Morgunblaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1969 Halldór Halldórsson arkitekt — Minning Ég var harmi lostinn, er ég. dór Halldórsson, framkvæmda- frétti að morgni laugardagsins stjóri Húsnæðismálastofnunar 23. ágúst s.l., að hinn tryggi vin- ríkisins hefði látizt þá um nótt- ur minn og velgerðarmaður, Hall | ina. Hann kvaddi starfsfólk sitt Auglýsing um lausar lögregluþjónssföður r Reykjavík Nokkrar lögreglubjónsstöður í Reykjavík eru lausar til um- sóknar. Byrjunarlaun samkvaemt 13. flokki launakerfis opinberra starfs- manna. auk 33% álags á nætur- og helgidagavaktir. Upplýsingar um starfið gefa yfirlögregluþjónar. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. LÖGREGLUSTJÓRINN 1 REYKJAViK, 28. ágúst 1969. hress og glaður að loknum vinnu degi á föstudaginn. Mun þá eng um hafa dottið í hug, að lífsskeiði hans væri lokið. En þetta minnir mann aðeins enn einu sinni á það, hvað lífið er fallvalt ,og að allir geti átt von á kallinu fyrir varalaust. Halldór Kristinn Halldórsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur að G-arðsvík á Svalbarðs strönd 4. marz árið 1900, sonur Halldóns Jóhaninssomar, bónda þar, og konu hans, Guðrúnar Ingibjargar Bjamadóttur. Halldór lauk námi frá tækni- háskólanum í Hildisheim í Þýzka landi árið 1924. Hann var í mörg ár byggingafulltrúi á Akureyri. En árið 1944 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og starfaði hjá Skipulagi ríkis og bæja til ársins 1957. Það ár tók hann við starfi framkvæmda- stjóra Húsnæðismálastofnunar ríkisins og gegndi því til dauða- dags af miklum áhuga og sam- vizkusemi. Er nú stórt skarð fyrir skildi í stofniuininni og sár söknuður í hugum okkar allra, sem vorum svo lánsöm að eiga þennan trausta og ljúfa mann að húsbónda. Árið 1928 kvæntist Halldór Sigurlaugu Ólafsdóttur frá Kross um á Árskógaströnd og lifir hún mann sinn. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Ástu sem gift er skozkum verkfræðingi, John Alexander, og eru þau búsett í Skotlandi. Ég sem þessar línur rita skrifa Höfum flutt skrifstofur okkar að ÞVERHOLTI 20 Símanúmer okkar verður óbreytt • • Hf. Olgerðin Egill Skallagrímsson ÞVERHOLTI 20, REYKJAVÍK. Sími 1-13-90 — Símnefni: Mjöður. 1-1-3-9-0 k M ■ ■ ■ * ■■■ ■- BALUti Skólinn hefst 8. sept. Innritun daglega kl. 10-12 og 1-7 sími 14081. Sérstakir barnaflokkar 6 ára og eldri. Unglingaflokkar, flokkar fyrir 16 ára og eldri, frúarflokkar Jazzballettbúningar fáanlegir á vegum skólans SIGVALDI ÞORGILSSON * » m iy ■ ekki að jafnaði minningargreln- ar. En mér finnst ég knúinn til að flytja þessum látna vini mín- um nokkur kveðju- og þakkar- orð, nú þegar vegir skiljast. Ég tel, að það hafi verið mér mikil gæfa að kynnast Halldóri Hall- dórssyni sem ungur maður og að fá að vinna undir hans hand- leiðslu um árabil, eða allt frá árinu 1958 og þar til jarðvist hans lauk. Enginn vandalaus maður hefur reynzt mér slikur vinur og leiðbeinandi sem hann. Ég átti því stærri gkuld að gjalda en ég var maður til að greiða. En virðing mín og innilegt þakk læti fylgir honum út yfir gröf og dauða. Ekkju Halldórs, frú Sigurlaugu Ólafsdóttur, vil ég líka flytja innilegt þakklæti fyr ir allan hennair hlýhug og góð- vild í minn garð frá því fyrsta, er ég kynntist henni. Halldór Halldórsson var mikill áhugamaður um starf sitt til hinztu stundar. Hann valdist til þess að veita Húsnæðismálastofn uninni forstöðu frá upphafi. Það kom í hans hlut að stýra henni gegnum mikla byrjunarerfið- leika. Hygg ég, að menn geti ver ið sammála um það nú, að sú stjórn hafi farið honum vel úr hendi, þótt oft hafi gætt gagn- rýni á fyrstu árunum. Efling teiknistofunnar var honum hjart ansmál. Skildi hann manna bezt, hvers virði efnalitlum húsbyggj- endum það var að geta fengið henitugar húsateikningajr á hóf- legu verði. Hafa vinsældir teikni stofunnar farið vaxandi ár frá árí, og munu nú hafa verið byggð ar 3000 íbúðir eftir teikning- um Húsnæðismálastofnunarinnar. Þar átti Halldór heitinn stærsta hlutinn, þótt ýmsir fleiri góðir menn leggðu einnig hönd á plóg- inn. Ekki væri það í anda hans, ef ég færi að bera oflof á hann látinn, þvi að þótt hann væri fast ur fyrir, var hann hógvær mað- ur og laus við yfirlæti. En eftir að hafa þekkt Halldór Halldórs- son og starfað undir hans stjóm í meira en áratug veit ég, að við fráfall hans hefur íslenzka þjóð in misst traustan starfsmann og góðan dreng, sem vildi henni vel og vann að velferðarmálum henn ar til síðasta kvölds. Ég kveð hann með þakklæti og virðingu og votta ástvinum hans innilega samúð í þungum harmi. Guð blessi minningu hans. Magnús Ingi Ingvarssom. Askorun Hér með leyfum vér oss, að skora á heiðraða viðskiptavini vora, að sækja allan fatnað. sem komið hefir verið með til hreinsunar ea annarar meðferðar fyrir s.l. áramót. Verði fatnaður þessi ekki sóttur fyrir 20. sept. n.k., neyðumst vér til að selja hann fyrir áföllnum kostnaði. Efnalaug Vesturbæjar h/f., Vesturgötu 53. ®ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum i húsið Aðatstræti 18, (Uppsali) hér í borg ti! niðurifs og brottflutnings. Útboðsskilmálar eru afhentir í skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 4. septem- ber kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Reykjavík — Sími 22485. AUGLÝSING Samkvæmt lögum frá 2. maí 1969 um breytingu á lausa- skuldum bænda í föst lán og samkvæmt reglugerð um 6. flokk Veðdeildar Búnaðarbanka íslands frá 9. júlí 1969, er Veðdeild heimilt að gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa til afhendingar einaöngu til greiðslu á lausaskuldum bænda vegna fram- kvæmda, sem þeir hafa ráðizt í á jörðum sínum á árunum 1961—1968, að báðum meðtöldum. Bankavaxtabréfin eru til 20 ára. Ársvextir 8.5%. Þeir bændur, sem hyggjast fá lán í þessu skyni úr Veð- deildinni, verða að sækja um það fyrir 1. nóvember næst- komandi og færa sönnur á réttmæti þess. Umsókn verður að fylgja. 1. Veðbókarvottorð yfir jarðeignina, sem setja á að veði fyrir láninu. 2. Matsgjörð, framkvæmd af tveim matsmönnum, útnefnd- um af viðkomandi sýslumanni. 3. Afrit síðasta skattframtals, ásamt landbúnaðarskýrslu. 4. Skrá yfir lausaskuldir, sem til var stofnað vegná framan- greindra framkvæmda, og skriflegt samþykki skuldareig- anda um, að hann taki bankavaxtabréfin sem greiðslu. Lánin til bænda verða til 20 ára með 9% ársvöxtum. Tekið skal fram, að lánbeiðni verður ekki tekin til greina, nema umsækjandi sé í fullum skilum við Stofnlánadeild og Veðdeild Lántakanda ber að greiða í peningum kostnað við lán- veitinguna. Reykjavík, { ágúst 1969. VEÐDEILD BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.