Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblağiğ

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Click here for more information on 74. tölublağ og D. D. Eisenhower 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblağiğ

						26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 196©
Leikir í Reykjavík
Eyjum og nyrðra
— i dag og á morgun
ÞAÐ verður mikið um að vera
í knattspyrnunni hér á landi um
þessa helgi. Leikið verður víða
um land og markskonar keppni
og æfingaleikir í gangi. Lands-
liðið leikur sinn æfingaleik og
mætir nú Akurnesingum, en
einnig er leikið í Vestmannaeyj-
um og á Húsavík og Akureyri.
•  LANDSLIÐID
Æfingaleikur landsliðsins á
morgun verður kl. 2 og fer fram
á Framvellinum (ekki á Há-
skólavellinum).     Mótherjarnir
verða Akurnesingar, en lið þeirra
vann- sér sæti í 1. deild sl. sum-
ar og er á mikilli framfarabraut.
En til gamans má geta þe;ss, að
Helgi Daníelsson, hinn gamal-
kunni markvörður, mun standa i
marki Akraness að minnsta kosti
annan hálfleikinn.
Landsliðið í leiknum á morg-
un er þannig valið:
Markvörður: Sigurður Dagss.
Varnarmenn: Jóhannes Atla-
son, Þorstein Friðþjófsson, Guðni
Kjartansson og Halldór Einars-
son.
„Tengiliðir": Sigurður Alberts
son og Sigurbergur Sigstein;;son.
Framherjar: Ingvar Elísson,
Hermann Gunnarsson, Hreinn
Elliðason og Elmar Geirsson.
Varamenn: Þorbergur Atlason,
Samúel Erlings,;on, Sigurður
Jónsson og Helgi Númason.
if  MEISTARAKEPPNI  KSÍ
Um helgina fer fram annar
leikurinn í meistarakeppni KSI
milli KR og Vestmannaeyinga.
Fyrsta leiknum lauk með jafn-
tefli, en hann fór einnig fram í
Eyjum. Tveir síðustu leikirnir
verða á Melavellinum og verð-
ur að vera lokið fyrir 1. maí.
*  UNGLINGALANDSLIDIJD
Unglingalið KSÍ leggur land
undir fót um helgina. Liðið flýg-
ur til Húsavíkur í dag og kepp-
Bikiln
slosaðnr
MARAÞONHLAUPARINN
Ifrægi, Abebe Bikila, sem tví-
| vegis hefur sigrað á Olympíu
I leikunum, varð fyrir bifreið í,
heimalandi sínu,  Eþíópíu,  og
1 slasaðist   mikið.   Lamaðist'
llíkami hans að nokkru leyti
| og var Bikila fluttur í gær til |
London með flugvél þar sem .
skurðaðgerðir  verða  reyndar'
I honum til hjálpar.
ir við Völsunga kl. 2, en held-
ur síðan landveg til Akureyrar
og leikur gegn Akureyringum á
sunnudaginn. Liðið er eitthvað
veikara en vant er, vegna hinna
leikjanna, en í liði Akraness, liði
KR og liði Vestmannaeyja eru 4
se mleikið hafa oft í unglinga-
landsliði.
Jón Hjaltalín „leynivopnið"
— f feiknum gegn Þýzkalandsmeisturun um í dag?
í DAG kl. 15.30 verður fyrri
leikur þýzku handknattleiks
meistaranna hér á landi. Þýzka
meistaraliðið Gummersbach hef-
ur viðdvöl hér á keppnisferð
sinni til Bandaríkjana og Kanada
og leikur hér í dag og á morgun.
Reykjavíkurúrvalinu     barst
mjög óvæntur liðsauki sama
kvöld og Gummersbach kom til
landsins. Jón Hjaltalín Magnús-
son kom heim frá námi í páska-
frí og var umsvifalaust bætt í
Reykjavikurúrvalið og verður
það því skipað 13 mönnum. En
nærvera Jóns þar er mjög kær
komin eftir frækilegan árangur
hans með sænska liðinu Lugi.
Gummersbach hefur nú nýlega
í 4. sinn á 5 árum orðið Þýzka-
landsmeistari, en eitt sinn hafn-
aði liðið í 2. sæti. Á tímabilinu
hefur liðið eirinig einu sinni unn
ið Evrópumeistaratitil félagsliða,
Enska knattspyrnan í dag:
WEST BROM. OG LEICESTER
í UNOANÚRSLITUM
I DAG mætast West Bromwich
Albion og Leicester City í und-
anúrslitum bikarkeppninnar á
velli Sheffield Wednesday, HiIIs-
borough. Þessum leik var frest-
að sl. laugardag.
West Bromwich er mikið
„bikarfélag" og er þetta í 10.
skiptið sem félagið leikur til úr-
slita um bikarinn, ef það vinnur
gegn Leicester. West Bromwich
hefur 5 sinnum sigrað í þessari
skemmtilegu keppni og síðast í
fyrravor þegar félagið bar sigur-
Knatíspyrnumót
gugnfræðuskóla
GAGNFRÆÐASKOLARNIR í
Reykjavík gangast fyrir hrað-
móti í innanhússknattspyrnu á
miðvikudaginn kemur. Fer mót-
ið fram í íþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi. Allar upplýsingar
um mótið er að fá í síma 15837
og þangað ber að skila þátttöku-
tilkynningum kl. 1—2 á sunnu-
daginn.
orð af Everton, 1—0, eftir fram-
lengdan leik.
Leicester hefur þrisvar sinn-
•um á 20 árum komizt í úrslit í
keppninni, 1'949, 1961 og 1963, en
hefur ávallt orðið að láta í minni
pokann. Lið Leicester City hef-
ur sýnt miklar framfarir undan-
farnar vikur og er vörnin sérstak
lega sterk nú, með hinn 19 ára
Peter Shilton í markinu.
Sigurvegararnir í þessum leik
í dag mæta Manchester City í
úrslitum bikarkeppninnar á
Wembley-leikvanginum laugar-
daginn 26. apríl nk.
Skíðumót
Austurlands
SKÍÐ^MÓT Austurlands verður
háð nú um helgina á Seyðisfirði.
Mótið er mjög fjölmennt, kepp-
endur á annað 'hundrað og hefur
verið vel undir búið. Ásgeir Eyj-
ólLson Ármanni hefur lagt braut
irnar en mótsstjóri verður Pétur
Blöndal.
svo hér er á ferð eitt af sterk-
ustu liðum Evrópu siðustu ára.
Árni Árnason gjaldkeri HKRR,
tók á móti liðinu í fyrrinótt.
Hann var að ræða við leikmenn
og skýra þeim frá að fyrri leik-
urinn yrði kl. 15.30 í dag. Þeir
tóku tölurnar sem hann nefndi
sem spá — og kváðu hann vera
heldur svartsýnan á úrslitin í
dag. En Árni sneri því fljótt upp
í grín og sagðist telja, að Reyk-
vikingar mundu sigra.
En hvernig sem leikurinn fer,
þá má ætla að þar gefist kost
ur á góðum handknattleik — og
liðsaukinn sem Reykjavikurúr-
valið fékk með Jóni Hjaltalín,
kom þægilega á óvart á síðustu
stundu.
Á sunnudag leika svo Þjóðverj
arnir gegn úrvalsliði Hafnfirð-
inga.
Tvö met
I SUNDMÓT Ármanns fór fram
fyrrakvöld.  Keppt  var  um
15  bikara  og  hér  höfum  við
fjóra bikarhafa. Frá vinstri
' er Ellen Ingvadóttir með af-
I reksbikar mótsins, þá Finnur
| Garðarsson  sem  tók  skrið-
sundsbikarinn af Guðmundi
' Gíslasyni, en báðir syntu á
158.6, þá Leiknir Jónsson er
| vann bringusundsbikarinn og
lengst  t.h.  Sigrún  Siggeirs-
dóttir.
Tvö mct voru sett á mót
I inu.   Sveit  Ármanns  synti
1x100 m skriðsund á 4:02.5, en
'sveit Ægis synti á 4:02.7  og,
' var þetta eitt tvísýnasta boð- \
I sund er fram hefur farið hér \
|á  landi.  Sigurinn  var  mest
Guðmuadi Gíslasyni að þakka
en hann synti lokasprettinn á
F 36.2 sek. Þá setti Ingibjörg
(fíaralilsdóttir met í 200 m flug
^sundi  kvenna  2:56.9,  en  hið
oldra  átti  Hrafnhildur  Guð
nundsdóttir 3:01.2.
)
Nœgur snjór er
nú á ísafirði
Landsmótio sett á mánudag. Sex
Grœnlendingar meðal keppenda
SKÍÐALANDSMÓTIÐ hefst á
ísafirði á mánudag og verður
síðan keppt alla páskavikuna. Sú
frétt hefur borizt, að á ísafirði sé
nú lítill snjór, en Haukur Sigurðs
son, einn af forráðamönnum
mótsins hringdi í Mbl. í gær-
kvöldi úr skálanum í Seljalands
dal og sagði, að þar væri nægur
snjór og skíðalyftan hefði verið
i gangi frá morgni tli kvölds í
gær og gott færi væri alveg nið-
ur að skála og snjór og brekkur
við allra hæfi.
Við  munum  nánar  ræða  um
mótið  á  morgun,  en  þar  eiu
keppendur margir m.a. 6 græn-
lenzkir skíðamenn sem hingað
komu til að kynnast aðstæðum
og mótjhaldi og keppa sem gest-
ir á mótinu. Með þeim eru 2 far
arstjórar.
Meðal keppenda á mótinu eru
6 grænlenzkir ;skíðamenn, fjórir
göngumenn og 2 í svigi. Meðal
þeirra er Daniel Skifte, bezti
skíðamaður Grænlands í dag, en
hann keppir í göngu.
Nánar um mótið á morgun.
Stórkostlegur handknattleiksviðburður
Hinir heimsfrœgu Þýzkalandsmeistarar Gummersbach mœta Reykjavíkurúrvali
laugardaginn 29. marx kl. 15,30, í Laugardalshöllinni
Dómarar: Reynir Ólafsson og Hannes Þ. Sigurðsson.
Forsala aðgöngumiða hjá Lárusi Blöndal. Verð kr. 100 og kr. 50 fyrir börn.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28