Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1907
íÞRÓTTMRÍTIIR MORGUNBLABSINS
Golfsamband íslands 25 ára
Efnt til golfviku dagana 13.-19. ágúst n. k.
GOLFSAMBAND  íslands  á  25
ára aímæli 14. ágúst n.k.
í tilefni þessara tímamóta hef-
ur verið ákveðið að efna til
reglulegrar golfviku hér sunn-
anlands dagana 13. til 19. ágúst
n.k.
Golfvikan hefst með afmælis-
keppni á golfvelli Golfklúbbs
Reykjavíkur við Grafarholt
sunnudaginn 13. ágúst n.k. og
verða þá leiknar 18 holur í öll-
um flokkum. þ.e.a.s. í unglinga-
flokki, kvennaflokki, 2. flokki, 1.
flokki og meistaraflokki. Er
ekki að efa að þátttakendur
verði geysimargir á móti þessu,
þar sem flestir þátttakendur í
landsmótinu, sem haldið verður
i vikunni, verði þátttakendur.
Tvenn eignarverðlaun eru veitt
fyrir beztan árangur í hverjum
flokki.
Mánudaginn  14.  ágúst  á  af-
mælisdegi sambandsins verður
golfþing  haldið,  sem  er  aðal-
fundur sambandsins.
Þriðjudaginn 15. ágúst fer
fram öldugarkeppni með og án
forgjafar og jafnframt sveita-
keppni. í öllum þessum keppn-
Víkingur, FH og
Selfoss unnu í
bikarkeppninni
NÝLEGA fóru fram þrir leikir
í bikarkeppni KSÍ. FH vann stór
sigur yfir b-liði Þróttar 6 mörk
gegn 1, en FH hefur þegar tryggt
sér sigur í öðrum riðli 3. deild-
arinnar og virðast þar líkleg-
astir til sigurs. í>á vann Víking-
ur Breiðablik i Kópavogi í jöfn-
um ok skemmtilegum leik með
3 mörkum gegn 2 og Selfoss
vann b-lið Vikings með 1:0. Áð-
ur hafa leikið í bikrakeppninni
b-Hð Akraness og b-lið Kefla-
víkur og lauk þeim leik með
sigri Skagamanna 3:2. Hafa því
þessi fjögur lið: b-lið Akraness,
FH, Víkingur og Selfoss tryggt
sér þátttökurétt í annarri um-
ferð bikarkeppninnar, en fyrir-
komulag hennar er útsláttar-
keppni.
um er um að raeða 18 holu högg-
leik. Hér er um að ræða fyrsta
þátt meistaramótsins. Rétt til
þátttöku í öldungakeppninni
eiga þeir einir sem komnir eru
yfir 50 ára aldur en eins og kunn
ug er hafa ýmsir af fremstu
golfleikurum landsins þegar náð
þeim aldri. í sveitakeppni, sem
háð verður þennan dag er hins
vegar öllum þátttakendum í
landsmóti heimil þátttaka, sveit
irnar eru ekki valdar fyrirfram
frá hverjum klúbbi en sex beztu
menn hvers klúbbs mynda sið-
an sveit hans eftir úrslitum. Fær
klúbbur sá sem sigur ber atf
hólmi heiðurinn af því að eiga
beztu golfsveit íslands árið 1967.
Þetta er í raun og veru lokaæf-
ing fyrir sjálfa meistarakeppn-
ina, en hún theíst hinn 16. ágúst
n.k. Sú keppni fer fram í þrem-
ur flokkum karla, 2. flokki, 1.
flokki og meistaraflokki. Hér er
um að ræða 72 holu höggleik,
sem leikinn verður á tveimur
völlum, á Hólmsvelli í Leiru þar
sem aillir þessir fokkar leika 36
holur og Grafarholtsvelli í
Reykjavík, þar sem hinar 36 hol
urnar verða leiknar. Verður leik
ið á báðum völlum samtímiis 18
holiur á dag í fjóra daga. Mun
meistaraflokkur hefja leik á
Hólmsve'lli í Leiru og leika þar
16. og 17. ágúst en síðan í Graf-
arholti 18. og 19. ágúst. Ekki er
endanlega afráðið enn hvort 1.
eða 2. flokkur hefur leik í Graf-
arholti en það fer nokkuð eftir
f jölda þátttakenda í hvorum leik,
þar sem hugmyndin er að sem
jafnastur fjöldi leiki á hvorum
vellL
Keppni í unglingaflokki verð-
ur háð á Grafarholtsvelli við
Reykjavík. Hún verður að þessu
sinni 72 holur, en brautir eru þá
nokkru styttri en í meistara-
keppni. Sú keppnj er einnig 72
holu höggleikur eins og áður seg
ig og fer fram sömu daga og
meistarakeppni eða 16. til 19.
ágúst.
Meisetarakeppni   kvenna:   í
sambandd við þessi golfviku í til
efni 25 ára afmælis golfsam-
bandsins verður nú i fyrsta
skipti efnt til meistarakeppni
kvenna í golfi. Þykir golfsam-
bandinu vel til hlýða að þessi
fyrsta  golfkeppni  kvenna  fari
fram á hinum' nýja golfvelli Goltf
klúbbsins Keilis á Hvaleyri við
Hafnarfjörð. Keppni þessi verð-
ur að þessu sinni 36 holu högg-
leikur og fer fram dagana 16.
17. ag 18. ágúst og leika kon-
urnar 12 holur hvern dag.
Golfmótinu lýkur laugardag-
inn 19. águst en þá um kvöldið
verður haldið lokahóf sem jafn-
framt verður afmælishóf sam-
bandsins, en það verður hald-
ið að Hótel Borg. All miklar
líkur eru á því að golfmót þetta
verði það langfiölmennasta sem
nokkurn tima hefur verið haldið
hér á landi og er ekki ósenni-
legt að heildarfjöldi þátttakenda
í öllum flakkum verði á annað
hundrað. Ættu þeir sem taka
ætla þátt í afmæliskeppninni eða
landsmótinu ekki að draga það
lengur að tilkynna þátttöku sína
til kappleikanefnda viókomandi
klúbba.
Lið KR er varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu 1967.
Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Pétursson, Bjarni Felix-
son, Jóhann Reynisson og EHert Schram. Miðröð: Baldvin
Baldvinsson, Gunnar Felixson og Halldór Björnsson. Efsta röð:
Eyleifur Hafsteinsson, Ársæll Kjartansson, Þórður Jónsson,
Sigþór Jakobsson og Úlfar Þórðarson, formaður ÍBR, er af-
henti KR-ingum sigurlaunin.

FRÁ LEIK AKUREYRAR OG VALS. — Knötturinn hefur ver-
íð sendur fyrir Valsmarkið og nýliðinn í Iiði ÍBA, Rögnvaldur
Reynisson, nær að skalla óverjandi í mark. Sigurður Dagsson,
markvörður, og Rögnvaldur skullu síðan saman nokkuð harka-
lega.
Danmerkurmeistarar í handknatt-
leik kvenna koma hingað til keppni
DONSKU meistararnir í hand
knattleik kvenna, Frederiks-
berg Idrætsforening, koma
hingað til lands n.k. laugar-
dag og leika hér nokkra
leiki í næstu viku og þá m.a.
við íslenzka landsliðið og ís-
landsmeistara Vals.
F.I.F. kemur hingað á veg-
um II.S.Í. og Reykjavíkur-
félaganna Vals, Ánnanns,
Víkings og KR og er keppni
þeirra hér liður í nndirbún-
ingi íslenzka kvennalandsliðs
ins fyrir NorðurlandamótiS,
er haldið verðui í nóv. í
haust.
F.I.F. varð, eins og áður
segir,     Danmerkurmeistari
1966 og hefur liðið margsinn-
is tekið þátt í Evrópubikar-
keppni í kvennahandknatt-
leik. Þá hafa nokkrar liSs-
konur leikiS með landsliði
Dana. Ein t.d. leikið 42 lands
leiki, önnur 22 leiki og tvær
hafa leikiS 15 landsleiki. Alls
koma hingaS 10 stúlkur, svo
og fararstjóri og þjálfari, sem
er hinn kunni handknattleiks
maður Gert Andersen, en
hann var fyrirliði Kaup-
mannahafnarúrvalsins er þaS
lék viS Reykjavíkurúrval sl.
vetur.
F.I.F. leikur sinn fyrsta
leik hérlendis þriSjudaginn 8.
þ.m. viS fslandsmeisíara Vals
og fer sá leikur fram í Laug-
ardalshöllinni «>g hefst kl. 20.
Á undan þeim leik fer fram
bæjakeppni í handknattleik
karla milli Reykjavíkur og
HafnarfjarSar. Lið Reykjavík
ur velja Þórarinn Eyþórsson,
Ingólfur Óskarsson og Heinz
Steinman, eii lið Hafnarfjarð
ar þeir Birgir Björnsson og
Viðar Símonarson.
Á miðvikudag leika svo
dönsku stúlkurnar við is-
lenzka landsliðið og fer sá
leikur einig fram i Laugar-
dalshöllinni. Forleikur verS-
ur svo á þriSjudaginn, bæj-
arkeppni milli Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar í karla-
flokki.
Á fimmtudag , verður svo
haldin hraðkeppni með þátt-
töku  Danmerkurmeistaranna
og HSum Reykjavikurfélag-
anna, en ekki hefur verið end
anlega ákveðið var sú keppni
fer fram. Til greina hefur
komið að hún færi fram í
Hafnarfirði, á þeim velli sem
nú er keppt á í íslandsmótinu,
og þá einnig með þátttöku
F.H.
Sem áður segir koma stúlk
urnar á laugardagskvöld og
munu þær búa í Valslheimil-
inu á meðan dvöl þeirra stend
ur. Á sunnudag er ætlað aS
þær fari upp í BorgarfjörS
meS þátttakendum í Norræna
æskulýSsmótinu. Þá munu
einnig verSa farnar ferðir um
Reykjavík og nágrenni borg-
arinnar með þær.
Staða
í fyrstu deild
STAÐAN í 1. deild eftir leik
Vals og Akureyringa er
þessi:
Akureyri  9  6 0 3  21:11  12
Valur     9  5 2 2  17:15  12
Fram     8  3 4 1  10:8   10
Keflavík  9  3 2 4   7:9    8
KR      8  3 0 5  13:15   6
Akranes  9  2 0 7   9:19   4
Enn eiga því þrjú liS nær
jafna möguleika til þess að
vinna keppnina, þ.e. Valur,
Akureyri og Fram. Valur á
eftir leik við Keflavík í Laug
ardal 10. sept., Akureyri á eft-
ir leik við KR á Akureyri 3.
sept., og Fram á eftir leiki
við KR í Laugardal 28. ág.,
og Akranes í Laugardal 9.
sept. Svo sem sjá má á þessu
verður nú nokkurt hlé á fs-
lancbmiótinu eða til 28. ágúst.
Tvö lið geta fallið í 2. deild,
þótt óneitanlega séu líkurnar
mestar að það verðí Akranes.
Til þess að tií úrslitaleiks um
setu í 1. deild komi, þarf
Akranes að vinna Fram og
KR að tapa leikjum sinum
gegn Fram og Akureyri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32