Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 166. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. AGUST 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins Borgarastyrjöldin í Nígeríu: Viðræður í Addis Abeba stöövast — Leiðtogi Biafra heldur heimleiðis Cowon kemur ekki. Enginn fundur í gœr. Deilt um setu áheyrnarfulltrúa Björgunarsveitir vinna í rústum stórbyggingar sem hrundi í Manila á Filippseyjum 2. ágúst s.l. er miklir jarðskjálftar urðu í borginni. Vitað er að yfir 200 manns fórust, þegar byggingin hrundi og margir grófust undir rústunum og gengur björgunar seint. Vitað að 232 hafa látið lífið af völdum iarðskjálftans í Manila Manila, 6. ágúst NTB-AP. TVEIR snarpir jarðskjálftar fóru um Manila, höfuðborg Filipps- eyja í dag og ollu mikilli skelf- ingu meðal íbúanna og ótta um, að yfir mundu dynja á ný hörm- ungar á borð við þær, sem urðu hundruðum manna að bana síð- astliðinn föstudag Vitað er nú með vissu að 232 menn hafa beð- ið bana af völdum jarðskjálft- anna þá, en ennþá er talið, að hátt á annað hundrað manns séu gTafnir í rústum. Ferdinand Marcos, forseti, fyrirskipaði í dag, að skólaböm skyldu send heim til sín og víða var verka- og skrifstofufólk einnig sent úr vinnu. Alls fóru fimm jarðskjálfta- kippir um borgina í dag, þar af tveir sterkastir, mældust þrjú og fjöguir stig á níu stiga jarðskjálfta •mæli. Um sex þúsund manns vinna enn að björgunarstarfi í borg- inni. Er m.a. enn verið að leita í rústum fimm hæða íbúðarhúss, sem hrundi á föstudag og búizt er við ,að um Ihundrað manns liggi grafnir í rústum þess. í gær fannst lifandi, og því sem næst ómeiddur í rústunum, sex ára drengur, og seinna heyrðust köll lítillar telpu, sem sagði, að hún og fimm féiagar hennar væru enn á lífi. Efldust við það vonir manna um að takast mættd að finna hluta fól'ksins lifandi og bjarga því, en að því er tals- maður björgunarflokksins sagði, verður að hafa hraðan á. „Næstu sólarhringar ráða úrslitum", sagði hann, „fólkið lifir ekki miklu lengur og nú finnum við sex lík fyrir 'hvern lifandi í stað þess, að fyrstu dagana fundum við sex lifandi fyrir hvert lík“. Marcos forseti hefur lýst því yfir, að ástæðan til þess, að fjöl- býlis'húsið hrundi í jarðskjálft- anum hafi verið glæpsamleg vanræksla af hálfu þeirra, sem Framhald á bls. 27 Addis Abeba, 6. ágúst. AP. Ojukvvu ofursti, leiðtogi stjórnarinnar í Biafra, gekk í kvöld á fund Haile Selassie Eþíopíukeisara skömmu áður en hann hugðist halda heim- leiðis frá Addis Abeha, þar sem viðræður um frið í Ní- geríu hófust í gær á vegum Einingarsamtaka Afríku (OAU),en virðast nú ætla að fara út um þúfur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum á- kvað Ojukwu að snúa aftur til Biafra þar sem Gowon hershöfðingi, forsætisráð- herra Nígeríu, hefði ekki lát- ið sjá sig á ráðstefnunni. Keis arinn hafði beðið Ojukwu að bíða til hádegis í dag í von um að Gowon kæmi. Ojukwu átti annan fund með keisaranum fyrr í dag, og var orðrómur á kreiki um að þeir hefðu rætt þá kröfu Lagosstjóm ar að enginn erlendur fulltrúi fengi að sitja í sendinefnd Biafra á ráðstefnunni. Formaður sendi- nefndar Nígeríu, Anthony Ena- haro ættarhöfðingi, sag*ði í dag að ráðherra frá Gabon hefði setið meðal fulltrúa Biafra þegar ráðstefnan var sett í gær og mundu fulltrúar Nígeríu ekki setjast að samningaborði fyrr en vissa fengist fyrir þvi, að engir útlendingar væru meðal fulltrúa Biafra. Talsmaður Biaframanna sagði, að upplýsingamálaráðherra Gabons og kapteinn úr flugher Gabons hefðu setið hjá fulltrú- um Biafra sem áheyrnarfulltrú- ar. Ojukwu harðorður Ojukwu ofursti, leiðtogi Biafra Framhald á bls. 21 Dubeek eftir Bratislavafundinn: Engir leynisamningar voru gerðir við Rússa hefði verið í lýðræðisátt, með fullu samþykki bræðraþjóðanna Dubcek sagði, að ekkert ann- að hefði verið rætt á fundinum en það, sem fram kæmi í yfir- lýsingu sem undirrituð var. Hann sagðist fagna því að geta lýst því eindregið yfir, að viðræður- nar hefðu verið árangursríkar og sú niðurstaða hefði fengizt Prag 6. ág. AP. NTB. i ið. Hann kvaðst vilja fullvissa ALEXANDER DUBCEK, aðal Tékkóslóvaka um, að engir leyni ritari tékkneska kommúnista samningar hefðu verið gerðir, og flokksins, flutti ávart til þjóðar engar tilslakanir af hálfu tékk ' sinnar á sunnudagskvöld, eftir neskra leiðtoga. Áfram yrði hald sem vænzt var eftir. að Bratislava fundinum var lok- ! ið á þeirri braut, sem mörkuð Tilkynnt var í Belgrad í dag, að Josef Tito, forseti Júgóslafiu kæmi í heimsókn til Prag á föstu dag og mundi dveljast þar fram á laugardag. Heimsókn Titoshef ur lengi verið í bígerð, en var frestað vegna fundanna í Cierna og Bratislava. Þá er og gert ráð fyrir að rúmenski kommún- istaleiðtoginn Nicolas Ceausscu komi til Prag innan fárra daga. Framhald á bls. 10 Atkvæðagreiðslu á 29. landsþingi republikana beðið með eftirvæntingu Alls óvíst að Nixon sigri í fyrstu lotu 18.000 manns við setninguna á mánudag Miami Beach, 6. ágúst. NTB-AP. • Mikil eftirvænting ríkir á landsþingi repúhlikanaflokks ins bandaríska, sem nú fer fram á Miami Beach í Florida, en þar verður endanlega á- kveðið hver verði frambjóð- andi flokksins í komandi for- setakosningum. Fram til þessa hafa margir talið senni- legt, að Richard B. Nixon, fyrrum varaforseti, mundi fara með sigur af hólmi við fyrstu atkvæðagreiðslu, en eins og horfði í kvöld, þegar síðast fréttist, var það alls ekki víst. Hann hafði þá, að sögn AP, tryggt sér fylgi 601 fulltrúa á þinginu en þarf stuðning 667 fulltrúa til að ná kjöri. • Það sem gerði einna stærst strik í reikning Nixons var sú ákvörðun Ronalds Reag- ans, ríkisstjóra í Californíu, að gefa kost á sér til fram- boðs fyrir flokkinn. Geta bar átta hans og harátta þriðja keppandans um framboðið, Nelsons Rockefellers, ríkis- stjóra í New York, haft tölu- verð áhrif á þróun málanna á flokksþinginu enda þótt fylgi þeirra beggja sé miklu minna meðal þingfulltrúa, en fylgi Nixons. # Aðaldagur þingsins er mið- vikudagurinn, er lýst verður framboðum og atkvæðagreiðsla hefst. En í dag, þriðjudag, var lögð fram stefnuyfirlýsing flokks ins. Gerði það Everett Dirksen öldungadeildarþingmaður frá Illionois, en hann var formaður Franvhald í bls. 2 íslond ekki með í Geni New York 5. ág. AP. ÍSLAND hefur tilkynnt, að i það taki ekki þátt í ráðstefnu t þeirra ríkja, er ekki ráða yfir tjarnorkuvopnum, og haldinn verður í Genf í Sviss í þess- um mánuði og hinum næsta. Samtímis var boðuð þátttaka Brazilíu, Guatemala, Fíla- beinsstrandarinnar og Jemen. Þá hafa 57 ríki ákveðið þátt- töku, en 14 hafa hafnað boð- ' inu. w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.