Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 SIÐUR
190. tbl. 55. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1968
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Einróma stuöningur við Dubcek
á fundi miðstjórnarinnar í Praq
Sovétríkin draga saman ógrynni
liðs við landamœri Rúmeníu
Prag, 2. sept. (AP-NTB).
•  Miðstjórn kommúnistaflokks
Tékkóslóvakíu kom saman til
fundar í Prag um helgina, og var
á fundinum kosin ný forsætis-
nefnd miðstjórnarinnar, skipuð
21 fulltrúa. Meirihluti fulltrú-
anna fylgir Alexander Dubcek
flokksleiðtoga að málum, og að-
eins tveir fulltrúanna eru taldir
leiðitamir yfirvöldunum í Mosk-
vu.
• Sovétríkin hafa dregið saman
mikinn her á landamærum Tékkó
slóvakíu og Rúmeníu, og er haft
eftir áreiðanlegum heimildum í
Prag að hér sé um a'ð ræða
rúmlega milljón manna lið auk
þeirra sex hundruð þusunda, sem
eru í hernámsliðinu í Tékkósló-
vakíu. Þessi liðssamdráttur hefur
valdið ótta við yfirvofandi innrás
í Rúmeníu, en sendiherrar Sovét
ríkjanna í París og Washington
hafa gengið á fund þarlendra
yfirvalda og fullvissað þau um
að innrás sé ekki fyrirhuguð.
# Á fundi miðstjórnarinnar í
Prag var einróma samþykkt yfir
lýsing um stuðning við flokks-
leiðtogana, sem stóðu áð samn-
ingaviðræðum í Moskvu við so-
vézka ráðamenn í fyrri viku
Einnig lýsti miðstjórnin því yfir
að Tékkóslóvakía væri áfram
aðili að Varsjárbandalaginu, og
ekki kæmi til greina að lýsa yfir
hlutleysi landsins. Þá fól mið-
stjórnin nýkjörinni forsætisnefnd
að vinna að undirbúningi 14.
flokksþinigsins, sem frestað hef-
ur verið um óákve'ðinn tíma, og
að vinna að því að erlendur her
verði sem fyrst fluttur úr landi.
Dubcek flokksleiðtogi skoraði
á alla landsmenn að styðja lög-
leg yfirvöld landsins. Sagði hann
miðstjórninni  að  Tékkóslóvakía
verði að sýna Sovétríkjunum að
verið sé áð reyna að standa við
gerða samninga.
í fremhaldi af þessari áskorun
leiðtogans var brýnt fyrir öllum
nemendum við æðri skóla lands-
ins að sýna stillingu og forðast
árekstra við setuliðið. Frantisek
Hamouz     aðsto'ðarforsætisráð-
herra ávarpaði stúdenta í út-
varpsræðu í dag, og bað þá a!ö
efna ekki til mótmælaaðgerða né
hópfunda. Hann sagði að ef þeir
vildu skoða ummerki í borginni
og minnast látinna félaga sinna,
þá yrðu þeir að gera það „hljóð-
lega, og í smá-hópum". Einnig
voru verkamenn fullvissaðir um
það að þeir fengju bætur fyrir
launamissi vegna „atburðanna",
einnig fyrir allsherjarverkfallið,
sem efnt var til í því skyni a^ð
mótmæla innrás Sovétríkjanna á
dögunurh. Er í fréttum jafnan
talað um „atburði" og ,,erlent
nerlið" í stað innrásar og her-
námsliðs, og er þar að sjá fyrstu
Frh. á bls. 27
Mynd þessi var tekin í rústum  þorpsins Kakhk í norð-austurhlu ta Irans eftir jarðskjálftana þar
á laugardag og sunnudag. Sýnir hún móður reyna að hugga barn sitt eftir öll ósköpin.
Alexander Dubcek flokksleiðtogi (til vinstri) og Oldrich Cernik
forsætisráðherra á fundi miðstjórnar kommúnistaflokks Tékkó-
slóvakíu á sunnudag.
Matvœli flutt
til BIAFRA
þrátt fyrir hótanir Lagosstjórnar
um að skjóta flugvélarnar niður
Genf og Lagos, 2. sept.
ALÞJÓÐA Rauði krossinn í Genf
tilkynnti í dag að opnuð yrði loft
brú til flutninga á matvælum og
vistum til bágstaddra í Biafra
þrátt fyrir hótanir Nígeríustjórn
ar um að skjóta niður flugvélar
samtakanna.
Flogið verður frá Santa fsabel,
höfuðborg spænsku eyjunnar
Fernando Po, þar sem nú hafa
safnazit saman um 3.5O0 tonn af
matvæilum. Verða matvælin
flutt með fjórum flugvélum af
gerðinni DC-6, sem Rauði kross-
inn í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi hafa útvegað,
og flutningavél af gerðinni C-
130 Hercules. Sjötta véiin er
væntanleg, og er hún á vegum
Rauða krossins Ihollenzka.
Stjórn Nígeríu var tilkynnt
um þessa ákvörðun Aliþjóða
Rauða krossirns, og svaraði hún
þá með ný.rri aðvörun. Segir
Nígeríuistjórn að flugvöllurinn í
Biafra, þar sem flugvélarnar eiga
að ienda, sé í beinni skoiiínu
stórskotaliðs     stjórnarhersins.
Vísar stjórnin frá sér allri ábyrgð
á því, sem koma kann fyrir fiug
vélarnar, og segir að flutningur-
inn til Biafra sé algerlega ódög-
legur.
Ef flugvélar Rauða krossins
fljúga yfir landsvæði Nigeríu og
herbúðir stjórnarhersins án
heimildar, segir í tilkynningu
Lagosstjórnairinnar, geti þær að-
gerðir haft alvarlegar afleiðing-
ar, sem Nigerustjórn viil ekki
bera áfoyrgð á. Skorar hún á öll
þau ríki, sem ítök hafa í Al-
þjóða Rauða krossinum, að fá
samtökin til að hætta við þessar
aðgerðir, er hvergi eigi sinn líka
í sögu Rauða krossins.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu
stjórnar Nígeríu eiga matvæia-
flutningarnir að hefjast fljótlega,
sennilega strax á morgun. Hef-
ur fulltrúi Rauða ka-ossins, Aug-
ust Lindt frá Sviss, sem hefur
stjórnað aðgerðum samtakanna
til að koma vistum til Biafra,
tilkynnt að hann muni sjáifur
fara með fyrstu flugvélinni.
» » »------—
Kongó
Forsetinn
fnngi?
laugaruitg «k  suiuiuuiig.  oyiiii  iiuii muuur reyna ;io nugga Darn  SIH eilir Oll OSKOpin.           I  ^-^-_m-_M-_m-_m-_m-_*-_m-_,<  _**
Gífurlegir jarðskjálftar í írani
óstaofestar fréttir herma að 20 þús. manns hafi tarizt
Tehelan, 2. sept. NTB, AP.
GÍFURLEGIR jarðskjálftar
urðu á viðáttumiklum svæð-
um í norðausturhluta írans á
laugardag og sunnudag. Meira
en eitt hundrað bæir og borp
jöfnuðust algerlega við jörðu
og samkvæmt óstaðfestum
heimildum munu tuttugu þús
und manns hafa beðið bana.
Þá er óttazt að þúsundir liggi
enn grafnir undir rústunum.
Björgunarsveitir hafa unnið
að því alla helgina að leita að
fólki og viða heyrast örvænt-
ingaróp frá börnum og full-
orðnum, sem liggja slösuð
eða í andarslitrunum undir
rústum.
Hjálpargögn og tjöld hafa
verið send á staðina, sem harð
ast urðu úti, en álitið er að
yfir eitt hundrað þúsund
manns séu heimilislausir. For
sætisráðherra írans, Amii
Abbas, fór strax frá Teheran,
er hann fékk fréttir af jarð-
skjálftunum og hefur ferðast
milli þeirra staða,  þar
Frh. á bls. 27
Kinshasa, 1. sept. NTB.
AREIÐANLEGAR hebnildir í
Kinshasa greina frá því að senni-
lega hafi forseti Komgó, Mass-
emba Debat, verið sviptur völd-
um og allt bendi til, að hanm
hafi verið handtekinn ásamt
nokkrum öðrum stjórnmálamönn
um landsins. Þetta hefur þó ekki
verið staðfest af opinberri hálfu.
Tilkynningaæ, sem gefnar hafa
verið út um ástandið í Kongó
lýðveldinu síðan á föstudag í út-
varpinu í Brazzaville hafa verrð
gefnar út í nafni yfrrstjómar
hersins og hvergi vikið að því
að forsetinn, Massemba Debat
hafi verið sviptur völdum við bylt
ingu hersins í fyrra mániuði, en
fengið síðar að gegna embætti
áfram, eftir að völd hans höfðu
verið skert verulega.
NTB-fréttastofan segir, að
kyrrð sé nú að mestu koinin á í
landinu og hvergi hafi verið bar
zit undanfarm,a tvo daiga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28