Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 17
MÖRGUNBLAEKÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1'967 17 Haraldur Björnsson leikari - Minning Fæddur 27. júlí 1891 Dáinn 9. des. 1967 í DAG er borinn til hinztu hvíldar einn litríkasti persónu- leiki í hópi íslenzkra listamianna, Haraldur Björnsson leikari, sem liézt að heimili sínu aðfaranótt 9. desember. Hann hafði þá um kvöldið leikið hlutverk Jóns bónda í „Fjalla-Eyvindi" af óvenjumdklum þrótti og tilþrif- um, enda þótt hann væri fremiur lasburða alla vikuna, og þegar leikstjórinn bað hann að gæta heilsu sinnar og fara varlegar í sakirnar, svaraði hann eitthvað á þessa leið: „Uss, láttu ekki svona. Þetta er svanasöngurinn". Þannig var Haralduir Björnsson þau fáu ár sem ég þekkti hann: einlbeittur og stundum einpykk- ur, ihispurslaus og glaðbeittur, lét smámuni aldrei á sig fá. Ég held hann 'hafi vitað að hverju dró og afráðið að taka því með brosi á vör. Hann var víst frem- ur ódæll sjúklingur, fór ekki gjarna að ráðum lækna eða þeirra annarra, sem hvöttu hann til varfærni, heldur lifði lífinu til hinztu stundar einsog honum væru ævinlega allir vegir færir. Sifkum mönnum er gott og heilsusamlegt að kynnast þó þeir geti að vísu orðið umhyggju- sömum ástvinum ærið áhyggju- efni. Haraldur kvaddi lífið á sama hátt og hann hafði lifað því, með reisn og æðruleysi. Haraldur Björnsson. Haraldur Björnsson var fæd'd- ur 27. júli 1891 á Veðramóti í S'kagafirði, sonur merkishjón- anna Þorbjargar Stefánsdóttur ('systur Stefáns skólameiistara) og Björns Jónssonar bónda og hreppstjóra Skarðshrepps. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 11911, en fór um 'haustið til Reykjavíkur og settist í Kenn- araskólann þar sem hann stund- aði nám næstu tvo vetur, en vann nyrðra sumarroánuðina. Að loknu kennaraprófi 1913 fór hann til æskustöðvanna í Skaga- firði og gerðiist farkennari, en veturinn 1914-1915 var hann einkakennari hjá tveimur kaup- mannsfjölskyldum á Akureyri. Þann vetur lék hann í fyrsta sinn á sviði og kom fram í hlut- verki Jacks í „Frænku Char- leys“, og var 'það jafnframt frumraun Soffíu Guðlaugsdóttur á leiksviði. Þarmeð var lífs- stefna Haralds mörkuð, þó hann legði að vísu ekki útá þá braut strax. Veturinn 1915-1916 var hann við verzlunarnám í Kaup- mannahöfn og gerði'st síðan sölu- stjóri KEA á Akureyri, gegndi því starfi til 1924. Á þessum ár- um var hann formaður Lei'k- félags Akureyrar (1918-1924) og starfaði af lífi og sál að leik- listarmálum á staðnum, bæði sem leikari og leikstjóri. Sumarið 1921 gekk Haraldur að eiga eftirlifandi konu sína, Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrun- arkonu, og eignuðust þau tvö börn, Stefán og Dóru, áður en þau héldu til Kaupmannahafnar 1924, en þriðja barnið, Jón, fæddist haustið 1930, efltir að þau voru komin heim úr „út- legðinmi“. Með för Haralds til Hafnar haustið 1924 hóflst nýr áfangi í ævi hans og sögu ís- lenzkrar leikmenntar. Pélítill 33 ára gamall verzlunarmaður tek- ur sig upp með könu og tvö kornabörn, flyzt í erlenda stór- borg og leggur út'í Iþriggja ára erfitt leiklistarnám. Útfrá ölluim gildum íslenzkum ‘sjónarmiðum í þann tíð var þetta feigðarflan, en Haraidur lét raunsæi og skynsemi lönd og leið, hlýddi boðum þeirrar ólgandi ástríðu sem hafði altekið hann kvöld eitt veturinn 1914-1915 eftir leik- sýningu á Akureyri. Eftir þriggja ára strangt nám kom Haraldur í fyrsta sinn fram á sviði Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn 27. maí 1927, lé'k hlu'tverk Kára í „Fjalla- Eyvindi" á mó>ti skólasystur sinni, Önnu Borg. Síðan hélt flann heimleiðis, fyrsti sérmennt- aði leikari íslendinga, staðráð- inn í að efla þá li'stgrein sem átti hug hans og hjarta. Sama ár sviðsetti hanm „Galdra-Loft á Akureyri við góðan orðstír, en fyrsta verkefni 'hans hjá Leik- félagi Reykjavíkur var „Villi- öndin“ eftir Ibsen (1928). Næsta stóra verkefni Haralds Björnssonar var Sögulega sýn- ingin á Alþingishátíðinni 1930, sem þótti takast vel og var ltengi í minnum höfð. Á þessum árum var hinsvegar ekki nokkur leið að hafa lífsframfæri af leiklist, þannig að Haraldur varð að hverfa til sinna fyrri starfa, réðst að Austurbæjarbarnaskól- anum og kenndi þar á árunum 1933-1950, aukþess sem hann var stundakennari við Kennaraskól- ann á sama skeiði. Ennfremur hélt hann einkaleikskóla á árun- um 1930-1950 og vann svo í frí- stundum sínum sem leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykja- Víkur og Ríkisútvarpinu. Hann var formaður Leikfélags Reykja- víkur 1930-1933 og í stjórn Fé- lags íslenzkra leikara 1944-1950. Árið 1940 braut Haraldur blað í íslenzkri leiklistarsögu með því að ráðast í það glæfrafyrirtæki að gefa út sérstakt tímarit, helg- að leikhúsmálum, og hélt því úti beilan áratug með myndar- legum hætti. Hefur yngri mönn- Haraldur Björnsaon scan Shylock í Kaupmanninum í Feneyjum (Shakeapeare) í Iðnó 1945 (LR). um, sem vissulega búa við betri ytri aðstæður, ekki auðnazt að leika það eftir, 'þó tVívegis hafi verið tid sHkrar útgáfu stofnað síðan. Árið 1950 urð'u önnur mikil þáttaskil í ævi Haralds Björns- sonar og sögu íslenzkrar lei’k- listar. Þjóðleikhúsið tók til starfa og Haralduf réðst þangað sem leikari og leikstjóri, þannig að hann gat uppfrá því einibeitt sér að 'höfuðálhu'gam'áli sínu. Hann sat í þjóðleikhúsráði 1950- 1961 sem fulltrúi leikara og var kennari við Leiklistarskóla Þjóð- leikhiússinis 1951-1961. Hann var einnig fulltrúi leikara á þingi Bandalags íslenzkra listamanna frá 1959. Eftir að Haraldur Björnsson lét af störfum hjá 'Þjóðleikhús- inu fyrir aldurs sakir 1961, fór þvl Víðsfjarri að hann settist í helgan stein, heldur hafði hann þvert á móti meira að gera en nökkru sinni fyrr. Hann lék fjölda hlutverka hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Grímu og Ríkiisút- varpinu á árunuim 1961-1967. Um það er lauk munu hlutiverk hans á sviði hafa verið orðin miHS 150 og 160 talsins, og í út- varpi yfir 320, auk(þess sem hann 'hafði stjórnað um 50 leik- sýningum. Leikferðir um ísland fór hann fjölmargar auk leik- farar til Helsinki 1948 og til Kaupmannáhafnar og Osló 1950. Þetta staðrteyndatal segir vit- anlega harla fátt um manninn Harald Björnsson annað en það, að hann var brennandi af áhuga, hamhleypa til vinnu og hug- djárfur til sóknar og varnar list sinni. Bakvið staðreyndimar liggur áralöng barátta við skiln- ingsleysi og deyfð, vanafestiu og fordóma, þar sem skiptiuot á skin og skúrir, sigrar og ósigrar. Har- aldur var í mörguim greinum brautryðjandi í íslenzkri leik- rnennt og þurfti því mianga hi/ldi að heyja, sem við yngri menn gerum okkar mjög óljósa grein fyrir. Þó hefur hann leyft okk- ur að skyggnast örl'ítið á bak við tjöldin í fróðlegri og skemmti- legri sjálflsævisögu, „Sá svarti senuþjófur" (1963), sem Njörður P. Njarðvík færði í letiur. Hins- vegar mega florsvarsmenn ís- lenzks sjónvarps og kvikmynda- gerðar bera kinnroða fyrir þá óafsakanlegu vanrækslu að láta hjá líða að kvikmynda leik fyrsta 9érmenntaða íslenzka leikarans. Að vísu lék hann smá- h'lutverk í kvikmyndinni „79 af stöðinni“, en það er engin heim- ild um list og feril Haralds á leiksviði. Ég þekkti Harald Björnsson ekki nema sex síðuistu árin og fylgdist aðeins með leikferli hans undanfarinn áratug, eftir að ég kom heirn til íslands. En þessi stuttu kynni verða mér án efa hugstæð til æviloka, því þar fór enginn hversdagsmaður sem Haraldur var. Hann var hrókur fagnaðar hvar sem hann kom, léttur og lipur í samræðum, og sannur höfðingi heim að sækja. Hann var einn síðasti samræðu- meistarinn á íslandL Minning- arnar frá glaðra vina fundum á heimili hans eru margar ag allar ljúfar, þó stundum væri storma- samt. Misklíðarefnin urðu aldrei tilefni vinslitia eða óvildar, held- ur einungis tiil að hreinsa loftið. Bezitu minningar miínar um hann eru þó bundnar hópferða- lagi til Grikklands haustið 1965. Hópurinn var allfjölmiennur og ákafltega sundurleitur, en það eru engar ýkjur að aldursflorset- inn hélt uppi kæti ferðafélag- anna nær óslitið í heil'ar þrjár vi'kur. Og gaman var að sijá þessa öldnu kempu ganga fram á nokkur elztiu leiksvið vestrænn- ar menningar, í Delfí, Epí- davros, Knossos og Efesus, og segja fram tiexta úr frægum verkum á tungu Væringja. Ætli það hafi nokkurntiíma gerzt áð- ur? Ferðin til Grikklands var far- in hálfu öðru ári efltir að Har- aldur hafði kennt hjartameins og verið lagður inná sjúkrahús, en það kom í engu fram í at- ferli 'hans, að hann yrði að fara gætilega. Ég minnist þess lika frá þessari sjúkrahúsvist hans, að okkur hjónunum varð eitt sinn gengið hjá Landsspítalan- urn, og kom þá Haraldur alltiíeinu 'hálfur útum glugga á annarri hæð, kvartaði sáran undan príisundinni og fór mörg- um orðurn um 'hið þreyða frelsi. Maður með annan eins lífsþorsta og hann hefur áreiðanlega unað iðjuleysinu illa, enda var hann ekki fyrr kominn á fætur en hann tók til óspiUtra málanna. Framhald á bls. 21. Við andlát Haraldar Björnssonar leikara og leikstjóra höfum við félagar hans margs að minnast og mikið að þakka. Horfinn er af sjónarsviðinu mikill listamaður og stór- brotinn persónuleiki, sem Xengi verður minnst. Víst er um það, að skarð það, er autt stendur við brottkvaðn- ingu Haraldar í röðum íslenzkrar leikarastéttar, verður seint fyllt. Starfsgleðin og krafturinn virtist óbreytt til hinztu stundar, því daginn áður en hann dó stóð hann á leik- sviðinu fyrri hluta dags við sköpun nýrrar persónu, til viðbótar sínu stóra hlutverkasafni og lék af miklum þrótti, þó veikur væri. Og um kvöldið lék hann hlutverk sitt í Fjalla-Eyvindi, en nokkrum klukkustundum siðar var hann látinn. Stundum virðist ekki vera nema hársbreidd, sem skilur að lif og dauða — og enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir máltækið, en þó er það nokkuð öruggt, að IHarald hefur verið farið að gruna, að hverju stefndi áður en langt um liði, en fjarri var honum þó að kvarta eða gefast upp. Hann var i fullu starfi fram á síðustu stund. Um leiklistarstörf Haraldar Björnssonar, áhuga, dugnað og samvizkusemi á hans löngu leiklistarbraut, fyrr og siðar, er óþarfi að fjölyrða hér. Það er alþjóð kunnugt. En óhætt mun a$ fullyrða, að hann verður alltaf talinn einn af brautryðjendum í íslenzkri leikarastétt. Einn af þeim mönnum, er vörðuðu veginn og lét aldrei bugast þótt oft blési kalt á móti. Haraldur Björnsson var um margra ára skeið fulltrúi leikara í Þjóðleikhúsráði. Hann var heiðursfélagi Leik- félags Reykjavíkur og Félags islenzkra leikara. Hann var einn af stofnendum stéttarfélags leikara hér á landi og sat í fyrstu stjóm þess. Sæmdur var hann gullmerki Félags íslenzkra leikara á 25 ára afmæli þess. Félagar Haraldar Björnssonar senda eftirlifandi konu hans, frú Júlíönu, börnum hans og öðrum aðstandendum, innilegar samúðarkveðjur. íslenzkir leikarar þakka Har- aldi liðin samstarfsár og meta að verðleikum þann mikla skerf, sem hann hefur lagt íslenzkri leiklist. Stjórn Félags íslenzkra leikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.