Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						19. desemBqr 1970
m$wiM$faíto
MACMILLAN
Míxniillan kveður Krúsjeff og aðra  sovézka  raðamenn  við brottförina frá Moskvu.
í RUSSLANDI 1959
Einn athyglisverðasti kafl-
inn í síðasta bindi sjálfsœvi-
sögu Harold Macmillans, „Rid-
ing the Storm", f jallar um heim
sókn hans til Sovétrikjanná
árið 1959. Heimsóknir vest-
rænna stjórnmálamanna til
Sovétríkjanna voru sjaldgæfar
á þeim árum, og heimsókn Mac-
millans hafði mikil áhrif. Hún
varð til þess að draga úr
spennunni í sambúð austurs og
vesturs og átti mikinn þátt í
því að efnt var til fundar
æðstu manna stórveldanna í
Paris einu ári siíðar.
Maemillan hafði lengi haft
áhuga á því að draga úr við-
sjám stórveldanna og segir frá
því í endurminningum sínum,
að hann hafi farið að ráðgera
Moskvuför í ágúst 1958 að lok-
inni misheppnaðri heimsókn til
Aþenu, Ankara og Nikosíu
vegna Kýpurmálsins. Hér birt-
ist úrdráttur úr kaflanum um
ferðina til Sovétríkjanna:
Mér til ánægju var ástandið
heima fyrir síður en svo slæmt.
Blöðin höfðu verið vinsamleg í
minn garð, meðan ég var í
burtu, og nokkrum dögum síð-
ar var birt niðurstaða skoðun-
arkönnunar, sem var mjög hag-
stæð stjórninni. Þess vegna
voru allir að velta því fyrir
sér, hvort efnt' yrði til nýrra
kosninga.
Nokkrum dögum eftir heim-
komuna barst mér skeyti frá
Sir Patrick Reilly, sendiherra
okkar í Moskvu. Þetta skeyti
skýrði ýmislegt, og þess vegna
lagði ég fyrir hann nokkrar
spurningar. 1 fyrsta iagi
spurði ég um skapgerð Krús-
jeffs. Hvernig átti að túlka þá
afar mikilvægu staðreynd, að
hann hafði skyndilega náð
æðstu völdum?
Ég skrifaði Reilly 13. ágúst:
„Ég er þess fullviss, að rétt sé
hjá yður að leggja áherzlu á
hættulegasta þáttinn í skap
gerð Krúsjeffs — valdagræðg-
ina. Lenín og Stalín voru ekki
haldnir henni . . . Maður óttast
valdagræðgi, foví að þeir sem
henni eru haldnir geta framið
stórkostleg heimskupör, sem
leiða til mikilla hörmunga. Ég
hef það á tilfinningunni — og
mig langar til að vita hvort ég
hef á réttu að standa — að í
þessu felist alvarlegasta hætta
þeirrar flóknu ringulreiðar,
sem rikir í heiminum. Getur
verið, að Krúsjeff fremji eins
mikil heimskupör og Hitler?"
Sennilega verður svar sög-
unnar við þessari spurningu á
þá leið, að 'þessi tilhneiging í
skapgerð Krúsjeffs hafi ágerzt
eftir því sem völd hans urðu
meiri og náð hámarki í Kúbu-
deilunni f jórum áruim síðar.
Önnur gpurning min fjallaði
um ýmsar tillögur, sem höfðu
verið á lofti um fund æðstu
manna stórveldanna um
ástandið í nálægari Austur-
löndum. „. . . Allt er nú á
huldu um það, hvort af slíkum
fundi getur orðið, en mig lang-
ar að vita, hvort þér teljið að
Krúsjeff hafi grætt eða tapað
á deilunni um slíkan fund við
mig og Bandarikjaforseta . , .
í þriðja lagi vil ég vita um
möguleika á raunverulegum
fundi æðstu manna (þ.e. um öll
deilumál) — ég á við fundinn,
sem við höfum stefnt að hægt
og sígandi um langt skeið. Telj
ið þér, að við eigum að taka
nýtt  frumkvæði  í  máhnu  og
hvenær?"
Ég lauk bréfinu með þvi að
minnast á ráðagerð, sem ég
hafði lengi haft 'í huga og
stefnt að smám saman, það er
persónuleg heimsókn til Sovét-
ríkjanna. Hingað til höfðu sam
ráðherrar mínir ekki haft ýkja
mikinn áhuga á hugmyndinni,
og ólíklegt var, að bandamenn
okkar sýndu meiri skilning. En
ég var ekki ánægður með
það, hvernig ástandið versnaði
stöðugt og hafði áhuga á því
að taka frumkvæðið í mínar
hendur.
FAGÆTUR VIÐBURÐUR
Það er erfitt nú, þegar heim-
sóknir til Moskvu eru næstum
því orðin skylda allra stjórn-
málamanna, sem vilja komast
áfram, hvort sem þeir eru við
völd eða ekki, að minna á það
kuldalega andrúmsloft, sem
ríkti fyrir 12 árum. Heimsókn
forsætisráðherra     Bretlands
yrði engin venjuleg kurteisis-
heimsókn, þar sem áhrif Bret-
lands voru enn gífurleg og það
álit, sem það naut eftir heims-
styrjöldina óbreytt, heldur
óvæntur og nánast furðulegur
atburður. Ég spurði því sendi-
herrann, sem var gamall vinur
minn og samstarfsmaður síðan
á Alsirsdögum mínum: „. . . Ef
samningaumleitanir um fund
æðstu manna fara algerlega út
um þúfur og ekkert gerist, hef
ég í hyggju að leggja til, að
ég komi sjálfur í heimsókn í
í vor. Hvað finnst þér um
þetta? Munu þeir lita
svo á, að við brjótum odd af
oflæti okkar eða ekki?"
Eins og ég bjóst við fékk
ég aðdáanlega vel samin og vel
rökstudd svör frá sendiherran
um við fyrstu þremur spurn-
ingunum. Fjórða spurningin
var ekki tekin til alvarlegrar
umræðu og ákvörðunar fyrr
en í byr jun ársins eftir.
Á meðan fór ég að velta fyr-
ir mér ýmsum aðferðum til að
afstýra pvi, að gagnkvæmar
hótanir og mótmælaorðsending-
ar, mánuð eftir mánuð, drægju
dilk á eftir sér. Ég ákvað að
senda skeyti til Washington til
þess að láta í ljós áhuga minn
á því að stuðla að því að þoka
málunum í samkomulagsátt.
Umfram allt langaði mig til
að fara til Washington og ræða
við forsetann og Dulles utan-
rikisráðherra. Þessi aðferð
hafði gefizt vel á undangengn-
um tveimur árum. En Frakkar
voru öfundsjúkir og Þjóðverj-
ar tortryggnir, og heimsóknin
gat reynzt hættuleg. Þess
vegna virtist hyggilegast að
semja flóknari áætlun.
GAMALT BOÐ
1 þó nokkurn tíma hafði leg-
ið fyrir nokkurs konar boð um,
að ég færi í heimsókn til
Moskvu. Vissulega gat svo far
ið, að fooðið yrði ekki ítrekað.
En það sakaði ekki að reyna.
Ég ákvað því að fara til
Moskvu (ásamt utanríkisráð-
herranum), síðan til Bonn og
Parísar og loks til Washington
(skv. dagbók).
Stjórnin í Washington tók
vel í tillögu Macmillans, en var
aði við hættum þeim sem væru
samfara fyrirhugaðri heimsókn
hans  til  Moskvu.  20.  janúar
skýrði hann rikisstjórninni frá
ákvörðun sinni, og um leið
sendi hann Sir Patrick Reiily
skeyti, þar sem hann bað hann
að spyrjast fyrir um, hvort til-
lögum hans um að þiggja boð
það sem hann hafði áður feng-
ið frá Rússum yrði hafnað eða
ekki. Sendiherrann benti í
svari sínu á hætturnar.
Rússar mundu áreiðanlega
skoða heimsóknina með hlið-
sjón af mati sínu á stöðu al-
menningsálitsins í Bret-
iandi rétt fyrir kosningar og
reyna að hagnast eins mikið á
henni og þeir gætu. Hann efað-
ist um, að þeir gætu gert sér
vonir um að geta rekið fleyg
milli stjórnanna í London og
Washington, þvi að öllum væri
ljóst, hve vinátta mín og Banda
ríkjaforseta væri náin.
Sennilega mundu þeir nota
tækifærið til þess að einangra
Adenauer og vestur-þýzku
stjórnina og kalla hann aðal-
hindrunina í vegi fyrir lausn
Þýzkalandsmálsins. Hann taldi
þvi, að ekki einungis Banda-.
rikjamenn heldur einnig
Frakkar og einkum Vestur-
Þjóðverjar ættu opinberlega að
láta í Ijós velpóknun á heim-
sókninni og ennfremur að til-
kynna ætti samtímis um
Moskvuheimsóknina og heim-
sóknirnar til Bonn, Parísar og
Washington.
Hann bætti því við, að til-
gangslaust væri að reyna að
fiska eftir heimboði; leggja
yrði beiðnina fram hreinskiln-
islega og vafningalaust. 1 ann-
arri orðsendingu lét Reilly i
Ijós þá von, að ekki yrði um
skyndiheimsókn að ræða; mér
og fylgdarmönnum ætti að gef-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56