Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1970 19 Árni Jónsson amtsbókavörður í SUMAR var einn af stairfs- mönn'uim Ríkisútvarpsinis á ferð um landið. Hafði han-n viðtöl við noklkra m-enn sem lýstu hieimalhöguim síniuim fyrir hluist endum útvarpsins. Meðal ann- ars fór harnn um Fjöruna á Ak uireyri í fyl'gd með Áma Jóns- syni amtsbókaverði. í kynninigu dagskrár hafði útvarpsmaðurinsn óvenju stedk lofsyrði um þenn an þátt, og einsetti ég mér að láta hanm ekki fram hjá mér fara. Og ég varð ekki fyrir von brigðum. í hálfa aðra klukku- stund hlýddi ég líkt og bergnum inin á frásagnir Árna Jónsson- ar. Þar fór saman mikill og merkilegur fróðleikur um sögu Akureyrar, vandað orðfæri og flutninigur; en með hæfilegu millbili var fróðleikurinm krydd aður með ógleymanlegum gam ansögum um horfna íbúa bæj arins. Voniandi . gætir útvarpið þess að vairðveita þennan þátt, því heldur sem leiðsögumaður okkar er nú efcki lenguæ í töiu lifemda. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Gilsbak'kavegi 11, á fimmtudaigimn var, og er nú í dag til moldar borinn heinna í fósturbæ símum. Hann var fæddur 28. maí 1917 í Litla- Hvamimi í Hrafmagilshreppi, scvn ur hjónanna Jóns Guðlaugsson ar, sem síðar var bæjargjald- keri og sparisjóðsstjóri á Akur- eyri og Maríu Árnadóttur. Á Akureyri óx Árni upp og bjó til æviloka. Stúdemtspróf tók hann frá Menin'taskólainuim á Akureyri 1938. Huigðist hanin síðan fara utan tiil leitolistamáms, en heft ist vegna styrjaidarinnar. Til reynslu stuindaði hamin nám í eitt ár við Háskóla íslands, en hvarf síðan heim til Akureyrar og var á næstu_ árum ritari hjá bæjaæ- stjóra. Áður en leiðir lykjust upp til útlanda var hann sleginm af geigvæmllieguim sjúkdómi. Fór honium þá ein,s og mörgum nám fúsum mömnuim þegar heilsan bilar, að þar var gleði hans sem bækurmar voru. Á sjúkdómisár- um símum l,as hann kynstrin öll og gerðist fróður um mairgvísleg efni. Einikum las hann erliend sfcáldrit, enida birti hanm síðar sjálfur tvær frumsamdar skáld sö'gur. Árið 1951 hafði Árni náð svo góðri helilsu að hiainin gerðist keninari við Gagnfræðaskóla Akuireyrar. Gekk hann að því starfi með sömu fórnfýsi. sem öðru því er honum var til trú að. Hann var sá kennari sem börnin leituðu gjarna til þegar þau þumftu stuðnings við í fé lagslífí símu; en um jarðnesk lauin var ekki að ræða fyrir þaiu uppeldisstörf. Árið 1955 gðkk hanm að eiga eftirlifamdi koniu sína, Guðrúnju Bjama- dóttur frá Leifsstöðum í Kaup- amigssveit. Eignuðust þau tvö mianinivænileg böm, Maríu og Bjarna. Jafniframt kennsluinni tók Ármi smám samam að sér ýmis störf fyrir heim'abyggð sína. Mest var um það veirt að hamn tók sæti í stjórn Amitsbókaisaifnsins og varð þar Skjótt lamgmestur áhrifamað uir. Saifnið bjó við þröng og göm ul húsakynmi og átti við ýmsa ecrfiðleika að stríða. En með at- beina Áma Jónssonar og fleiri góðra manna var hafizt handa um nýja bókasafnsbyggimgu sem tenigd skyldi við hundrað ára atflmæli Akuireyrarfcaupstaðar. Jafnframat réðst svo að Árni tók sjálfur að sér að gerast forstöðu maöur safnsins. Má með sammi segja að þar væri réttur rnaður á réttum stað. Safnibygginigin var albúin fyrir tveimur árum, og er sem stendur nýtízfculeg- asta og fuQilfcomnast'a bókaisafns hús á landi hér. Hinn nýi yfir bðkavörður naut sinnar miklu þefcfcingar og bókaástar, em jafn flnamit flylgdist h,ann uindrayel mieð erlenidum nýjungum í tæfcni og bókasafnsfiræðum. Þó var ekki minna uim hitt vert, að hanm vildi láta menin nota saifnið, gera það að miemminigar- og uppeldisstöð fyrir bæinm og héraðið. í því skyni laðaði hann sfcólanemiendur til að koma og l'esa í hinum undur- fagra bókasafl, þar sem sýn gef ur uim háa glugga austur yfir Eyjafjörð. Sjálfur sannreyndi ég, sem gestur í safnámu, bæði óviðjafnanilega hjálpsemi hans og frábæra þekkinigu í ísienz'k- um fræðum. Fyrir fáum árum kenndi Árni þeirrar meinsemdar sem nú hefur valdið dauða hams löngu fyrir aldur fram. Milli kasta náði hann þó mokkuæri starfsoriku, enda skorti ekki skylduræknina og viljann að taka til höndum. Þegar ég hitti hann síð'ast nú fyrir niokkrum vikum, varð “ekki annað séð en þair færi alheill maður. Þá lýsti hann mieð Ihógliátri frásagnar- snilli síðuistu veikindum sínum, hvernig hið mikla myrkur hafði steypzt yfir hanm. Síðam horfði hanm á mig, brosti glatt og hlý- lega, og mærti: „Ég held að það sé gott. að fara svonia." Og nú er hamn farinn mteð rósömum huig til amnarra heim-a. En eftir sbenidur ófyllt skarð, og sökn- uðurinn er þeirra mestur sem bezt vissu hv'ílíkur maður hanm var. Starfstími Árna Jónssonar varð ekki langur eftir að hanm hóf mikilvægasta verk ævi sinnar. Þó auðnaðist þessum hieilsuveila og hægláta mammi að lyfta Grettistafci á fáum ár um. Hanm hóf Amtsbókasafnið til nýrrar virðinigar og flutti það í bjartam kaistala. Nú hvíl ir sú skylda á herðurn Akur- eyrarbúa að láta merki hams ekki niður faflla, en gera safnið það sem hann vildi láta það verða: Höfuðsetur menmingar- og menmtumiar fyrir Akureyri og afllt Norðu'riand. Jónas Kristjánsson. ÞEGAR ég kvaddi Árna Jónsson fyrir hálfum mánuði, datt mér sízt í hug, að sá yrði fundur okk- ar hinn síðasti. Svo fullur var hann þá af starfsorku og áhuga, svo hress og skemmtilegur. Hann hafði nýlega fundið fyrir mig merkilegar heimildir, eins og stundum áður, og við vorum glaðir og hróðugir. En nauðsynj- um stofnunar sinnar gleymdi hann ekki, og síðustu orð hans við mig voru brýning um að duga safninu við aðkallandi úr- lausnarefni. Rúmri viku síðar barst mér fregnin um andlát hans. Það bar að skyndilega, og hafði hann þó áður kennt bana- meins síns sárlega. Þá glímu háði hann með karlmannlegu æðruleysi og var aftur tekinn til starfa. Árni Jónsson fæddist 28. maí 1917 í Litla-Hvammi í Hrafna- gilshreppi. Foreldrar hans voru Jón bóndi þar Guðlaugsson og kona hans, María Árnadóttir. Með þeim fluttist Ámi barnung- ur til Akureyrar, þar sem faðir hanis varð bæjargjaldkeri og síð- ar sparisjóðsstjóri. Bjuggu þau í innbænum á bernskudögum Árna, og varð hann síðar hverj- um manni fróðari um sögu stað- arins. Er mörgum minnisstæður frábær útvarpsþáttur Árna fyrir skemmstu, er hann rakti sögu og lýsti mannlífi innbæjarins af þeirri mælsku og frásagnarlist, er honum var ríkulega gefin. Þetta var honum allt sem opin bók. Ég gekk með honum um þessar slóðir einn síðdag í sum- ar. Sú ánægja og fræðsla, sem ég hafði af þeirri gönguför, fell- ur mér seint úr minni. Árni var ungur bráðgreindur, fjölhæfur og námfús. Hann var gagnfræðingur frá Menntaskól- anum á Akureyri 1934, fór ári síðar á lýðháskóla í Sigtúnum í Svíþjóð, en lauk stúdentsprófi frá M.A. 1938. í menntaskólan- um var Árni hrókur alls riiann- fagnaðar og í fremstu röð í öllu félagsstarfi og listalífi nemenda. Hann var ræðumaður, þegar mikið lá við, skólaskáld, í rit- stjórn Munins og síðast en ekki sizt leikandi og leikstjóri skóla- leikja ,,og magnaði samleikend- ur sína og leikiðkanir þeirra því æskufjöri og þeim æiskumóðd, sem veitir sigurinn," eins og Sig- urður skólameistari orðar það í skólaskýrslu. Við upphaf Ut- garðs kom hann einnig eftir- minnilega. Heimssttyrjöldin siðari bægði Árna frá leiklistarnámi erlendis, en í norrænudeild Háskóla ís- lands". var hann veturinn eftir stúdentspróf og lauk 1939 prófi í forspjallsvisindum. Síðan hvarf hann heim til Akureyrar og gerðist þar fyrst bæjarritari og síðar kennari við Gagnfræð'a- skólann, unz hann tók við þvi starfi, sem ég freistast til að kalla ævistarf hans, þó árin sem hann gegndi því væru ekki mörg. Árið 1955 kvæntist Árni Guð- rúnu Bjarnadóttur frá Leifsstöð- um í Kaupangssveit, og lifir hún mann sinn ásamt tveimur börn- um þeirra, Maríu og Bjarna. Árið 1962 var Árni Jónsson ráðinn bókavörður Amtsbóka- safnsins á Akureyri, enda vel kunnugur högum þess, og ásann- aðist fljótt, að þar var vel ráðið. Hinir margþættu hæfileikar hans nutu sin þar til fullnustu, og þeirri stofnun vann hann allt það, sem hann mátti. Hanm var vandvirkur og listfengur, svo að af bar, skrifaði óvenjufagra rit- hönd og lét aldrei neitt frá sér fara nema gagnvandað. Hann var lesinn og bókfróður með ótrúlegum yfirburðum og minn- ugur þess, hvar hvaðeina var að finna. Hann fylgdist vel með nýjungum í bókasafnsmálum er- lendis, og hann hélt uppi hlut Amtsbókasafnsins á Akureyri, svo að eftirtekt vakti. Það var honum því einhver hin mesta sigur- og gleðistund, er hin nýju og glæsilegu húsakynni safnsins voru tekin í notkun. En að þeirri byggingu hafði hann ár- um saman unnið af því kappi og lagni, sem honum var léð. Þá fyrst veittist honum færi á að gera safnið að þeim menningar- stað, sem hann langaði til. Hann vildi fá fólk að safninu og láta það njóta þar áriægju og afla sér fróðleiks. Ekki hvað sízt var honum annt um að taka við skólanemendum. Er mér ofar- lega í huga, með hve mikilli vin- semd hiann hefur tekið nemend- um menntaskólans, og hefur þeim orðið mun hægara að vinna að vandaðri ritgerðasmíð nú síð- ustu árin vegna aðstöðu þeirrar og aðstoðar, sem þeim hefur ver- ið boðin og búin á Amtsbóka- safninu. Ámi sinnti þeim af mik- illi ljúfmennsku og sparaði enga fyrirhöfn að finna fyrir þá heimildir og kenna þeim vönduð og alúðleg vinnubrögð. Allt starf Árna við safnið bar vitni heiðarleika hans og trú- mennsku. Mjög gott samstarf var milli hans, stjórnarnefndar- manna og starfsmanna, enda hafði hapn í heiðri hinn foma boðskap að meiða engan. Starf hans í þágu Amtsbókasafnsins er ómetanlegt og verður ekki fullþakkað. En minningin um það lifir, og merkin sjást. Kynni okkar Árna hófust og héldust við á safninu. Hann var mér sem öðrum óþreytandi hjálparmaður og lét alla aðstoð í té með vinsemd og glaðværð. Andrúmsloftið á safninu var gott. Ég fæ ekki þakkað allt það gott. sem hann gerði mér, en læt við það nema að biðja hon- um og ástvinum hans blessunar. Gísli Jónsson. í DAG er jarðsunginn á Akur- eyri einn af áhrifamestu þjón- um menningarinnar í þeim ágæta menniingairbæ, Árni Jónsson, amtsbókavörður. Hann lézt að kvöldi dags 29. október nýkom- inn frá vinnu í bókasafni því, er hann stjómaði, aðeins 53 ára að aldri. Er hann harmdauði öllum þeim, sem til hana þekktu og starfa hans. Ég nefndi hann þjón menning- arinnar, og það heiti bar hann með rentu. Eitt af sterkustu ein- kennum hans var hinn sívak- andi áhugi hans á hvers konar menningarmálum, skáldskap og öðrum listum, þjóðfræðum, bókasafnsmálum. Þegar í mennta skólanum var hann forystumað- ur í menningarlegu félagsstarfi svo sem leiklistaa'málum, blaða- útgáfu, bókmenntaskrifum í skólablaðinu. Síðan varð hann ungur stúdent ein aðaldriffjöðr- in í leiklistarmálum Akureyrar, ágætur leikari sjálfur o-g leik- ritahöfundur. Þá meinaði heilsu- leysi honum störf um hríð. En jafnskjótt og því fargi létti, var hann tekinn til við menningar- málin að nýju, og þegar Akur- eyringar voru fengnir til að sjá um útvarpsdagskrá eitt kvöld í viku, var Ámi Jónsson sjálfkjör- inn stjórnandi þeirrar starfsemi. Árin milli 1950 og 1960 mun Árni Jónsson þó einkum hafa fengizt við kennslu, en í tóm- stundum samdi hann skáldsögur, og komu tvær þeirra út, Einum unni ég manninum, 1951, og Lausnin, 1963. Eru þær báðar at- hyglisverclar og sérstæóar, þó ekki virðist hafa verið barðar mjög trumbur fyrir þeim. Arni Jónsson var aðalhvata- maður um byggingu nýs bóka- safnshúss fyrir Amtsbókasafnið á Akureyri, og var hann þá for- maður bókasafnsstjórnar, þegar það mál var ákveðið. Síðan varð hann stjórnandi Amtsbókasafns- ins 1962. Þá var það safn næsta ófullkomið um alla þjónustu við almenning og hafði ekki tekið nei-num teljandi breytingum í marga áratugi. En Árni Jónsson var ekki fyrr kominn að safninu en það var gjörbreytt, og er þar skemmst af að segja, að nú, þeg- ar hann deyr frá starfi sínu við safnið að 8 árum liðnum, skilar hann því sem einhverju bezta almenningsbókasafni landsins. Vann hann í því máli afrek, sem aldrei verður fullþakkað og kost- aði meira erfiði og áhyggjur en auðvelt er að gera sér grein fyr- ir. Því miður kynntist ég Árna Jónssyni ekkert að ráði fyrr en síðustu árin. Þau stuttu kynni nægðu þó til þess, að ég á örðugt- með að sætta mig við, að hon- um skyldi ekki verða lengri líf- daga auðið — hann átti enn svo mikið ógert af því, sem hann ætlaði sér að framkvæma. Við mig var hann ekki til viðtals um annað en menningarmál, og þá einkum bókasafn9mál. Þar var Árni Jónsson óþrjótandi brunn- ur hugmynda og brennandi af áhuga. Þó að Amtsbókasafnið væri orðið gott undir stjórn hans, taldi hann þar harla margt ógert, og efast ég ekki um, að það hefði hann allt framkvæmt, ef honum hefði enzt aldur til. En það voru ekki aðeins bók.a- safnsmálin, sem áhugi Árna Jónssonar beindist að síðustu árin. Hann hafði m.a. í undir- búningi mikið verk í þágu menningarsögu Akureyrar og þá um leið alls landsins. Óttast ég, að framkvæmd slíkra mála n-orður þar hafi beðið mikinn hnekki við fráfall hans. Vonandi verður þó einhver til þess að tak-a upp þráði-nn, þar sem Árni Jónsson varð frá að hverfia. Árni Jónsson var kvæntur Guðrúnú Bjarnadóttur, og áttu þau tvö börn. Votta ég þeim, sem og öðrum nánum ættingjum hans o-g samstarfsmönnum mikl-a samúð. Eiríkur Hreinn Finnbogason. KR-ingar Lyttingamenn Stofnfundur lyftingadeildar KR verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl. 8,30 í Félagsheimilinu við Kaplaskjólsveg. Undirbúningsnefnd. Carðahreppur BLADBURDARFOLK Vantar börn eða tutlorðna til að bera út Morgunblaðið á Arnarnesi Upplýsingar í síma 42747 Nýtt - ONDULINE - Nýtt Báraðar asfalt þakplötur. — Kostir eru augljósir: Þær tærast ekki af seltu eða sóti. Þær einangra, leiðni aðeins 0,06. Þær fást í 3 litum, málning er því óþörf. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Þær eru ódýrar og viðhaldskostnaður því hverfandi. Ennfremur báraðar P.V.C.-plötur (gluggaplast). Verzlanasambondið hf. Skipholti 37. — Sími 38560. ÚTSÖLUSTAÐIR: Akureyri — Byggingavöruverzlun Tómasar Bjömssonar. Isafjörður — Timburverzlunin Björk. Hafnarfjörður — Byggingavöruverzlun Björns Ölafssonar. Ytri-Njarðvik — Tréiðjan h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.