Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEÐRÚAR 1971 Fyrsta námsmannaþingiö: Útgáfa námsmannablaðs — annað þing haldið að ári Fyrsta þing; fulltrúa framhalds skóla til hliðar og ofan við lands prófs- og gagrnfræðastigrið var haldið í Melaskólamim í Rvik um helgina. Á þinginu voru saman komnir fulltrúar frá 21 aðila, en Gunnar Guðmundsson, framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri. hverjum þátttökuaðila gafst kost ur á að senda 3 fulltrúa. Á þing- Inu var rætt um ýmsa þætti menntamála, m.a. breytingar á Skólakerfinu, jöfnun námsað- stöðu og hlutdeild nemenda í stjórn skólanna. Einnig var kannaður hver grundvöllur væri fyrir frambúðarsamvinnu þátttökuaðila meðal annars með sameiginlegrri blaðaútgáfu. Kom fram tillaga í þinginu um að stofnað yrði formlegt nemenda- samhand, en var sú tillaga felld en aftur á móti var samþykkt að haldið yrði annað náms- mannaþing sem þetta, að ári. Einnig var samþykkt að reyna að efla samband framhaldsskóla nemenda og í því sambandi var ákveðið að hefja útgáfu náms- mannablaðs, og skipuð undir- búningsnefnd til þess að vinna að því máli. Á þinginu var sam- þykkt áskorun til þingfulltrúa að beita sér fyrir myndun starfs hópa í skólum sínum, sem tækju fyrir ýmsa grrundvallarþætti menntamála og störfuðu í tengrsl um við blaðið og kæmu niður- stöðum sinum þar á framfæri. Svo og samþykkti þingrið áskor- un til Stúdentaráðs og SÍNE til að beita sér fyrir reglulegum við ræðufundum forvígismanna nem endafélaga á höfuðborgrarsvæð- lnu, þar sem skipzt yrði á skoð- unum og kannaður grrundvöllur fyrir samvinnu í einstökum mál- um. Á sunnudaginn hafði Morgun blaðið tal af nokkrum fulltrú- um á þinginu ogr spurði þá frétta úr skólum sínum og álits á þessu fyrsta námsmannaþingi sem haldið er hér. Geir Gunnarsson, Stýrimannaskólanum. „VERÐLAUNAÐIR FYRIR AÐ BtJA EKKI 1 H EI.VIA VISTIN'NI“ Einn af fulltrúum Menntaskól ans á Akureyri var Benedikt Sveinsson frá Víkingavatni í N orður-Þingey jarsýslu. Sagði Benedikt að þeir Norð- anmenn væru fremur ánægðir með hlutskipti sitt og þó væru þeir mjög óánægðir með eitt mál sem einmitt hefði verið til um- ræðu á þinginu og það væri jöfnun námsaðstöðu. — Okkur Norðanmönnum virðist hafa verið kastað til höndunum við úthlutun fjár til jöfnunar námsaðstöðunni, saigði Benedikt. Eins og flestir vita er heimavist við Menntaskólann á Akureyri sem nú síðustu árin hefur ekki verið fullsetin á vet- uma. Þar sem bæði er ónæðis samt að búa í heimavist og því fylgir viss frjálsræðisskerðing, vilja flestir heldur búa í her- bergjum úti i bæ, en þann mun- að geta þeir einir veitt sér sem mest fjárráðin hafa. Nú bregður svo við að af öllum þeim utan- bæjarmönnum, sem sóttu um styrk, fengu þeir einir fé, sem búa úti í bæ, þ.e.a.s. þeir sem mest fjárráðin höfðu fyrir. Við sem búum í heimavistinni, telj- Benedikt Sveinsson, Menntaskólanum á Akureyri. um þetta mjög rangláta og ein- kennilega ráðstöfun að þeir að- ilar, sem hafa lagt fram stórfé til byggingar heimavistar við M.A. skuli síðan beinlínis verð- launa þá sem ekki vilja búa þar og kjósa heldur að leigja sér herbergi úti í bæ á meðan að herbergi á heimavistinni standa auð. Ég tel að lang eðlilegast væri að það fé sem nemendur við Menntaskólann á Akureyri fá til jöfnunar námsaðstöðu rynni beint til mötuneytis heimavistar innar, en þar borða svo til allir utanbæjarmennimir í skólanum hvort sem þeir búa úti i bæ eða í heimavistinni. Mætti með því móti draga úr fæðiskostnaði nem enda almennt, og nytu þar með allir utanbæjarmenn góðs af þessu fé, en ekki aðeins þeir sem hafa efni á því að búa úti í bæ. Um þingið sagði Benedikt að hann væri ánægður með það, og að hann vonaðist til að það mætti verða til einhvers gagns fyrir utan það að vera fróðleg og skemmtileg samkoma, skóla- fólks víðs vegar að af landinu. Loks sagði Benedikt Sveins- son frá Víkingavatni að hann væri mjög hlynntur því að hafin yrði sameiginleg blaðaútgáfa. Hún yrði til þess að auka skilning og samheldni meðal skólafólks innbyrðis og jafn- framt gæti sameiginlegt blað orð ið til þess að auka þekkingu al- mennings á skólamálum í heild. „BtJNAÐARNÁMIÐ ER LOKUÐ LEIÐ Gunnar Guðmundsson, sem mætti til þingsins fyrir hönd framhaldsdeildar Bændaskólans á Hvanneyri sagði að sér fynd- ist starfssvið þessa þings of breitt og hagsmunir þeirra sem það sæktu of ólíkir til þess að vænta mætti mikils árangurs af því. — Þó má vænta árangurs af þingum sem þessum i fram- tíðinni þegar hinir einstöku skól ar hafa kynnzt málum hver annars betur og einnig bind ég miklar vonir við sameiginlega blaðaútgáfu skólanna, en tillaga þess efnis var samþykkt á þessu þingi. Á þessu fyrsta námsmanna- þingi lögðu fulltrúar bændaskól ans á Hvanneyri fram til- lögu um að búfræðimenntun yrði flutt á menntaskólastig og lengd í 3 ár. Svo og að komið yrði á valgreinakerfi og nem- endum gefinn kostuf á að ljúka almennu búfræðiprófi eftir eins til tveggja vetra nám með val- frelsi hvað varðar einstakar greinar búfræði. Einnig kom fram í tillögunni að próf úr búnaðármenntaskóla yrðu tekin gild til inngöngu í landbúnaðar- háskóla og líffræðigreinar H.í. og að framhaldsdeild Bænda- skólans á Hvanneyri yrði við- urkennd sem fullgildur land- búnaðarháskóli. Sagði Gunnar að tillaga þessi hefði fengið góðar undirtektir á þinginu og komið í ljós skilning- ur á því að nauðsyn sé á að færa búnaðarnámið betur inn i skólakerfið þannig að nám 1 bændaskóla sé ekki lokuð leið, sem ekki opni neinar leiðir inn í aðra skóla hér. „ANNARRI NÁMSÖNN AÐ LJÚKA Á ÍSAFIRÐI" Ingibjörg Daníelsdóttir er einn af þremur fulltrúum hins nýja Menntaskóla á Isafirði og auk þess er hún þessa dagana skiptinemi í Menntaskólan- um við Tjörnina. Ingibjörg sagði að hún teldi námsmannaþingið nauðsynlegt til þess að skapa samband milli hinna einstöku skóla í landinu, en bætti við að fyrst um sinn hlyti Menntaskólinn á Isafirði, þó að verða mjög einangraður frá öðrum Skólum, þó að þing sem þetta væru haldin. Ingibjörg Daníelsdóttir, Menntaskólanum á ísafirði. — Við erum aðeins 34 i skól- anum og erum því ekki nægilega mörg ennþá til þess að vera virk út á við, en vonandi verð- ur það aðeins tímabundið ástand, sagði Ingibjörg. Ingibjörg, sem er Húnvetning- ur, býr i heimavist húsmæðra- skólans á ísafirði, en aðrir ut- anbæjarnemendur sem allir eru piltar búa i húsnæði, sem mennta skólinn leigir frá Mánakaffi. Sagði Ingibjörg að til stæði að byrja á byggingu heimavistar fyrir skólann, i haust og ætti henni að ljúka haustið 1972. Um skólann almennt sagði Ingibjörg að enn lægi ekki ljóst fyrir hvernig deildarskipting yrði í skólanum og engar „traditionir" hefðu skapazt enn- þá. . — Félagslífið hefur enn sem komið er verið heldur lítið. Þar sem ekki eru nema 6 stelpur í skólanum hefur ekki verið hægt að halda skólaböll, en hins veg- ar hafa verið stofnaðir klúbb- ar ýmiss konar, t.d. kvikmynda- klúbbur þar sem sýndar eru mánudagsmyndir Háskólabíós. 1 Menntaskólanum á Isafir^! standa yfir próf, en þar er ann- arri námsönninni að ljúka. Sagði Ingibjörg að vetrinum væri skipt í 3 annir og hefði þeirri fyrstu lokið rétt fyrir jólin. Fer Ingibjörg beint í prófiesturinn þegar hún kemur vestur, en að loknum prófum er von á skipti- nemum frá Menntaskólanum við Tjörnina. Að lokum sagði Ingi- björg að hún væri mjög ánægð með skólann á Isafirði og sagði að kennaralið skólans væri það jafnbezta sem hún hefðd kynnzt í nokkrum skóla áður. Gunnlaugur Stefánsson, Menntaskólanum við Tjörnina. „ALMENNT NÁMSMANNAÞING YRÐI MÁLFUNDUR RE YK J A VÍKURSKÓLANN A“ Gunnlaugur Stefánsson nem- andi í II. bekk Menntaskólans við Tjörnina, sagði að hann væri mjög hlynntur þeirri af- stöðu þingsins að fresta stofn- un nemendasambands. — Ég tel ekki tímabært að fara út í siíka stofwun fyrr en skólarnir hafa mótað sér sameig- inlegan starfsgrundvöll. Það má ekki fara að þessum málum með asa, heldur á að leyfa þeim að þróast. Með því að halda þing, sem þetta, gefa út sameiginlegt blað og mynda starfshópa um einstök hagsmunamál nemenda verður hinn nauðsynlegi grund völíur skapaður, en ekki með samþykktinni einni. Síðan sagði Gunnlaugur að á þinginu hefði komið fram sú hugmynd að gera þingið að ai- mennu þingi, en ekki fulltrúa- þingi. Var sú tiilaga felld eins og áður segir. 1 því sambandi sagði hann: Ef á að nást árangur með þinginu verður að vera hægt að treysta skólunum fyrir því að velja full trúa til þess að fara með mál- efni viðkomandi skóla og auk þess vil ég benda á þá stað- reynd að með því að gera þetta að almennu þingi værum við ekki að halda sameiginlegt náms mannaþing heldur eins konar málfund Reykjavíkurskólanna, því styrkur á svona þingi myndi liggja í fjöldanum og skólafólk utan Reykjavíkur gæti því ekki haft þau áhrif sem því ber með réttu. Ég er því mjög ánægður með það að tillagan um að gera þing- ið að almennu þingi skyldi verða felid. Gunnlaugur sagði að sem nem andi við Menntaskólann við Tjörnina, væru honum húsnæð- Guðrún ína ívarsdóttir, Ljósmæðraskóla íslands. ismálin mjög ofarlega i huga og hlyti svo að vera á meðan skól- inn byggi við jafn lélegan húsa- kost og hann gerir í dag, en að lokum sagði Gunnlaugur: — Sem fulltrúi menntaskóla, vil ég itreka fyrri ályktun lands þiwgs menntaskólanemenda um hið svokallaða stiga og punkta- kerfi, sem felur það í sér að aflt deildar og bekkjarkerfið verði lagt niður og náminu skipt i kjarna og valgreinar, þar sem hvert stig eða puwktur yrði áfangi að stúdentsprófi í hverri námsgrein. „VIÐ ERUM ÁNÆGÐAR MEÐ LJÓSMÆÐRASKÓLANN" Fámennasti skólinn á þingiwu var Ljósmæðraskóli Islands, en í honum eru aðeins 20 nemend- ur. Meðal fulltrúa skólans var Guðrún ína ívarsdóttir, en hún er í öðrum bekk. Sagði Guðrún að Ljósmæðraskólinn væri svo ólíkur öðrum skólum sem þingið sæktu að hann ætti raunverulega ekkert erindi á þingið. — Hins vegar hefur verið gaman að fylgjast með því sem hér hefur fram farið, sagði Guðrún, vissulega eigum við kkur hagsmunamál í Ljósmæðra skólanum, en þau eiga ekki heima á þessu þingi. Helzta hagsmunamál okkar er að skól- anum verði breytt þannig að próf frá Ljósmæðraskóla Isilands verðd tekið gilt á hinum Norðurlöndunum, en það er það ekki í dag. Náminu hefur verið breytt á Norðurlöndunum þann- ig að það hefur verið gert að sérnámi út frá hjúkrunarnámi og hljótum við að verða að gera sliíkt hið sama. Guðrún sagði að 10 nemendur væru teknir inn i skólann á ári og væri gagnfræðapróf eða önn- ur hliðstæð menntun inn- tökuskilyrði. Allir nemendur skólans búa í heimavist á með- an á námi stendur og sagði Guðrún að lokum, að þær væru mjög ánægðar með skólann að flestu leyti og hefðu ekki yfir neinu að kvarta nema þá helzt þrengslum á fœðingardeildinni. „ERUM RÉTTINDALAUSIR I LANDI“ Geir Gunnarsson nemandi í 3. bekk Stýrimannaskólans, sagði að fulltrúar Vélstjóraskólans og Stýrimannaskólans hefðu lagt Framh. á bls. 24 Sigurður Hlöðversson, Tækniskólanum. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.