Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 Guðmundur Erlendur Hermannsson Kveðja Ingibjörg Sigur- björnsdóttir Minning j Fæddur 19. desember 1936. Dáinn 27. maí 1968. Heyri ég himinblæ heiti þitt anda ástarrómi, fjallbuna þylur hið fagra nafn glöð í graenum rinda. t Ma’ðurinn minn, faðir okkar og bróðir, Guðni Jósef Markússon trésmiður, Austurgötu 22b, Hafnarfirði, andaðist á Landsspítalanum laugardaginn 27. þ.m. Guðriður Björnsdóttir, börn og systir. t Maðurinn minn, Gunnar Gíslason, lézt í nótt, 29. júlí. Else Gíslason, Hólabraut 6, Hafnarfirði. t Móðir mín tengdamóðir og amma, Guðríður Þorlcifsdóttir, andaðist að Elli- og hjúkrunar heimilinu Grund þann 28. 7. Kristján, Svava og börn. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir okkar, Ferdína Stefanía Bachmann Ásmundsdóttir Heiðargerði 40, lézt á Landsspítalanum 27. júli. Magnús Gíslason, böm og tengdabörn. t Faðir okkar, Þorkell Guðbrandsson Háteigsveg 28, Iézt í Landsspítalanum 28. júli. Slgriður Þorkelsdóttir, Guðbrandur Þorkelsson, Ragnheiður Þorkelsdóttir. t Maðurinn minn, faðir, tengda faðir og afi, Stefán G. Helgason, Austurgötu 43, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi 29. þ.m. Sveinsína Narfadóttir, Gunnar H. Stefánsson, Ólína Ágústsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir Lít ég það margt er þér líkjast vill guðs í góðum heimi, brosi dagroða, blástjörnur augum, liljur ljósri hendi. Hví hafa örlög okkar beggja skeiði þannig skipt? Hví var mér ei leyft lífi mínu öllu með þér una? t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Guðrún H. Dalmannsdóttir, lézt að heimili sínu 24. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jörundur Brynjólfsson, Gaukur Jörundsson, Ingibjörg Eyþórsdóttir. t Maðurinn minn, Grímur Þorkelsson skipstjóri, Reynimel 58, er andaðist 24. þ. m., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik mfðvikudaginn 31. júlí kl. 13.30. Blóm vin- samlegast afþökkuð. Sigríður Jónsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Hallgrímur Traustason Helgamagrastræti 11, Akureyri, andaðist að heimili sínu 27. júlí sl. Jargarförin fer fram fimmtudaginn 1. ág. kl. 2.00 e.h. frá Akureyrarkirkju. Kristín Jónsdóttir og börn. t Útför föður okkar, Hjálmars Jónssonar frá Dölum í Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju miðvikudaginn 31. júlí kl. 2 e.h. Börnin. t Innile£rar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móð- ur okkar tengdamöður og ömmu, Þóru Sigurgeirsdóttur Asabraut 8, Keflavík. Egill Jóhannesson, Sólveig Jónsdóttir, Ingiberg Jóhannesson, Þorgerður Hauksdóttir, Haukur Ingibergsson, Margrét Guðjónsdóttir, Sigríður Egilsdóttir, Ingvi I. Ingrason, Sólveig Heiða Ingvadóttir. Löngum mun ég, fyrr hin ljósa mynd mér úr minni líði, á þá götu, er þú ganga hlýtur, sorgaraugum sjá. N. M. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, Magnúsar Jónssonar bifreiðarstjóra, Nökkvavogi 56, fer fram frá Fossvogskirkju í dag (þriðjudaginn 30. júlí), kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð- En þeim er vildu minnast hins látna er bent á Styrktarfélag vangefmna. Fanney Guðbjörg Guðmannsdóttir og börnin. t Okkar innilegustu þakkir fyr- ir auðsýnda samúg og vinar- hug við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns Magnússonar skipstjóra. Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsi Neskaupstaðar fyr ir góða umönnun. María Jóhannsdóttir, Jóh. Pétur Guðmundsson, Jóhann Jóhannsson, Guðrún María Jóhannsdóttir, Kristín Ingibj. Jóhannsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson, Hólmgeir Þór Jóhannsson og bamabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för, Emanúels Gíslasonar ísafirði. Fyrir hönd vandamanna. Friðborg Gíslason. t Alúðarþakkir fjrrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Rebekku Ebbu Hansen Halldór Hansen dr. med., Halldór Hansen, yngri, Kristín Þorsteinsdóttir, Sigrún Hansen og Sigbjörn Þórðarson, Maria, Bjami Jóhannesson og börn. Fædd 4. júlí 1892. Dáin 7. apríl 1968. öll við þökkum indæl kynni Ingibjörgu frú á Grund. Eignarjörð hún imni sinni, allt þar prýddi glöð í lund, stjórnsöm vann þar úti og inni, eftir getu hverja stund. Bjó hún þar við bezta hró'ður, börn sem henni dvöldu hjá, leit hún á sem ungan gróður, örum þroska lét þau ná, vemdarengill var þeim góður, vart þau máttu af henni sjá. Ingibjörg var ekki að kvíða, alltaf virtist reynslan sú mjög þó stundum mætti líða missti hún aldrei von og trú HINN 19. júlí var gamall vinur minn og samverkamaður um nokkur sumur borinn til hinztu hvíldar, Þorleifur Erlendsson kennari, kenndur við Jarðlangs- staði á Mýrum í BorgarfirðL Hann var orðinn hvíldarþurfi eftir langa ævL sem hann gekk einn og óstuddur. Hins vegar studdi hann aðra eftir föngum og kenndi þeim nytsöm fræði og góða siði. Hann var með sér- kennilegri mönnum, sem ég hef kynnst. Þorleifur var fæddur á Jarð- langsstöðum hinn 5. marz, 1876, og var því röskra 92 ára er hann lézt á elliheimilinu Grund hinn 14. júlí. Foreldrar hans voru hjónin Erlendur Guðmundsson bóndi á Jarðlangsstöðum, og Gauðlaug Jónsdóttir. Móður sína missti Þorleifur á óminnis- skeiði og hefur það efalaust mót- að mjög hina viðkvæmu lund hans að alast upp án móðurhlýj- unnar. Snemma bar á mikilii fróðleiksfýsn hjá Þorleifi og músíkölskum gáfum. Aftur á móti var hann lítið hneigður fyrir veraldarvafstur. Hann var ekki nema 18 ára, þegar hann var látinn segja börn um til á Grímsstöðum á Mýrum, en eftir það var braut hans barnafræðsla. En áður en þetta varð var hann við nám í organ- leik hjá Jónasi Helgasyni í Reykjavík 1892, sem mun hafa verið næsta óvenjulegt á þeim tímum. Árið 1902 lauk Þorleif- Ur prófi frá Flensborgarskóla og öðlaðizt með því kennararétt- indi, en síðar settist hann einn vetur í Kennaraskólann til að læra meira. Hann var farkenn- ari víða um land í heilan manns- aldur, en sjálfur var hann alltaf að læra. Meðal annnars fór hann utan einu sinni eða oftar í fræða leit. Þegar hann hætti kennslu varð hann um skeið umsjónar- maður í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, en síðari árin gaf hann t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðar- för, Árna Ólafs Thorlasíus Fögrubrekku, Suðurlandsbraut. Þórunn G. Thorlasíus, Hjálmar Jónsson, Guðfinna A. Hjálmarsdóttir, Ingibjörg Vilhjálmsson. að á fætur fengi að skríða, fara heim og stunda bú. Alir þakka hér af hjarta, hetjulund og gleðibrag, hlýja kærleiksbrosið bjarta, bætti margra sjúkra hag, hún var ekki hót að kvarta hinzta fram á sólarlag. Ung og glæst í æskublóma, Ingvars til hún fór að Grund, j prúðmennis og sveitarsóma, sem á kennslu lagði stund. Inn í sælulandsins Ijóma, leiðast þau á drottins fund. Fyrir mína hönd og annarra stofufélaga og vina á sjúferahúsi Hvammstanga. Guðrún M. Benónýsdóttir. sig að allskonar grúski meðan heilsan entist. Þorleifur Erlendsson stundaði allskonar sumarvinnu meðan hann fékkst við kennslu. Hann vann við hvalveiðar, brúarsmíði, mæðiveikivarnir og skógrækt. Hvar sem hann fór hafði hann lítið ferðaorgel með sér, sem hann lék á fyrir samverkamenn sína, en á morgnana vafcti hann þá með fögrum tónum úr munn- hörpu sinni, og valdi hann þá ýmiss konar lög, eftir þvl sem honum þótti við eiga. Lét hon- um vel að umgangast unga drengi og gaf þeim ýmis heil- ræði. Ennfremur lét hann oft umsagnir falla um samverka- mennina, sem bæði sýndu sér- kennilega og skarpa athyglis- gáfu og urðu til þess að viðkom- andi varð að taka sig á. í til- svörum gat hann verið bæði op- inskár og hæðinn svo að af bar, og geymast þau mörg í minnum manna. Annars lagði hann ávallt gott til manna, þvi að hann hafði gott hjarta. Ýmis mál voru hon- um hjartfólgin svo sem skóg- rækt, og hafði hann yndi af að fást við hana. Austur í Hauka- dal standa mörg tré, sem hann setti niður, og á Jarðlangsstöð- um plantaði hann all mifclu af t.rjám, enda þótt hann ætti bágt með að verja þau fyrir beit. En fyrst og fremst var það tón listin ,sem átti hug hans allan, og ef Þorleifur hefði fæðst hálfri öld síðar en hann gerði og átt sama kost og unglingar áttu þá, hefði hann ef til vill orðið me# mestu mönnum okkar á sviði tónlistar og tónfræði. Hann var langt á undan samtið sinni 1 þeirri grein. Nú er hann góður genginn og samverkamenn hans minnast hans, sem hins hjarta- prúða og hreinlynda drengs, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Ef nokkur maður á góða heim- von, þá er það Þorleifur Erlends son frá Jarðlangsstöðum. Hákon Bjarnason. Hug-heilar þakkir til allra s«m glöddu mig á niræðisafmæli mínu, 12. júli og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur ölL Guðríður Jónsdóttir Smáratúni 17, SelfossL Þorleifur Erlendsson ; | frá Jarðlaugsstöðum t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.