Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968 17 Siglir inn í frumskóga Suður - Ameríku meó kartöflur til Ceylon og sild af miftunuf Vi&tal við Sigurð Þorsteinsson, einn víðförlasta skipstjóra íslands SIGURÐUR ÞORSTEINSSON skipstjóri á Haferninum, mun vera einn víðförlasti skipstjóri á íslandi. Á Hvítanesinu fór hann t.d. til Suður Ameríku og meira að segja langt inn í land. í austurátt hefur hann siglt gegnum Suezskurð og til Ind- lands og Ceylon. Og í sumar var hann á Haferninum með síldarflotanum norður undir Svalbarða. Fjölskylda Sigurðar er líka víðförul, því oft hefur kona hans, og eitthvert af börn unum sex, á aldrinum 4ra til 12 ára, verið með honum í sigl- ingum, eitt komið til 13 landa. Sigurður býr í Kópavogi. Þar gripum við hann til viðtals við Morgunblaðið, er hann hafði skroppið heim í nokkra daga frá Siglufirði, þegar Haförninn kom úr olíuflutningum frá meg- inlandinu og hafði ekki verk- efni um sinn. Þá hafði Sigurður ekki verið heima síðan í nóvem- ber. Stofa þeirra hjóna, Sigurðar fÞorsteinssonar og Eddu Kon- tráðsdóttur, ber þess merki að !þau hafa víða verið. Á vegg fúr suður—amerískum harðviði !er nefnist Braunhard, er t.d. íuppstoppaður krókodíll, kast- Sspjót sem frumstæðir menn nota í Suður Ameríku, úlfaldasvipa frá Egyptalandi, hjá stendur skemmtilega útskorinn stóll úr einum trjábol frá frönsku Guy- önu og á hillu standa filar úr íbenholtviði, sem drengnum þeirra voru gefnir á Ceylon. — Já, krakkarnir, segir Sig- urður. Þeir hafa allir verið með mér í siglingum. Ég er mikill barnakarl og vil fá að hafa þau með. Annars mundi ég .aldrei sjá þau. Þetta gengur eftir röð. Þó vil ég ekki taka þau með yngri en 5—6 ára. Einn strákurinn var sex ára, þegar hann var með mér um borð í 5 mánuði, fór með til Ceylon. Mamma hans var með okkur í þrjá mánuði. Við höfðum oft heyrt á Sig- urð minnst í fréttum á undan förnum árum. T.d. var hann -einu sinni sænskum blöðum og sjónvarpi í tilefni þess að skip háns lestaði stærsta farm, sem tekinn hafði verið í einu í Kjöb ing við Möleren og flutti hann til Englands. Hann byrjaði líka með síldarflutningaskipið Dag- stjarnan á sínum tíma og einu sinni fór hann með togara til Grikklands, Ágúst úr Hafnar- firði, sem þangað var seldur. En það er heilmikil fyrirhöfn að fá fram heillega beinagrind af æfisögu hans eða sjóferða- sögu, begar hann á sjálfur að veita upplýsingarnar, svo hlé- drægur er hann. Sigurður er fæddur ísfirðingur, en hefur þó búið í Reykjavík nær alla sína æfi. Hann er yngstur af 12 systkinum. Hann hefur stundað sjó frá 13 ára aldri, byrjaði sem hjálparkokkur. Síðan hefur hann alltaf verið á sjónum, ut- an 3 mánuði, er hann réði sig hjá Hótel Loftleiðir. — En þá bauðst mér Dagstjarnan og ekk ert gat haldið í mig, segir hann. Á stríðsárunum sigldi Sigurður, þá 15 árá gamall, með togara til Englands, og kom til Black- pool. — Sá bær hefur mikið minnkað í mínum augum síðan, segir hann og hlær. Fengu mar af veðri og vindi Þegar Sigurður var 18 ára oamall, fór hann sem háseti að sækja Hæring. — Við fórum til Portland í Oregon, sigldum gegnum Panamaskurð og vorum 4 mánuði í túrnum. Þá kom í mig þessi órói, segir hann. Sig- urður var þó í 10 ár hjá Ríkis- skip áður en hann fór í sigl- mikið á Heklu. — Jú, það voru mikil viðbrigði að fara af strönd inni og sigla á heimshöfunum segir hann. Árið 1958 fór Sig- urður til að sækja fiskibát til Danmerkur, lenti með hann í óveðrinu þegar Hermóður fórst. Þeir voru fimm sólarhringa á leiðinni. vélin bilaði og bátur- lands. — Það var alltaf svo- lítill órói í mér að komast heim, enda skrapp ég fjórum sinnum flugleiðis til íslands í heimsókn segir Sigurður. En svo var Hvítanesið allt í einu selt, heit- ir nú Vatnajökull. Það var þá, sem ég tók að mér að sigla togaranum Ágúst til Grikk- blár harðviður, sem þeir nefna „skarlatshjartað“, og mér var sagt að eingöngu væri notaður í dýrustu húsgögn. Ég tóksjálf ur viðarbúta, en hér eru eng- in verkfæri til að vinna á þessu drasli. Við sigldum þarna upp eftir ánni, þar sem ■ ekki voru néin siglingamerki, frumskóg- urinn allt í kring, og tókum viðinn við árbakkann. í timbur- stöðinni voru tveir hvítir menn, Sigurður Þorsteinsson, skipstjór i og Edda Konráðsdóttir, kona h ans með tvö af börnunum sex. Þau Jens Konráð og Þorbjörgu. inn Margrét reyndi að taka þá í tog, en alltaf slitnaði. — Þetta var feikna góður bátur. Ég var á inniskónum í brúnni alla leiðina og blotnaði aldrei, segir Sigurður. En konu hans, sem var með í ferðinni, þykir sýni- lega alllítið gert úr þeim ósköp- um sem á gengu. Sama er uppi á teningnum er við spyrjum um óveðrið mikla við Skotland lands, og skilaði honum. Við hjónin ókum svo frá Grikk- landi í gegnum Evrópu til Kaup mannahafnar. Við fórum um Júgóslavíu, Austurríki og Þýzkaland. Það var mjög skemmtileg ferð. Siglt í frumskóga S—Ameríku — Hvernig stóð á sigling- unni til Suður—Ameríku, Sig- urður? Þið fóruð langt inn í frumskóginn, sem lítt eða ekki •> í janúar, sem Haförninn hreppti í síðustu ferðinni og grandaði j h^ÍTvériB farS'‘áðuTá skipi? erlendum skipum. Sigurður ger ir lítið úr erfiðleikunum. — Jú, það var slæmt veður, 120 hnútá — Já, við fórum 90 km. upp eftir á einni í frönsku Guyönu vindur eða 17 vindstig á okk- j sem aðeins eitt minna skip hafði ar mælieiningu. Við forðuðum okkur í skjól milli skozku eyj- anna. Jú, ég or kunnugur á þeim slóðum. Það kom ekkert fyrir okkur. En ég hefi aldrei fyrr séð menn fá mar af veðri siglt eftir áður. Bæði var áin grunn og einkum mikill fram- burður við árósana, svo að við urðum að sigla 50 mílna vega- lengd án þess að nokkurn tíma væri meira en 2—3 metrar frá og vindi. Þeir sem fóru fram á skipinu í botn. Það var skrýtið til að láta falla og þurftu að j að sigla svona með dýptarmæli. snúa andlitinu í rokið, mörð- j Sennilega hefði enginn annar ust í framan. Einn fauk til og en nýgræðingur eða bjartsýnis var haltur á eftir. Sá sem var | maður farið það. Við lentum í með honum, var svo heppinn að stökustu vandræðum með að vera feitari og þyngri. Þeir urðu ! komast út því þarna líður svo að skríða. Þegar Sigurður var skipstjóri á Hvítanesinu, var skipið í leigu hjá ýmsum aðilum, t.d. Dönum í ferðinni til Ceylon og Frökkum í Suður—Ameríkuferð- inni. Frá Ceylon tóku þeir málm sand til baka til Frakklands og Hamborgar og fóru síðan með ingar fyrir alvöru. Hann var' appelsínur frá Sikiley til Rúss- langt á milli flóða. Þetta er á annarri gráðu norðlægðar breiddar eða rétt við miðbaug. Erindi okkar var að sækja sér- stakar tegundir af harðviði fyr ir frönsku stjórnina og var þetta eiginlega tilraun til að vinna hann þarna inni í frum- skóginum og sækja hann á skipi. Þetta var mjög dýrmætur viður t.d. íbenholt og fjólu- en annars voru þarna aðeins indjánar og svertingjar á ár- bökkunum. Þetta eru mjög frumstæðir menn sem ganga naktir. Við vorum svo gersamlega komnir út úr menn- ingunni og ,,heiminum“, að við heyrðum ekki einu sinni í útvarpi. Þetta var einmitt um það leyti sem Kennedy forseti var myrtur og við fréttum það * | ekki fyrr en fimm dögum seinna, þegar við komum aftur út á haf. Það var mjög gaman að þessu ferðalagi, enda var það nýstárlegt fyrir okkur. — Við komum víðar við í Suður—Ameríku einkum á frön sku eyjunum. Við komum til Fort de France á Martinique, til Port of Spain á Trinitad, til Pointe—a—Pitre á Guatel- oup, og við sigldum hjá Djöfla- eynni, fanganýlendunni frægu. Við skoðuðum okkur um eftir því sem föng voru á þarna á þessum eyjum, sem tilheyrðu Frökkum. T.d. sáum við eld- fjallið Mont Pélée á Maritin- que, sem gaus öskugosimu fræga árið 1904. Aðeins einn maður lifði það af, fangi sem sat í neðanjarðardýfiisu. Á staðnum er nú minningasafn um þessa atburði. Mjög gaman var að koma til Trinitat. Við reyndum að ná sambandi við íslenzka konu sem þar býr, Ásu Wright, en hún rekur búgarð inni á eynni og hefur ekki síma. Hún kemur bara tvisvar í viku í bíl með afurðir sínar þaðan, svo ekki varð af því að við hitt- um hana. En allir þekktu hana og þar af leiðandi ísland og ís- lendinga, og hún er sýnilega mjög virt þarna. Okkur var sagt að hún byggi þarna ein hvítra manna á búgarðinum og hefði dökkt starfsfólk. Nú er hún víst búin að gefa land sitt undir þjóðgarð. Við íslenzka á- höfnin hefðum haft ákaflega gaman af því að hitta þessa konu. Með kartöflur til Ceylon — Svo við vendum okkar kvæði í króss og förum hina leiðina. Segðu okkur nú frá siglingunni til Ceylon. — Þá vorum við í leiguferð fyrir danska aðila, fluttum kart öflufarm til Ceylon. Það er skrýtið að þessi 12 milljón manna þjóð, sem býr í landi bar sem allt vex, skuli ekki rækta kartöflur. En á þessari eyju við suðurodda Indlands er mjög gróðursælt, hitinn fór upp í 47 stig á Celcius meðan við vorum þar. Þarna er ákaflega fallegt og yndislegt fólk, bórn- in sérstaklega falleg. En ríki- dæminu er misskipt. Kartöflu- innflytjandinn, sem er auðug- ur maður, bauð okkur einu sinni ásamt fleira fólki til matar- veizlu. Var setið við það stærsta borðstofuborð, sem ég hefi séð. Undir borðum var farið að ræða um barneignir og spurt hve mörg börn hver og einn ætti. Húsráðandi var 14 barna faðir. Konan, sem sat næst mér sagði afsakandi, að hún ætti því miður aðeins 7 börn og ég varð að játa að enn ætti ég bara sex. En enginn annar átti innan við níu börn, sem þótti mjög eðlilegt. Svo það er ekki að furða þó þessum þjóðum fjölgi. Þetta er að sjálfsögðu erfitt fyrir þá sem fátækari eru, en ríkt er gengið eftir að menn sjái fyrir sínum. Danskur skip- stjóri, sem hafði dökka áhöfn, sagði mér t.d. að einn af skip- verjum hans hefði komið og tjáð sér vandræði sín. Það hafði hent hann að sofa hjá ekkju með 5 börn. Og þegar hún varð barnshafandi, varð hann að taka hana sér fyrir konu. Sjálf- ur átti hann fyrir konu og 7 börn. Svo heimilið varð hon- um æði erfitt. Hann bjargaði sér með því að kaupa gull í Persaflóahöfnum fyrir allt kaupið sitt, 300 rubía, og selja !það svo heima. En það var ekkert vandamál með konurnar tvær. Þær gat hann átt báðar. — Þegar við vorum á Ceylon var frú Bandaranaike forsætis- ráðherra. Hún bjó rétt hjá þessu kunningjafólki okkar, svo við sáum hana. Einnig sáum við hana í Colombo, þar sem hún var að vígja banka. Kona mín var á Ceylon og einnig Sigurð- ur sonur minn, sem var 6 ára. Við fengum öll að korna á bak fíl og það þótti honum gaman. í hinni frægu borg Kandy uppi í fjöllunum er fílabaðstaður, eins og þeir kalla það. Þarna taka kerlingarnar af sér sarí- ana úti í einhverju heilögu vatni, sem líkist nú mest drullu polli. Þær þvoðu sér og flík- urnar sínar og fílarnir böðuðu sig um leið úr sama vatni. í þessa á er m.a. fleygt öllum, sem deyja úr holdsveiki. Og fólkið drekkur vatnið alveg ó- hikað. Þetta er alveg ótrúlegt, en ekki virðist því verða mikið meint af. Skammt þarna frá er ákaflega fallegur garður, sem Bretar skipulögðu á sínum tíma og þar sem vaxa allar plöntur sem finnast á Ceylon. T.d. eru þarna tré, sem eru 25 m í þver- mál. Inn í þétt limið er klippt- ur heill skáli, sem ræktuð eru eru í blóm. I Kandy er I Framihald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.