Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAT 19GB.
ÍÞÍMFRÉTTIR MORGUNBIAÐSINS
Varnarmennirnir skoruðu
og Fram sigraði KR 2:1
SÍÐASTI leikur Reykjavíkur-
mótsms í ár, leikur KR og Fram,
fór fram á Melavellinum í gær-
kvöldi. Fáir áhorfendur fylgdust
með leiknum, enda allur spenn-
ingur búinn í mótinu, þar sem
Valur hafði tryggt sér titilinn.
Strax í byrjun leiksins var
ljóst, að hvorugu liðinu var
sama um að lenda í þriðja sæt-
inu, en leikurinn átti eftir að
sýna, að kapp er ávallt bezt með
forsjá, því ef öll þau mörgu
marktækifæri, sem báðum liðun
um gafst í leiknum, hefðu mörg
mörk verið skoruð og vart hægt
að segja um hvor myndi hafa
borið sigur úr býtum. Aðeins 3
mörk voru skoruð. Hægri bak-
vörður og fyrirliðið, Jóhannes
Atlason, og Anton Bjarnason,
miðvörður, skoruðu fyrir Fram,
en Gunnar Felixson skoraði fyr-
ir KR.
Um leikinn í heild er það að
segja að hann var fjörlegur og
frísklegur, en kuldanepjan hafði
sín á'hrif og „hrollur" yfir öllum
leiknum. KR liðið er mjög hreyf
anlegt,  með  mær  alla  10  leik-
át
Skuldlaus eign IBR
5,7 millfónir króna
mennina virka í sókninni er sótt
ér, en í gær var vörnin ekki í
essinu sínu, frekar en skotmenn-
irniir á skotskónum. — Fraan lék
nokkuð yfirvegaðan og skipuleg-
an leik með framsækna varnar-
menn af og til, en einungis af og
til, því oft voru sóknir Fram og
einstaklingskenndar og þvi fór
sem fór, og þeir skoruðu aðeins
einu sinni í síðari hálfleik.
Eftir leikinn aíhenti formaðuír
ÍBR, Úlfar Þórðarson, læknir
Valsmönnum Reykj avíkurbikar-
inn og hverjum leikmanni gwll-
pening. Þetta er þriðji bikarinn,
sem keppt er um í Reykjavíkur-
mótinu og hefir Valur unnið
hann tvisvar, KR tvisvar, Fram
einu sinni og Þróttur einiu sintú.
Graham Williams, v. bakv. og fyrirliði WBA, heldur hér á
lofti hinum eftirsótta bikar. Á m.vndinni eru frá vinstri: Tal-
but miðvörður, Clive Clark, v. úth. (heldur á bikarlokinu),
Astle, miðherji, sá er markið skoraði og Collard h. innherji.
ARSÞING ÍBR hófst á sunnudag
inn. Setti Úlfar Þórðarson form.
iBR þingið með ræðu þar sem
hann drap á ýmis mál er efst
íslandsmotið
í hondknattleik
ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt-
leik utanhúss verður haldið á
leiksvæði Melaskólans, og hefst
um 20. júní hjá M.fl. karla og
kvenna. Reiknað er með, að mót-
ið fyrir 2. fl. kvenna verði hald-
ið helgina 29. til 30. júní Þátt-
tökutilkynningar óskast sendar
fyrir 6. júní nk. Sveini Kjartans-
syni, Ásvallagötu 69, símar
24033 eða 19941.
Handknattleiksdeild K.R.
eru á baugi hjá bandalaginú. Síð-
ar flutti hann skýTslu stjórnar-
innar og reikningar voru lesnir
og samþykktir. Hagnaður á ár-
inu varð 525 þús. kr. og er skuld
laus eign bandalagsins nú 5.748.
000 kr.
Á þinginu sæmdi Úlfar Þórð-
arson þá Guðjón Einarsson og
Stefán G. Björnsson gullstjörnu
ÍBR, æðsta merki bandalagsins,
fyrir vel unnin störf í þágu
íþróttanna um áratugaskeið.
Jens Guðbjörnsson var kjörinn
1. forseti þingsins en kjörbréf
bárust frá 17 af 23 bandalags-
aðilum með 56 fulltrúa auk 4 frá
sérrá'ðunum.
Gísli Halldórsson forseti ISI
ávarpaði þingið og flutti því árn-
aðaróskir. Ársþinginu lýkur
n.k. miðvikudagskvöld.
WBA vann 1:0 í framlengingu
WEST Bromwich Albion sigr
aði í ensku bikarkeppninni í
ár. í úrslitaleiknum á laugar-
dag vann liðið Everton með
1—0 eftir framlengdan leik.
Leikur liðanna var æsispenn-
andi því er á leið var sókn
Everton að marki WBA nær
látlaus — slitin aðeins af
eldsnöggum sóknarlotum ein-
stakra leikmanna WBA, sem
stundum reyndust þó hættu-
legar.
En þrátt fyrir ágæt færi til
marka, tókst Everton ekki að
skora og átti markvörður
WBA, Osborne, frábæran
leik í markinu. Að 90 mín
liðnum var staðan 0—0 og því
framlengt.
Á 2. mín framlengingarinn-
ar skoraði Astle, miðherji
WBA, sigurmarkið við mik-
inn fögnuð. Þetta var 9. mark
hans í bikarkeppninni til
þessa, þar sem lið hans er
ósigrað.
Everton var fyrirfram talið
sterkara liðið, en WBA hefur
sýnt  að  undanförnu  að  það
er mjög vaxandi lið. Sigur-
inn á liðið að þakka frábær-
um markverði og eldsnöggum
sóknarmönnum — og dálítilli
heppni.
Er liðið kom til heimaborg-
ar sinnar að unnum sigri,
urðu slík fagnaðarlæti, að 130
manns hlutu meiri og minni
sár og varð lögreglan að hafa
sig alla við til að fá verndað
sigurvegarana.
110 þús. manns sáu leikinn
á Wembley.
Frá v. Axel Einarsson, Þorsteinn Björnsson, Ingólfur Óskarsson,  Siguröur  Einarsson  og
Guðjón Jónsson.
Fjögur gullúr í heiöursverðlaun
Handknattleiksliðið til Færeyja 19. júlí
A SUNNUDAGINN boðaði HSl
þá f.jóra landsliðsmenn er að und
anförnu hafa náð aft leika 25.
landsleik sinn fyrir ísland og af-
henti þeim gullúr að gjöf frá
sambandinu sem þakklætisvott
fyrir unnin afrek í handknatt-
leiknum. Menn þessir voru Þor-
steinn Björnsson, Ingólfur Ósk-
arsson, Sigurður Einarsson og
Guðjón Jónsson, — allir úr
Fram. Aður hafa fjórir leikmenn
hlotið samskonar viðurkenningu,
Gunnlaugur Hjálmarsson, Karl
Jóhannsson, Birgir Björnsson og
Ragnar Jónsson.
Axel Einarsson form. HSl af-
henti úrin og flutti þeim þakkir
og kvaðst vonast til að hand-
knattleikurinn nyti þeirra sem
lengst, því þetta væri aðeins á-
fangi á ferli þeirra, en engin
endalok.
Hannes Þ. Sigurðsson form.
landsli'ðsnefndar  ávarpaði  leik-
mennina, kvað Ingólf eiga sér-
stakar þakkir fyrir að taka
skyndilega vi'ð fyrirliðastöðu en
hlutverk sitt hefði hann leyst af
hendi með prýði. Þorstein kvað
hann vaxandi leikmann og aldrei
hafa átt jafngott keppnistíma-
bil og það síðasta. Guðjóni og
Sigurði þakkaði hann fyrir sýnd
an áhuga, sem hefði blossað upp
aftur hjá Sigur*ði en Guðjón
hefði ávallt mætt manna bezt á
landsliðsæfingar þrátt fyrir að
hann ynni sína daglegu vinnu
50 km frá bænum.
Fjórmenningarnir eru því vel
verðugir verðlaunanna.
Axei Einarsson sagði í ræðu
sinni að Island hefði nú leikið
50 landsleiki í karlaflokki, 14
hefðu unnizt, 3 orðið jafntefli
en 33 tapast og markatalan væri
812 skoruð móti 941 fengnum.
Næsti leikur landsins verður
í Færeyjum 20. júlí og fara 15
leikmenn utan 19. júlí og koma
21. júlí. Fjöldi mála er í af-
greiðslu hjá HSl og ver'ður
þeirra getið síðar.
Þróttur „átti leik-
inn#/ vann Víking
,Dularfull" úrslit um helgina
ÚRSLIT knattspyrnuleikja eru
sannarlega duttlungum háð og
undarlegum örlögum. Það feng-
um við að reyna um helgina. Vík
ingur og Þróttur mættust í Rvík-
urmótinu og var nú almennt bú-
ist við sigri Víkinga, sem höfðu
náð jafntefli við íslandsmeistara
Vals og nýbakaða Rvikurmeist-
ara og staðið alvarlega í hárinu
á KR-ingum og Framurum. En
annað kom á daginn. Þróttur
hafði frumkvæði leiksins allan
tímann og vann 4-1 — sigur sem
sízt var of stór miðað við tæki-
færin.
Svipið igierðiet í Litílu bikar-
keppninni. Keflvíkingax, sem
tryggt höfðu sér sigurinn, töpuðu
fyrir Akurnesingum 3:7 og Hafn
anfjörður,  sem tapaði 0:6 fyrir
Breiða'blik í fyrri uimtferðinni,
vann nú Breiðablik með 2:1. Eng
inn þessara þriiggja leikja hafði
þýðingu um endanleg úrsilit —
nema að Víkinigair hluitu botn-
sætið í Reykjavikurmiótinu.
Kannski er í því orsökina að
finna.
Þróttur tefMi nú fram unigum
leikmiönnuim, fuliuim baráttni- og
sigurvilja. Strax var fast sótt að
Víkingsmarkmu en fyrir dugnað
og 'heppni tókst að halda þvl
hreinu fyrsta hálftárrnann. Þá
skoraði Helgi Þorvaldsson fyrár
Þrótt en önskömimiu síðar jafna
Víkingar með góðu langskoti.
Rétt fyrir hlé náði Helgi fruim-
kvæði á ný fyrir Þrótt og 2:1 1
hléi var Mtil uppsikera Þróttar fyr
Framh. á bls. 31
I Laugardal á fimmtudag
Harðjaxlarnir og Bragbarefirnir mœtast
og /ið fréttamanna móti FRAM
FYRSTU knattspyrnuleikir sum-
arsins á Laugardalsvellinum,
fara fram á fimmtudaginn. Þá
leikur Fram gegn úrvalsliði, sem
íþróttafréttamenn hafa valið. Á
undan þessum leik fer fram
leikur á milli „old hoys" Fram
og KR, þ.e. liða Bragðarefanna
og Harðjaxlanna. Hefst sá leik-
ur kl. 3.
Lið íþróttafréttamanna verður
þannig skipað:
Sigurður Dagsson, Val,
Þorsteinn Friðþjófsson, Val,
Magnús Thorvaldsson, Víking,
Ársæll Kjartansson, KR,
Sigurður Albertsson, Keflav.,
Magnus Torfason, Keflavík
(fyrirliði),
Reynir Jónsson, Val,
Eyleifur Hafsteinsson, KR,
Hermann Gunnarsson, Val,
Gunnar Felixson, KR,
Karl Hermannsson, Keflavík.
Varamenn:
Diðrik Ólafsson, Víking,
Örn Guðmundsson, Víking,
Bergsveinn Alfonsson, Val,
Gunnar Gunnarsson, Víking,
Sigurður Jónsson, Val,
Hörður Markan, KR.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32