Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 287. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBEB 1968
Samvinna í trúmálum
auðveld og sjálfsögð
segir kaþólski biskupinn, herra
Hinrik Frehen, sem tekur við
embœtti í dag
DR. I-Ienrik Frehen, nývígður
biskup kaþólskra á íslandi,
mun taka við embætti sínu í
dag. Klukkan 3.30 mun em-
bættistakan fara fram í kirkju
Krists konungs í Landakoti.
Morgunblaðið hitti herra Hin-
rik Frehen að máli, skömmu
eftir að hann kom til íslands.
Biskupinn er fæddur í holl-
enzka þorpinu Waulbadh, 24.
janúar 1:917. Hann lagði af
stað til íslands hinn 18. des-
emiber síðastliðinn — réttum
25 árum eftir að hainn vígðist
til prests. Bróðir biskupsins
va<r trú'boðisprestur í Atfríku,
en lézt í Congó fyrir 10 árum,
í upphafi viðtalsins spurðum
við biskupinn, hvort útnefn-
ing hans til biskups hefði
komið honurn sjálifum á óvart.
— Að vissu leyti — sagði
herra Hinrik, bjóst ég ekki
við, að ég yrði kallaður til
þessarar tignar atf herra páf-
anuim. Ég hafði öðrum störf-
um að gegna, en eins og sér-
hrver prestur var ég við öllu
búinn.
—  Hvaða störf unnið þér
áður?
—  Síðastliðin þrjú ár hef
ég starfað í Róm. Þar var ég
andlegur leiðtogi presta og
presbsefna í reglu minni, St.
Grignion de Monfort. Ég
kenndi og einnig kaþólska trú
fræði í okkar eigin háskóla í
Rómarborg og fór með rit-
stjórn trúarrits, sem við gef-
um út — reglumenn okkar.
—  Hlvert er að yðar áliti
hlutverk yðar á íslandi?
— Hlutverk mitt á íslandi
er auðvitað að auka sannar-
legt kristnihald í landinu, svo
framarlega sem mér er unnt.
Ég á þar við að trúa á guð
fóður, son og heilagan anda.
— Mér finnst mljög skemmti
legt að hatfa verið kallaður til
íslands, heldur herra Hinrik
Frehen áfram. Á prestaskóla-
dögum mínum kynntist ég
tveimur íslendingum, frænd-
um Jóhannesar Gunnarssonar
biskups. Það voru þeir Hörð-
ur heitinn Þórhallsson og
Gunnar Einarsson. Til gam-
ans lærði ég svolítið í ís-
lenzku og f ékk áhuga á íslenzk
um bókmenintum. Las ég upp
frá því Lilju og Bddukivæðin.
— Á islenzku etf til vill?
— Nei, en í þýðingum, bæði
á hollenzku og öðrum tungu-
málum.
Nú grípur séra H'ákon Lof ts
son, biskupsriitari fram í sam-
talið, en hann hafði setið hjá
okkur. Séra Hákon segir okk
ur að herra Hinri'k Frehen sé
mikill málamaður og fullyrð-
ir, að innan árs verði biskup-
inn búinn að ná valdi á is-
lenzku. Biskupinn andmælir
og segir að hann etfist um það.
—  Menn, sem komnir eru
á minn aldur, eru ef til vill
lengur að komast inn í nýtt
tungumál, segir biskupinn.
—  Hvernig er sanwinna
ykkar við þjóðkirkjuna? spyr
um við.
— Ef ég á að hafa saman-
burð við önnur lönd, t.d. hluita
Hollands, þá er hér allt öðru
máli að gegna. Hér vinna kirkj
urnar saman, hin kaþólska og
hin Iútherska. Aiuðvitað höf-
um við mismunandi helgi-
siði og það er nokkuð í trúar
atriðum okkar, sem ekki fer
saman, en von móðurkirkj-
unnar er að allir sameinist í
eitt eins og áður var — í hina
heilögu postullega kaþólsku
kirkju.
—  Að fonnu voru mörg
klaustur á íslandi. Teljið þér
líklegt að í skjalasafni Vati-
kansins sé mikinn fróðleik að
finna urnti íslarad og kristna trú
á fslandi?
— Ég er viss um að mikinn
fróðleik er að finna í skjala
safni Vatikansins, en ég veit
ekki hve mikinn. f Rómar-
borg eru fáir fræðimenn, sem
hatfa kunnáttu og álhuga á að
glugga í íslenzkar bækur, en
án efa getur það verið gam-
an. Leyfi til þeas  að fara í
Kosið í Norðurlandaráð
og stjórnir stofnanna
— á Alþingi í gær
KOSNINGAR fóru fram á fundi
Sameinaðs-AIþingis í gær. Kosn-
Ir voru fulltrúar í Norðurlanda-
ráð til eins árs, yfirskoðun-
tnuenn rikisreikning-anna 1968, í
stjórn fiskimálas.jóðs til þriggja
ára, í st.jórn Sementsverksmiðju
ríkLsins til fjögurra ára, í stjórn
framkvæmdasjóðs til fjögurra
ára, í bankaráð Búnaðar-
banka tslands til fjögurra
ira, endurskoðendur Búnaðar-
• banka Islands til tveggja ára, í
bankaráð Seðlabanka Islands til
þnggja ára, í bankaráð Lands-
banka íslands til tveggja ára. í
endurskoðendur reikninga Lands
banka fslands tli tveggja ára, í
bankaráð Útvegsbanka íslands til
fjögurra ára og endurskoðendur
Útvegsbanka fslands tii tveggja
ára.
Eftirtaldir menn voru kjörnir-
NORBURLANDARAÐ
Aðalfulltrúar: Sigurður Bjarna
son, alþingisimaðiur; Matthías A.
Matlhiesen, alþingismaður; Sdgurð
ur Inigimuindarson, alþingisinalð-
ur; Ólafur Jóhannesson, alþingis-
maður og Karl Guðjónsson, al-
þingisimaður.
Varafulltrúar: Ólafur Björns-
son, alþingisimaður; Friðjón Þórð
arson, alþingismaoiir; Birgir
Finnsson, albin'gismaður; Jón
Skaftason, alþingismaður og
Magnus Kjartansson, alþingis-
maður.
YFIRSKOÐUNARMENN
RÍKISREIKNINGANNA  1968
Pétur Sigurosson, aliþingismað-
«r;  Haraldur  Pétursson,  fyrrv.
húsvörður og Halldór E. Sigiurðs
son,  alþingismaður.
STJÓRN FISKIMALASJOÐS
A&ahnenn: Sverrir Júláusson,
alpingismaður; Matthías Bjarna-
son, alþingisimaður; Jón Axel Pét
ursson, bankastjóri; Sigurvin Ein
arsson, alþingismaðux og Björn
Jónsson, alíþingismaour.
Varamenin: Sigurður Egilsson,
framkivaemdastjóri; Már Elísson,
fiskimlálastjóri; Sigfús Bjarnason,
Jón Sigurðsson, skipstjóri og
Konráð Gíslason.
SEMENTSVERKSMIBJA
RfKISINS
Ásgieir Pétursson, sýslumaður;
Jón Amason, alþinigismaður; Guð
mundur Sveinibjörnsson, Akra-
nesi; Dandel Agústínusson, Akra
nesi og Hafsteinn Sigurbjörnsson,
AkraniesL
STJÓRN FRAMKVÆMDA-
SJÓÐS
Jóharan Hafstein, ráðherra; Jón
G. Sólnes, bankastjóri; Gunnlaug
ur Pétursson, borgarritari; Gylfi
Þ. Gísflason, ráðherra; Tómas
Arnason,     framkvæmdastjóri;
Steinigrímur Hermannsson og
Ragnar Arnalds.
Varamenn: Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafræðinigur;
Sigíús Johnsen, framkivæmda-
stjóri; Guðmundur Guðmunds-
son, sparisjóðsstjóri; Jón Ármann
Héðinsson, aliþingismaður; Eirík
ur Þorsteinsson, fyrrv. alþingis-
maður; Jón A. Ólafsson, lögtfræð
ingur og Steingrímur Pálsson,
alþingismaður.
BANKARAÐ
BÚNAÐARBANKANS
Aðaimenn: Friðjón Þórðarson,
alþingismaður; Gunnar Gíslason,
alþingismaður; Baldur Eyþórs-
son, prentsmíðjustjóri; Hermann
Jónasson, fyrrv. alþingisimaður
og Stefán Valgeirsson, aiþingis-
maður.
Varamenn: Pákni Jónsson, al-
þingismaður; Steinþór Gestsson,
alþingismaður; Jón Þorsteinsson,
ajþingismaður; Agúst Þorvalds-
son, alþingismaður og Jónas Jóns
son, búfræðingur.
ENDURSKOÐENDUR
BÚNAÐARBANKANS
Einar Gestsson, bóndi og Guð
mundur Tryggvason.
BANKARAÐ SEÐLABANKANS
Birgir Kjaran, alþingismaðuir;
Sverrir Júlíusson, aliþingismaður;
Emil Jónsson, ráðherra; Sigurjón
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri og Ragnar Ólafsson, hrl.
Varamenn: Þorvarður J. Júl-
íusson, framkvæmdastjóri; Ólaif-
ur B. Thors, lögfræðingiur; Jón
Axel Pétursson, bamkastjóri, Jón
Skaftason, alþingismaður og Al-
freð Gíslason, læknir.
BANKARAÐ
LANDSBANKANS
Matthías Á. Matihiesen, alþinig-
ismalður; Kristján G. Gíslason,
stórkaiupmaður; Baldvin Jónsson,
Skúli Guðmundsson, alþingismað
ur og Einar Olgeirsson, fynrv. al-
þingismaður.
Varamenn: Arni Vilhjálmsson,
prófessor; Davíð Sohevinig Thor-
steinsson, Eggert G. Þorsteinisson,
Herra Hinrik Frehen, biskup. — Ljósm. Mlbl. ÓL K. M.
safnið hlýtur að vera auðsótt.
í samlbandi við þessa spurn
ingu upplýsti séra Hákon, að
hann hetfði í fyrra sannkvæmt
ósk íslenzks fræðimanins sótt
um leyfi til þess að hann fengi
að rannsaka skjöl Vatikansins
sem varða ísland með sér-
stöku tilliti til pílagríms-
ferða fslendinga til Rómar að
fornu. Leyíið var fúslega
veitt, en hvort það hef ur ver-
ið  notað,  veit  séra  Hákon
ekki.
Að lokum sagði herra Hin-
rik Frehen:
— Þeir, sem ekki játa ka-
þólska trú, en viðurkenna
Krist sem guðs son, g.uð, sem
íklæddist holdi, og það veit ég
að allir íslendingar gera —
með þeim og okkur kaþólsk-
um er öll samvinna í trúmál-
um ekki aðeins auðveld held-
ur sjálfsögð.
ráðherra; Kristinn Finn'bogason
og Magnús Kjartansison, alþingis
maður.
ENDURSKOÐENDUR
REIKNINGA LANDSBANKANS
Ragnar Jónsson, skrifstofu-
stjóri og Baldur Óskarsson, skrif
stofumaður.
BANKARAÐ
ÚTVEGSBANKANS
Ólafur Björnsson, alþingismað
ur; Guðlaugur Gíslason, alþingis
maður; Hálfdián Sveinsson, kenn
ari; Gísli Guðmundsson, alþingis
maður og Lúðvík Jósefsson, ail
þinigismaðuir.
Varamenn: Gísli Gíslason, stór
feaupmaður; Valdimar IndrJðla*
son, framikvæmdastjóri; Arn-
björn Kristinsson, fraimkvæmdia
stjóri; Björgviin Jónsson, fyrrv. al
þingismaður og Halldór Jakobs-
son, forstjóri.
ENDURSKOÐENDUR
REIKNINGA UTVEGS-
BANKANS
Björn Steffensen, endurskoð-
andi og Karl Kristjánsson, fyrrv.
alþmgismaður.
Þrjár nýjar barna-
stúkur slofnaðar
SfÐARI hluta októbermánaðar
ferðaðist Eiríkur Sigurðsson, er-
indreki Stórstúku fslands um
Vestfirði. Hafði hann bindind-
isfræðslu í 14 skólum, heimsótti
10 barnastúkur og endurvakti
sumar þeirra. Þá mætti hann á
umdæmisstúkuþingi á fsafirði og
flutti þar erindi.
Eftirtaldar barnastúkur, sem
störfuðu ekki reglulega síðastlið-
ið ár, taka nú aftur til starfa í
vetur, sumar með nýjum gaezlu-
mönnum: Haustrós nr. 123, Hnífs
dal, Harpa nr. 67, Flateyri og
Eyrarlilja nr. 30, Þingeyrl.
Þá endurvakti erindrekinn eft-
irtaldar þrjár barnastúkur með
nýjum gæzlumönnum: Vorboð-
ann nr. 108, Bíldudal, Geisla nr.
104, Tálknafirði og Björgu nr.
70, Patreksfirði.
1 nóvember ferðaðist erindrek-
inn töluvert um Norðurland. —
Hafði hann þar hindindisfræðslu
í 12 skólum og heimsótti margar
barnastúkur. Tókst honum í
þeirri ferð að endurvekja þrjár
barnastúkur með nýjum gæzlu-
mönnum en það eru stúkurnar
Norðurljósið nr. 115, Raufarhöfn,
Vetrarblómið nr. 131, Hvamms-
tanga og Maíblómið nr. 154,
Blönduósi. Tvær þeirra, stúkurn-
ar á Raufarhöfn og Hvamms-
tanga, hafa ekki starfað reglu-
lega síðast liðin tvö ár, en stúkan
á Blönduósi hefur verið starfs-
laus mun lengur.
Rómar erindrekinn mjög alúð-
legar móttökur Vestfirðinga og
Norðlendinga.
Þá höfum við einnig þær
ánægjulegu fregnir að færa, aS
stórgæzlumaður stofnaði þrjír
barnastúkur í nóvember. Sú
fyrsta var stofnuð í Miðbjar-
skólanum í Reykjavík, önnur 1
Álftamýrarskólanum í Reykja-
vík og sú þriðja í barnaskólan-
um á Hellu. Gæzlumenn allra
þessara stúkna eru ungir kennar-
ar, sem starfa við þessa skóla,
enda hafa stúkurnar allar fasta
fundarstaði í skólunum með vin-
samlegu samþykki viðkomandi
skólastjóra.
Ber vissulega að fagna þessuni
nýja gróðri á akri bindindísstarfs
ins.
(Frá Unglingaregiunni).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32