Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 196«
- SIGLUFJÖRÐUR
Framhald af bls. 13.
til ársloka, heldur fram i maí-
lok 1919.
Sex vikum áður gerðust ógn-
þrungnir og harmrænir atburðir
á þremur stöðum í byggðarlag-
inu. Um miðjan aprílmánuð féllu
snjóflóð í Héðinsfirði og úr fjall-
inu fyrir ofan Staðarhól á aust-
urströnd Siglufjarðar — og enn
fremur í Úlfsdölum. í flóðum þess
um týndi lífi átján manns — og
eignatjón varð mjög mikið og
hafði í för með sér tilfinnanleg-
an atvinnumissi, þar sem bæði
skemmdust skip og bryggjur yfir
við Siglufjarðareyri og einnig
sópaði snjóflóðið, sem féll á aust-
urströnd fjarðarins, síldarverk-
smiðju hins norska athafna-
manns, Evangers, á sjó út — og
þeim húsum, sem tengd voru
rekstri hennar.
Það hvíldi því nokkur skuggi
yfir Siglufirði, þegar kjósendur
gengu í fyrsta skipti að kjör-
borðinu til að kjósa sér bæjar-
stjórn, en það gerðist 7. júní
vorið 1919. Séra Bjarni var á
báðum þeim listum, sem fram
komu, var efstur á öðrum beirra,
en í fjórða sæti á hinum, og mun
honum hafa verið ætlað að
tryggja þeim lista fjóra menn
kosna af sex. Listarnir fengu
kosna þrjá menn hvor, og séra
Bjarni var kosinn með hjartnær
helmingi fleiri atkvæðum en sá,
er næst honum komst. Sýnir skip
an hans á listana greinilega, hve
sigurvænlegan ráðamenn í kosn-
ingunum hafa talið hann.
Þessi þriðji þáttur bókarinn-
ar er saga mikilla atburða og
framkvæmda misjafnra tíma og
breytílegrar aðstöðu, enda tekur
hann til hálfrar aldar, sem hefur
verið skeið róttækra breytinga
á atvinnuháttum, högum og lífs-
kjörum allrar þjóðarinnar. Fram
kvæmdum og forsjá bæiarins er
þarna skilmerkilega lýst, skýrt
frá mikilli virkjun vatnsafls,
kaupum, stækkun og rekstri síld
arverksmiðju, endurbótum og
stækkun vatnsveitu, kaupum og
útgerð tveggja togara, stórfelld-
um hafnarbótum, stofnun og
rekstri kúabús, byggingu nýs
og nýtízkulegs sjúkrahúss og
rúmgóðra og vandaðra skóla og
bókasafns o.s.frv. Ennfremur er
sagt skipu'lega frá atvinnufyrir-
tækjum og stofnunum ríkisins á
Siglufirði, en þess þykir mér til
finnanlega vant í þessari ann-
ars allrækilegu og stórfróðlegu
sögu, að höfunduriran getur lítt
efnahags- og atvinnuástands hjá
Siglfirðingum á þessari hálfuöld
Sundhöllin.
sem hefur verið þeim sem öðrum
bæði gjöful og viðsjál, — og þá
ekki heldur að verulegu leyti til
draganna að sumum atvinnufyrir
tækjum bæjarins og ástæðanna til
þess, hve ríkið hefur verið þar
stórtækt um framkvæmdir — en
það skýrir betur en nokkuð ann
að, hve mjög afstaða stjórnvalda
þings og þjóðar til Siglufjarðar
hefur breyzt frá þeim tímum,
sem Siglfirðingar fengu símasam
band af hreinni náð — og ís-
lenzkum forsætisráðherra, raun-
sæjum og þrautreyndum stjórn-
málamanni, fannst ábyrgðarhluti
að stofna til embættis á Siglu-
firði, sem hefði í för með sér
lítiðfjörlega launagreiðslu úr rík
issjóði!
Á árunum eftir heimsstyrjöld-
ina var síldveiðin ekki sið-
ur viðsjál atvinnugrein en hún
hafði reynzt áður. Arið 1919
sýndi svo, að eftirminnilegt varð
ekki aðeins síldareigendum, held
ur þjóðinni allri, að illa gat far-
ið, þótt með afbrigðum vel veidd
ist hinn fagurliti fiskur og þó
að hátt verð væri á saltsíld á
erlendum markaði, ef um sig
greip meðal síldareigenda og jafn
vel lánadrottna þeirra gróðafíkn
sem tældi þá til að bíða þess
annars hvors á fremstu nöf, hugs
anlegs möguleika á að yfir þá
dyndi helliskúr glóandi gulls eða
þeir  rynnu  fram  af  á  óstæðri
ísingu  skyndilegs  verðfalls.....
og þau voru fleiri árin, sem
léku síldarútvegsmenn og alla,
er treystu á síldina, sér til meira
eða minna lífsframfæris, ærið
grátt en auðsætt var, að þátttaka
landsmanma í þessari veiði færi
þó vaxandi og nauðsyn bæri til
að tryggja, svo sem unnt væri,
að síldaraflinn mýttist sem allra
bezt. Þegar veiðiskipunum fjölg-
aði, þau urðu burðameiri oghrað
skreiðari, samtímis því, sem næt-
ur þeirra gtækkuðu og lagið á
þeim var bætt, svo að þær urðu
veiðnari, bar meira á því i góð-
ur
Almanna tryggingaima í Gullbringu- og Kjósarsýslu
fara fram sem hér segir: I Mosfellshreppi miðvikudaginn
4. desember kl. 1.30—4, í Kjalarneshreppi miðvikudaginn
4. desember kl. 4.30—5.30, í Seltjarnarneshreppi fimmtu-
daginn 5. desewiber ki. 1.30—6, í Grindavík fstudag'mn 6.
desember ki. 9—12, í GerSahreppi fösitudaginn 6. desem-
ber kl. 2—4, í Njarðvíkurhreppi föstudaginn 13. desember
lsll. 1.30—5, í Miðneshreppi þriðjudaginn 17. desember kl.
2—5.
A öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venjulega.
Ógreidd þinggjöld ósfcast greidd.
Sýslumaðurinn í Cullbringu- og Kjósarsýslu.
SNÆPLAST
Plastlagðar hampplötur fyrirliggjandi.
HAGSTÆTT VERÐ
SPÓNN H.F. Skeifan 13.
um sfldarárum, að þær verksmiðj
tir, sem einkaframtakið hafði reist
á Siglufirði, væru ónógar. Þær
gátu síður en svo tekið við-
stöðulítið á móti þeirri sfld, sem
ekki var söltuð, og svo töfðust
þá skipin mikið — og einmitt
þegar veiðivonin var mest. Enn-
fremur gekk skipunum illa að
gera sér nokkuð úr úrkasti sölt-
unarsíldarinnar. Þar eð svo ein-
staklingum var vanit fjár til að
reisa stórar og afkastamiklar
verksmiðjur, voru lögin um síld
arverksmiðjur ríkisins sett, en
eins og að er vikið í fyrsta
kafla þessarar greinar, skyldi
ríkiseinkasala á sild koma í veg
fyrir spákaupmennsku í söltun,
en þegar hún var gengin fyrir
'björa við auman orðstír, skyldi
Síddarútvegsnefnd rækja það
verkefni, að koma í veg fyrir of-
framleiðslu á saltsíld, auka fjöl-
breytni í verkum, selja síldina og
leitast fyrir um nýja markaði.
Ekki voru þessar ríkisaðgerðir
vel þegnar af öllum í fyrstu, en
um staðsetningu fyrstu ríkisverk
smiðjunnar og aSsetursstað Síld
arútvegsnefndar var ekki deilt,
—  eins og nú var komið, þótti
Siglufjörður öllum öðrum stöð-
um heppilegri ... Síðan var bætt
við verksmiðjum á Siglufirði og
afkastageta fyrstu verksmiðjunn
ar aukin, enda varð reyndin sú,
að þrátt fyrir misjöfn veiðiár,
varð  síldveiði  og  sfldarvinnsla,
— eins og áður er á minnzt —
þjóðfélaginu ómetanleg stoð á ár
um hinnar hörmulegu og harð-
leiknu heimskreppu. Þess skal
loks við getið, að afkastageta
Síldarverksmiðja ríkisims komst
með síðustu stækkun upp í 10
þúsund mál á sólarhring, en þá
er fyrsta ríkisverksmiðjan tók
til starfa árið 1930, var afkasta-
geta allra hinna 8 verksmiðja,
sem þá voru til hér á landi, sam-
tals 8000 mál'.
En ríkið hefur ekki látið sitja
við þetta um aðgerðir í atvinnu-
málum á Siglufirði, svo sem —
og frá er skýrt í þessari bók.
Duttlungar síldarinnar hafa ailÆ
tfrá því á árunum milli 1940 og
1950 orðið Siglfirðingum æ óhag-
stæðari, og svo hefur þá rikið
komið upp á Siglufirði tunnu-
verksmiðju og verksmiðju, sem
leggur niður síld, og það hefur
keypt hið stóra síldarflutninga-
skíp Haförninn einkum með það
fyrir augum að tryggja hráefni
til vinnslu á Siglufirði. Það hef-
ur og átt sinn hlut að stofnum
og starfrækslu hraðfrystihúss og
útgerðarfélags, og loks má minna
á það, að auk þess sem það kost-
aði akveg yfir Siglufjarðarskarð
fyrir rúmum tveim áratugum,
hefur það nú kostað handa Sigl-
firðingum dýrustu og um margt
forvitnilegustu samgöngubót sem
hér hefur verið gerð, en það eru
hin miklu jarðgöng gegn um fjall
ið Stráka.
Nú  mundu  ýmsir  segja  sem
svo:
Hvers vegna hefur tugmilljón
um á tugmilljónir ofan verið aus
ið í framkvæmdir í þágu Sigl-
firðinga — og það á þeim tím-
um, sem skortur hefur verið á
vinnuafli víðast annars stáðar á
landinu? Hvers vegna mega ekki
Siglfirðingar bíta í það súra epli
að flytja brott úr sínum þrönga
og vetrarharða firði fyrir opnu
Dumhshafi?
Ríkið hefur lagt stórfé í verk-
smiðjurnar á Siglufirði, og lega
Siglufjarðar er slík, að því verð-
ur ekki trúað, að síldargöngur
breytist ekki þannig á ný, að
aftur verði þessi bær heppileg
miðstöð arðvænlegra síldveiða,
og þá gildir, að þar sé svipuð
aðstaða eða helzt betri en áður
til nýtingar á síldinni. Auk þess
hefur bæjarfélagið og einstakl-
ingar lagt feiknamikið fé í marg
víslegar framkvæmdir, svo sem
vandaðan húsakost til ýmissar
notkunar, hafnarmannvirki,' síld
arverksmiðjur, gatnagerð, vatns-
veitu, rafmagnskerfi o.s.frv., og
mestur hluti þessa fjár er feng-
inn í fjármálastofnunum alþjóðar
... Og loks: Mundi það ekki vert
nokkurrar umhugsunar allra, er
þetta land byggja, hvort eyða
skuli með sinnu- og aðgerðaleysi
bæ, sem í menningarlegu tilliti
stendur jafnframarlega og ég
hef þegar á minnzt — og raun-
ar kemur allgreinilega fram í
frásögn söguhöfundarins um
menningar- og félagsmál Sigl-
firðinga? — en kaflinn um þau í
þessari sögu er ekki síður at-
hyglisverður en frásagnirnar um
þróun atvinnu'lífsins.
Lengl vel lét Siglufjarðarbær
sér hægt um að leggja fé til auk-
innar og fjölbreyttari fram-
leiðslu. Atvinna manna við störf
að nýtingu síldaraflans vor,
sumar og haust var svo arðvæn-
leg — ekki sízt þar eð altítt var
að fleiri en einn og fleiri en
tveir úr sömu fjölskyldu ynnu
sér inn allmikið fé, að þorri
manna þoldi að hafa litla eða
enga atvinnu vetrarlangt, — og
þess má hér minnast, að ein-
mitt af þessum sérstæðu aðstæð-
um var það, að Siglfirðing-
ar urðu einna fræknastir skíða-
menn allra fslendinga ... En á
mestu síldarárunum brann Sigl-
firðingum það svo í augum, hve
langar löndunarstöðvanir drógu
úr síldveiðunum, að bæjarstjórn
keypti verksmiðjuna Rauðku og
lét stækka hana mikið og endur-
bæta. Þegar svo sýnt þótti af
göngum síldarinnar, að atvinnu-
öryggi Siglfirðinga krefðist auk-
innar fjölbreyttni um fram-
leiðslu, keypti Siglufjarðarbær
tvo nýja og stóra togara, og síð-
an hefur bærinn átt meiri og
minni þátt í því að auka veiði
annarra fisktegunda en síldar-
innar og 'lagt fé í vinnslu þeirra.
Auk hins rækilega kafla í
sögunni um félags- og menning-
armál, eru þar taldir allir þeir
menn, sem setið hafa í bæjar-
stjórn og þess getið, hve lenigi
þeir hafa átt þar sæti, og somu-
leiðis er greint frá því, hverjir
sátu á þingi sem fulltrúar Sigl-
firðinga, beint og óbeint, eftir
að Siglufjörður varð sérstakt
kjördæmi 1942. Ennfremur er
getið nafna þeirra, sem hafa
stjórnað menningarstofnunum
bæjarins eða verið hvatamenn
að eflingu þeirra, og einnig eru
nefndir ritstjórar siglfirzkra
blaða, forustumenn um félagslíf,
söng og tónlist, um byggingu
kirkna og skreytingu þeirra, um
líknarmál og starfsemi í þágu að-
komusjómanna, og eru myndir í
H E R RA P E I LD
ritinu af flestum þessum áhuga-
sömu og þörfu borgurum bæjar-
ins, hvort sem þeir hafa verið
kjörnir eða ráðnir til starfa —
eða hafa unnið sem sjálfboðalið-
ar.
En vant þykir mér mynda af
sumum þeim Norðmönnum, sem
komið hafa við sögu að verulegu
marki — og Siglfirðingar eiga
ærna þökk að gjalda.
Fjórði hluti bókarinnar er
þættir Kristins heitins Halldórs
sonar. Þeir heita: Snorri Pálsson
verzlunarstjóri, Horft um öxl í
síldarbænum, Landnám Svía í
Siglufirði og húmoristinn Eng-
ström, Siglfirzkar síldarbræðsl-
ur, Landlegukvöld, Norska sjó-
mannaheimilið og fyrstu sporin
í sjúkrahúsmálum Siglfirðinga.
Upphaf siglfirzkrar blaða-
mennsku og Um Siglunes og
Siglufjörð.
Þættir Kristins eru fróðlegir
og lipurt ritaðir, og kemur þar
sitthvað fram, sem ekki er getið í
sjálfri sögunni, enda vísar hðf-
undur hennar stundum til þátt-
anna. Eitt það forvitnílegasta í
þáttum Kristins mun ýmsum
þykja hin skýra lýsing hans á
hinum frumstæðu vinnubrögð
um fyrstu síldarverksmiðjanna.
En auðsætt er, að ef Kristinn
heitinn Halldórsson hefur ætlað
sér að rita söguna á þann hátt,
sem þættirnir benda til, þá hefði
hún ekki orðið eitt bindi, þótt
stórt sé, heldur tvö jafnstór eða
jafnvel fleiri.
Og einmitt þegar maður hefur
lesið þessa sögu, gerir maður sér
fyrst nokkurn veginn grein fyr-
ir því, hvert feiknaefni til
skemmtilegra og fróðlegra frá-
sagna hin ævintýralega og um-
hleypingasama saga Siglufjarðar
hefur að geyma ... Ég leyfi
mér að skora á mennta- og ráða-
menn bæjarins — og þá ekki
sízt hina fremstu áhugamenn
Sögufélags Siglufjarðar, að þeir
láti ekki týnast þann margvís-
lega og skemmtilega fróðleik,
sem þeir menn búa yfir, sem
muna meira og minna frá árun-
um 1903-1918 — og raunar held
ur ekki neitt það frá síðari ára-
tugum, sem forvitnilegt er, fræð-
andi, skrítið eða hnittilegt úr
lífinu og þróuninni á SiglufirðL
Þessa ber að minnast, að margt,
sem er nú jafnvel hverjum ung-
um Siglfirðingi í ljósu minni og
þykir máski ekki sérlega mark-
vert, verður margthvað merkis-
heimild um menn, atvinnulíf, lífs
ætti, menningu og bæjarbrag, þeg
ar tímar líða.
Einn ófyrirgefanlegur gaMi er
á þessari fróðlegu og yfirleitt
mjög vönduðu bók, sem ég hef
lesið af athygli og ánægju.
Henni fylgir engin nafnaskrá,
— og er það fráleitt um slfka
bók. Höfundur segir, að Páll
Helgason gagnfraeðaskólakenn-
ari hafi annazt prófarkalestur, og
hefur hann unnið það verk af
vandvirkni og nákvæmni, sem
ég og margur annar, sem mikið
hefur af próförkum lesið um æv-
ina, mætti öfunda hann af. Og
prófarkalestur hans sýnir, að ef
höfundi sögunnar hefur ekki ver
ið veitt tóm til að semja skrána
sakir þess, hve keppt var að þvi
að koma bókinni sem fyrst út,
hefði mátt fela Páli það verk,
með prófarkalestrinum, án þess
að samning skráarinnar tefði út-
komu sögunnar lengri tíma en
setning og prófarkalestur hefftl
tekið.
Ég lít svo á, að útgefendum
bókarinnar beri að bæta úr
þessu á þann eina veg sem mér
virðist fær héðan af: Þeim feli
höfundi eða prófarkalesaran-
um, sem mun vera heimamaðuc
á Siglufirði, að semja skrá yfir
nöfn manna og staða, sem í bók-
inni eru nefndir, örnefni, heiti á
fyrirtækjum og skipum og enn-
fremur yfir atriðisorð. Svo ver8i
skráin prentuð í sama broti og
á sama pappír og bókim sjálf, sið
an enoturlega og vandlega heft
og seld við hóflegu verði þeim
kaupendum bókarinnar, sem
þess óska.
Reykjavík í nóvember 1968
Guðmunður Gíslason Hagafin
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32