Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK Breytingar á frönsku stjdrninni Öldurnar virðist hafa lœgt nokkuð eftir rœðu de Caulles, forseta — Óstaðfestar fregnir um tilfœrslur herliðs og skriðdreka — Kosningar 23. /tím París, 31. maí. NTB-AP. • Ræða Charles de Gaulles, forseta Frakklands, í gær sú stefna, sein hann hefur tek ið til lausnar vanda þjóðar- innar virðist nokkuð hafa lægt öldurnar og beint orku og áhuga verkalýðs og stúd- enta að bættum kjörum og aðstöðu þeirra — og að þing- kosningunum, sem de Gaulle boðaði í ræðu sinni og eiga að verða, samkvæmt opin- berri tilkynningu í dag, hinn 23. júní nk. • Nokkuð bar á því í dag, að verkamenn sneru aftur til vinnu, einkum þó í smærri fyrirtækin, í stærstu og mikil vægustu fyrirtækjunum var ástandið lítt betra en verið hefur, þótt aðeins örlaði á því, að samstaða verkamanna væri að veikjast. • Fregnir berast um til- færslur franskra hersveita, sem hendir til þess, að þær séu viðbúnar fyrirskipunum um að koma á reglu, ef til átaka kemur. Skriðdrekasveit ir eru viðbúnar fyrir utan París. Jafnframt hefur verið upplýst, að de Gaulle fór í snögga ferð til Baden Baden í V-Þýzkalandi á miðvikudag og ræddi við yfirmenn franska herliðsins þar. • Breytingar hafa verið gerð ar á frönsku stjórninni og eru þær helztar, að þeir Couve de Murville, utanríkisráðherra og Michel Debre, fjármála- ráðherrá, skipta um embætti og Christian Fouchet, innan- ríkisráðherra og Georges Gorse, upplýsingamálaráð- herra, fara úr stjórninni ásamt tveimur ráðherrum öðrum. • Þá hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir í fjármálum lands ins, sem miða að því að tryggja gengi frankans. Slitnar upp úr viðrœðum Biafra og Lagos stjórnar — hvor aðili kennir hinum um, hversu komið er Kampala, Uganda 31. maí. AP-NTB. SLITNAÐ hefur upp úr samn- ingaviðræðum fulltrúa Lagos- stjórnarinnar í Nigeríu og full- trúa Biafra-stjórnar. Biaframenn yfirgáfu fundarsalinn og kváð- ust ekki hafa geð í sér til að eyða meiri tíma í innantómt málæði. Þeir munu væntanlega halda heimleiðis í kvöld. Hvor aðilinn kennir hinum um, að svo er nú málum komið. Fulltrúar Lagos-stjórnarinnar sögðust fyrir sitt leyti refðubún- ir að halda viðræðunum áfram, en þeir gætu ekki fallizt á þau sjónarmið Biafra, að vopnahlé tæki gildi án nokkurra skilmála. Sir Louis Mbanefo, aðalfull- trúi Biafra sagði að Niegeríu- menn kærðu sig augsýnilega ekki um frið og gerðu allt sem þeir mættu til að tefja fyrir að nokk- ur árangur yrði af viðræ'ðunum, en þær hafa nú staðið í viku. Þá gagnrýndi hann Breta fyrir að halda áfram vopnasendingum til Lagos-stjórnarinnar og kvað þær aðgerðir ekki vænlegar til að leiða deiluna til lykta. Á þriðjudag lagði fulltrúi Lagos-stjórnar fram áætlun í tólf atriðum, þar sem heitið er vopna hléi tólf stundum eftir að Biafra hafi hætt aðskilnaðarpólitík sinni og hafi dregið til baka sjálfstæðis yfirlýsinguna frá í fyrra. Ýmsir embættismenn í Kam- pala hafa reynt að koma á sátt- um milli aðila. Vitað er að Mbanefo ræddi við forseta Ug- anda, Obote, í hálfa aðra klukku- stund, áður en hann hélt heim- leiðis frá Kampala. Ráðherrarnir þrír, sem úr stjórninni ganga nú, ásamt þeim Fouehet og Gorse, sem fyrr var getið, eru Louis Joxe, dómsmála- ráðherra og Francois Missoffe, íþrótta- _ og æskulýðsmálaráð- herra. Áður hafði Alain Peyr- efitte, fræðslumálaráðherra sagt af sér embætti. Einnig gengur nú úr stjórninni Pierre Billotte, yfirmaður í ráðu neyti því, er fjallar um málefni, sem varða áhrifasvæði Frakka er lendis. Við þvi embætti tekur Joel le Theule, sem verið hefur formaður varnamálanefndar þjóðþingsins. Við embætti dómsmálaráð- herra tekur nú Rene Capitant, einn af helztu leiðtogum vinstri arms Gaullista. Hann gagnrýndi stjórn Pompidous mjög harðlega í slðustu viku og lýsti því yfir fyrirfram, að hann mundi greiða atkvæði gegn stjórninni í at- Framhald á bls. 19 Stuðningsmenn de Gaulle söfnuðust saman á Concorde-torgi í fyrradag til að lýsa samstöðu með stefnu forsetans og komu þar nær ein milljón manns. V-------------------------------------------- Sameinumst um slysalausa Hvítasunnuhelgi ÓNNUR mesta umferðarhelgi ársins — Hvítasunnuhelgin — fer nú í hönd og með henni má segja að hef jist annar þátt- ur umferðarbreytingarinnar, þ.e. fjöldaakstur á þjóðvegum landsins. Úti á landi munu lögregluliðin á hverjum stað halda uppi aukinni löggæzlu og allt fastalið lögreglunnar í Reykjavík, auk sumarmanna og bifreiðaeftirlitsmanna, verð ur að störfum sem um virkan dag. Starf löggæzlumanna verður fyrst og fremst að leiðbeina vegfarendum, nema gagnvart ökuhraðanum, en vegna umferðaröryggisins verður ekki hjá því komizt að taka hart á öllum brotum, hvað hann snertir. Það er því mikil nauðsyn, að allir öku- menn virði ákvæðin um há- marksökuhraða, en sem stend ur er hann 60 km. á klukku- stund úti á þjóðvegum við beztu aðstæður. — Enda þótt umferðarlöggæzlan verði auk in til muna yfir helgina er lögreglan engu að siður undir það búin að leysa öll önnur þau vandamál, sem upp kunna að koma í sambandi við almenna löggæzlu. Morgunblaðið snéri sér til Sigurjóns Sigurðssonar, log- reglustjóra í Reykjavík og spurði hann, hvernig fram- kvæmd löggæzlunnar yrði háttað yfir helgina. „Lögreglan reiknar með mjög aukinni umferð um þessa helgi, bæ’ði í Reykjavík og úti á landi“, sagði lögreglu stjóri. „Við teljum, að strax fyrir hádegi á laugardag verði óvenju mikil umferð í Reykjavík vegna innkaupa fólks til helgarinnar og við teljum einnig, að mikil um- ferð verði í borginni yfir helg- ina — fólk, sem er að æfa sig í hægri umferð. Við reiknum líka með mik- illi umferð á þjóðvegunum og þar verða mikið á ferð öku- menn, sem til þessa hafa æft sig í þéttbýli, en færa sig nú út á þjóðvegina. Þarna verður því um hóp byrjenda að ræða og má segja, að með þessari helgi hefjist annar þáttur um- ferðarbreytingarinnar, þ.e.a.s. fjöldaakstur á þjóðvegum Framh. á bls. 12 Með Hvítasunnuhelginni má segja að hefjist annar þáttur umferðarbreytingarinnar, þ.e. fjölda- akstur á þjóðvegum landsins. Gætum fyllstu varúðar í hvívetna og leggjum okkar af mörk- um til þess, að helgin verði farsæl og óhappalaus. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.