Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SÍÐUR OG LESBÓK
p[t«awlíífaM^
86. tbl. 58. árg.
LAUGARDAGIIR 17. APRlL 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Júgóslavía krefst
framsals á Króötunum
— Sænska stjórnin neitar
Stokkhólmi, Belgrad, 16. april
— NTB
JtJGÓSLAVNESKA stjórnin
mun krefjast þess, að Króatarn-
ir tveír, sem skutu júgróslavneska
sendiherrann í Stokkhólml til
hana, verði framseldir, segir
sænska blaðið Dagens Nyheter.
Talsmenn sendiráðsins segja, að
sendiherrann hafi verið skotinn
til bana áður en sænska lögregl-
an kom á vettvang, og að hann
hafi verið skotinn inni í sendi-
ráðinu.
Samkvæmt alþjóðalögum telj-
ast sendiráð vera landsvæði til-
heyrandi þeirri þjóð, sem hefur
þar fulltrúa sinn, og Júgóslavar
telja því að afbrotið hafi verið
framið á júgóslavneskri grund.
Sænska  stjórnin  er  á  öðru
Ekkert lát er á flóttamanna-
straumnum  frá  Austur-Pak-
istan. Hér sjást hópar Beng-'
ala flýja með fátæklegar fögg-'
ur sínar yfir Gangesfljót.
Þetta  fólk  flýði  eftir  sokn
vestur-pakistanska hersins til
bæjarins Kushita, sem er um
45 km frá indversku landa-
mærunum og á yfirráðasvæði ,
frelsissveita.
Kjaradeilur
í Svíþjóð
Stokkhólmi, 16. april — NTB —
VINNUVEITENDASAMBAND
Sviþjóðar (SAF) hafnaði í dag
sáttatillögu þeirri, sem iögð
hafði verið fram á fimmtudag í
iaunadeilu SAF og 800.000 félaga
Alþýðusambandsins. Áður hafði
Alþýðusambandið einnig hafnað
tillögunni og formaður þess,
Arne Geijer, lýst þvi yfir, að
tiilagan væri einungis hagstæð
vinnuveitendum.
Bangla Desh
úr sögunni ?
Uppreisnarmenn í Austur-
Pakistan hvarvetna á, flótta
Hafa yfirgefið Chuadanga — Mikill straumur
f lóttaf ólks til Indlands
máli. 1 tilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu segir, að mennirnir
tveir verði ekki framseldir og að
sendiráðið sé á sænsku landi og
því háð sænskum lögum. Ef Kró-
atarnir tveir yrðu framseldir,
má telja nokkuð víst að þeir
hlytu dauðadóm fyrir rétti I
Júgóslavíu.
Júgóslavnesk blöð og yfirvöld
eru harðorð í garð sænsku
stjórnarinnar. Er m.a. sagt, að
þar sem hún leyfi alræmdum
glæpafélögum að starfa í land-
inu, hljóti hún að bera ábyrgð
á gerðum þeirra. Olof Palme er
einnig gagnrýndur og sagt, aO
hann sé líklega eini forsætisráð-
herrann í heiminum sem um-
gangist persónulega höfuðpaura
glæpasamtaka, sem hiki ekki við
að myrða menn til að hafa fram
málstað sinn.
Ungverskur
ráðherra
í Páfagarði
Róm, 16. april — NTB
JANOS Peter, utanrikisráðherra
Ungverjalands, sem var eitt sinn
Kalvinistaprestur, ræddi í dag í
45 mínútur við Pál páfa um
heimsvandamál og samskipti
kirkju og ríkis í Ungverjalandi.
Fundur Peters og páfa er
fyrsti fundurinn, sem ráðherra
i ungversku ríkisstjórninni hef-
ur farið fram á og fengið, síðan
Ungverjaland varð kommúnista-
riki eftir síðari heimsstyrjöld.
Chuadanga, Ausitur-Pakistan,
16. apríl — AP-NTB
ÖRMAGNA og ráðþrota
streymdu hermenn Bangla
Desh frá bráðabirgðahöfuð-
borg sinni, Chuadanga, í dag
áleiðis til indversku landa-
mæranna. Þeir létu borgina
falla nær bardagalaust í hend
ur her Pakistanstjórnar og
virðist nú sem hið nýstofnaða
riki, Bangla Desh, sé úr sög-
unni, en þrjár vikur eru liðn-
ar, síðan uppreisnin hófst í
Austur-Pakistan og lýst þar
yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.
Her Pakistanstjórnar hertók í
dag borgina Kushtia, um 50 km
norðar, og virtist sem mótstaða
Bangla Desh færi hvarvetna
þverrandi. 1 fyrsta sinn flutti út-
varp uppreisnarmanna fréttir
um, að her þeirra hefði hörfað
og uppreisnarmenn virtust alls
staðar forðast að leggja til bar-
Ceylon:
Sendiherra N-Kóreu
vísað úr landi
Colombo, 16. apríl. NTB-AP.
RÍKISSTJÓRN Ceylons kunn-
gerði í dag, að hún hefði vísað
scndiherra Norður-Kóreu úr
landi og öllu starfsliði hans.
Ekki var gefin nein sundurliðuð
opinber skýring á þessari ákvörð
un, en sakir höfðu áður komið
fram  á  hendur  Norður-Kóreu
um hlutdeild í samsæri því, sem
uppvíst er orðið um að steypa
stjórn frú Bandaranaike, for-
sætisráðherra.
Sendiherra     Norður-Kóreu,
Pvang  Yong  og  fjórir  aðrir
sendístarfsmenn auk 13 annarra
starfsmanna  sendiráðsins  héldu
Framhald á bls. 2
daga og vera reiðubúnir til þess
að kasta frá sér vopnum sSrouim.
Flóttafólk frá Chuadanga, sem
uppreisnarmenn höfðu gert að
bráðabiirgðahöfuðborg      sirani
skýrði svo frá, að tvær flugvél-
ar úr flugher Pakistans hefðu
varpað sprengjum á borgina og
skotið úr vélbyssum sínum og
þegar erlendir fréttamenn komu
til borgarinnar sáust sprengju-
gígir á ýmsum götum og veggir
lögreglustöðvarinnar voru þakkt
ir vélbyssuskotum. Dauð kýr og
tveir dauðir hundar lágu enn á
aðalgötu borgarinnar. Sagt var,
að tólf manns hefðu beðið bana
í loftárásinni, en engin opinber
staðfesting hafði fengizt á því.
Chuadanga, þar sem áður
bjuggu um 25.000 manns og þar
sem fjöldi flóttafólks hafði að
auki setzt að, var nú auð og
tóm. Grænn, rauður og hvitur
fáni Bangia Desh sást víða
hanga máttvana á yfirgefnum
byggingum. Fréttir bárust um,
að framvarðasveitir Pakistan-
hers hefðu komið sér fyrir í 5—6
km fjarlægð, en meginherinn
var enn talinn miklu lengra í
burtu.
Á sérhverri leið írá Chua-
danga til indversku landamær-
anna, um 24 km í vesturátt, sást
löng röð flóttamanna. Er talið,
að um 100.000 flóttamenn séu nú
komnir til Indlands frá Austur-
Pakistan og höfðu flestir þeirra
aðeins getað tekið það með sér
af eigum sinum, sem þeir gátu
borið. Hafa þeir ýmist komið
fótgangandi, á reiðhjólum, ríð-
andi ösnum o.s.frv. Margir hafa
einnig komizt með ferjubátum á
fljótum.
S-Afríka
biður um
freigátur
London, 16. apríl —¦ AP
MIKIIX pólitískur stornrar
gengur nú yfir Bretlanð
vegna óformlegrar beiðní
stjórnar Suður-Afríku um að
fá keyptar sex brezkar frei-
gátur af nýjustu gerð. Denis
Healey, fyrrum varnarmála-
ráðherra, sem nú er talsmað-
ur Verkamannaflokksins í ut-
anrikismálum, sagði, að ef
herskipin yrðu seld Suður-
Afríku, gæti það haft óskap-
legar afleiðingar fyrir sam-
veldið.
Hann benti á, að mikil upp-
þot hefðu orðið viða í Afriku
þegar Suður-Afríku voru seld
ar nokkrar þyrlur, og spáði
því, að ef landinu yrðu nú
seldar nýtízku freigátur,
myndi koma til óeirða, sem
kostað gætu mörg brezk líf í
samveldislöndunum, auk þess
sem viðskipti og annars kon-
ar tengsl gætu stórskaðazt.
Talsmaður Heaths, forsætis-
ráðherra, sagði, að engin
formleg beiðni hefði borizt og
engin ákvörðun þar af leið-
andi tekin enn.
Borðtennissókn Kín-
verja heldur áfram
Brezku borðtennisleikurunum sýndur sérstakur
sómi og hvatt til aukinna sam-
skipta Breta og Kínverja
Peking,  16.  apríl.  NTB.
„Ping pong" — eða borðtenn-
issókn Kínverja heldur áfram
og sagði brezki sendiráðsritar-
inn í Peking, Richard Samuel,
í dag, að ánægjuleg þróun væri
nú í samskiptum Bretlands og
Kína. Sagði hann þetta í veizlu,
sem haldin var i Peking til heið
urs  brezku  borðtennisleikurun-
um, en hún var hámark á frá-
bærum móttökum, sem brezku
íþróttamennirnir hafa hlotið í
Kína. Er nú gert ráð fyrir mik-
illi „þiðn" í samskiptum Kína
og Qretlands á næstunni.
Einn af forystumönnum kín-
verska íþróttasambandsins, sem
tók þátt í veizlunni í dag, sagði,
að leggja bæri áherzlu á aukin
samskipti á milli brezku og kin
versku þjóðarinnar á sviði
íþrótta- og menningarmála.
Fyrr í dag hafði brezku borð
tennisleikurunum verið aýndur
sá einstaki heiður að fá heimUd
til þess að fara um og skoða
lokaða borgarhlutann í Peking,
en honum hefur verið lokað fyr
ir útlendingum eftir menningar
byltinguna og mjög fáir þeirra
fengið að skoða hann. f þessum
bargarhluta bjuggu kínvereku
Framhald á bls. 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32