Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1968
Útboð í smíði ísl. hafrann-
sóknarskips
Verðtiboð  136-171  millj.  króna
Á  SÍBASTLIÐNU  ári  leitaði I hvort     skipasmíðastöðvariiar
Bygginganefnd    hafrannsókna- hefffu áhuga á smíði íslenzks haf-
skips  til  14  skipasmiðastöðva  í rannsóknaskips.
3 löndum, Þýzkalandi, Bretlandi   Eingöngu var leitað til þeirra
og Noregi, og spurðist fyrir um,' stöðva, setn vitað var að hefðu
Smábátarnir rótfiska
inni á Norðfirði
Fékk 5000 kr. virði á 8 tímum
Neskaupstað, 27. júní.
HVER smáfleyta er nú á sjó. Því
síðustu dagana hafa bátarnir rót
fiskað hér rétt nndan vitanum.
Þar sem svo stutt er að fara,
eru notaðar allar fleytur, sem
geta flotið. T.d. fór annar Iög-
regluþjónninn hér á frívaktinni
sinni einn á báti og eftir 8 tíma
fjarveru var hann búinn að
fiska fyrir 5000 kr. Er þetta frek
ar smár þorskur, sem fæst. Fer
hann allur í frystihúsið og er nóg
að gera þar núna.
Eininig bafa stærri bátar, sem
stunda handfæraveiðar við
Langanes, verið að koma heim
Og hafa aflað ágætlega þar.
f sumar verður hér mikil trillu
útgerð, því margir ætla að
stunda þær veiðar. Helduir er
erfitt að fá menn á síldarbátana,
því þeir eru svartsýnir á síld-
veiðar. Verður því mikið af að-
komumönnum á þeim.
í dag var skráð á fyrsta síteU
veiðibátinn hér, Barða NK og
ætlar hann út í nótt. Fer hann
norður eftir, þar sem þeir hafa
verið að finna síldina.
Alger ördeyða hefur verið hér
lengi, kalt og grátt niður í hlið-
ar. Liggur við frosti á nóttunmi.
Enginn gróður er kominn og bíð
um við óþreyjufullir eftir að
hlými og komi sumar. — Ásgeir.
reynslu í smíði rannsóknaskipa
eða skuttogara, en fyxirhugað ís-
lenzkt rannsóknaskip er teiknað
sem skuttogari.
Af fyrrgreindum 14 stððum
óskuðu 8 stöðvar eftir því að
bjóða í smíði skipsins, en síðar
heltust 2 úr lestinni og voru þá
eftir 6 stöðvar, 4 í Þýzkalandi, 1
í Bretlandi og 1 í Noregi.
Útboð voru send til fyrr-
greindra stöðva hinn 4. apríl, en
útboðsfrestur rann út í dag.
Ekki liggja enn fyrir endanleg
ar upplýsingar um lánakjör allra
stöðvanna. Ber því að líta á yfir-
lit þetta til bráðabirgða þar til
unnið hefur verið úr gögnunum.
Verðtilboðin námu frá 136
millj. kr. upp í 171 millj. kr.
Verðtilboðin taka til skipsins
alls með öllum búnaði og tækj-
um, þar á meðal öllum þeim bún-
aði, sem þegar hefur verið keypt-
ur, en verð hans er um 29 millj-
ónir íslenzkra  króna.
(Frá sjávarútvegsmálaráðu-
neytinu).
^.
Svala Þórisdóttir við eina af myndum sínum á sýningunni
Oxford.
Málverkasýning íslenzkrar
stúlku í Oxford
Góður afli Skaga
strandarbáta
- en ísffifi liggur í fjarÖarbotninum
Sauðárkróki, 27. júní.
TOGSKIPIB Brangey, sem keypt
var hingað og hóf veiðar um
mánaðamótin marz—april, hefur
Þegar aflað um 600 tonn. Hefur
það mjög bætt úr atvinnuástandl
hér. Auk Brangeyjar, sem er
250 tonn, er hér gerður úr nóta-
báturinn Týr. Hefur hann fengið
dágóðan afla. Allur afli er verk-
aður í frystihúsinu á Sauðár-
króki.
í síðustu veiðiefrðinni varð
Drangey að landa aflanum á
Hofsósi, en hann var síðar flutt-
ur á bílum til Sauðárkróks. Or-
sökin er sú, að hafís hefur verið
hér í botni Skagafjarðar í rétta
viku og torveldað allar siglingar
hingað. Síðasta sólarhríngínn hef
Berlín 28. júní. NTB.
BERLÍNARLÖGREGLAN rak í
dag sjötíu stúdenta út úr höfuð-
stöðvum rektors háskólans í V-
Berlín, eftir að námsmennirnir
höfðu hafzt þar við um skeið og
neitað að víkja, fyrr en rektor
samþykkti að hefja opinberar
umræður um endurbætur á
kennslufyrirkomulagi skólans.
ur ísinn þó þiðnað, svo á 22
tonna bátur komst hingað inn í
gaer með því að þræða alveg með
landi.
Það er gamalla manna mál, að
þegar Húnaflói fyllist af ísi, þá
séu það þrír farmar í Skagafjörð.
En þegar ísinn hverfur af Húna-
flóa, rekur hann fyrir Skaga og
kemur gjarnan hér rnn. Við von-
um að þetta sé síðasti farmurinn
og við förum nú að losna við ís-
inn. — Jón.
UNG, íslenzk stúlka, Svala
Þórisdóttir     Baldvinssonar,
arkitekts, hélt nýlega mál-
vericasýningu í hinum kunna
Christ Ghurch College í Ox-
ford. Svala hefur stundað list
nám í Englandi um fjögurra
ára skeið og síðast við Ruskin
School of Drawing and Fine
Art. í Oxford.
Árlega er haldin í St. Cat-
harine's College í Oxford sam
sýning 50 nemenda. Verkin á
sýninguna eru valin af nefnd,
sem skipuð er fulltrúum skól-
anna í Oxford. Að þessu sinni
bar svo við, að fulltrúi Christ
Church College í nefndinni
bauð Svölu Þórisdóttur að
halda sérstaka sýningu í sýn-
ingarsal skólans, en þar eru
haldnar sýningar á hverju
vori til kynningar á verkum
ungra listamauna. Þykir mik-
ill heiður að fá þarna inni,
þar sem aðsókn er mikil hvað-
anæva að, og færri komast að
en vilja, þess eru samt sem
áður nokkur dæmi, að nem-
endur fá þarna inni fyrir sýn-
ingar sama árið og þeir út-
skrifast. Christ Church Coll-
ege ber allan kostnað af sýn-
ingum þeim, sem þarna fara
fram, leggur til húsnæði, ann-
ast gerð sýningarskrár og aug
lýsinga auk þess sem gestum
er boðið til hófs, þegar sýning
er opnuð.
Sýning Svölu hófst 2. júní
og lauk 16. í tilefni sýningar-
innar birtist viðtal við Svölu
í tímariti Oxford-háskóla,
„ISIS", þar sem hún segir:
„Hér í Oxford sækjast lista
menn mjög eftir kynningu á
verkum sínum. í Ruskin-skól-
anum erum við hvött til þess
að bregðast vel við gagnrýni,
og sjálf er ég mjög þakklát
fyrir hina fræðilegu kennslu,
sem við hljótum hér.
Atomorkunefnd Candaríkj-
anna styrkir enn rannsóknir
—  á  þurrlendislífi  í  Surtsey
RANNSÓKNIR á þurrlendislífi | Nú hefur nýlega verið ákveðið
í Surtsey hafa verið styrktar af að framhald verður á þessum
Atomorkunefnd  Bandaríkjanna. I styrk á þessu ári, og verða veitt-
Prestsstarfið í Kaup-
mannahöfn heldur áfram
ÞEGAR kunnugt varð , að fjár-
veiting fyrir þetta ár til prests-
starfs meðal íslendinga í Kaup-
mannahöfn yrði felld niður úr
fjárlögum, var hafin fjársöfnun
meðal almennings til þess að
standa straum af þessu starfi í
bili. Jafnframt var þess farið á
leit við séra Jónas Gíslason, að
hann gegndi starfinu áfram um
sinn, ef nægu fé yrði skotið sam-
an til þess að kosta það, og varð
hann við þeim tilmælum.
Ráðningartími séra Jónasar er
útrunninn 1. júlí. Mun hann þá
fara í þriggja mánaða leyfi. En
frá 1. okt. n. k. er hann ráðinn til
áframhaldandi þjónustu sem
sendiráðsprestur í Kaupmanna-
höfn í allt að 10 mánuði. Hefur
Biskupsskrifstofan afhent kirkju
málaráðuneytinu það fé, sem
safnast hefur til þessa prests-
starfs og hefur ráðuneytið góðfús
lega samþykkt fyrir sitt leyti,
að sr. Jónas sé ráðinn til starfs-
ins á téðum grundvelli.
Öllum, sem hafa stutt að því,
að prestsstarfið í Kaupmanna-
höfn þyrfti ekki að leggjast nið-
ur, eru innilegar þakkir færðar.
Greinargerð fyrir söfnuninni
mun birt innan skamms.
Menn eru beðnir að taka eftir
því, a'ð sr. Jónas hefur leyfi frá
starfi mánuðina júlí, ágúst og
september í sumar, en tekur
aftur til starfa 1. október. Þeir,
sem þurfa á fyrirgreiðslu að
halda þann tíma, sem sr. Jónas
er fjarverandi, snúi sér til ís-
lenzka sendiráðsins í Kaup-
mannahöfn.
Frá skrifstofu biskups.
ir 20 þús. dollarar, eða á aðra
milljón ísl. króna. í þessum rann
sóknum á þurrlendislífi í Surts-
ey eru taldar rannsóknir á öllu
dýra- og jurtalífi, aðflutningur
þess til eyjarinnar og landnám á
eynni.
Dr. Sturia Friðriksson hefur
.gengizt fyrir því að þessi styrkur
er fenginn, enda er á hans veg-
um unnið mikið af því verki,
sem  styrkurinn  gengur  til.  En
Á grundvelli hennar hef ég
leitazt við að kynna verk mín
í fyrsta sinn, einkum á þann
hátt, þar sem auðveldast er að
gagnrýna þau, með sýningu.
En það er samt sem áður
hættulegt að auglýsa verk sín
með sýningu of snemima. Hér
tíðkast það jafnvel, að nem-
endur vilja fá að halda sýn-
ingu á fyrsta námsári.
Ég tel þetta mikinn mis-
skilning. Fyrstu verkin geta
haft margvísleg áhrif; þau eru
gerð á þvi skeiði, þegar lista-
maðurinn meðhöndlar við-
fangsefni sitt á sama hátt og
myndavélin. Það er rangt að
efna til sýningar á ófullmót-
uðum verkum, hvort sem það
er gert til að auglýsa sjálfan
sig eða græða peninga.
Ég er sannfærð um, að það
sé betra að stunda nám um
nokkurra ára skeið, en
blómstra síðan, Auk þess get-
ur skyndileg og óviðbúin
snerting við gagnrýni haft
mjög  skaðleg  áhrif  á  lista-
aðrir, sem nota þennan styrk At-
omnefndarinnar, eru dr. Finnur
Guðmundsson með fuglarann-
sóknirnar, Eyþór Einarsson með
samanburð á þessum gróðri og
gróðri á svæðum sem koma und-
an jöklum, Carl H. Lindroth frá
Lundi í Svíþjóð sem með aðstoð
Högna Böðvarssonar og Hugo
Andersen, stundar rannsóknir á
skordýrum og ber saman við
skordýr á öðrum nálægum eyj-
um, Bergþór Jóhannsson, grasa-
fræðingur með mosarannsóknirn
ar, Arinbjörn Kolbeinsson og
þýzki bakteríufræðingurmn W.
Schwarts með rannsóknir á bakt
eríugróðri.
Niðurstöður  hafa  birzt  í  árs-
skýrslu  Surtseyjarfélagsins,  en
þessar  rannsóknir  sem  aðrar  í
Surtsey eru  á þess  vegum.  Og
Framh. á bls. 27
Smíði strandlerða-
skipanna að heijast
ÞETTA er nú að fara í góðan
gang, sagði Skapti í Slippstöð-
inni á Akureyri, er fréttamaður
Mbl. hringdi til hans og spurði
hvernig gengi smíði strandferð-
arskipanna hjá honum. Hann
sagði að aðallega væri byrjað
á öðru þeirra í einu, en þó væru
vissir hlutir unnir samtímis í
bæði.
Tafir hafa orðið um efnisútveg
un vegna hafíssins og samgöngu
erfiðleika. Hafa flutningar á
efni tafizt um 4—5 vikur, en
er nú um það bil að koma og
þessir erfiðleikar því vonandi úr
sögunni, að því er Skafti sagði.
Um 170 manns vinna nú í
Slippstöðirani, en þar er unnið
við fleiri verkefni en strandferð
arskipin tvö.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28