Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPT. 1968
ÞHÍITTAFRETTIR MORCUIHBLADSIÍVS
iaxi
Keflvíkingar gersigra
Hauka 7:1
Leikurinn gott dæmi um muninn
á 7. og 2. deild
IBK og Haukar kepptu í gær-
kveldi um það hvort félagið
skyldi leika í 1. deild næsta ár.
Leikurinn fór fram á flughál-
um og blautum vellinum í Laug-
ardal og varð góð sönnun þess
að gott er að vera vanur slíkum
aðstæðum. Keflvíkingarnir van-
ir að leika á grasi en Haukar
óvanir og sumir hverjir ekki
einu sinni á grasskóm. Árangur
varð heldur ekki lengi að
sýna sig, því eftir níu mín. leik
byrjuðu mörkin að rigna yfir
Haukana. Falleg mörk gerð af
leikmönnum, sem ekki hafa get
að skorað í allt sumar. Alls urðu
mörkin 5 í fyrri hálfleik, án
þess að Haukar fengju tækifæri
til að skora hjá ÍBK, enda leik-
menn Hauka þó sérstaklega aft-
asta vörnin (að undanteknum
markmanninum) eins og „belj-
nr á svelli" og því Keflvíking-
arnir lítt hindraðir í að gera
þaS sem þeim sýndist. Leikur-
inn jafnaðist nokkuð í síðari
hálfleik og lauk með sigri ÍBK
7:1.
Einstefna.
Það voru aðeins tvær mín.
liðnar af leik, þegar sjá mátti
að Keflvikingar myndu verða
ákveðnir og marksæknir, þótt
Einari Gunnarssyni tækist ekki
að skora í það sinn og skaut
beint á markmann Hauka af
stuttu færi. Á 6. mín. kom ann-
að tækifæri ÍBK, en Jón Ólaf-
ur skoraði 1:0 á 9. mín., mjög
laglega úr góðri sendingu frá
Einari Gunnarssyni. Á 16. mín.
varð staðan 2:0 fyrir ÍBK, er
Vilhjálmur Ketilsson sendi fasta
spyrnu í mark Hauka eftir send
ingu frá Jóni Ólafi.
Nokkru seinna er Jón Ólafur
enn að verki. Fékk knöttinn um
30 metra frá marki Haukanna.
Lék óhindraður nokkra metra
og sendi síðan þrumuskot að
markinu, sem Stefán Jónsson
átti litla sem enga möguleika á
a« verja Staðan 3:0 fyrir ÍBK
og 21 mín. af leik.
Einar Magnússon skoraði 4.
mark ÍBK með fastri og snöggri
jarðarspyrnu, er 35 min. voru
af leik. Og rétt eftir að leikur-
inn er hafinn að nýju er allt
galopið fyrir Jón Ólaf að hlaupa
upp og skora 5:0, og tók Jón
tækifærið  með  þökkum.
Sáðuistu mínúturnar í síðari
hálfleik hristu Haukar aðeins
slenið af sér, en tókst ekki að
skora.
Síðari hálfleikur 2:1.
Haukar náðu sér á strik í síð-
ari hálfleik og jafnaðist leikur-
inn mjög, þótt þeim tækist ekki
að skora nema einu sinni er þeir
breyttu 6:0 í 6:1. Mark Hauka
skoraði Magnús Jónisson með
fastri og nákvæmri spyrnu, sem
lenti í hægra horni ÍBK marks-
ins. Sjötta mark ÍBK skoraði Vil
hjálmur Ketilsson, er hann hugð
ist gefa fyrir markið, en mark-
manni Hauka varð á að slá
knöttinn inn í sitt eigið mark, en
hann hugðist slá frá markinu. —
Sjöunda mark ÍBK skoraði Grét
ar Magnússon með óverjandi
skallabolta, eftir að Vilhjálmur
hafði tekið horn, er 85 mín. voru
af leik Og þannig endaði leik-
urinn að ÍBK skoraði 7 mörk
gegn 1 marki Hauka.
Gott dæmi.
Leikurinn í gærkveldi var
fyrst og fremst gott dæmi um
muninn á 2. og 1. deild. Flest
félögin í 2. deild eru algerlega
óvön að leika á grasi og hefur
það ekki svo lítið að segja, að
ekki sé talað um er leikið er á
blautum velli. — Þó má segja
Haukunum það til hróss að þeir
misstu aldrei kjarkinn, en vörn
þeirra var eins og opnar dyr, og
því auðveld leið fyrir framlínu
ÍBK  að  marki  þeirra.  Beztu
menn Hauka í þessum leik voru
Steingrímur Hálfdánarson v. út-
herji og Magnús Jónsson, inn-
herji. En í Keflavíkurliðinu voru
beztir Jón Ólafur og Grétar
Magnússon sem sá um marka-
kóng Haukanna Jóhann Larsen
og gerði hann algerlega óvirk-
an. Vilhjálmur Ketilsson, h. útlh.
sýndi í fyrri hálfleik að hann
getur verið mjög efnilegur leik-
maður, en í síðari hálfleik kom
glöggt í ljós hvað hann þarf að
laga til þess að verða góður
knattspyrnumaður. Er vonandi
að hann fari að átta sig á hlut-
unum.
Keflvíkingar  halda  því  sæti
sínu í 1. deild og sýndu ótvirætt
í gær að þeir eiga það skilið.
Á.Á.
Einar Guðnason t.v. og Þorbjörn Kjærbo me'ð sigurlaunin.
Þorhjörn Kjœrbo vann
F.í. bikar G.R. í golfi
— eftir spennandi keppni v/ð Einar Gudnoson
Á SUNNUDAGINN fór fram
hin árlega Flugfélagskeppni golf
meistara hjá Golfklúbbi Reykja
vikur. Til leiks mættu 8 meist-
arar frá þremur klúbbum, en Ak
ureyringar og Vestmannaeying-
ar komust ekki til leiks.
Keppnin varð hörkuspennandi
og tvísýn en lyktaði með sigri
Þorbjörns Kjærbo af Suðurnesj-
um, sem tryggði sigurinn sinn
með glæsilegum endaspretti á
siðustu 5 holunum.
Er 18 holur höfðu verið leikn
ar fyrri dag keppninnar var Haf
steinn Þorgeirsson frá Keili með
81 högg en næstir og jafnir Þor
björn Kjærbo og Einar Guðna-
son með 83 högg og síðan Ótt-
ar Yngvason GR með 85 högg.
Síðari daginn mistókst margt
hjá Hafsteini og aðalkeppnin var
milli Þorbjörns Kjærbo og Ein-
ars Guðnasonar. Er 5 holur voru
etftir hafði Einar 2ja högga for-
skot. En þá tók Kjærbo sinn
glæsilega lokasprett, vann upp
forskotið og 2 höggum betur. Lék
hann síðari hringinn á 78 högg-
um sem er mjög gott og náði því
samanlagt 161 höggi. Næstur
kom  Einar  Guðanson  sem  lék
siðari 18 holurnar á 80 höggum
og hafði samtals 163 högg og aíð
an Óttar með 167 högg saman-
lagt.
Keppnin varð því mjög
skemmtileg og spennandi til sáð
ustu holu. Verðlaun voru veitt
í lok keppninnar.
Arsenal efst á blaði
Lundúnaliðumim hefur geng-
ið mjög vel í byrjun
ÞAÐ  er sérstaklega áberandi
hvað Lundúnaliðin ensku spjara
Skagamenn sigruðu í 2. deild
Ingvar Pálsson, v.form. KSÍ afhenti bikarinn
EFTIR leik Hauka og ÍBK í gær
kveldi var úr þvi skorið hver
væri  sigurvegari  í  2.  deild  og
BEIMFICA
VALLR
Forsala aðgöngumiða úti á landi er hafin. Miðapant-
anir hjá eftirtöldum aðilum:
Akranesi: Helgi Daníelsson. — Grafarnesi: Jónas
Gestsson. — ísafirði: Ólafur Þórðarson. — Sauftárkróki:
Álfur Ketilsson. — Siglufirði: Júlíus Júlíusson. —
Akureyri: Hreinn Óskarsson. — Húsavík: Vlhjálmur
Pálsson. — Eskifirði: Grétar Sveinsson. — Vest-
mannaeyjum: Kristmann Karlsson. — Selfossi: Björn
Gíslason. — Keflavík: Hafsteinn Guðmundsson.
Miðapantanir og greiðslur þurfa að hafa borizt fram-
angreindum aðilum fyrir 10. sept. n.k.
VALUB.
Flugfélag fslands gefur afslátt á flugferðum vegna leiks
þessa. — Ak. — Rvík — Ak., kr. 1370. — ísafj.   —
Rvík. — ísafj., kr. 1270.--------Vestm. — Rvík — Vestm.
825.— Miðinn gildir aðeins í 24 tíma og lágmarks-
tala farþega 10.
féll sá heiður í hlut Skagamanna
sem eftir leiki hinna þriggja að-
ila höfðu náð 3 stigum, en Hauk
ar hlotið 1 stig. Skagamenn voru
mættir á vellinum í gærkveldi
og afhenti formaður KSÍ Ingvar
Pálsson þeim 2. deildar bikarinn
við látlausa en smekklega at-
höfn. Leikmenn Hauka og ÍBK
tóku sér stöðu hvorir gegn öðr-
Víkingar unnu
ÍBÍ — ogsitju
círam í 2. deild
ÚRSLITALEIKURINN um það
hvaða lið fellur úr 2. deild í 3.
deild í ár, fór fram á ísafirði á
laugardaginn. Rok var og rign-
ing og hiti tvö stig, svo aðstæð-
ur voru ekki upp á marga fiska,
enda ieikurinn nokkuð eftir því.
Víkingur vann nú lið íþrótta-
bandalags ísafjarðar, en áður
höfðu liðin skilið jöfn í fram-
lengdum leik í Reykjavík. Loka-
tölur urðu 3-0 og hafa Víkingar
því áfram rétt til setu í 2. deild
— þó mjóu munaði.
um og er Skagamenn gengu á
milli þeirra klöppuðu leikmenn
irnir þeim loí í lófa. Ingvar Pális
son bauð síðan Skagamenn vel-
komna í 1. deild með stuttri en
snjallri ræðu en við bikarnuim
tók fyririiði Akurnesinga Björn
Lárusson. f ræðu sinni minntist
Ingvar á fyrri frægð Skaga-
manna og sagðist vona fyrir
hönd KSÍ, að þeim tækist að ná
¦gemgi sinu aftiur og drag'a áhorf-
endur að knattspyrnukappleikj-
unum í svipaðri mynd og áður
var.
---------+-+—---------       t
Urslitin nálgast
í bikurkeppni
KSÍ
ÞRÓTTUR og Breiðablik í Kópa
vogi mættust í bikarkeppni
KSÍ á sunnudaginn á Melavell-
inum. Þróttur vann 2-0 og þar
með er Breiðablik úr keppninni.
Næstu leikir bikarkeppninnar
verða um næstu helgi en þá
leika Víkingar gegn Þrótti og
lið Akranes leikur við B-lið KR.
Þau lið er þá vinna komast í
lokakeppnina ásamt með 1. deild
arliðunum.
sig í ár. Enn er Arsenal efst í 1.
deild og West Ham skammt und
an. f annarri deild er það Charl-
ton, Millwall og Crystal Palace.
Arsenal sigruðu nágranna
Qucens Park Rangers með tveim
ur mörkum gegn einu, og ýttn
þeún niður í neðsta sætið. QPR
missti enn einn leikmann út at
slasaðan. Það var Mick Leach.
Sjúkralistinn hjá félaginu er nú
orðinn ískyggilegur.
Martin Peters átti glæsilegan
leik fyrir West Ham. Jafnframt
því sem hann bjargaði mörkum,
og skapaði mörk, þá skoraði hann
sjálfur 3 mörk í þessum ieik.
Redknapp skoraði það fjórða. í
leiknum í Sheffield milli Wednes
day og Manchester Uniited> voru
skoruð 9 mörk, þar af 7 í fyrri
hálfleik og í leikhléi var staðam
4-3 fyrir Manchester og Denis
Law hafði skorað 2, en Best og
Charlton hin. Fyrir Wednesday
skoruðu Whitham 2, Ritchie,
Mobley og Nobby Stiles skoraði
sigurmarkið fyrir Sheff. Wednes
day og innsiglaði þar með tapið
fyrir lið sitt! Mick Jones skoraði
eina mark Leeds í leiknum gegn
Liverpool, sem tapaði inú öðru
sinni í keppninni.
Urslit sl. laugardag:	
1. deild:	
Arsenal — Q.P.R.	2-1
Burnley — Coventry	1-1
Chelsea — Tottenhaim	2-2
Everton — Nottm. Forest	2-1
Leeds Utd. — Liveirpooi	1-0
Leicester — Southampton	3-1
Manehester C. — Ipswich	1-1
Sheff. Wedn. — Manchester	5-4
Sundarland — Newcastle	1-1
West Ham — West Brom.	4-0
Wolverhampton — Stoke C.	1-1

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28