Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 1
32 síður 79. tbl. 56. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kveða burt leiÖindin, það getur hún Manescu í Moskvu — margir telja að viðrœður hans og sovézkra geti orðið flóknar, vegna afstöðu Rúmena Lóan er komin Þá er lóan komin til að kveða burt snjóinn. I gær- morgun er Kristjón Krist- jánsson, bifreiðastjóri forseta var á hlaðinu að Bessastöðum sá hann og heyrði til heið- lóuhóps, er flaug yfir. Þá hafði Þorsteinn Einarsson hinn gamalkunni KR-ingur sem er starfsmaður íþrótta- leikvangsins í Laugardalnum, séð lóu vappa á grasinu á leikvanginum. En þá strax og þau tíðinði spurðust, brá Sveinn Þormóðsson ljósmynd ari við og tók hann mynd- ina af lóunni sem er á for- síðu blaðsins í dag. Moskva, Búkarest, 8. apríl. AP UTANRÍKISRAÐHERRA Rúm- eníu, Corneliu Manescu, hélt áfram viðræðum sinum við Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, í Moskvu í dag. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til þess að viðræð- ur þeirra hafi greitt úr ágrein- ingsefnum Sovétmanna og Rúm- ena. Manescu kom til Moskvu í boði ríkisstjórnarinnar á mánu- dag. Eina sem um fundina hef- ur verið sagt er, að þeir hafi farið fram í fullri vinsemd. Sama dag og Manescu kom til Moskvu birti Pravda langa grein um Brezhnev-kenninguna, sem felur það í sér að Sovétríkin hafi . fullan íhiliutunarrétt um málefni sósíaliskra ríkja, ef þau telji að vikið hafi verið af braut um Marx-Leninstefniu. Stjórft- málafréttaritarar telja það enga tilviljun, að greinin birtist á komudegi rúmenska utanríkis- ráðherrans, þar sem Rúmenar hafa hvað eftir annað látið ótví- rætt í Ijós, að þeir vilja ekki una við annað en fiá sjálfir að ráða stefnu sinni í innan- og uit- anríkismálum. Þeir hafa marg- sinnis fordæmt innrás fimrn Var sjárbandalagsrikja í Tékkósló- vakíu og lýst samstöðu með lýð- ræðislegum öflum í Tékkósló- vakíu. Því er það skoðun manna í Moskvu, að viðræður Manescu við lei'ðtoga Sovétríkjanna, kunni að verða næsta örðugur og erfitt reynist að finna lausn sem báðir geti sætt sig við. Mótmælaganga vegna Sonning verðlannanna Alvarlegt ástand í Tékkóslóvakíu: Rússar herða enn tökin Ritskoðun aftur komið á - Öflugur vörður á götum s Prag, 8. apríl (NTB-AP) YFIRMAÐUR ritskoðunar- innar í Tékkóslóvakíu, Josef Yonhout, sem hefur verið frjálslyndur í starfi, hefur látið af embætti, að því er tékkóslóvakíska fréttastofan Ceteka skýrði frá í dag. Von- hout mun hafa verið andvíg- ur ýmsum atriðum tilskipun- Gervihjarta- maður deyr Houston, Texas, 8. apr., NTB-AP Haskel Karp, sem í var grætt hjarta úr 40 ára konu í stað gervihjarta, sem hélt honum á lífi í 65 klukkustundir, lézt í St. Lukas-sjúkrahúsi í Houston í Texas í kvöld. I morgun var tilkynnt, að Karp hefðj fengið snert af lungnabólgu. Framhald á bls. 21 ar þeirrar sem gefin var út í síðustu viku um ritskoðun að kröfu Rússa, og hann mun einkum hafa verið uggandi vegna þess að þessar nýju ráðstafanir feta í sér afnám sjálfsritskoðunar og skipun ritskoðara á ritstjórnum blaða. Frá því var skýrt að loknum fundi í forsætisnefnd kommún- istaflokksins í dag, að mið- stjórnin hefði verið kölluð sam- an til fundar 17. apríl. 1 til- kynningu, sem gefin var út, seg- ir, að blaðamönnum, sem hafi skrifað eða látið birta greinar er brjóti gegn stefnu flokksins, verði refsað. Einnig verði fljót- lega tekin fyrir mál kommún- ista, sem farið hafi úr landi í trássi við gildandi lög. Forsætis- nefndin leggur áherzlu á, að ástandið sé mjög alvarlegt, þar sem ólga sú er eigi rætur að rekja til andsovézkrar og and- sósíalistískrar afstöðu hafi ekki rénað. Þetta orðalag þykir gefa til kynna, að Rússar séu ekki ánægðir með þær ráðstafanir, sem gripið hefur verið til eftir uppþotin gegn Rússum dagana 28. til 29. marz. Forsætisnefnd tékkóslóvakíska kommúnistaflokksins áminnti harð'lega blaðamenn landsins á laugardag vegna gagnrýni þeirra á hin nýju ritskoðunarlög. Um leið er gefið í skyn, að ef til vill muni eiga sér stað um- angsmikil mannaskipti á ritstjórn Um blaða og í sjónvarpinu. Tékkn eska blaðamannasambandið hef- ur verið sakað um að hafa lagzt gegn stefnu flokksins og haldið hlífiskildi yfir andsósíalistískum öflum með gagnrýni sinni á skip um ritskoðara á ritstjórnum dag- blaðanna. Ritskoðunin vair sett á eftir heimsókn varnamálaráðherra Sov étríkjanna. Andrei Gretchko mar ská'lks og Vladimir Semjonov að stoðarutanríkisráðherra til Prag í síðustu viku. Þeir kröfðust þess að ritskoðun yrði sett á til Framhald á hls. 24 Einkaskeyti til Morgunblaðsins. STÚDENTAR í Kaupmanna- höfn munu efna til mótmæla- aðgerða þegar Halldór Lax- ness, tekur við Sonning-verS laununum. Daginn sem verð- launin verða afhent fara þeir í göngu að háskólanum og’ hafa boðið ýmsum stéttarfé- lögum og málsmetandi mönn- um að taka þátt í henni. Dag- inn áður ætla þeir að efna til mótmælasamkvæmis í hátíða- salnum, þar sem verðlaunin verða afhent. Lesið verður úr verkum Laxness og ræður fluttar. Stúdentarnir segjast ekki geta þolað að fé til sjóðsins sé aflað með „húsaleigubrasiki, sérstaklega þar sem um sé að ræða léiegt húsnæði. Yfirleitt hefur þessu brölti þeirra ver- ið fiálega tekið. — Rytgaard. Morgunblaðið sneri sér í gær til Halldórs Laxness og skýrði honum frá efni þessa skeytis. Hann kvaðst ekkert vilja segja um málið, en gat þess að hann væri á förum til Kauipmannahafnar til að veita verðlaununuiih viðtöku. Harðir bardagar vekja ugg í Mið-Austurlöndum Auglýsendur athngið! VEGNA verkfalls verða skrifstofur Morgun- blaðsins lokaðar nk. fimmtudag og föstudag. Blaðið kemur út á morgun, og svo ekki fyrr en á sunnudag. Auglýsingar í sunnudagsblaðið þurfa því að hafa borizt auglýsingadeildinni í dag, fyr- ir kl. 17.00. — Hussein óttast stórstyrjöld — Israelar gagnrýna fjórveldafundinn Tel Aviv, Amman, Washington 8. apríl AP. • HEIFTARLEGIR stórskota liðsbardagar geisuðu milli tsra- ela og Jórdana í dag, og fsraelar sendu tvær orrustuþotur til ár- ása á þorp í Jnrdaníu. Bardag- arnir eru litnir mjög alvarlegum augum. • Hussein, konungur Jórdan- iu, er í heimsókn í Washington, og var honum mjög vel tekið þar. Konungurinn kvaðst vera hræddur um að stórstyrjöld bryt ist út í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef ekki fyndist fljótlega lausn á deilunni. • Arabar eru vongóðir um að fjórveldafundurinn muni bera ár angur en ísraelar hafa gagnrýnt hann harðlega og virðist sem þeir ætli ekki að taka mikið mark á niðurstöðum hans. Nú um páskana skarst öðru hvoru í odda með ísraelsmönn- um og Aröbum, og skiptust stór- skotaliðssveitir nokkrum sinnum á skotum, en eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna tókst jafn an að koma á óvissu vopnahléi. í morgun var svo gerð eldflauga ársá á þorpið Eilat í ísrael og eldflaugunum var skotið frá hafn arbænum Akuaba í Jórdaníu. ísraelar svöruðu þegar með harðri stórskotaliðshríð og einn ig voru tvær orrustuþotur endar yfir til sprengjuárása. Að sögn talsmanna ísraelshers er þetta í fyrsta skipti síðan í sex daga stríðinu, sem ísraelar gera loftárásir á íbúðasvæði, hingað Framhald á bls. 21 Ekkja Churchilis * c sjukrahusi London, 8. april (NTB) Ekkja Sir Winston Churchills lafði Spencer-Churchill, sem hef ur dvalizt á sjúkrahúsi síðan hún lærbrotnaði á föstudaginn, sýndi batamerki í dag, en en enn alvarlega veik. Hún er 84 ára gömuL 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.