Morgunblaðið - 16.07.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1970, Blaðsíða 16
16 MORiGUNBLAÐIÐ, FIMjMTUDAGUR li6. JÚLÍ 19TO Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannesser*. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Rttstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Simi 10-100. Auglýsingar Aðalstraeti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165.00 kr. á mánuði innanfands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. t ÞJÓÐARLEIÐTOGI KVADDUR ITtför Bjarna Benedikts- ^ sonar, forsætisráðherra, Siigríðar Björnsdóttur, eigin- komi hans og Benedikts Vil- mundarsonar, dóttursonar þeirra, verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag. Slysið á Þingvölíum hefur snortið þjóðina djúpt. Fyrir þá samúð, sem aðrar þjóðir hafa sýnt, eru ísilendingar þakklátir. Persónuleg kynni af Bjarna Benediktssyni voru dýrmæt reynela fyrir þá, sem þeirra urðu aðnjótandi. í augum ungra manna, sem áttu því láni að fagna að kynnast hon- um, starfa með honum og * læra að meta hann, var Bjarni Benediktsson lærifað- ir, sem markaði djúp spor í þroskaferii þeirra og hafði af- drifarík áhrif á lífsviðhorf þeirra. Með fordæmi sínu kenndi hann þeim að hafna sýndarmennsku, en vinna að framgangi þess málstaðar, sem þeir töldu réttan, með rökum, þrotlausu starfi og heiðarleik. í hópi nánustu samstarfsmanna sinna var hann óumdeiianlega leiðtogi. Þeir höfðu tröllatrú á fram- sýni hans og haefni til þess að finna rétta leið úr.mikJum Vanda. Andstæðingar hans vissu, að orðum hans gátu þeir treyst. Það traust og hreinskiptni í samskiptum við aðra átti ríkan þátt í því, að honum, sem áður hafði verið einn umdeildasti stjórn- málamaður landsins, tókst að skapa andrúmsloft umþurðar- lyndis og skilnings á vett- vangi stjórnmálabaráttu og hagsmunabaráttu, sem áður hafði á skort. Bjarni Benediktsson var .lítillátur maður frammi fyrir sigrum á stjórnmálaferli sín- um. Undir lok ævi sinnar hlaut hann meiri traustsyfir- lýsingu og viðurkenningu þjóðar sinnar en nokkru sinni fyrr, en þeim sigri tók hann af lítillæti eins og þeir vita, sem bezt til þekkja. í ósigri og erfiðleikum sýndi hann meiri þrautseigju og vilja- \styrk en öðrum var gefið. Bjarni Benediktsson var mikitl lýðræðissinni. Lýðræð- islegar starfsaðferðir hans hafa orðið mörgum lærdóms- ríkar og mættu verða öðrum til eftirbreytni nú, þegar hann er fallinn frá. Metnaður hans fyrir hönd Alþingis ís- lendinga var mikill, og fáir áttu jafn ríkan þátt í því og hann að auka reisn þeirrar sögufrægu stofnunar. Það gerði hann með sterkum persónuleika sínum og ræðu- mennsku í þingsölum, sem lengi mun í minnum höfð. Alþingi verður svipminna, þegar hans nýtur ekki lengur við. Baráttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og frelsi á öllum sviðum þjóðlífsins einkenndu líf og störf Bjarna Benedikts- sonar öðru fremur. Líf hans var stöðug barátta — barátta fyrir þeim málötað, sem hann ta'ldi réttan. Ungur að árum gerðist hann einn áhrifamesti talsmaður lýðveldisstofnunar á íslandi. Þegar það mál var til lykta leitt, einbeitti hann sér að því að tryggja hið ný- fengna sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar í viðsjárverðum heimi. Þá baráttu leiddi hann fram til sigurs, og æ síðan hefur íslenzka þjóðin búið að framsýni hans í þeim efnum. Þegar sjálfstæðið var fengið og öryggið tryggt, beindi hann starfskröftum sínum að því að tryggja frelsi í þjóð- lífinu og það var leiðarljós ríkisstjórnar hans. Bjarni Benediktsson var af sterkum stofnum kominn. Hann var fulltrúi íslenzkrar hefðar og íslenzkrar sögu. Það var einnig eiginkona hans, frú Sigríður Björns- dóttir. Hún var af sjómanns- fólki komin og kynntist þeim hörmungum, sem yfir ís- lenzkar sjómannsfjölskyldur hafa dunið um aldir. Hún var manni sínum sterk stoð á stormasamri ævi og deildi með honum gleði og sorgum, sigrum og ósigrum. íslenzka þjóðin öll vottar ástvinum forsætisráðherra- hjónanna og dóttursonar þeirra dýpstu samúð sína. Með Jóhannesi páfa 23. í Vatikaninu. Bjarni var þá dóms- og kirkjumálaráðherra. miðum og samræminigu stefnu innan þeirra marka er sá skiln ingur veitti án þess að annar hvor aðilinin þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir hinum. Hyiglgmi, þolimimæði, lipurð og góðvild Bjarna réðu úrslitum um að svo gæfulega tókst til og björt og fögur júnínóttin þegar samkomulagið var undir ritað mun án efa hafa verið ein mesta ánægjustumd í lífi hans. Mér fannst þá eins og oft siíðar ég hafa orðið sér- stakrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa með slíkum manni. Á þéssa sömu eiginleika Bjarna Benediktssonar sem stjórnanda reyndi ekki síður í glímunni við efniabagsörðug- leika áranna 1967—1969. Þessir örðugleilkar voru stórfelldari en áður höfðu að höndum bor- ið áratugum saman og lemgi vel rak hvert ólagið annað. Ærið tilefni gat virzt til að grípa sem fyrst til margháttaðra og róttækra aðgerða, og þegar það var ekki gert, stóð ekki á ásök unum um stjórnleysi og undan- hald. Bn Bjami Benediktsson var sannfærður um, að engar ráðstafanir kærnu að hialdi fyrir en þjóðin sjálf hefði til hlítar áttað sig á öllum málavöxtum og væri þar með undir það bú- in að takast á við vandann. Þess tíma beið hann rólegur og æðrulaus. Bn þegar tíminm var kominn, var hann reiðubú- inn að gera það sem gera þurfti án hiks eða fálms. f huga mínum leikur enginn vafi að einmitt þessir stjórmarhætt- ir gerðu gæfumuninn, skiptu sköpum um það, að á erfiðleik- unium var siigrazt á sfceim.mri tíma en nokkum hefði getað ór að fyrir. Það var hamingja Bjarna Benediktssonar, og um leið frú Sigríðar, að fá að sjá árangu-r þessarar viturlegu stjórmar á síðasta ári æviranar. Það er ekki sjaldan hlutverk eiginkonu að mynda mótvægi gegn sérstökum eiginleikum í fari m'annsims og forða homum þannig frá einsýni og öfgum. Það er hugboð mitt, að þáttur frú Sigríðar í ævistarfi manns hennar hafi þó ekki fyrst og fremst verið þessi. Mér finnst, að skapferli hennar og lífsvið- horf mumi hafa fallið eink- ar vel að megineigiimleikum hans sem stjórnanda. Hún hafi því orðið til að styrkja þessa eigiraleika og efla, enda voru þeir þess eðlds, að þeir þurftu lítt mótvægis við. Traust íslendinga á Bjama Benediktssjmi, og það traust var iað sjálfsögðu miklu meira og almenmara en orð var á gert, byggðist annars vegar á sldln- ingi á því, hverjiir eiginleikar hans sem stjórmanda voru, ein- miitt þeir eiigimteifciar, siem hér hafa veirið gerðir að uimræðu- efni. Hims vegar byggðist það vafalítið á þeirri tilfimningu að Bjaimd Bemediktsisioin væri umfram allt íslendiingur. Að hann hefði yfirsýn yfir sögu þjóðarinnar, skildi manna bezt stöðu hennar og ætlumarverk, og að bókstaflega ekkert skipti hann í rauninni máli anmað en heill bennar og heiður. Jónas H. Haralz. t Bjarni Benediktsson er lát- inn. Fréttin á föstudagsmorgun inn féll ,,eins og þruma af hamranna storð.“ Áhrifamesti stjórnmálamaður íslendinga, sem gekk heill til hvílu að kvöldi, var horfinn að morgn'i. Það var ekkert hik í mínum huga, er velja skyldi eftirmann Ólafs Thors sem formann í Sjálfstæði-sflokknum, né síðan er kjör formanns hefur farið fram. Ekki heldur um forsætis- ráðherra. Slíkir voru hæfileik- ar Bjarna Benediktssonar í aug um okkar, sem náin kynni höfðu af honum. Bar þar til yfirburða vitsmund, reynslu og msBmMammmmmmmmmam hyggindi. Hann hélt ætið þann- ig á máli að segja það eitt, er hann vissi réttast, fullyrti ekki nema öruggt væri. Var styggur við stundum, ef honum fannst misgert, þoldi illa veifiskata í pólitík en m.at þá, sem voru fastir á skoðunum, ef samnfær- ing fylgdi, jafnvel þótt hann liti öðrum augum á mái. Virðing mín fyrir Bjarna vegna stjórnvizku hans, vegna yfirburða hæfileika í stjórmmál um hefur aldrei beðið hnekki. Vitsmunir þrautseigja og mann dómur voru einkenni hans, sem hanm beitti á stjórnmálaferlin- um til hagsældar í.slendingum. Þess vegma mun verka hans lengi gæta. Fyrir sigri stóriðju málsims barðist hann með óbil- andi festu. Minnisstæðust er mér ef til vill ræða sú, er hann flutti á Alþingi, er stóriðjumál- ið kom fram. Bjarni bognaði aldrei. Þess vegna hlaut svo að fara, að hann brotnaði í stóra bylnum. Nú er skarð hans autt, en það hljótum við að fylla, Sjálfstæð- ismenn, svo sem við höfum vit og samhug til. Slík er skylda okkar við land og þjóð og við minningu Bjarna Benediktsson ar. Vanmegnug eru fátækleg orð, en frá hjartarótum streymir samúð til barna þeirra hjóoa, Bjarna og Sigríðar, aðstand- enda þeirra og litla dótturson- arins. Jónas Pétursson. t Seint verður við því sporn- að, að í lífi eimstaklinga og þjóða gerist válegir atburðir. Eimn slíkur var sviplegt and lát Bjarna Benediktssonar, for- sætisráðherra, konu hans, frú Sigríðar, og dóttursO'naT, á Þingvöllum aðfaranótt 10. þessa mán. Þjóðin öll er harmi lostin. Hún sér á bak eiraum sinna hæfustu forystumanna, stjórnmálaskörungi og fræði- mianmi, sem um árabil hefir öðr- um fremur mótað stefnuna í landsmálumum, og verið sverð heranar og skjöldur í átökunum við ótal erfiðleika. Glæsileg og mikilhæf kona hlýtur sömu ör- lög og eiginmaðurinn. Efnileg- ur og elskulegur sveinn, auga- steinn allra vandamianna, er með sama óþyrmilega hættin- um hrifsiaðiur í burt, fylgir afia símum og ömmu yfir mörkin til nýrra og ókunnra heimkynna. Þessa atburðarás eigum við erf itt mieð að sætta oikikur við, mót mælum henni í huga og hjarta. En hvað stoðar það? Enginn á annars úrkosti en taka því, sem að höndum ber, mæta örlögun- um. Undan þeim verður ekki flúið. Fyrir rúmum tuttugu árum kynntist ég fyrst Bjarna Bene- diktssyni. Þá tók ég ungur og óreyndur sæti á Alþingi. Strax þótti mér mikið til hans koma, og eftir því sem árin liðu, óx hann í miíniuim aiuiguom. Ég átti því lá-ni að fagna, að þekkja hann náið utan stjórnmála og þingstarfa — og þau kyranii eru mér nú hugstæðust. Að spjalla við bann, hvort sem var í nota- legri stofu eða akandi í bifreið yfir norðlenzkan fjallgarð í svarta þofcu, var í sieinin utnun og fræðsla. Allhliða þeklkirag Bjarna Benediktssonar og skilningur hans á mannlegum högum mun aldrei falla mér úr minni. Dóm- greind hans var skörp og rétt- lætiskenmdin einn snarasti þátturinn í skapgerð hans. Eiginkonan, Sigríður Björns- dóttir, var Bjarna Benedíkts- syni í eimiu og öllu samboðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.