Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 1
32 SIOUR 123. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Imre Nagy endurreistur í Prag Aftaka hans „vansæmd" sósialistmanum Prag, 14. júní (AP). IMRE Nagy, fyrrum forsætis- ráðherra Ungverjalands, sem tekinn var af lífi fyrir forustu í uppreisninni í Ungverja- landi 1956, hefur hlotið óvænt lof í málgagni tékkneskra menningarfrömuða. Birtist lofgerð þessi á sama tíma og leiðtogar nýju stjórnarinnar í Tékkóslóvakíu vinna að því í Budapest að ganga frá nýj- um vináttusamningu Ung- verja og Tékka. Lofgreinin birtist í vikurit- inu Literarni Listy, og er Nagy þar lýst sem framsýn- um talsmanni lýðræðis-sósíal isma. Er búizt við að grein þessi eigi eftir að vekja harð- orð mótmæli frá bandamönn- um Tékka í kommúnistaríkj- unum, sem hvað eftir annað hafa gagnrýnt aukið frelsi blaðanna í Tékkóslóvakíu frá því núverandi stjórn tók þar við völdum. Tilefni greinarinnar er það, að á mánudaginn 17. júní eru liðin tíu ár frá því að opinberlega var skýrt frá réttarhöldum yfir Nagy og aftöku hans. Höfundur grein- arinnar er Osvald Machatka, og segir hann: „Andstætt við þá fjölmörgu, sem af tilviljun urðu fórnarlömb réttarhalda fyrri ára, var Nagy sannfærður andstæð- ingur Stalinismans er hann lézt.“ Nagy, segir höfundurinn, hélt því fram, að Stalínistar hefðu gleymt samborgaranum og sið- ferðilegu sambandi hans við þjóð félagið, en Nagy „sá fyrir nútím- ann.“ Blaiberg á batavegi Höfðaborg, 14. júní. AP. HJARTAÞEGINN Philip Blai- berg er nú á góðum batavegi í Groote Schursjúkrahúsinu í Höfðaborg og segja læknar, að þeim hafi tekizt að komast fyrir orsök lifrarsjúkdómsins og ein- angra hana. Þeir segja þó að Blai'berg sé enn ekki úr allri hættu og munu næstu tveir eða þrír dagar skera úr um hvort lífi hans verði bjargað. — „Með gagnrýni sinni á al- gjöru einræði og mannú'ðlegri túlkun á sósíalisma, kom Nagy fram sem ótvíræður fulltrúi lýð- ræðis- og þjóðernisgrundvallar sósíalismans. Hann byggði þetta á þeirri vissu að einræðisstjóm hlýtur alltaf að vera hlekkjuð Brandt ræðir við Rusk í Reykjavík Bonn, 14. júní AP-NTB. TALSMAÐUR V-þýzku sjórnar- innar skýrði frá því í dag á fundi með fréttamönnum að Kiesinger kanslari mnydi snúa sér beint til stjórna Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands um aðgerðir í sam bandi við ástand það er skapazt hefur vegna vegabréfshafta A- þýzku stjórnarinnar. Ekki er vit- að um tillögur Kiesingers í máli þessu, en þær munu ræddar á stjórnarfundi n. k. miðvikudag. Þá skýrði talsmaðurinn frá því að Willy Brandt utanríkisráð- herra V-Þýzkalands myndi ræða ástandið í Berlín við Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna á ráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsríkjanna, sem fram fer í Reykljavík 24.—25. júni n. k. huglausri eftiröpun fyrirmynda og þrællyndi,“ segir Machatka. — „Hann hélt þessu fram vegna þess, að með því að líkja eftir reynslu Sovétríkjanna, missti alþýðulýðveldið vinsældir sínar og lýðræðiseinkenni," segir höfundurinn. Hann minnist þess að Nagy ákvað að gera Ungverja land að hlutlausu ríki með því að ganga úr Varsjárbandalaginu. Telur höfundur að skilningsleysi Nagys á vemleik-ann í alþjóða- málum hafi átt drjúgan þátt í því að uppreisnin mistókst, og var brotin niður með aðstoð sovézkra skriðdreka. Höfundur- inn bendir á, að ástandið í heim- inum, sérstaklega árás Frakka og Breta á Súezskurðinn, hafi verið Nagy „afar óheppilegt". „Lát Nagys var vansæmandi fyrir heim sósíalismans," segir höfundur að lokum. „And-komm únistar höfðu af því mikið gagn, því það hentaði þeirra eigin þörf Imre Nagy Odeonleikhúsið aftur á valdi sfjórnarinnar Allt með kyrrum kjörum í Frakklandi París og Haag, 14. júní AP— NTB. FRANSKA lögreglan náði í dag á sitt vald Odeon leikhúsinn í París, sem verrið hefur í hönd- um stúdenta undanfarin mánuð. Yar fáni stúdenta dreginn niður og franski fáninn dreginn að húni í hans stað. Lögreglan kom að lfikhúsinu snemma í morgun og skoraði á stúdentana að yfir- gefa bygginguna af frjálsum vilja og myndi lögreglan þá eng- ar ráðstafanir gera gegn þeim. 132 stúdentar gengu þá út, en 66 varð lögreglan að fjarlægja og voru þeir færðir til yfirheyrslu. í nótt kom til nokkurra átaka milli franekra stúdentaleiðtoga og um 30 vopnaðara manna, em haft hafa bækistöðvar í Svarta- skóla undanfarnar vikur. Menn þessir hafa verið kallaðir „Kat- angaimenn“, en sögur herma að nokkrir þeirra hafi verið málalið ar í Katanga á sínum tíma. Stóðu átök þessi yfir nokkra stund og lauk með því að Katangamenn urðu að flýja bygiginguna. Héldu þeir þá til Odeonleikhússins, en höfðu þar stutta viðdvöl, þar sem lögreglan greip inn í eins og áð- ur sagði. Starfsmenn franska heílbrigð- Framhald á bls. 31 Stórþingið fellir tillögu um úr- sögn NOREGS úr NATO Portugal og Grikkland mikið rædd — enginn krefst Jbess að einræðisrikin segi sig úr SÞ EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær urðu miklar umræð ur um áframhaldandi aðild Noregs að Atlantshafsbanda- laginu í norska Stórþinginu í fyrradag og þeim var haldið áfram í gær. Hér verða rakin helztu atriði úr ræðum tals- manna stjórnmálaflokkanna eins og frá þeim er sagt af fréttastofunni NTB. Bent Roiseland, talsmaður vinstri-flokksins og framsögu- maður utanríkis- og stjómar- skrárnefndar Stórþingsins, hóf umræðuna og skýrði álit nefndar innar, þar sem einróma er lagt til, að Noregur haldi áfram aðild að NATO, en aðeins með þeim hætti verði öryggi landsins tryggt. Trygve Bratteli, þingleiðtogi Verkamannaflokksins, sagði, að það ré'ði mestu um afstöðu flokks síns til áframhaldandi aðildar aí Sovézk gagnrýni á aðild Noregs að NATO Moskvu, 14. júní (NTB). MOSKVUBLAÐHÖ Sovietskaya Kossia lýsir því yfir í dag, að aðild Noregs að Atlantshafsbanda laginu jafngildi samþykkt, er gangi sjálfsmorði næst, um þátt- töku í hverri þeirri styrjöld, sem leiðtogar „hernaðarbandalagsins“ komi af stað. Tilefni greinarinn- ar er aðailega sameiginlegar her- æfingar NATO, sem ganga undir nafninu „Polar Express“, en mið- stöð æfinganna er í Bardufoss. Segir Moskvublaðið, að það séu ekki Norðmenn, sem stjórni „heimsskauts-hraðlestinni“, held- ur aðrir, er leitt geti hörmungar yfir alla áhöfnina. Höfundur greinarinnar í Sov- ietskay Rossia er J. Livtstof, og segir hann, að heræfingar 'hafi það í för með sér, að íbúar á stóru svæði í Noregi búi allt að því við skilyrði nútíma kjarnorkustyrj- aldar. Livstov segist sjálfur hafa tek- ið þátt í frelsun Norður-Noregs í heimsstyrjöldinni síðari, og séð þá bæi og borgir, sem Þýzkaland hafði brennt. — „Nú birtast vopn aðir Þjóðverjar í Norður-Noregi til margskonar NATO-æfinga. Það er eitthvað óhugnanlegt við það, að þýzk hermannastígvél skuli á ný traðka göturnar í Kirkenes, Narvík og mörgum Framhald á bls. 13 NATO, að á þann hátt leystu Norðmenn varnarvandamál sín, og samstarfið innan bandalagsins stuðlaði að stöðugleika í Evrópu, en einmitt hann væri forsenda þess, að varanlegur grundvöllur friðar fyndist. Bratteli sagði, að NATO væri mikilsverður þáttur í pólitískri mynd Evrópu. Yrði bandalagfð leyst upp án þess að nokkuð kæmi í stað þess, raskaðist þessi mynd, og af því leiddi sennilega öryggisleysi og aukin spenna. 1 lok ræðu sinnar sagði Trygve Bratteli, að aðildin að Atlants- hafsbandalaginu hindraði Noreg ekki í því að taka sömu afstöðu gagnvart Portúgal á þingi Sam- einuðu þjóðanna og hið hlutlausa land Svíþjó'ð. Aðildin hindraði ekki Noreg í því að kæra grísku herforingjastjórnina fyrir mann- réttindanefnd Evrópu, né heldur í því að gera ályktun um Viet- nammálið, eða auka aðstoðina við þróunarlöndin. Svenn Stray, talsmaður Hægri- flokksins, fullyrti, að valdajafn- vægið væri eini möguleiki smá- þjóða til að losna undan því stór veldi, sem mest ógnaði því með kjarnorkuvopnum. Forsendur slíks valdajafnvægis væri svæðis bundið varnarsamstarf, og me'ðan ekki væri unnt að benda á betri Framhald á bls. 13 22 saknað af olíuskipi Durban, S-Afríku, 14. júní — AP—NTB — TUTTUGU og tveggja skips- manna af spánska olíuskipinu „World Glory“, sem brotnaði í tvennt undan ströndum S-Af- ríku í gær, er enn saknað. 8 mönnum hefur verið bjargað og 4 lík hafa fundizt. Sumir þeirra er af komust höfðu velkzt í sjón um i 18 klukkustundir. Mikið óveður hefur geisað á þessum slóðum undanfarna sól- arhringa og hafði skipið haldið sjó í hálfan sólarhring í óskap- legum sjógangi áður en risa- öldur brutu það í tvennt. Mikl- ir eldar kviknuðu þegar i skip- inu er þúsundir lesta af olíu runnu úr geymum skipsins. Mörg skip eru nú á slysstaðn um og leita þeirra er saknað er, en mjög slæmt veður er ennþá á þessum slóðum og hamlar björgunaraðgerðum. Afturhluti skipsins sökk mjög fljótlega, en framhlutinn flýtur ennþá. World Glory var 42 þús. lestir að stærð og var í eigu gríska skipakóngsins Stavro Niarchos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.