Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 125. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. JUNÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þörf er betri varúðar og þolgæðis Frakkland: Mánaðar verkföll- um að mestu lokið ÞJÓÐHÁTÍÐIN í Reykjavík hófst kl. 10 árdegis með því, að kirkjuklukkum borgarinn- ar var hringt. Kl. 10.45 hófst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hér ganga fremstir til kirkju úr Alþingishúsinu forseti fs- lands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, Sigurbjörn Einarsson, biskup, og séra Eiríkur J. Eiríksson, sem predikaði. Að baki þeirra má sjá Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, og nokkru aftar til vinstri Einar Ger- hardsen, fyrrum forsætisráð- herra Noregs, og frú, sem hér eru sem gestir ríkisstjórnar- innar. Þá má greina Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, og Geir Hallgrímsson, borgar- stjóra, og frú. Sjá frétt af há- tíðahöldunum á bls. 12. París, 18. júní (AP-NTB) M J Ö G hefur dregið úr verk- föllunum í Frakklandi um helg- ina, og tók fjöldi verkfallsmanna upp vinnu á ný á mánudag og þriðjudag. Meðal þeirra, sem hófu vinnu í dag voru um 100 þúsund iðnverkamenn, og er nú hafin á ný smíði bifreiða hjá Renault-verksmiðjunum eftir mánaðar vinnustöðvun. Hafa verkföllin haft mjög alvarlegar afleiðingar varðandi viðskipta- jöfnuð Frakklands við útlönd, og til að auka útflutning eftir að verkföllum lýkur, hefur franska stjórnin ákveðið að veita út- flutningsfyrirtækjum verulegan fjárhagsstuðning. { Verður endanlega gengið frá því á morgun, miðvikudag, á fundi ríkisstjórnarinnar, hver háttur verður á stuðningi við útflutningsiðnaðinn. Er haft eft- ir áreiðanlegum heimildum að Maurice Couve de Murville, fjár málará'ðherra, hafi gengið frá til lögum þessa efnis, sem lagðar verða fyrir stjórnina, og fela þær að sögn í sér meðal annars skatta- og vaxtalækkanir, og rík istryggingar til að s»æta hækk- uðum vinnulaunum og hráefnis- verði. Fyrr í þessum mánuði ákvað franska stjórnin að taka út hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington 745 milljónir doll- ara til að tryggja gengi frank- ans á þessum upplausnartímum Framhald á bls. 19. *<• r rr #r * y sí *<• * fcr í #* ** i = í Þjóðhátíðarræða dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra MER verður stundum hugsað til sögu, sem mætur maður sagði mér af sjálfum sér. Um aldamót- in, þegar hann var í Lærða skól- anum gekk hann ásamt vini sín- um niður með Læk út á Batterí og ræddu þeir heimsins vanda- mál eins og ungum mönnum er títt. Þeir voru sammála, en það, sem þeir voru sammála um, var að vera á móti öllu, öllu, lagði sögumaðurinn minn áherzlu á. Hann sagði mótstöðuna hafa fyllt huga þeirra félaga, en gegn hverju hún beindist í raun og veru og á hvaða rökum hún var reist hefðu þeir enga grein gert sér fyrir og þá enn síður, hvern- ig bæta ætti úr því, sem þeir voru á móti. Báðir urðu þessir skólapiltar siðar atkvæðamiklir umbóta- menn í íslenzku þjóðfélagi. Þeir urðu það þegar þeir áttuðu sig á hverju þeir voru á móti, og að ekki er nóg að vera á móti held- Dean Rusk í sjúkrahúsi DEAN Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var sl. laugar- dagskvöld lagður í Walter Reed sjúkrahúsið í Washington til rannsóknar vegna þvagrásar- bólgu. Búizt er við, að hann verði I sjúkrahúsinu fram undir vikulokin, en að sögn lækna, verðu rhann væntanlega orðinn það frískur, að hann geti sótt ráðherrafund Atlantshafsbanda- langsins í Reykjavík. Bjarni Benediktsson ur verða menn einnig að vera með. Þessir tveir félagar gátu sér orð vegna baráttu sinnar fyrir sjálfstæði landsins og vegna stuðnings við margháttaðar rétt- arbætur og nytsamar fram- kvæmdir, þó að þeir jafnframt væru óhvikulir í andstöðu við ranglæti og heigulshátt til hinziu stundar. Ég rifja upp þessa sögu vegna þess að hún lýsir hugarástandi ungra manna, e.t.v. allra á vissu skeiði, og átakanlegar einmitt um þessar mundir en oftast ella. Hvaðanæfa berast nú fregnir af mótmælum og stundum upp- hlaupum ungra manna. Orsakir þessa óróa virðast eiga sér fátt sameiginlegt, enda víða ógern- ingur að átta sig á þeim. Þeir talsmenn óeirðanna, sem skýrast láta uppi hug sinn, gera og harla lítið úr einstökum atriðum, held- ur segjast þeir vera á móti öllu nema breytingum, aðeins breyt- inganna sjálfra vegna. Enda tjái ekki að reyna að gera sér fyrir- fram grein fyrir, hverjar breyt- ingarnar eigi að verða heldur einungis að stöðug breyting þurfi að eiga sér stað. Vafalaust telja hinir ungu menn sig hafa fundið ný sann- indi, sem miklu góðu eigi til veg- ar að koma. En afneitunin, mót- mælin ein gera litla stoð, þótt til breytinga leiði. Skáldspeking- urinn Goethe, sem í meistara- verki sínu Faust fjallar um bar- áttu hins góða og illa um manns- sálina, lætur hinn fúla freistara, kölska, lýsa sjálfum sér sem and- anum, er öllu sé á móti „Der Geist, der stets verneint". Það þarf og hvorki afneitun né upphlaup til að knýja breyt- ingu fram. Jónas Hallgrímsson kenndi þegar fyrir nær einni og hálfri öld hverju mannsbarni á íslandi, að það er svo bágt að Framh. á bls. 11 Nína Tryggvadóttir. Nína Tryggvadóttir listmálari látin — NÍNA Tryiggvadóttir, listmálari, andaðist í sjúkrahúsi í New York aðfaranótt 18. júní sl., eft- ir stutta sjúkdómslegu. — Með henni er horfinn einn af þekkt- ustu listamönnum þjóðarinnar. Nína Tryggvadóttir var fædd 16. marz 1913 á Seyðisfirði og var því aðeins 55 ára að aldri er hún lézt. Foreldrar hennar voru Tryggvi Guðmundsson, kaup- maður á Seyðisfirði og kona hans, Gunndóra Benjamínsdótt- ir. Nína Tryggvadóttir stundaði fyrst nám í Kvennaskólanum í Reykjavík en síðan fór hún til listnáms í Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Stundaði hún þar nám árin 1935—-39. Fram- haldsnám stundaði hún í París árin 193í9—40. Árin 1942—45 stundaði hún listnám í New York. Var hún búsett þar í borg árin 1942 til 1949. Hér heima átti hún svo heima árin 1950— 52 en í París og London árin 1952—59. Frá árinu 1959 átti hún heimili í New York. Nína Tryggvadóttir hélt fljölda málrverkasýninga víðsvegar um heim. Einnig tók hún þátt í fjöl- mörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Þá samdi hún ennfremur nokkrar barnabækur. Árið 1949 giftist Nína Tryggva dóttir dr. Alfred L. Copley lækni í New York og áttu þau eina dóttur. Hin látna listakona verður jarðsett heima á íslandi. Brandt til Austur-Berlínar Berlín 18. júní AP—NTB WILLY Brandt, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands fór í dag til A-Berlínar og ræddi við Abra ssimov, sendiherra Sovétríkjanna í A-Þýzkalandi um „ýmis sam- eiginleg mál“, að sögn tals- manns v-þýzka utanríkisráðu- neytisins. Stjórnmálafréttaritar- ar segja að þetta þýði að Brandt hafi borið fram mótmæli Bonn- stjórnarinnar við ferðahöftum í Berlin. Talsmaðurinn sagði að Kiesinger kanslari svo og banda menn V-Þjóðverja hefði verið gert viðvart um ferðir Brandt För Brandts til A-Berlínar kom mönnum mjög á óvart og hefur vakið miklar umræður og íhug- anir. KLAUS Schuetz, borgarstjóri Vestur-Berlínar, ræddi í dag við brezka, bandaríska og franska herforingja á sérstökum fundi um ástandið sem skapazt hefur vegna hafta þeirra er a-þýzka stjórnin setti á samgöngur milli borgarhlutanna fyrir viku. Schuetz, borgarstjóri, sagði að Frambald á bLs. 27. * 9 # %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.