Morgunblaðið - 09.02.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐíÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. 5EBRÚAR 1971 17 Ræða Gunnars Gunnarssonar skálds á samkomu almanna- samtaka um náttúruvernd í Háskólabíói Á ÞESSU drungalega þorra- dægri þingeyskrar þændaein- ingar erum vér hér saman komin, konur og menn á ýms- um aldri þeirra erinda, að votta hugheila samúð frið- sömu fólki í fjarlægum og af- skekktum landshluta, annál- uðum fyrir fegurð og, undir eðlilegum kringumstæðum, eindæma búsæld, fólki, sem einskis óskar fremur en una ánægt við sinn hógværa hlut, en hefur ófyrirsynju og al- saklaust orðið harkalega fyrir barðinu á ötulum athafna- mönnum með hið opinbera að bakhjalli, athafnamönnum svo ötulum að við jaðrar „hráa nautsorku“ — svo notuð séu orð Bjarna á Grýtubakka af öðru tilefni endur fyrir löngu: valmennið og vituðurinn Sig- urgeir Friðriksson, sá sem byggði upp Borgarbókasafnið hér syðra, vitnar til þeirra í nýbirtu bréfi til þriðja Þing- eyingsins, Arnórs Sigurjóns- sonar. fslenzkir bændur eru löng- um seinþreyttir til vandræða, en svo má brýna deigt járn að bíti. Mývetningar reyndust furðu deigir, þegar unnið var það hervirki gegn hagsmunum þeirra, að byggja án stoðar af lagastaf, að sagt er, og ég hef ekki séð því mótmælt, stífluna illræmdu í Miðkvísl — á rík- isjörð að vísu, en það ætti Síður en svo að afsaka ólög- legan ágang á hagsmuni heill- ar sveitar. Brýningin var býsna löng: hún tók áratug. En þá voru lika hendur látnar standa fram úr ermum, og eru það nú þolendur óréttarins, sem ásökun hljóta og sóttir eru til saka fyrir hermdarverk — þriðjungur þeirra, er að sprengingunni stóðu, og ein furðan af mörgum, hvað því úrtaki réð og hví hinir voru settir hjá. Það er illt, það er algert neyðarúrræði að láta hendur skipta, en vorkunnarmál þeim, sem á hendur og hagsmuni að verja, og að nauð brjóti lög er gömul regla og gild, eða eins og haft er eftir einum postulanna: Þar að kann að reka, að draga verði sverð úr slíðrum. Raunar er aðeins stigmunur á því, að stemma vatnsfall í trássi við lög og rétt, til gífurtegs tjóns fyrir þá sem ofar búa, og að ryðja burt lögleysustíflunni. Fyrir liggur skýrsla gerð af Sigurði Gizurarsyni hæsta- réttarlögmanni yfir „laga- ákvæði sem stjórn Laxárvirkj- unar eða ríkisstjórn íslands hafa brotið eða ekki fullnægt svo vitað sé“, brotnu lögin sjö að tölu, þar á meðal stjórnarskrá lýðveldisins, brotnar lagagreinir þó marg- falt fleiri; en þar virðist eng- inn ábyrgur fyrir, enda ekki búandkarlar að baki. Það eitt að slik skýrsla skuli geta kom- ið fram talar sínu máli. Það tók sem sagt Mývetn- inga og Laxárdæli langa stund að rumska, en ár af ári juk- ust skemmdir og skaðsemi af völdum Miðkvíslarstíflunnar, auk vafans um virkjunarnyt-. semi hennar: vafa, sem virð- ist orðinn að vissu um, að hún hafi verið með öllu óþörf: vatni safnað í eins konar móð- ursýkis-varasjóð, sem aldrei þarf til að taka, — eini árang- urinn stórskemmdimar á vatnasvæðinu. Það var þó ekki fyrr en yfir vofði ennþá uggvænlegra héraðsrask: ráð- izt í firnaframkvæmdir, sem eyða myndu blómleg byggðar- lög, að bændurnir deigu og seinþreyttu hristu af sér slen- ið, enda ekki við góðu að bú- ast, sé æ ofan í æ að þarf- lausu traðkað á rétti valin- byggða. En athafnamennirnir ötulu eru ekki aldeilis af baki dottn- ir: Laxárdalur skal lagður undir vatn að verulegu leyti, Mývatnssveitin góðfræga verð- ur að una sínum hlunninda- og kosta-missi um ár og aldir. Ekki þar fyrir: glapvísir óhamingjuhrólfar á refilstig- um ímyndaðrar ráðkænsku geta svo sem verið mestu sómamenn, sem fyrir vakir að frelsa landið — á sína sér- stöku vísu. En einhver vanki hlýtur nú samt að þjá þessa vesalings Stóru-Kláusa: ann- ars myndu þeir ekki arka fram sem skaðvaldar aldagamalla vitazgjafa og heimakærra byggðarbarna fyrr en kannað- ar séu að fullu aðrar leiðir, jafn færar, leiðir, sem sumir telja að liggi í augum uppi. Þáttur íslenzks réttarfars í þessum málum viriðst ærið tvíræður, enn sem komið er. Það lætur þeim, sem að stíflu- gerðinni stóðu, haldast það Gunnar Gunnarsson. uppi óátalið; hins vegar hef- ur hrafli af þeim, sem sprengdu skaðsemdarbáknið ólöglega, verið stefnt fyrir það ódæði, að gera sitt til að bæta úr broti annarra, og óséð hvernig það sakamál æxlast. Hæstiréttur leyfir í orði lög- bann gegn Laxárstíflunni, en líði hann fógeta að láta böggul sinn fylgja því skamm- rifi, bannar hann það á borði, þar sem sýnilegt er, að -eigi bændur að geta framfylgt þeim réttarúrskurði, dygði þeim ekki einu sinni að knjá- krjúpa gullkálfinum, þeir yrðu beinlínis að ala slíka í fjósum sínum, búhnykkur að vísu, en á víst langt í land. Öruggasta leiðin til að lækna glundroðann kynni að vera að skipta landinu í fylki með sjálfstjórn í frjálsara lagi varðandi eigin hagsmuni og héraðsmál. Það er trúa mín, að hefði það verið komið £ kring, myndu ókindur á borS við þær, sem þarna eru á ferli, aldrei hafa skotið upp jafu ófrýnum kolli. Vonandi á íslenzkt réttarfar eftir að hrista af sér slenið, enda mál til komið, svo sem augljóst er orðið af því, 3em þarna hefur gerzt og enn er að gerast. Vonir þeirra, sem finnst það varða eigi litlu, varða lands- og þjóðar-heill, að girt verði fyrir frekari átök og illindi norður þar, og framfylgd laga lýðveldisins ekki hagað eftir geðþótta og hentisemi, eru aðallega bundn- ar við hæstarétt. Þá bæri og Alþingi að láta málið til sín taka af meiri alvöru og ábyrgðarvitund, en fram til þessa hefur orðið vart. Annars er það sem þarna hefur gerzt því miður ekkert einstakt fyrirbæri: Út um all- ar veraldar víddir tíðkast það æ meir, að menn segi sig úr lögum hvorir við aðra: ömur- legt tímanna tákn, sem engin bót verður á ráðin nema með því einu móti, að af löggjöf- um og handbendum valdhafa sé aldrei hallað á lítilmagn- ann né réttur hans fyrir borð borinn. Og hið sama gildiir hvers konar frábrigði um þjóð erni og hörundslit.’ Enginn skyldi loka augunum fyrir því, að jafnvel hér heima hef- ur á ódæma uppgangstímum hamingjan snúizt svo í hendi, að það sem á tímum harðræð- is og þjáninga í mannaminn- um var heiðaharmur og hjó óbætanlegt skarð í litla þjóð, er á þessu margræða og mis- vindasama þorradægri islenzks réttar orðið byggðaböl, sem — fái það að þróast til frek- ari vandræða — vel gæti orð- ið jafn óbætanlegt ef ekki óbætanlegra. Lýkur svo þessári þorra- þulu með þeirri einlægu ósk að góðir menn og gegnir gangi fram fyrir skjöldu og lagfæri læknandi höndum það sem þarna hefur svo háskalega úr- skeiðis farið. Svið Þjóðleikhússins virðist minna í dag en fyrir 13 árum - segir Helgi Tómasson listdansari ÞAÐ ER erfitt og krefjandi starf að vera dansari, en dans inn gefur líka mikið á móti. Ég hef mjög mikla ánægju af því að tjá mig í dansi, fæ tækifæri til þess að ferðast víða í sambandi við starfið og hef takmark að keppa að og allt þetta vegur margfald lega upp á móti því erfiði sem dansinn krefst og vegur einnig nokkuð upp á móti hinum lágu launum, sem dansarar hafa í dag. Þannig fórust Helga Tómassyni orð í viðtali við Mbl. í gær. Helgi Tómasson listdans- ari er hér í stuttri heimsókn ásamt konu sinni Marlene og Chr.istian syni þeirra sem er fjögurra ára. Helgi starfar nú hjá New York City Ball et og dansar þar sem 1. dans ari og hefur fengið mjög góða dóma fyrir dans sinn þar. Helgi, sem er 28 ára gam all, hefur dansað síðan hann var átta ára gamall. — Ég byrjaði hjá Sigríði Ármann og Sif Þórs og fór síðan í Listdarasskóla Þjóð- leikhússins strax og hann tók til starfa, sagði Helgi. — Ég man eftir því hvað strákarn ir höfðu gaman af að stríða Helgi Tómasson mér fyrst eftir að ég fór í dansskóla, því þeim fannst það ekki tilheyra að strákar lærðu ballett. Það gerðu bara stelpur. Fyrsti kennari Helga við Þjóðleikhúsið var Erik Bid sted, en síðar hjálpaði hann Helga að komast í frekara nám' í Kaupmannahöfn. 1959 kom hingað bandarískur ball ettflokkur og fyrir tilstilli Jer om Robbins stjórnanda flokks ins var Helga boðið til Banda ríkjanna þar sem hann fékk kennslu sér að kostnaðar- lausu. Hefur Helgi aðal- lega dvalizt í Bandaríkjunum síðan og dansað hjá Joffrey ballettinum, hjá Harkness- ballettinum og nú síðast hjá New York City Ballet. í New York City ballet eru um 80 dansarar og þar af 16 aðal dansarar og er Helgi einn þeirra. Þegar Helgi er spurður hvernig vinnudagur hans við New York City ballet sé, sagði hann: — Um kl. 11 byrja ég á æf ingum. Þá er um að ræða æf ingar til að halda sér við. Eru þær alveg fyrir utan starfið hjá ballettinum og því óviðkomandi, en nauðsynleg ur þáttur þó. Síðan byrja æf ingar á hlutverkum og taka þær 3—4 tíma á dag. Eru þessar æfingar á ýmsum tímum eftir hádegið til kl. 6 síðdegis. Loks eru sýningar á kvöldin, en fjöldi þeirra á viku er mjög breytilegur. Geta þær verið frá 3—6 á viku. Aðspurður um hvort döns urunum séu settar ákveðnar reglur varðandi lífemi seg- ir Helgi að dansarinn geti hegðað sér eins og honum sýndist utan vinnutíma. — Hins vegar þarf dansari, sem ekki hugsar vei um heilsuna og lifir óreglusömu lífi, ekki að búast við því að komast langt á framabrautinni. Það eru margir sem eru reiðu- búnir til þess að taka við hlutverkinu ef dansarinn slak ar eitthvað á. Þess vegna verðum við að setja okkur Helgi Tómasson og Elizabeth Carroll eigin lífsreglur til þess að fara eftir og þær eru strang ar. Hvað viðvéki sýningun- um í Þjóðleikhúsinu um næstu helgi sagði Helgi að það yrði erfiður tími, þvi prógrammið væri strangt og sýningar á hverju kvöldi. Hins vegar sagðist hann hlakka til þess að dansa á ný á sviðinu í Þjóðleikhúsinu, en hann dansaði þar síðast árið 1958. — Árið 1958 fannst mér Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.