dag,
fær okkur til að snúast gegn ógn
unum ísraels, Bandaríkjanna og
Bretlands."
f samningnum er ekkert tek-
ið fram um það hvað verðuT um
hersveitir flóttamanna frá Pal-
estínu, sem Hussein hefur neitað
um landvist i Jórdaniu. I>að
bendir þó til þes>s að eitthvert
samkomulag hafi náðst um það
atriði, að formaður flóttamanna
samtaikanna, Ahmed Shukairi,
varð samferða konungi er hann
sneri heim til Amman, höfuð-
borgar Jórdaníu.
Samningurinn nýi táknar það,
að Nasser forseta hefur tekizt á
þremur vikum að sameina öll
Arabaríkin, þótt það hafi virzt
útilokað í byrjun þessa mánað-
Framhald á bls. 31.
Almenningsáim snýst gegn Framsókn
— Andleg móduhardindi heltaka forustumenn hennar
FÓLK um land allt er
furðu lostið yfir framferði
Framsóknarmanna á Fá-
skrúðsfirði, þegar þeir í
krafti yfirráða sinna yf-
ir atvinnufyrirtækjum á
staðnum beittu ungt fólk
atvinnukúgun, vegna þess,
að það ætlaði að taka þátt
í stofnun félags ungra
Sjálfstæðismanna á staðn-
um. Menn spyrja hvernig
það geti átt sér stað, að
slíkir atburðir gerist á ís-
landi á árinu 1967.
Þá hefur fólki ekki síður
ofboðið sú blygðunarlausa
ósvífni, sem fram kemur í
viðtali forráðamanna kaup
félagsins og Framsóknar-
flokksins á staðnum við
Mbl. þegar þeir viour-
kenna verknaðinn og virt-
ust ekki sjá neitt athuga-
vert við að beita atvinnu-
kúgun gegn frjálsri skoð-
anamyndun.
Ummæli þessara tveggja
manna lýsa slíku pólitísku
ofstæki og svartnættishug-
arfari að næsta ótrúlegt er
og svo virðist, sem andleg
móðuharðindi hafi heltek-
ið forustumenn Framsókn-
arflokksins.
Það er einnig að skýrast
hve veigamikill þáttur for-
manns Framsóknarflokks-
ins, Eysteins Jónssonar, er
í þessu athæfi, en hann var
svo sem kunnugt er á ferð
um Fáskrúðsfjörð daginn
áður en atvinnukúguninni
var beitt og bendir allt til
þess, að hann hafi átt hlut
að aðgerðum þessum.
Austurland hefur lengi
verið  mesta  áhrifasvæði
Framsóknarflokksins og
Framsóknarmenn    hafa
löngum reynt að setja upp
eins konar járntjald milli
Austurlands og annarra
landshluta. Á síðustu ár-
um hefur nokkuð tekið að
rofa til í þessum efnum og
Mbl. birtir í dag viðtöl við
ýmsa forustumenn á Aust-
urlandi um málefni þessa
landshluta. Kemur þar
glöggt fram, að á síðustu
árum hefur mikil upp-
oygging orðið á Austur-
landi, fyrst og fremst fyrir
tilverknað hins mikla síld-
arafla, sem þar hefur bor-
izt á land og fyrir dugnað
og framtak fólksins þar. í
kjölfar þessarar miklu upp
byggingar hafa tök Fram-
sóknarmanna á málefnum
Austfirðinga  slaknað,  en
þó hafa þeir enn mikil á-
hrif á ýmsum stöðum á
Austfjörðum eins og t.d. á
Fáskrúðsfirði. En margt
bendir nú til, að það sé
rétt, sem Margeir Þórorms
son símstöðvarstjóri á Fá-
skrúðsfirði sagði í viðtali
við Mbl. í gær:
„Raunverulega hygg ég,
að  þetta  mál  brjóti  þá
fjötra, sem hér hafa legið
á  um  árabil,  því  að  al-
menningsálitið snýst gegn
Framsókn í þessu máli".
Nánar er rætt um mál
þetta í ritstjórnargrein-
um Mbl. í dag og á bak-
síðu eru viðtöl við tvo
frambjóðendur    Sjálf-
stæðisflokksins  í  kjör-
dæmum, þar sem Fram-
sóknarmenn  hafa  mis-
notað vald sitt yfir sam-
vinnuhreyfingunni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32