Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐLR
103. tbl. 55. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1968
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Vandrceðaástand í Frakklandi:
Helmingur launþega landsins í verkfalli
Starfsemi fjölda fyrirtækja lömud — Samgöngur litlar
innanlands og til útlanda og takmarkað samband v/ð
umheiminn — Hriktir nú i veldisstoðum stjórnar de Gaulles
Svoboda og Kosygin heilsast í Prag.
Pravda rœðst
gegn Tékkum
— en í Prag segja leiðtogar, crð
Sovétmenn sýni fyllsta skilning
Prag, Moskvu, 20. maí. AP-NTB
MALGAGN sovézka kommún-
istaflokksins, Pravda, gagnrýndi
á sunnudag þær breytingar, sem
orðið hafa á stjórnarháttum í
Tékkóslóvakíu og segir, að kom-
ið sé til sögunnar vandamál, sem
hin alþjóðlega kommúnistahreyf-
ing verði að sinna.
Grein þessi birtist samtímis
þvi, að forsætisráðherra og
landvarnaráðherra Sovétríkj-
anna, þeir Alexei Kosygin og
Andrei Gretsjko dveljast í Prag
,,sér til heilsubótar" að sagt er
opinberlega. Báðir virðast þó
hafa notað vel tímann til við-
ræðna við tékkneska ráðamenn,
m.a. þá Zvoboda forseta, Dub-
cek, aðalritari kommúnista-
flokksins og Cernik, forsætisráð-
herra.
Að loknum fundi sem Kosygin
átti með fyrrnefndum mönnum
og ýmsum öðrum háttsettum
embættismönnum, á laugardag,
var send út tilkynning, þar sem
segir að sovézkir leiðtogar sýni
fyllsta skilning á þróun mála í
Tékkóslóvakíu.
í Pravda er farið hörðum orð-
um um breytingarnar í Tékkó-
slóvakíu og þær sagðar and-
sósialiskar og bent á, að hið
sovézka sósialiska lýðræði sé það
eina rétta. Þurfi a'ð gera ein-
hverjar breytingar  sé  nauðsyn-
Framhald á bls. 21.
París, 20. maí. NTB-AP
¦^- Verkföllin halda áfram
að breiðast út í Frakklandi
og valda sívaxandi erfiðleik-
um. í kvöld náðu þau til nær
sex milljóna manna eða um
helmings launþega í landinu,
og var fyrirsjáanlegt að allt
athafnalíf mundi að mestu
lamað á morgun, ef svo held-
ur áfram sem horfir. Landið
er næstum sambandslaust orð
ið við umheiminn, flugsam-
göngur engar, tal- og ritsíma
þjónusta takmörkuð og toll-
verðir hvarvetna á landamær
umiiii hafa hótað að leggja
niður vinnu.
•^- Hriktir nú mjög í stoð-
um tíu ára veldis de Gaulles,
forseta og á morgun hefjast
í franska þinginu umræður
um vantrauststillögu vinstri
flokkanna á stjórnina. Verð-
ur sú tillaga borin undir at-
kvæði á miðvikudagskvöld
og tvísýnt um lírslit, því að
ýmsir fyrrverandi fylgismenn
forsetans hafa sagzt mundu
greiða atkvæði gegn stjórn-
inni. Forsetinn hefur í dag
átt stöðugar viðræður við
ráðherra sína og helztu ráð-
de Gaulle
gjafa.
-^- Forsætisráðherrann, Ge-
orges Pompidou, hefir verið
í sambandi við lögregluyfir-
völd, bæði í París og öðrum
borgum landsins. Varalið frá
hernum er reiðubúið til starfa
með lögreglunni ef til átaka
kemur, en í dag var fáa ein-
kennisklædda lögreglumenn
að sjá á götum Parísarborg-
ar.
¦^- Stjórnmálasérfræðingar
eru á einu máli um, að reyni
Port Harcourt fallin
Biafraher sambandslaus
við umheiminn
Lagos og Lusaka, 20. maí (AP-
NTB)
Stjórnarher Nígeríu hefur
hertekið Port Harcourt, einu
hafnarborg Biafra. Einnig hefur
stjórnarherinn náð flugvelli borg
arinnar, en um hann hafa farið
allir vopna- og vistaflutningar
til Biafrahers. Er þetta mikið á-
Ótti við eftirgjöf
— veldur deilum  í  fsrael
Jerúsalem og New York, 20. maí
— (AP-NTB) —
ÍSRAELSSTJÓRN kom saman
til fundar í dag til að ræða ut-
anríkismál og deilur Araba og
Gyðinga, en um mál þessi ríkti
mikill ágreiningur innan stjórn-
arinnar, og var jafnvel óttazt að
stjórnarkreppa væri yfirvofandi.
Fundi stjórnarinnar í dag lauk
með því, að ráðherrarnir gáfu
út sameiginlega yfirlýsingu um
„stuðning í grunvallaratriðum"
við stefnu Abba Ebans, utanrík-
isráðherra.
Eban, utanríkisráðherra, kom
heim til ísraels á laugardag úr
ferð um Bretland og þrjú Norð-
urlandanna. Var ætlunin að
halda ráðuneytisfund strax við
heimkomu ráðherrans, en þeim
fundi var frestað þar til í ðag
til að gefa Eban tækifæri til að
Framhald á bls. 21.
fall fyrir Biarfamenn, en leið-
togi þeirra, Ojukwu ofursti, lýsti
því yfir í dag að haldið yrði
áfram að verjast innrás Nigeriu
hers, og hvatti hann menn sína
til að hefja skæruliðahernað að
baki víglínanna.
0 Fjórða Afríkuríkið bættist í
dag í hóp þeirra, sem viður-
kennt hafa Biafrastjórnina, og
lýsti Reuben Kamanga utan-
ríkisráðherra því yfir í því til-
efni að stjórn Zambíu væri sann
færð um að ekki væri nokkur
leið til að finna grundvöll fyrir
endursameiningu Biafra og Níg-
eríu.
• Fulltrúar Nígeriu og Biafra
koma saman til friðarviðræðna í
Kampala, höfðborg TJganda, eft
ir þrjá daga. Fundarstjóri verð-
ur Arnold Smith frá Kandana,
en hann er framkvæmdastjóri
brezka Samveldisráðsins, og hef
ur staðið fyrir undirbúningsvið-
ræðum í London að undanförnu.
Áður en Nígeríuher tókat að
ná Port Harcourt á sitit vald,
hafði um fjórðungur borgarbúa
verið fluttur á brott þaðam. Að-
allega vonu það konuir og börn.
AllB bjuggu um 100 þúsund
maninis í borginni, og hófust brott
flutwingair á laugardag. Hersveit
ir Nígeríu undir stjórn Benja-
míns Adekunle ofursta, semhlot
ið hefur viðurnefnið „sporðdrek
inn", náðu flugvelli Pont Har-
count fyrir helgi, en hann er
átrta kílómetrum fyrir utan borg
ina. Þaðan sóttu svo gveitirnar
Framhald á bls. 21.
de Gaulle að leysa vandann
með valdi, muni einungis
leiða af því blóðbað, sem
lyktað gæti með þrennu móti,
valdatöku hersins eða komm-
únista, eða algeru stjórn-
leysi.
¦^- í París og víðar hefur
fólk safnazt saman í dag og
hamstrað í stórum stíl. Öng-
þveiti var og í bönkum lands
ins í dag, þar sem menn
reyndu, hver um annan þver-
an, að ná sparifé sínu út og
festa það í gulli. Hækkaði
verð á gulli mjög verulega,
eða allt upp í $42.17 unzan og
ástandið var orðið svo alvar-
legt síðari hluta dagsins, að
bankarnir tóku að takmarka
þær upphæðir, er leyft var
að taka út. Gengi frankans
var ekki skráð í dag og eng-
inn gjaldeyrir seldur.
I morgun höfðu verkamenn tek
Framhald á bls. 21.
1000
fórust
Rangoon, Burma, 20. maí. — AP
¦^- Opinberlega er skýrt frá
því í Rangoon, höfuðborg
Burma, að um eitt þúsund
manns muni hafa beðið bana
af völdum fellibyls, sem
gekk yfir Akyab héraðið þar
í landi 10. maí sl. Um 10.000
manns misstu heimili sín.
U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sem er
ættaður frá Burma, hefur boðað
aðstoð samtakanna og ýmissa
aðildarþjóða og á sunnudag kom
til Rangoon teppasending frá
Bandaríkjunum, fyrir 45.000
dollara.
15 tróðust undir
er mannfjöldi reyndi að s/ó Maríu mey
Kairo, 20. maí — NTB-AP
FIMMTÁN manns, þar af sex
börn, biðu bana er æstur
manngrúi ruddist inn í St.
Michels kirkjuna í Kairo í
von um að sjá Maríu mey.
Hafði sú fregn borizt milli
manna, að hún hefði birzt í
einum kirkjugluganna.
Það var fyrst um 2. apríl
sl. að sá orðrómur komst á
kreik,  að  María  guðsmóðir
hefði sést hjá kirkjunni, sem
er í útborg Kairo. Hefur síð-
an verið viðstöðulaus straum
ur fólks þangað og greip um
sig alger múgæsing í gær, er
sú sögn spurðist að María
hefði sést í einum kirkju-
glugganna. Fólkið ruddist inn
i kirkjuna og tróðust þeir
sem lífið létu undir fótum
meðbræðra sinna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32