Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 109. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 8IÐUR
109. tbl. 55. árg.
ÞRIÐJUDAGUB 28. MAÍ 1968
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Astandið versnar
Frakklandi
enn i
— Ekkert lát á verkföllum
— Segir de Caulle af sér fyrir áramót?
• Verkföllin í Frakklandi halda áfram án afláts og virðast
litlar horfur á, að úr þeim muni draga, þrátt fyrir það að
samkomulag náðist í dag milli ríkisstjórnarinnar, atvinnu-
rekenda og verkalýðsleiðtoga um verulegar kjarabætur, því
að víðast hvar hafa verkamenn vísað þessu samkomulagi
á bug.
•  Stúdentaóeirðir héldu áfram í kvöld í París, en á sunnu-
dag ríkti meiri friður í borginni en oftast undanfarið og var
fólk þá tekið að vona, að ókyrrðin í borginni væri að miklu
leyti úr sögunni.
• Blöð í Frakklandi telja nú sum, að ef ekki verði bundinn
endi bráðlega á þá þjóðfélagskreppu, sem nú ríkir í landinu,
kunni að skapast þar byltingarástand.
• í AP-frétt frá Parísarfréttaritara brezka blaðsins The
Evening Standard, segir, að de Gaulle, forseti, hafi þegar
tekið ákvörðun um að segja af sér fyrir næstu áramót.
Friðsamara á sunnudag.
Innanlandsdeilurnar í Frakk-
landi fluttust í gær utan af göt-
unum inn að samningaborðun-
um og kyrrð og regla ríkti aft-
ur í París, en fulltrúar stjórn-
láílvaldanna, verkalýð>shreyfing-
anna og vinnuveitenda leituðust
við að komast að samningum,
sem myndu binda enda á verk-
föllin, sem nú má til um níu
mi'llj. manna.
Þúsundir Parísarbúa f engu sér
sunnudagsgöngutúr yfir
vinstri bakka Signu til þess að
sjá, er verið var að vinna að
því að hreinsa þar til eftir
verstu götubardagana, sem orð-
ið hafa í París frá stríðslokum
og áttu sér stað í síðustu viku.
Umferð á götum Parísar var að
meira eða minna leyti í lama-
sessi     sökum     bezinskorts
og  lyfjabúðir  í  borginni stríða
nú við vaxandi Skort á lyfjum
i Newsweek:
Humphrey
líklegastur
— til trambobs
New York, 27. maí — AP -
VIKURITH) Newsweek, sem |
út kom á sunnudag, scgir aðj
Hubert  H.  Humphrey  vara-
forseti hafi nú þegar tryggM
sér mest fylgi allra frambjóð j
enda  demókrata  til  forseta-
kjörs,  og vanti hann  aðeins'
32% atkvæði til að verða út- j
nefndur   forsetaefni   flokks (
síns   við   fyrstu   atkvæða-
greiðslu  á  flokksþinginu  í
ágúst. Segir vikuritið að fylgi
Roberts Kennedy hafi minnk ,
að nókkuð ef tir að Humphrey
gaf kost á sér til framboðs,
þrátt fyrir sigra Kennedys í l
forkosningunum  að  undan-
förnu.
Newsweek segir að Hump-
hrey hafi örugglega tryggt
sér 290 atkvæði á flokksþing
inu, auk þess sem talið er að
\ hainn hljóti 989% þeirra at-
kvæða, sem óbundin eru.
Alls þarf 1.312 atkvæði til að ,
hljóta útnefningu flokksins,
svo Humphrey vantar aðeins '
32 Vz. Samkvæmt könnun
Framh. á bls. 2
og öðrum vörum, sem þær hafa
á boðstólum.
f Bordeaux urðu hina vegar
blóðugar óeirðir á laugardags-
kvöld, en þar meidduist 74 lög-
reglumenn og fjöldi annars
fólks. Að þessu undanskildu hef
ur verið kyrrt í Frakklandi um
helgina. Þannig var það einnig
í Latínuhverfinu í París, en þar
lýstu leiðtogar stúdenta því yf-
ir, að þeir væru fylgjandi því,
að röð og regla kæmist á. Að-
stoðuðu stúdentar lögregluna m.
a. við að stjórma umferð og að
ryðja götur að trjám, sem höggv
in höfðu verið niður.
Verkföllin halda áfram
Verkföllin  héldu  hins  vegar
áfram í dag, mánudag, án af-
láts og jafn lamandi og fyrr,
þrátt fyrir samkomulag, sem náð
ist snemma í dag milli ríkis-
stjórnarinnar, atvinnurekenda
iðnaðarmanna og verkamanna,
og fól í sér almenna 10%
kauphækkun, 13% hækkun til
hinna lægstlaunuðu og margar
aðrar tilslakanir. Flutti Pompi-
dou     forsætisráðherra     til-
kynningu um þetta samkomulag
kl. 7.45 í morgun en þá höfðu
samningaviðræður staðið yfir í
14 klukkustundir.
Samkv. því samkomulagi, sem
gert var, á 10% launahækkunin
að verða í tveimur áföngum á
einu ári, en þar að auki skal
vinnutíminn styttur. Verkamenn
voru hins vegar ekki ánægðir
með þetta samkomulag og fljót-
lega tóku tilkynningarnar að
berast hver atf annarri, að verk-
fallinu yrði haldið áfram, unz
fallizt hefði verið á hinar upp-
fhaflegu kföfur verkamanna,
sem voru miklu hærri. Þannig
samþykktu staffsmenn Kenault-
verksmiðjanna að halda áfram
verkfallinu, en þeir eru yfir
50.000. Starfsmenn tveggja stór-
verksmiðja í Lyon fóru eins að
og sömulieiðis starfsmenn flug-
vélaverksmiðjunnar Sud Aviati-
on, þar sem CaravelLeþoturiiar
eru smíðaðar. Síðar samþykktu
einnig starfsmenn Citroen-verk
smiðjanna í París og starfsmenn
við  kjarnorkurannsóknarstöðv-
Framhald á bls. 27
Vilja
belti
Lítill árangur í Farís
hlutlaust
í Vietnam
París, 27. maí. (AP-NTB).
FULLTRUAR Bandaríkjanna og
Norður-Vietnam héldu fimmta
fund sinn um tilraunir til að
koma á friði í Vietnam í París í
dag. Fundirnir hafa enn engan
árangur borið, og í dag skoraði
Averell Harriman, aðalfulltrúi
Bandaríkjanna, á fultrúa Norður-
Vietnam að fallast á að Alþjóða
eftirlitsnefndinni verði falið að
koma upp hlutlausu svæði milli
Norður- og Suður-Vietnam. Xuan
Thuy, aðalfulltrúi Norður-Viet-
nam, svaraði því til að þessi til-
laga Bandaríkjanna væri blekk-
ing ein, og tilgangur hennar væri
sá einn að kasta rýrð á kröfu
Norður-Vietnam um að Banda-
rikin hætti loftárásum sínum á
landið.
Fundurinn í dag var sá lengsti
til þessa, og stóð í rúmar fjórar
klukkustundir. Eyddu fulltrúarn
ir miklum tíma í umræður um
það hvort Norður-Vietnam hefði
herli'ð í Suður-Vietnam, og sagði
Harriman að á undanförnum
fjórum árum hefði stjórnin í
Hanoi sent alls 200 þúsund her-
menn til Suður-Vietnam, þótit
flestir þeirra væru nú fallnir,
særðír, látnir á sóttarsæng, eða
horfnir af öðrum sökum.
Bar Harriman þessar upplýs-
ingar fyrir fundinn í þeim til-
gangi að fá Xuan Thuy til að
viðurkenna dvöl hermanna Norð-
ur-Vietnam  sunnan  landamær-
anna, en þessu hefur Thuy neitað
til þessa. Ekki fékkst hann held-
ur til að viðurkenna það í dag,
en sagði þó að eftir a'ð Banda-
ríkjamenn hafi ráðizt á Vietnam
hafi hver og einn íbúi Vietnam
átt rétt á því að grípa til vopna
og berjast „í öllum landshlutum
ástkærrar fósturjarðar okkar."
Framhald á bls. 27
Frá óeirðum í París sl. föstudag. Lögreglumaðurinn fremst á
myndinni er að berja einn þátttakandann í óeirðunum með
gúmkylfu.
HUNGURSNEYÐ
I BIAFRA
Nig^ríuher enn sakaður um
þjóðarmorð — Friðarviðræður
hafa engan árangur horið
Kampala, 27. maí (AP-NTB).
• Erfiðlega hefur gengið að
finna samkomulagsgrundvöll á
fundum fultrúa Nigeriu og Biaf-
ra, sem haldnir hafa verið í
Kampala, höfuðborg Uganda.
Reyna fulltrúarnir að finna leið
til að koma á friði í borgarastyrj-
öldinni í Nigeriu, en í gærkvöldi
munaði minnstu að upp úr syði
og fulltrúar Biafra héldu heim.
Fundum verður þó haldið áfram
á morgun.
• Brezkur háskólakennari, ný-
kominn frá Nigeríu, segir, að
stjórnin þar sé enn að fremja
þjóðarmorð á íbúum Biafra. Hún
ráði  ekkert  við  grimmdaræði
Forkosningarnar í
OREGON í dag
— Kennedy og Nixon spáð sigri
Portland, Oregon, 27. maí
— AP—NTB —
FORKOSNINGARNAR fara
fram innan stjórnmálaflokkanna
í Oregonriki í Bandarikjunum á
morgun um það hverjir skuli
verða fulltrúar á flokksþingun-
um í 'ágúst, og hvern frambjóð-
enda til forsetkjörs fulttrúam-
ir skuli styðja. í framboði fyrir
demókrata eru forsetaefnin Rob
ert Kennedy, Eugene McCarthy
og Lyndon Johnson forseti, sem
lýsti því yfir of seint að hann
gæfi kost á sér til endurkjörs.
Fyrir repúblikana eru í fram-
boði Richard Nixon fyrrum vara
forseti og Ronald Reagan rikis-
stjóri  í  Kaliforniu.  Auk  fram-
bjóðenda er búizt við að Hu-
bert Humphrey varaforseti fái
nokkuð af atkvæðum demókrata,
ög Nelson Rockefeller ríkisstjóri
í New York talsvert af atkvæði
um  repúblikana.  Til  þess  að
greiða þeim tveimur atkvæð-
þurfa kjósendur að rita, nöfn
þeirra á kjörseðlana.
Kunnugir telja að nauðsyn-
legt sé fyrir Robert Kennedy að
fá hreinan meirihluta atkvæða
demókrata í kosningunum, því
að öðrum kosti veiki hann mjög
aðstöðu sína á flokksþinginu í
ágúst. Skoðanakannanir sýna
hins vegar a'ð fylgi flokks-
manna er mjög skipt, og yfir-
Framhald á bls. 27
hermanna sinna og egypzkra
flugmanna, sem stjórna lofárás-
um á óbreytta borgara í Biafra.
# Alþjóða Rauði krossinn í Genf
skýrir frá því í dag, að þegar hafi
fjöldi manns látið lífið vegna
hungursneyðar, sem herji á flótta
menn í Biafra. Er talið að um
600 þúsund flóttamenn hafi yfir-
gefið heimili sín og flúið undan
sókn stjórnarhers Nigeríu. Búa
þeir við gífurlegan matvæla-
skort.
Fulltrúar Biafra á fundunum í
Kampala    gerðu    þá    kröfu
strax  í  uphafi  viðræðnanna  í
Framhald á bls. 27
Kafbátur
týndur
Washington, 27. mai (AP).
1 TILKYNNT var í Washington
I að óttast væri um afdrif kjarn
I orkukafbátsins    ,,Scorpion",
sem koma átti til heimahafn-
' ar sinnar, Norfolk í Virginia-
ríki, klukkan eitt siðdegis í
I dag, en var ókominn í kvöld.
Verið er að leita kafbátsins á
stóru svæði út frá Atlantshafs
I strönd Bandaríkjanna.
Siðast heyrðist tii kafbáts-
, ins 21. maí, fyrir tæpri viku,
en eðlilegt er að kafbátar á
I neðansjávarsiglingu láti ekki
| til sína heyra um lengri tíma.
91 manns áhöfn er um borð
í kafbátnum, og var báturinn
1 að koma úr æfingarferð frá
i Miðjarðarhafi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28